Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 7 Fréttir Tvær konur meö lítil börn biðu tvo tíma í biluðum bíl á Hellisheiðinni í gær: Þrír bílstjórar á tómum bílum neituðu að taka þau með í bæinn - sögðust ekki hafa tíma, segir Edda Ólafsdóttir „Ég verð að segja það alveg eins og er að ég varð fyrir vonbrigðum með viðbrögð fólks á Hellisheiðinni í morgun. Þegar ég kem hingað heim finnst mér allir vera að flýta sér svo mikið að enginn má vera að neinu og mér finnst þetta því miður versna eftir því sem ég kem oftar,“ sagði Edda Ólafsdóttir, sem hefur búið í Winnipeg í Kanada í 23 ár, í samtali við DV í gær. „Við systurnar vorum að koma ásamt tveimur börnum, sem systir mín á, tveggja ára og sjö mánaða, frá Selfossi til Reykjavíkur í morg- un. Það var snjókoma og þoka en ekkert kalt. Þegar við vorum komn- ar rétt svo upp brekkuna upp á Hell- isheiðina stoppaði bíllinn og fór alls ekki í gang.“ Enginn vildi hjálpa „Við reyndum að stoppa bíla, fyrst stoppaði maður á stórum bíl og kom út úr honum, leit aðeins undir vélarhlífina á bilaða bflnum og sagðist ekkert vita hvað væri að. Við báðum hann þá að taka okkur með til Reykjavíkur þar sem hann hafði nóg pláss í bflnum en hann sagðist vera að flýta sér svo mikið að hann gæti ekki tekið okkur með. Næst stansaði kona, líka á tómum, stórum, flottum bíl. Hún sagðist líka vera að flýta sér svo mikið að hún gæti ekki tekið okkur með. Við stoppuðum alls þrjá bíla en enginn gat tekið okkur með. Við vorum þarna í tvo tíma og tfl dæmis fóru tvær rútur fram hjá okkur,“ sagði Edda. „Sem betur fer hafði systir mín bílasíma og hringdi í konu sem hringdi á lögregluna og ákveðið var að dráttarbíll kæmi og drægi bílinn austur í Hveragerði. Þegar dráttarbíllinn kom vildi bílstjórinn að við sætum inni í bfl systur minnar á meðan hann drægi hann þar sem ekki væri pláss fyrir okkur öll inni í dráttarbílnum. Við þorðum ekki að sitja inni í honum meðan hann væri dreginn. Það end- aði með því að systir mín fór með börnin í dráttarbílnum austur í Hveragerði. Ég stoppaði hins vegar bíl sem var á leið til Reykjavíkur. Þar sem ég var ein stansaði ungur maður og hann ók mér alla leið heim og var afskaplega almennileg- ur. Ég vil ekkert vera að tala illa um íslendinga en mér finnst þetta voða- lega leiðinlegt. Ef ég væri í vand- ræðum á þjóðvegi í Kanada myndu allir stoppa og hjálpa. í Kanada heldur fólk að allt sé svo gott hér á íslandi. Mér finnst yndislegt að koma heim en þetta var áfall að lenda í þessu," sagði Edda. -ÞK ASÍ hafnar frumvarpsdrögum félagsmálaráðherra: Læt ekki berja mig til baka með frumvarpið - nái aðilar ekki samkomulagi, segir Páll Pétursson félagsmálaráðherra „Það er Alþingis að setja lög en ekki aðila vinnumarkaðarins. For- ystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa viðurkennt að sá tilgangur sem frumvarpsdrögin miða að sé skyn- samlegur en þeir segjast vilja semja um þessi atriði en ekki að sett verði um þau lög. Ég vil láta reyna á það og gefa mönnum til þess stuttan tíma. Mér er ekkert í mun að setja lög ef menn geta samið og gert samninga sem halda. Takist þeim það ekki læt ég ekki berja mig til baka með það að leggja þetta frumvarp fram og það mun ég gera á þessu þingi ef af því verður. Ég er líka tilbúinn að sníða af ef það er eitthvað sem mönnum þyk- ir meiðandi," sagði Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra vegna höfnunar formanna landssambanda ASÍ á frumvarpsdrögum um réttarstöðu launafólks og samskipti á vinnu- markaði. „Ég er ákaflega undrandi á við- brögðum formanna sérsambanda ASÍ við frumvarpsdrögunum. Ég vissi ekki annað en að nokkuð góð sátt væri um frumvarpsdrögin sem samin voru í nefnd sem ASÍ átti aðild að. Þau miða að lítils háttar lagfæringu á samningaferlinu. Hvergi er verið að sneiða að því að taka verkfallsréttinn af eða skerða hann. Aðeins er verið að koma samningum í farveg fyrr og taka upp viðræður áður en samning- ar eru lausir. Með þessu er ætlað að koma samningum í gang áður en ell- efta stund er runnin upp,“ sagði Páll. Landað úr Berki í tankana hjá Vestdalsmjöli. DV-mynd JJ Seyðisfjörður: Loðnu landaðí geymslutanka Seyðisfirði til að geyma loðnu meö- an framboð er svo mikið sem nú. Þeir hugsa sér að flytja loðnuna heim til Neskaupstaðar og bræða þegar dregur úr veiðinni. Forsjálir þeir Síldarvinnslumenn að grípa gæsina meðan hún gefst. Það er til fyrirmyndar. Löndun í Vestdalsmjöli gengur ágætlega og hefur allt verið lagfært þar og snyrt eftir hamfarirnar í mars í fyrravetur. Geymslurými í tönkunum þar er um 8000 tonn að sögn Arnars verksmiðjustjóra. -JJ DV, Seyðisfirði: Mokveiði er nú á loðnu á miðun- um djúpt út af Stokksnesi í Lóns- dýpi. Hagstætt veður hjálpar til að allt gengur eins og best verður kos- ið. Nú er landað á öllum stöðum frá Raufarhöfn austur og suður til Akraness. Skipin fylla sig í góða veðrinu á 4-6 klukkustundum og hætt er því við að þróarrými skorti fljótlega með þessum góða gangi. Síldarvinnslan í Neskaupstað hef- ur tekið á leigu hráefnistanka Vest- dalsmjölsverksmiðjunnar hér á Hann segir að auk þess sé ætlunin að gera vinnu ríkissáttasemjara markvissari en gildandi skipulag hef- ur verið útfært. Einnig sé í frum- varpsdrögunum ákvæði um þátttöku í atkvæðagreiðslu til synjunar eða samþykktar á kjarasamningum. Þar séu gerðar nokkrar kröfur um þátt- töku þannig að fátt fólk geti ekki fellt eða samþykkt samninga. Þá er í drög- unum gert ráð fyrir stærra samfloti verkalýðsfélaga við samninga en ver- ið hefur. „Það hefur verið þannig að stóru samtökin hafa samið fyrst en síðan hafa minni hópar komið og klifrað upp bakið á þeim og fengið betri samninga. Þetta hefur leitt til launa- munar, allt of mikils launamunar að minum dómi. Þess vegna tel ég heppi- legra að samflotin verði stærri. Þetta virðist ekki ganga í að minnsta kosti suma af forystumönnum verkalýðs- hreyfingarinnar. Þeir eru að verja sinn litla garð hver og einn og vilja ekki fela heildarsamtökum neina samninga. Ég tel að núverandi skipu- lag hafi ekki gefið láglaunastéttunum þær kjarabætur, miðað við aðra, sem eðlilegt væri og þessi frumvarpsdrög miða að því aö minnka launamun- inn,“ sagði Páll Pétursson. -S.dór FULLKOMIN r KARAOKE-HLJÓMTÆKI TX200 Kr. 39.9 TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR: • Digital FM/MW/LW útvarp • Forstilltur tónjafnari m. 6 still. með 30 minnum • Tímastilling og vekjari • 100 watta magnari • Tvöfalt Dolby segulband • Karaoke-kerfi • Innstunga fyrir heyrnartól • Geislaspilari m. 30 minnum og hljóðnema • Fullkomin fjarstýring ... og margt fleira. Síj h mmmmímmmjm SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI568 9090 • OPIÐ LAUGARD. 10-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.