Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 13 Sjálfráða 16 eða 18? Nefnd á vegum Reykjavíkur- borgar setti í haust fram þá hug- mynd að hækka sjálfræðisaldur úr 16 í 18 ár. Hugmyndinni var m.a. ætlað að leysa svonefndan „mið- bæjarvanda". Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri gerði þessa hugmynd strax að sinni. Þessi hugmynd hefur svo aftur skotið upp kollinum á síðustu vik- um vegna frétta af vaxandi fikni- efnaneyslu ungmenna. Sjálfsagt að svipta fólk sjálfræði! Það er sérstakt áhyggjuefni að við stjórn stærsta sveitarfélags landsins sé fólk sem þykir ekkert tiltökumál að svipta um 10 þúsund einstaklinga sjálfræðinu til að leysa tíma- og svæðisbundinn vanda sem það hefur sjálft átt þátt í að skapa og viðhalda. Sérstak- lega má gagnrýna takmarkanir á afgreiðslutíma vínveitingahúsa sem hefur í fór með sér að eftir- sóknarvert er fyrir unglinga að vera í bænum þegar fólk streymir út af skemmtistöðunum klukkan þrjú og miðbærinn fyllist af fólki. Hvað fíkniefnaneysluna varðar liggur fyrir að langflest ungmenni kunna fótum sínum forráð í þess- um efnum og vafasamt að svipta þá sjálfræðinu vegna þeirra sem misnota þessi efni. Hengja með öðrum orðum bakara fyrir smið. Aðlögunartími að lögræði Með sjálfræðinu fær fólk að ráða samastað sínum, ráða sig í vinnu á eigin ábyrgð og ráðstafa sjálfsaflafé sínu. Hér á landi er löng hefð fyrir því að ungmenni nýti sér þennan rétt. Ýmist vegna löngunar til að standa á eigin fót- um, til að losna undan þrúgandi eða jafnvel ógnvekjandi aðstæðum í foreldrahúsum, auk ótal annarra ástæðna sem reka ólíka einstak- linga áfram og hvorki foreldrar þeirra né „velviljaðir" stjórnmála- menn fá skilið. Með sjálfræðinu má einnig segja að ungmenni fái tveggja ára aðlögunartíma að fullu lögræði. í þessu sambandi er rétt að leiða hugann að því hvort Kjallarinn Glúmur Jón Björnsson formaður Heimdallar „miðbæjarvandann“ og fíkniefna- vandann. Efast má um að svo sé. Stór hluti þeirra unglinga, sem safnast í miðbæinn um helgar, hefur verið undir 16 ára aldri og því ósjálfráða. Verði sjálfræðisald- urinn hækkaður er líklegt að eina breytingin í miðbænum verði sú að ósjálfráða fólki þar fjölgi en þeim sjálfráða fækki. Ekki eru miklar líkur til þess að 16 til 18 ára unglingar sitji heima á fostu- þrýsta á breytingar í þessum efn- um. Henry David Thoreau sagði eitt sinn að ætti hann von á manni í heimsókn sem væri staðráðinn í að gera sér gott myndi hann um- svifalaust taka til fótanna. Það get- ur nefnilega vafist fyrir vinum og ættingjum manns hvað er honum fyrir bestu, hvað þá bláókunnug- um embættis- og stjórnmálamönn- um. Góðar fyrirætlanir tryggja „Verði sjálfræðisaldurinn hækkaður er líklegt að eina breytingin í miðbænum verði sú að ósjálfráða fólki þar fjölgi en þeim sjálfráða fækki.“ breyting af þessu tagi er yfirleitt dags- og laugardagskvöldum þótt ekki góðan árangur. líkleg til að hafa einhver áhrif á R-listinn í Reykjavík næði að Glúmur Jón Bjömsson „Sérstaklega má gagnrýna takmarkanir á afgreiðslutíma vínveitingahúsa sem hefur í för með sér að eftirsókn- arvert er fyrir unglinga að vera í miðbænum þegar fólk streymir út af skemmtistöðunum klukkan þrjú og mið- bærinn fyllist af fólki.“ | Undir fölsku flaggi I margbreytileika mannlífsflór- unnar kennir ýmissa grasa, einnig illgresis ef vel er að gáð. Glæpum er sífellt að fjölga. Rán og grip- deildir ásamt hvers kyns ofbeldi og öðrum ófógnuði flæðir hér um taumlaust alla daga. Á fjölmiölum landsins muna menn vart aðra eins uppgangs- tíma í æsifréttum. Ekki veitir af, enda hlýtur það að vera hrikalega niðurdrepandi fyrir fréttamenn með snert af skapandi hugsun að vera alltaf að vinna með sömu fréttina eins og tíðkast hér. Nú gefst þeim gullið tækifæri til þess að gera tímabundið hlé á þurrum og endalausum upptalningum á vanda krókaleyfisbáta, kvótum og sauðfjárbúskap. Allt málefni sem enginn nennir að hlusta á. Það er alveg eins gott að kaupa Fiskifrétt- ir eða Bændablaðið og skoða súlu- ritin þar ef menn hafa áhuga. Þó að glæpaumfjöllunin sé kær- komin tilbreyting í stétt frétta- manna er ástandið vissulega al- varlegt í hvaða mynd sem það birtist hverju sinni. Eðli og orsak- ir glæpa verða auðvitað aldrei krufin til mergjar en ákveðinn hópur fólks kemur oft við sögu þegar svik og prettir eru annars vegar. Undanfarið hafa ýmis afrek manna úr þessum hópi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Einnig hafa verið á kreiki ýmsar sögu- sagnir af mjög sv.o skrautlegum svikaferli útvaldra einstaklinga um landið þvert og endilangt. Og Kjallarinn Einar S. Guðmundsson nemi dæmi eru um að þeir hinir sömu hafí reynst svo innUega veru- leikafirrtir í eðli sínu að vUa það ekki fyrir sér að koma fram í sjón- varpi og ljúga blákalt framan í al- þjóð með bros á vör. Það háttalag er einmitt einkennandi fyrir þetta syndróm. Þessi tegund manna er oft nefnd samkvæmt ákveðnu grunneinkenni sem er þeim öllum sameiginlegt en það er hversu léttilega lausir þeir eru við það el- ement heUastarfseminnar sem hef- ur með siðferðisvitund og sam- visku að gera. Færri í blekkingartækni Merkilegast við þetta allt saman er þó hvað fólk er almennt gjör- samlega blátt og blint gagnvart þessu fyrirbæri. Það sannar aftur á móti fæmi þessara aðila i þeirri blekkingartækni sem þeim er svo blessunarlega í blóð borin. Samkvæmt erlendum rannsókn- um er fjöldi þessa fólks áætlaður einn á móti hverjum áttatíu í nú- tímaþjóðfélögum. ísland er þar engin undantekning, jafnvel þó töluvert styttra sé síðan nútíminn náði hingað norður undir heim- skautsbaug en til nálægra landa. Það er talið að fulltrúar þessa hóps séu ábyrgir fyrir um það bil helmingi aUra alvarlegra glæpa sem framdir eru. Töluverður hiuti nær þó að sigla milli skers og báru og tekst að einhverju leyti að kom- ast undan afleiðingum gjörða sinna gagnvart hegningarlögiun. Hjá þeim sem ekki enn hefur skolað á land löggæslunnar hefur eðlið fundið sér annan farveg. Þar er að finna einstaklinga sem á einn eða annan hátt eru að and- skotast inni á heimilum sínum með aUs kyns ofbeldisæfingar sem þjóna þeim tilgangi einum að fóðra fýsn þeirra til algjörrar drottnunar yfir náunganum. Einnig er þessu aktað út án þess að aflsmunar sé beitt og kemur þá tU krónísk stelsýki, hvers kyns svikastarfsemi og endalaus upp- spuni og lygavaðall svo að ekki stendur lengur steinn yfir steini. Og þó að notast sé við grímu hins heUbrigða manns leynist mikiU sjúkleiki á bak við sem er í raun ofbeldi í eðli sínu. Það er undarlegt tU þess að vita að svipuð karaktereinkenni er gjarna að finna í lýsingum á at- ferli landnámsmanna í fornritum þjóðarinnar. Þessar endaleysur eru lofaðar af landslýð sem háleit heimspeki og taldar bera vott um einstaka mannkosti landsfeðr- anna. Það skýrir líklega þá stað- reynd hvers vegna ýmiss konar hegðun sem hér þykir sjálfsögð er ekki liðin annars staðar. Sá ótrú-. legi ævintýraferiU einstaklinga úr þessum hópi, sem rakinn er í fjöl- miðlum, er einungis örlítið brot af þeim djöfulgangi sem viðgengst hist og her í þjóðfélaginu. Þarna er aðeins á ferðinni toppurinn á ís- jakanum. Restin marar óáreitt í kafi, óhult fyrir veðri og vindum almenningsvitundarinnar. Einar S. Guðmundsson „Þessar endaleysur eru lofaðar af lands- lýð sem háleit heimspeki og taldar bera vott um einstaka mannkosti landsfeðr- anna.“ Með og á móti 49% eignaraðild útlend- inga í sjávarútvegi Að fylgjast með tímanum „Það hafa orðið miklar breytingar á þessum vett- vangi að und- anförnu. Það hefur gerst með samruna og samstarfi fyrirtækja í sjávarútvegi aUt í kringum landið og harðri samkeppni tveggja helstu viðskiptablokka landsins með hlut í sjávarútvegs- fyrirtækjum. Síðan hafa íslensk sjávarútvegsfyrirtæki verið í mikiUi sókn að eignast hlut í sambærUegum fyrirtækjum er- lendis. Þar tel ég að liggi mikil sóknarfæri. Við getum hins veg- ar ekki vænst þess að geta ein- hliða og takmarkalaust fjárfest í sjávarútvegi annarra landa án þess að útlendingar geri kröfu til þess geta komið inn i innlend fyrirtæki. Ég vU einnig benda á að íslenskur sjávarútvegur er mjög skuldsettur eftir erfiðleika undanfarinna ára. Því hljótum við að spyrja okkur að því hvort það sé ekki betra að fyrirtækin fái hlutafé erlendis frá heldur en hlaða á þau erlendum lánum. Ég tel að erlent hlutafé muni styrkja þau og gera þau færari til nýrra átaka og aukinnar starfsemi. Ég bendi á að fisk- vinnslan er rekin með veruleg- um haUa í mörgum greinum um þessar mundir. Það hefur aftur bitnað á fiskvinnslufólki og leitt til lægri launa, sem aftur leiðir til þess að fólk hefur sótt í sam- bærileg störf tU útlanda." Kristinn H. Gunn- arsson alþingis- maður. Ihlutun í landhelgina „Við viljmn ráða sjálf hvernig auð- lindin er nýtt. Til þess stækk- uðum við land- helgina á sín- um tíma að færa yfirráðin úr höndum út- lendinga yfir í okkar hendur einvörðungu. Þetta eru því skyld mál, það er opnun á útlendinga í íslenskan'sjávarútveg er íhlutun í landhelgina. Ég er ekki tUbú- inn að opna hana og ég bendi á að atvinnurekendur í þessari at- vinnugrein hafa möguleika á er- lendu tjármagni. Það er heimilt í dag að taka erlend lán. Það er einnig heimilt að gera viöskipta- samninga til langs tíma, þannig að sjávarútvegurinn er í þeirri stöðu að ef hann telur sig þurfa á erlendu fjármagni að halda get- ur hann náð sér í það. En að vísu getur hann ekki veðsett auðlind- ina sem ég held að menn séu sammála um að eigi ekki að gera. Viðskiptasambönd og er- lent íjármagn eru í boði og í raun er óþarfi að staðfesta það með formlegu eignarhaldi út- lendinga á fyrirtækjunum. í sjálfu sér tel ég það ekkert hættulegt að útlendingar eigi eða ráði einhverju í sjávarútvegsfyr- irtækjum. Ég hef hins vegar talið það heppilegra að íslend- ingar eigi fyrirtækin einir.“ Kjallarahöfundar Æskilegt er að kjallaragreinar berist á tölvudiski eða á netinu. Hætt er við að birting annarra kjallaragreina tefjist. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.