Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 11 DV Menningarverðlaun DV 1996: Menning Fimm tilnefningar í kvikmyndum Dómnefnd um kvikmyndir hefur skOaö firnrn tilnefningum til Menn- ingarverðlauna DV sem afhent verða í Þingholti, Hótel Holti, fimmtudaginn 22. febrúar nk. Nefndin hefur tilnefnt kvikmyndina Á köldum klaka, Hilmar Oddsson, stuttmyndina I draumi sérhvers manns, Kjartan Kjartansson og Sig- urð Sverri Pálsson. Menningarverðlaun DV eru veitt fyrir markverða atburði og sérstakt framtak í sjö listgreinum á árinu 1995: myndlist, bókmenntum, list- hönnun, kvikmyndum, byggingar- list, tónlist og leiklist. Þegar hefur verið gerð grein fyrir tilnefningum í myndlist, bókmenntum og listhönn- un. Næstu daga verður greint frá tilnefningum í tónlist, byggingarlist og leiklist. í dómnefnd um kvikmyndir eiga sæti Hilmar Karlsson, blaðamaður og kvikmyndagagnrýnandi DV, Baldur Hjaltason, forstjóri og kvik- mýndasafnari, og Valdimar Leifs- son kvikmyndagerðarmaður. Hér á eftir gerir nefndin grein fyrir tilnefningum sínum: Kvikmyndin Á köldum klaka eftir Friðrik Þór Friðriksson er til- nefnd til verðlauna. Myndin lýsir hvernig ungur, japanskur maður upplifir ísland - land og menningu, sem eru gjörólík því sem hann á að venjast. Hér takast á hinn stóri heimur, þar sem maðurinn á sínar rætur, og undarlegur kaldur heim- ur íslands. Lögð er áhersla á mis- mun þessara heima með sjálfu myndforminu. Sagan hefst í Japan og þá sjáum við myndina í þröngu „kassaformati" og má hugsa sér að þarna sé endurspeglun á fólks- mergðinni og þrengslunum í borg- um Japans. Þegar til íslands er komið er myndin aftur á móti í breiðtjaldsformati og köld, grá og mannlaus víðáttan blasir við unga manninum. Hilmar Oddsson er tilnefndur fyrir leikstjórn og gerð kvikmyndar- innar Tár úr steini. Myndin er stór- virki í íslenskri kvikmyndagerð og er í heild eins vel heppnuð og á verður kosið. Tár úr steini er fyrst og fremst verk Hilmars Oddsonar, sem lengi er búinn að vera með myndina í vinnslu og þróa hana stig af stigi af mikilli þolinmæði og hug- rekki. Leikstjórn hans er markviss og styrk og dramatísk ævi Jóns Leifs verður að óvenju lifandi frá- sögn í kvikmynd Hilmars. í draumi Sérhvers manns. í draumi sérhvers manns er fimmtán mínútna stuttmynd eftir Ingu Lísu Middleton. Hún er byggð á sam- nefndri smásögu eftir Þórarinn Eld- járn. Þetta er hnitmiðuð mynd í myndrænum ramma sem dregur vel Kjartan Kjartansson, hljóðmaður í myndunum Á köldum klaka, Benj- amín dúfu og Tár úr steini. fram í gamansömum tón drauma og martraðir starfsfólks Gildismats ríkisins. Leikstjórinn notar á skemmtilegan máta liti til að undir- strika andstæðurnar í myndinni, það er gráan hversdagsleikann og svo heim draumanna. Myndin er vel gerð og heldur áhorfandanum vel við efnið. Kjartan Kjartansson er tilnefnd- ur fyrir hljóðvinnslu í myndunum Á köldum klaka, Benjamín dúfu og Tár úr steini. Kjartan hefur á und- anfornum árum sannað sig sem hljóðmaður á heimsmælikvarða. Tilkoma hans inn í íslenska kvik- myndagerð hafði mikið að segja með það að hljóð í íslenskum kvik- myndum batnaði til muna. Með mikilli þrautseigju og nákvæmni hefur hann náð að fullkomna tækni sína, sem rís hátt í þeim þremur kvikmyndum sem hann vann við á síðasta ári. I hverri þeirra fyrir sig Stuttmyndin I draumi sérhvers manns eftir Ingu Lísu Middleton. Hilmar Oddsson fyrir kvikmyndina Tár úr steini. Sigurður Sverrir Pálsson, kvik- myndatökumaður í myndunum Benjamín dúfu og Tár úr steini. Kvikmyndin Á köldum klaka (Cold Fever) eftir Friðrik Þór Friðriksson. er að finna hljóðsetningu sem að- eins er á færi fremstu listamanna í þessari grein að skapa. Sigurður Sverrir Pálsson er til- nefndur fyrir kvikmyndatöku á Benjamín dúfu og Tár úr steini. Sig- urður er einn reyndasti kvikmynda- tökumaöur okkar og á að baki glæsilegan feril í íslenskri kvik- myndagerð. Hann sýndi á síðasta ári hversu megnugur hann er í tveimur aðskildum verkefnum, Tár úr steini og Benjamín dúfu. Þótt áferð þeirra sé ekki lík þá leynir það sér ekki að mikill. kunnáttu- maður er að baki kvikmyndavélar- innar. Sigurður Sverrir er dæmi um listamann sem löngu er búinn að sanna sig en er ennþá að læra og þróa sína list. -bjb Umbodsmenn um allt land Reykjavík: Byggt og Búiö Kringlunni. Vesíurland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni E.Hallgrímsson, Grundarfirði. Vestfirölr:.Rafverk,Bolungarvík.Straumur,ísafirði. Norðurland: Kf. Steingrímsfjaröar, Hólmavík. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúð.Sauðárkróki. KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Stál, Seyöisfirði. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. IKf. Fáskrúðsfiröinga, Fáskrúðsfiröi.KASK, Höfn Suöurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergsson, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. 6.95 Öko Vampyr 8251 • Sexföld rykslun* Stillanlegur sogkraftur • Stillanlegt Sogrör • Fylgihlutageymsla • þrír auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 5,5 lítrar • 900vött ( Nýr Oko-mótór skilar sama sogkrafti og 1500 vatta mótor) Vampyr 6400 Sexföld ryksíun* Ultra- filter (Skilar útblósturs- • lofti 99,97% hreinu) Stillanlegur sogkraftur • Stillanlegt Sogrör • Fylgihlutageymsla • Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 4 lítrar • 1400 vött • Þyngd 7 kg • Vampyr 6100 • Fjórföld ryksíun • Stillanlegur sogkraftur • Fylgihlutageymsla • Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra Rykpoki 4 lítrar 1300 vött Þyngd 7 kg Vampyr 5010 Fjórföld ryksíun • Stillanlegur sógkraftur • Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 4 lítrar • 1300 vött • Þyngd 6 kg •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.