Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 28
F 5 14.2/96 (atK28Y39): Vinningar Fjöldi vinninga Vinningsupphæd l.iaf 6 2.Safi* 3.Safi 2 158.910 4.4af6 229 2.200 S.Safí' ««'“916 230 m506.920„ Miðvikudagur 14.2/96 Á Islandi -3ilZfii92Q.. ?MW?) @@(g) KÍN FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. m550 5555 Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 Mok á loðnunni: Skipin fylla sigá skömmum tíma „Við fáum ekki marga túra svona, kannski einn á vertíð," sagði Hálfdan Hálfdanarson, stýrimaður á Berki NK, í morgun. Börkur átti þá skamman veg eftir heim til Nes- kaupstaðar með fullfermi, um 1250 tonn, eftir mokveiði 20 mílur suð- vestur af Stokksnesi í nótt. Hálfdan sagði að skipið hefði ver- ið fyllt i þremur köstum og tók það verk aðeins um fimm klukkutíma. Tíu til fimmtán bátar voru að jafn- aði á miðunum við Stokksnes í nótt og fylltu sig á skömmum tíma. Var því örtröð á miðunum og bátar að koma og fara. „Við fengum einn svona túr í fyrra og í ár er þetta besti túrinn. Þetta var bara mok,“ sagði Hálfdan. Hann sagði að loðna stæði nú mjög þétt og væri á vesturleið í stórri torfu. -GK Bakaríið Hérastubbur í Grindavík lagt í rúst í nótt: Ætlaði að eyði- leggja bolluhelgina - segir Sigurður Enoksson bakari sem varð fyrir miklu tjóni „Þessi náungi hefur ætlað að eyðileggja fyrir mér bolluhelgina. Hér var bókstaflega allt í rúst þegar við komum í morgun,“ seg- ir Sigurður Enoksson, bakari í bakaríinu Hérastubbi í Grinda- vík. Ölvaður maður braust inn í bakaríið milli klukkan tvö og þrjú í nótt og vann þar mikil skemmdarverk. Fyrst braut hann tvær stórar rúður og réðst eftir að inn var komið gegn innrétting- unum. Stórt afgreiðsluborð úr gleri var molað mélinu smærra og einnig hillur úr gleri. Peninga- kassanum var svipt út á gólf og posinn fyrir greiðslukort eyði- lagður. Þá var lagt til atlögu í vinnslusalnum og tilraun gerð tO að koma tækjum þar úr stað. Skemmdarvarginum þótti þó tæk- in þung og gafst upp þegar eitt var komið út á gólf. „Hér var gler úti um allt og við erum búin að vinna í því í aUa nótt að koma bakaríinu i viðun- andi horf. Það tókst að opna klukkan átta enda stöðvar okkur ekkert," sagði Sigurður. Hann treysti sér ekki tO að meta skemmdirnar en telur þó tjón sitt umtalsvert. AUar kökur sem voru í bakaríinu eru ónýtar og í morgun var pantað gler tU að endurbyggja bakaríið. „Það er greinilegt að maðurinn hefur engan áhuga haft á pening- um því peningakassinn er heiU. Tilgangurinn hefur verið sá einn að eyðOeggja sem mest,“ segir Sigurður. Lögreglan handtók skemmdar- varginn á staðnum í nótt og flutti hann í fangageymslu. Hann verð- ur yfirheyrður í dag en hefur enn engar skýringar gefið á framferði sínu. Um er að ræða heimamann og sagði Sigurður að það væri leiðinlegt að lenda í þessari árás af hendi manns sem hann þekkti. -GK Alþýöusambandið: Vinnuhópur móti stefnu í heil- brigðismálum Alþýðusamband íslands hefur harðlega mótmælt niðurskurði og aukinni gjaldttöku ríkisstjórnarinn- ar í heObrigðismálum. Segir í álykt- un frá miðstjórn ASÍ að í tillögum rikisstjórnarinnar felist alvarleg að- fór að velferðarkerfinu. ASÍ ætlar að skipa sérstakan vinnuhóp seni fær það hlutverk að móta heO- steypta stefnu í heilbrigðismálum. _____________________-S.dór Nýja alnæmislyf- ið væntanlegt Nýtt alnæmislyf er væntanlegt á lyfjamarkað hér á landi innan skamms. Nýi lyfjaflokkurinn er þró- aður í Bandaríkjunum og hefur ásamt öðrum skyldum lyfjum á borð við AZT skilað góðum árangri við að halda alnæmisveirunni í skeQum. Áætlað er að lyfjameðferð kosti í heOd um 400 þúsund krónur eða um 80 þúsund á mánuði. Sjá nánar um nýja alnæmislyfið á bls. 4. -brh í morgun s ’-Javier Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, kom til íslands í morgun til viðræðna við íslensk stjórnvöld og tók Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á móti honum. Einkum verður rætt um ástandið í Bosníu og framtíð NATO í dag. DV-mynd ÆMK Finnur Ingólfsson: Ekki forsendur fyrir vaxtahækkun „Ég tel engar forsendur tO staðar fyrir vaxtahækkun bankanria að undanförnu. Þvert á móti eru aUar aðstæður til vaxtalækkunar. Láns- fjáreftirspurn ríkissjóðs, sveitarfé- laga og í húsbréfakerfinu hefur ekki verið minni í langan tima, það er stöðugleiki á vinnumarkaði, verð- hækkanir urðu minni en áætlað var, í stað gjaldeyrisútstreymis streymir gjaldeyrinn frekar inn og lausafjárstaða bankanna hefur lag- ast. Ef okkur tekst ekki að lækka vexti þá dregur úr fjárfestingu og hagvgxti," sagði Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra við DV en hann mun á morgun funda með banka- stjórum Seðlabankans um vaxta- málin ásamt forsætisráðherra, fjár- málaráðherra og utanríkisráðherra. -bjb Framkvæmdastjóri NATO kominn: Ræðum samstarf- ið innan NATO segir Halldór Ásgrímsson Javier Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, kom með föruneyti hingað til lands í morgun til viðræðna við íslenska ráðherra. Solana kom með einka- þotu til KeflavíkurflugvaUar og tók Halldór Ásgrimsson utanríkisráð- herra á móti honum. Fyrirhugað var að Solana hitti Davíð Oddsson forsætisráðherra og utanríkismála- nefnd Alþingis í morgun. „Við munum ræða samstarfið innan NATO og framtíð bandalags- ins. Væntanlega ber einnig á góma það sem er að gerast núna í Bosníu, samstarf við stjórnvöld í Rússlandi og öryggismál í Evrópu," sagði HaU- dór Ásgrímsson i morgun. Hann taldi að sérstök áhersla yrði lögð á stækkun NATO, samstarf miUi Evr- ópuríkja og Bandaríkjanna í við- ræðunum við framkvæmdastjóra NATO. Solana fer aftur utan síðdegis í dag. -ÆMK/GHS VAR MIKKI REFUR A€> HREKKJA HÉRASTUBB EINA FERÐINA ENN! Veðrið á morgun: Norðan hvassviðri Á morgun verður norðan hvassviðri um norðan og aust- anvert landið en heldur hægari suðaustanlands. Snjókoma eða éljagangur verður víða, enkum norðanlands. Hitinn verður á bilinu -2 tU -8 stig, kaldast á Norðurlandi. Veðrið í dag er á bls. 36 rafverktakur r a f k ó p samvirki Skemmuvegi 30 - 200 Kóp. Simi 5544566 Frá kl. 14 til 18 1 2 pizzur fyrir 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.