Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 4
4 / FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 Fréttir Hundrað manns smitaðir af eyðni hérlendis og þar af 29 látnir: Afanga nað með nyjjum lyfjum sem halda veirunni í skefjum — segir Haraldur Briem yfirlæknir „Þetta er áfangi í langri þróun sem hefur verið að eiga sér stað í lyfjameðferð á HIV-smiti,“ segir Haraldur Briem, yfirlæknir á smit- sjúkdómadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur, um ný lyf sem vekja nú von- ir manna um að meiri árangur sé að nást við að halda HlV-veirunni í skefjum. „Rannsóknir sem fram hafa farið í Bandaríkjunum, Evrópu, Ástralíu og víðar hófust með tilkomu AZT- lyfsins á markaðinn en það hafði áhrif á vaxtarmöguleika veirunnar. Það missti hins vegar áhrifamátt sinn ef það var gefið í langan tlma. Gefin voru lyf með AZT sem stopp- uðu veiruna á leið inn í kjarna- frumu og önnur lyf þróuð sem stoppuðu á leið út úr kjarnafrumu. Það hefur svo komið í ljós að ef þau eru gefm samtímis næst meiri ár- angur við að halda HlV-veirunni í skefjum," segir hann. „Þetta var fundið út með verk- fræðilegum hætti þar sem gerðar voru myndir af veirum og hvötum og hægt að sjá hvaða lyfjaform væru líkleg til að stoppa hvatana. Rannsóknir manna hafa svo sýnt að þetta hefur virkað vel. Þetta hefur verið prófað í mönnum undanfarin ár og árang- ur af því hefur verið góður. Veir- an hefur nánast horf- ið í um 85% tilfella og erfitt hefur reynst að finna hana með þeirri Haraldur Briem, yfir- tækni sem læknir á smitsjúk- yfirleitt hef- dómadeild Sjúkra- ur verið not- húss Reykjavíkur. uð. DV-mynd Haraldur segir að með þróun nýrra lyfja sé mikilvægum áfanga náð í þessum efnum. Ekki sé þó hægt að tala um að lækning sé fund- in við HlV-veirunni heldur einung- is merkilegt skref tekið í þá átt. „Það er ljóst að ef hægt er að minnka magn HlV-veirunnar þá er samtímis hægt að minnka líkurnar á því að HlV-smitaður einstaklingur veikist. Það er til mikils að vinna því niðurstöður benda til að lyfin sem virðast halda veirunni i skefj- um koma raunverulega til með að halda sjúkdómnum í skefjum. En það er þó spurning hvað lyfin koma til með að endast lengi og það þurfa menn að rannsaka enn frekar. Sam- sett lyfjameðferð hefur þegar verið prófuð í 6 mánuði eða lengur og hún hefur greinilega langtímaáhrif. Næsta skref í rannsóknunum verð- ur að meðhöndla frekar veirusýk- inguna með fleiri lyfjum en einu. En það er aldrei hægt að útiloka að einhver vandamál komi upp,“ segir Haraldur. Tæplega 100 manns hér á landi hafa smitast af HlV-veirunni, þar af eru 29 dánir. Um 30 manns eru nú í meðferð, sumir hverjir með lítil ein- kenni sjúkdómsins. David Greenall atvinnudansari: Megum ekki gera okk- ur of miklar vonir - stórfrétt, segir varaformaður Samtakanna 78 „Fjölmiðlar mega ekki rjúka upp til handa og fóta og telja fólki trú um að nú sé búið að finna lækningu á HlV-veirunni. Því fer fjarri. Ég veit ekki nákvæmlega úr hverju ný lyf eru samansett en ég held að menn verði að gera sér grein fyrir því að þau geta haft alvarlegar auka- og hliðarverkanir," segir Dav- id Greenall, dansari hjá íslenska dansflokknum sem hefur verið HIV- smitaður í fjögur ár. Hann hefur ekki enn veikst, er fullfrískur og stundar vinnu sína sem atvinnu- dansari. Hann fer þó reglulega til læknis til að láta fylgjast með sér. „Ný lyf lofa sjálfsagt góðu en það er hættulegt að segja að þau lækni alnæmissjúkdóminn. Ég hef áhyggj- ur af því að ef of mikið verður gert úr þessum rannsóknum þá haldi fólk að nú megi slaka á þar sem lækning sé tfl staðar,“ segir hann. „Fólk verður að halda áfram að lifa öruggu kynlífi því sjúkdómur- inn heldur vafalaust áfram að drepa. Lækn- ar eiga enn langt í land í þessum efn- um og við veröum að bíða og sjá hver þróunin verður. Ég er ekki tilbúinn að taka inn lyf nema vera viss um að þau leiði ekki af sér slæmar aukaverkanir. Alnæmi er og verður að mínu mati alvarlegur bölvaldur og yfirvöld og aðrir verða að tryggja að skilningur á sjúkdómnum verði festur í sessi,“ segir David. Gleðifréttir fyrir alla smitaða Percy Stefánsson, varaformaður Samtakanna 78, hefur verið smitað- ur af HlV-veirunni í 12 ár. Hann segir fyrstu viðbrögð sín við frétt- um af nýjum lyfjum hafa verið gleði og hamingju. „Ég varð samt líka pínulítið smeykur. Þetta er náttúrlega stór- frétt og því verður að fara varlega í venjast tilhugsuninni um að kannski sé verið að finna lækningu. Ég, sem og aðrir HlV-smitaðir, þarf að melta þessi tíðindi því þau þýða væntan- lega mikla breytingu fyrir mig, fjöl- skyldu mína og vini,“ segir Percy. „Hingað tfl hef ég leyft mér að vona og ég trúi því varla að þetta sé að gerast í dag. Þetta er bylting fyrir mig því í yfir 8 ár hefur mér oft ver- ið hugsað til þess hvað ég eigi í raun mörg ár eftir ólifuð. Nú þarf ég hins vegar að átta mig á þessu öllu sam- an. Ég hef talað við vini mína, einn David Greenall dansari þeirra vissi varla hvernig hann átti að bregðast við þessum fréttum. Þær gjörbreyta öflu fyrir hann eins og mig,“ segir hann. „Það er okkur HlV-smituðum mik- ilvægt að fjölmiðlar fylgist með gangi mála og taki þátt í jákvæðri umfjöflun þar að lútandi. Það hjálp- ar að auka skilning manna á sjúk- dómnum og hjálpar smituðum að opna sig og tjá. Við þurfum á breytt- um viðhorfum í okkar garð að halda til að styrkja sjálfsálit okkar og and- lega líðan," segir Percy. -brh Dagfari Ég er mjög reiður Þingmenn Framsóknarflokksins eni ævareiðir um þessar mundir. „Ég er auðvitað mjög reiður," sagði Hjálmar Árnason af Reykjanesi í viðtali við DV í gær og í sama streng tóku fleiri samflokksmenn hans. Meira að segja Magnús Stef- ánsson af Vesturlandi, sem hefur keppst við að þegja þunnu hljóði á þingi, getur ekki orða bundist og er foxfllur. Ástæðan fyrir þessari reiðiöldu framsóknarmanna er að fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins hafa leyft sér þá ósvinnu að flytja frumvarp á Alþingi án þess að fá leyfi til þess hjá Framsóknar- flokknum. Fjórmenningaklíkan flytur frumvarp um að útlendingar megi eiga allt að 49% hlut í sjávar- útvegsfyrirtækjum hér á landi. Og þeir létu ekki einu sinni Finn við- skiptaráðherra vita sem klökknaöi af gremju er hann frétti af tOtæk- inu. Það var ekki fyrr en Davíð var búinn að harma að Finnur hefði ekki verið látinn vita að ekkasog ráðherrans þögnuöu. Reiði framsóknarmanna er skilj- anleg. Það var búið að samþykkja í stjórnarflokkunum að leggja fram stjórnarfrumvarp sem gengur í allt aðra átt en frumvarp fjórmenning- anna. Og þegar eitthvað hefur ver- ið samþykkt í stjórninni eiga þing- menn stjómarflokkanna ekki að hafa aðrar skoðanir en ríkisstjórn- in. Þetta ættu sjálfstæðismenn að vita og þetta vita þeir flestir. Tveir af fjórmenningunum eru að vísu nýliðar á þingi, þeir Kristján Páls- son og Pétur H. Blöndal, og þeir hafa því kannski ekki gert sér grein fyrir því að menn sitja ekki á þingi tO að hafa sjálfstæðar skoð- anir. Hinir tveir hafa hins vegar ekkert sér til afsökunar, það er að segja VOli verslunar og Guðjón Guðmundsson, hulduþingmaður af Skaganum. Þeir hafa báðir þing- reynslu og ættu því að vita að svona gera menn ekki. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki leyfi til að hafa aðrar skoðanir á málum en þær sem Davíð og Hafldór hafa samið um. Enn síður hafa þeir leyfi til að leggja fram frumvörp sem ganga í aðra átt en ríkisstjórn- in hefur ákveðið. Þess vegna er það óskiljanlegt að fjórmenningarnir skuli leyfa sér þá ósvífni að troða eigin skoðunum að þingheimi og það í frumvarpsformi. Engum þingmanni Framsóknarflokksins dytti í hug að viðra aðrar skoðanir en þær sem formenn stjórnarflokk- anna hafa lagt blessun sina yfir. Þess vegna er Hjálmar reiður og Valgerður hissa og Magnús er reiö- ur og Jón Kristjánsson segir að þetta séu vinnubrögð sem þing- menn eigi ekki að stunda. Við verðum bara að vona að þetta dragi engan dilk á eftir sér því það er stöðugleikinn sem gOd- ir. Stöðugleikinn hefur algjöran forgang eins og allir vita og þess vegna má ekki breyta einu né neinu þar sem það getur ógnað stöðugleikanum. Með því að hafa allt í sama horfinu er stöðugleik- inn tryggður og þá mega menn ekki gleyma sér og fara að flytja frumvörp sem geta komið róti á þjóðina. Það sem fór með fyrri rík- isstjórn var að kratarnir voru alltaf með alls konar mál um land- búnað og GATT og veiðigjald og Guð veit hvað sem gerði það að verkum að stöðugleiki ríkisstjórn- arinnar var ekki nægur. Með komu Halldórs Ásgrímssonar og hans manna í stjórnina er allur annar og betri bragur á landsmál- um. Það gerist ekki neitt og þjóðin er fegin því að fá loks frið fyrir stjórnmálamönnum eftir að hafa sent kratana í skammarkrókinn. Því verður að taka hart á óstöðug- leika fjórmenningaklíkunnar úr Sjálfstæðisflokknum og sjá tO þess að þeir komist ekki upp með neinn stráksskap. Ef menn halda að þeir geti flutt frumvarp að eigin geð- þótta á þingi er kominn tími tO að kenna þessum drengjum mannasiði, öðrum tO viðvörunar. Það má leyfa Villa að hamra á þessari tillögu sinni um að hringla með klukkuna því það er mál sem foringjarnir hafa engan áhuga á. En vei þeim sem flytja eigin frum- vörp um eitthvað sem skiptir máli. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.