Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 Spurningin Ferðu í vetrarfrí? Bjargey Arnórsdóttir bókasafns- fræðingur: Nei, aldrei hingað til. Bryndís Björk Sigurjónsdóttir verslunarmaður: Ég er búin að því, ég var í Asíu, Singapúr og Taílandi, það var yndislegt. Elfa María Magnúsdóttir af- greiðslustúlka: Ég veit það ekki. Álfheiður Guðbjartsdóttir hús- móðir: Nei, ég fer ekki. Grétar Ólafsson sjómaður: Já, ég er í vetrarfríi. Agúst Jónatansson skrifstofu- maöur: Smávegis. Lesendur______________ RÚV er sameign okkar allra „Eitt vekur furðu mína og það er enginn aðili í öllu þessu bákni getur tekið við óskum og kvörtunum hlustenda. Þetta er nú einu sinni sameign okkar allra.“ Guðmundur Sigurðsson skrifar: Ríkisútvarpið Sjónvarp er spm- eign okkar allra en þetta virðist ekki öllum yfirmönnum stofnunar- innar vera ljóst. Ég borga mánaðar- lega gíróseðil sem til mín er sendur. Ég var aldrei spurður hvort ég vildi gerast áskrifandi og ég hef aldrei íhugað hvort ég vilji nokkuð vera án þessara vina minna sem útvarps- fólkið er. Rás 2 er nú að verða einhver öfl- ugasti miðill landsins, eitthvað hef- ur gerst því dagskráin er öll miklu betri en verið hefur. Þeir félagar Ingólfur Margeirsson og Árni Þór- arinsson eru mjög notalegir í sínu spjalli við menn og eins er vest- firska skáldkonan Vilborg bæði skelegg og ábyrg. Því miður er ekki hægt að segja það sama um þennan síflissandi og gjammandi Þorstein Gunnarsson sem gerir nú lítið ann- að en að grípa fram í fyrir viðmæl- endum. Hann á þó líklega sína góðu spretti þó ég hafi nú ekki heyrt mik- ið af því. Rás 2 er góð en verra er það með gömlu gufuna, hún er að verða svo ansi leiðinleg. Dagskráin er ekki svipur hjá sjón hjá því sem var hér áður fyrr. Að visu er ákaflega ánægjulegt að samið skyldi hafa verið við leikarana þannig að há- degisleikritið er nú byrjað aftur, að vísu allt of stutt í hvert sinn. Síðdegisþáttur þeirra á rás 1 er svo mikil endaleysa með umfjöllun- um á umfjallanir ofan að það er ekki fyrir vitsmunaverur að hlusta á þetta. Ég hef ítrekað reynt að ná í einhvern sem ber ábyrgð á dagskrá rásar 1. Rás 2 er stjórnað af Sigurði G. Tómassyni sem sjálfur situr oft við stjórnvölinn i beinum útsend- ingum, vel undirbúinn og vel máli farinn - en hver stjórnar rás 1? Það var nú ekki hlaupið að því að fá upplýsingar um það. Ég hélt eins og eflaust margir aðrir að séra Heimir Steinsson sæi sjálfur um samsetningu dagskrár á gömlu rásinni en svo er víst ekki. Eftir nokkur samtöl við ýmsa ritara var mér tjáð að það væri kona sem sæti þar við stjórnvölinn. Sú hin sama er víst aldrei við nema til að mæta á fundi og getur því ekki lagt sig nið- ur við að tala við hlustendur. Hvernig stendur á því að hún situr aldrei í beinni útsendingu og ræðir þessa dagskrá sem við eigum öll sameiginlega. Mér var gefið sam- band við einhverja tæknideild þar sem mér var tjáð að hún hefði aldrei komið inn í hljóðstofu þannig að ég þyrfti nú ekki að láta mig dreyma um að slíkur þáttur færi á dagskrá. Ég skora á þessa deildarstýru að opna fyrir hljóðnemann og spjalla við hlustendur sína. Skáldsögurnar og íslendingasögurnar standa vita- skuld fyrir sínu en það er allt ann- að yfirbragð sem er orðið þreytandi og hvað varð um hina ýmsu góðu barnaþætti? Fyrir hvern er þessi rás 1? Er hún kannski bara fyrir deildarstýruna? Hljóðvilltur fréttastjóri Finnbogi Guðmundsson skrifar: Menn hafa nokkrar áhyggjur af áreiti enskrar tungu á íslenskt mál og er full ástæða tU þess að vera á varðbergi þess vegna. En eitt er nauðsynlegt. Það að íslenskt mál sé flutt í fjölmiölum þannig að þar beri ekki skugga á. Því miður kemur það allt of oft fyrir að þeir sem með það fara, þulir og aðrir, kasta rýrð á þennan dýrgrip. Ekki verður drepið á þetta án þess að á fréttastjóra sjónvarpsins sé minnst. Hann getur verið góður fréttamaður og stjórnað fréttastof- unni vel en hann er ekki hæfur fréttaþulur og ætti ekki að fá tæki- færi til þess að afbaka „ástkæra yl- hýra málið.“ Strigabassaröddin er afleit með sínum síbreytilegu áherslum. Fros- ið andlitið og svo það sem miklu máli skiptir, hve hljóðvilltur hann er. Oft fáum við að heyra framburð sem er ekki í samræmi við íslenskt mál. Dæmi flest frá 26.10.95: heilsu- gæslustuð=heilsugæslustöð, grið- lega= greiðlega, ingin hús=engin hús, viðurfræðingur=veðurfræðing- ur, gireyðilagðist=gereyðilagðist, tilhlukkun=tilhlökkun, giti=geti. Áhrifa enskrar tungu verður að varast en þá ber ekki síður að var- ast að íslendingar, sem ekki tala ís- lensku svo vel sé, komi fram í fjöl- miðlum. Myntbandalagið: Fótfúinn „risi“ „Ekki þarf meira til hérlendis en að ein eða tvær loðnuvertíðir klikki til að hættuástand skapist og allt leiki á reiðiskjálfi í fjárhagslegu tilliti." Konráð Friðflnnsson skrifar: Lengi hefur staðið til hjá þjóðum Evrópu að þær sameinuöust um mynt. Og hafa þar margir lagt gjörva hönd á plóginn til að gera verkið gjörlegt. Nafnið á gjald- miðlinum hefur nokkuð vafist fyrir mönnum. En svo viröist vera að „Ekú“ ætli að verða ofan á. Er maður hugleiðir málið er ekki hægt að neita að ákveðin hagræðing felst í myntinni fyrir fólkið. Og vissulega yrði það þægilegt fyrir mann að geta brúkað eigin mynt í þeim löndum sem myntbandalagið nær til. En eitt skulu menn muna og gera sér ljóst að við svo mikla breytingu á peningakerfum landa Evrópu missa löndin ákveðin sérkenni sem þau hafa. Öll viðfangsefni hafa á sér tvær hliðar. Og reyndar botna ég ekki í því hvernig menn hyggjast brúka þessa framkvæmd (eða þetta hugar- fóstur sitt) án þess að sleppa við árekstra, bæði stóra og harðskeytta. Sannleikurinn er að markmiðið hlýtur að vera það með þessu að svipaður efnahagslegur staðall ríki í löndunum og ekki sé mikið um efnahagslegar sviptingar. Tökum sem dæmi ísland sem byggir stærstan hluta afkomu sinn- ar á fiskveiðum og vinnslu sjávaraf- urða. Hvernig ætla menn að tryggja og ábyrgjast það að vort hagkerfi taki ekki breytingum milli ára, jafn- vel verulegum? Ekki þarf meira til hérlendis en að ein eða tvær loðnu- vertíðir klikki til að hættuástand skapist og allt leiki á reiðiskjálfi í fjárhagslegu tilliti. Munu þátttöku- löndin sætta sig við slíkt ítrekað? En fiskveiðiþjóðir eins og íslending- ar búa einfaldlega við slíkt og geta litlu um að tarna breytt. - Forsendurnar sem þarf til að svona bandalag fáist staðist hljóta að vera þær að einhver viðurkennd- ur staðall gildi hjá öllum og sem löndin þurfa að uppfylla og halda þannig í horfinu. Og þess vegna sér maður ekki annað en að slíkur risi fái strax brauðfætur. I>V Léleg símaþjónusfa Birgir hringdi: Ég er alveg bit yfir símaþjón- ustunni hjá íslandsbanka við Dalbraut. Ég þurfti að ná í ákveðna afgreiðslukonu sem var alltaf upptekin. Ég gafst upp á að bíða og hringdi aftur í skipti- borðið. Þá var á tali í skiptiborð- inu í 30 mínútur. Maður hefur ekki tíma til að sitja svona í sím- anum því maður þarf að sinna öðrum verkefnum. Ég vfl taka það fram að ég hef ekkert út á konuna í skiptiborðinu að setja. En það væri hins vegar rétt af ís- landsbanka að endurskoða sín símamál. Sóðaleg veitingaborö L.A. hringdi: Ég brá mér í létt hádegissnarl með nokkrum vinkonum á nýja veitingastaðinn Astró í Austur- stræti. Þetta er skemmtflegur staður og góð þjónusta en eitt þótt mér leiðinlegt að sjá, það var hversu sóðaleg borðin voru. Þá á ég ekki við að þau hafl ver- ið skítug heldur voru á þeim brunablettir eftir sígarettur, að því er virtist. Kvöldgestir við skál gæta kannski ekki afltaf nógu vel að sér. En þetta er ekki fallegt að sjá í dagsbirtu né held- ur lystaukandi. Mér finnst að skella mætti einhverjum dúkaró- myndum á borðin þegar ástand- ið er svona. Stefán Jón Hafstein til Bessastaða Kjósandi skrifar: Mikið hefur verið ritað og rætt um hugsanlega frambjóð- endur til ' forsetaembættisins undanfarið. Forsetinn okkar nú- verandi er án efa með glæsOeg- ustu ef ekki glæsilegasti þjóð- höfðingi hins menntaða heims hvað varðar útlit, framkomu, þekkingu og tungumálakunn- áttu. Það er ekki fyrir hvern sem er að feta í fótspor hennar. Við viljum forseta með örugga virðu- lega framkomu, glæsilegt útlit, góða menntun, tungumálakunn- áttu og góðan bakgrunn. Einn er sá maður sem uppfyflir ágætlega þessi skOyrði, Stefán Jón Haf- stein. Ég skora á hann að taka þetta til íhugunar. Deilurnar I Langholtskirkju Ögmundur hringdi: Alveg er það dásamlegt að deilumar í Langhóltskirkju skuli halda áfram. Þetta er að verða ein besta framhaldssyrpan í langan tíma og slær auðvitað allri vitleysu í Sjónvarpinu við. En þegar á heddina er litið held ég að ég verði að standa með prestinum þó svo að ég sé ekki kirkjurækinn né mikið trúaður. Það er varla meiningin að org- anistinn eigi að fá að stýra og stjórna eftir eigin geðþótta? Og mér finnst ekki undarlegt að prestur spyrji sig hvort kirkjan eigi aö vera tónleikahöfl eða kirkja. En aflt er auðvitað best í hófi. Krefjist upplýsinga Sigríður hringdi: Mig hryllti við þegar ég las að íslendingar hefðu nýlega ferðast með Boeing vél sem fórst út af ströndum Dómíníska lýðveldis- ins í síðustu viku. Við verðum að gera þá kröfu til íslenskra ferðaskrifstofa að þær fái allar upplýsingar um þær vélar sem farþegar eru sendir út í heim með. Það á ekki að geta komið fyrir að „áreiðanleg“ flugfélög geti leitað til annarra miður áreiðanlegra án þess að íslensk- ar ferðaskrifstofur séu látnar vita.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.