Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 3 r»v Fréttir ^ Enn berast gylliboðin frá Nígeríu: Islensku fyrirtæki boðnar 437 milljónir - fyrir aö leggja 1.750 milljónir inn á bankareikning sinn Seyðisfjörður: Mokveiði og stöðug löndun DV, Seyðisfirði: Hjá SR-mjöli hefur verið stöðug löndun síðustu 6 sólar- hringana. Um hádegisbilið í gær, miðvikudag, var verið að landa úr Grindvikingi GK og þrjú skip biðu löndunar. Jafnframt lönduninni í bræðsluna hefur stöðugt verið flokkað til frystingai- og í vinnslustöðvunum þremur er unnið á vöktum allan sólar- hringinn. Þegar landað er fyrir flokkunina er hafður sá háttur á að tekið er smávegis ofan af lest- inni og slöngustúturinn síðan færður í næstu lest til þess að loðnan sé ekki farin að velkjast og hráefnið þvf sem best. Að sögn Gunnars verksmiðju- stjóra SR-mjöls hafði verksmiðj- an tekið í gær á móti 26000 tonn- um. Verðið er 5200 kr. á tonnið. Síðan frysting fyrir Japans- markað hófst hefur verð fryst- ingarloðnu verið 15-18 krónur.- JJ Tennishöllin hf.: Aukafundur í bæjarráði fjallar um bæjar- ábyrgðina Ósk Tennishallarinnar hf. til bæjaryfírvalda í Kópavogi um að bærinn veiti fyrirtækinu aukna bæjarábyrgð hefur verið vísað til bæjarráðs. Málið verð- ur tekið fyrir á aukabæjarráðs- fundi á þriðjudag. -GHS Loðnuaflinn 340 þúsund tonn Loðnuaflinn það sem af er ver- tíð er nú orðinn 340 þúsund tonn. Mikið nefur aflast siðustu daga þótt bræla hafi hamlað veiðum i gær. Kvóti veiðiársins 1995 til 1996 var 906 þúsund tonn og er því enn eftir að veiða 565 þúsund tonn. Loðnan er nú úti fyrir Hornafirði og er á vesturleið -GK HM-mótið í handbolta: Bara einn angi málsins er frá „Það er auðvitað mikill léttir að þessi þáttur málsins er frá en því er ekki þar með lokið. Þetta var bara einn anginn,“ segir Þorsteinn Hjalta- son, lögmaður Halldó'rs Jóhannsson- ar á Akureyri. Ríkissaksóknari hefur nú vísað frá kæru stjórnar Handknattleikssam- bandsins vegna meints fjármálamis- ferlis Halldórs, en hann tók að sér sölu á öllum miðum á leiki í keppn- inni. Halldór og Þorsteinn, lögmaður hans, íhuga nú að fara i skaðabóta- mál á hendur Handknattleikssam- bandinu vegna ærumissis. Einnig eru sjálf peningamálin, sem voru upphaf kæru sambandins, enn óútkljáð. Haildór hefuir viljað fá endur- skoöun á upphaflegum samningi um miðasöluna en ekki fengið og lögmað- ur hans sagði að handknattleikssam- bandið hefði ekki látið af hendi öll gögn sem því bæri. Ólafur Schram, formaður hand- knattleikssambandsins, vildi ekki tjá sig um mál þessi en sagði að yfirlýs- ing yrði gefin út um þau síðar. -GK „Með tilvísun til upplýsinga um þitt virðulega fyrirtæki, sem fengust frá Verslunarráði Nígeríu, óskum við hér með eftir viðræðum í trúnaði." Eitthvað á þessa leið hefst bréf sem íslensku fyrirtæki barst nýlega frá Nígeríu þar sem óskað er eftir leyfi um að fá að leggja 1.750 milljónir króna inn á bankareikning fyrirtæk- isins. Sem þóknun bjóðast íslenska fyrirtækinu 437 milljónir fyrir greið- ann. Þetta bréf sannar að enn berast Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest þann úrskurð Loftferðaeft- irlitsins að svipta tvo flugmenn leyfi sínu tímabundið vegna háska- legs flugs. Seint á síðasta ári flugu umræddir menn eins hreyflls Jodel- flugvélum sínum fyrir utan Kjalar- gylliboðin frá Nígeriu til íslenskra fyrirtækja en Verslunarráð íslands hefur um langt skeið varað við þess- um bréfum. Dæmi eru um fyrirtæki eða einstaklinga sem hafa farið flatt á því að svara bréfunum, ekki bara hér á landi heldur víða um heim. Hér er á ferðinni svokallaður peningaþvott- ur þar sem verið er að koma illa fengnu fé úr landi til geymslu í fjar- lægum ríkjum. í umræddu bréfi segist gjaldkerinn, KBC Williams, starfa hjá olíufélagi, nes og æfðu sig að láta vélarnar snerta sjóinn. Að mati Loftferðaeft- irlitsins var það talið hættulegt en í reglum er gert ráð fyrir að ekki megi fljúga undir 500 fetum nema að um flugtak og lendingu sé að ræða. Um hvorugt var hins vegar að ræða Nigeria National Petroleum Corpor- ation. Upphæðin, 1.700 milljónir, eða um 62,5 milljónir Bandaríkjadala, er tilkomin vegna stórra viðskiptasamn- inga sem olíufélagið á að hafa gert. í bréfinu er sagt að viðskiptin hafi far- ið fram í samráði við fjármálaráðu- neyti og seðlabanka landsins. Óskað er eftir nafni og faxnúmeri bankans hjá íslenska fyrirtækinu og reikningsnúmeri þess í bankanum. Að auki er óskað eftir heimasíma for- ráðamanns fyrirtækisins. Svar þurfi í tilfellum tvímenninganna og því ákvað Loftferðaeftirlitið að svipta mennina tímabundið flugleyfinu. Þeir kærðu leyfissviptinguna til Héraðsdóms Reykjavíkur og töldu hana óréttmæta á þeim forsendum að þeir hefðu verið að æfa nauð- að berast innan 14 virkra daga frá komu bréfsins. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem fékk umrætt bréf sagði í samtali við DV að hann hefði áður fengið gylliboð af þessu tagi og væri því greinilega á lista Nígeríumanna. Hann sagði að þrátt fyrir háar fjár- hæðir ætlaði hann ekki að láta til leiðast. Ef hann fengi eitthvað svipað frá Verslunarráði íslands eða Seðla- bankanum myndi hann hins vegar hugsa sinn gang! -bjb lendingu. Héraðsdómur taldi aftur á móti að sviptingin hefði verið rétt- mæt og er málið nú hjá ríkissak- sóknara til meðferðar. Endanleg niðurstaða í málinu gæti orðið sú að flugmennirnir yrðu sviptir leyfi í 6 til 12 mánuði. -brh Héraðsdómur Reykjavíkur: Úrskurður Loftferðaeftirlits um leyfissviptingu staðfestur - tveir flugmenn sviptir réttindum vegna háskaflugs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.