Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Illa rökstudd vaxtahækkun Mikil vaxtahækkun bankanna er hvorki í samræmi við mat óháðra manna úti í bæ á verðlagsþróun í land- inu né í samræmi við vaxtastigið í nágrannalöndunum. Þess vegna er brýnt, að.bankarnir láti frá sér fara ræki- legan rökstuðning fyrir hinni óvæntu hækkun. Bankarnir kunna að hafa rétt fyrir sér. En þeir eru líka grunaðir um græsku. Þeir starfa á tiltölulega lokuð- um markaði, þar sem afar fáir aðilar standa öðrum meg- in' við borðið og ákveða vextina. Það eru stóru bankarn- ir og samtök lífeyrissjóðanna, sem stunda fáokun. Það dugir ekki, að bankastjórar fullyrði, að vaxtastig- ið sé inn og út í bönkunum, hafi ekki áhrif á afkomu þeirra og því séu engin slík undirmál að baki vaxta- hækkuninni. Við treystum ekki fullyrðingum bankanna og viljum heldur sjá röksemdir þeirra fyrir hækkuninni. Ef sparifjármyndun fer minnkandi um þessar mundir, þannig að hættulegt megi teljast, eiga bankamir að segja frá því, þannig að eftir verði tekið. Sama er að segja um aðrar röksemdir, sem bankarnir kunna að hafa fyrir því að hækka vexti, þegar verðbólga er nánast engin. Raunvextir í landinu eru komnir í og yfir 10%, sem hlýtur að teljast svo óvenjulegt, að það þarfnist nánari útskýringa af hálfu fáokunarinnar. Erfitt er að sjá fyrir sér, að atvinnuvegirnir í landinu búi yfir framleiðni, sem standi undir svona hrikalega háum raunvöxtum. Hitt er svo líka rétt, að þessir háu vextir hljóta að kalla á, að þeir spari meira, sem það geta, til þess að njóta hagnaðarins af hækkun vaxta. Þar með ætti meira fé að sogast um banka- og sjóðakerfið til afnota í atvinnulífinu, ef þar ríkir mikil þensla og íjárþörf. Ekki sjá ailir þensluna og verðbólguhvatana, sem bankarnir virðast þykjast sjá. Við erum enn í lægðinni, sem hefur einkennt þjóðarbúskapinn í um það bil tvö ár. Tölur um atvinnuleysi í Reykjavík eru hærri í byrjun þessa árs en þær voru í byrjun síðasta árs. Bætt afkoma margra stórfyrirtækja stafar ekki af auknum umsvifum þeirra, heldur af útgjaldasamdrætti, sem leiðir af sparnaði í rekstri og fækkun starfsfólks. Þessi bætta afkoma tengist hvergi þenslu, heldur er hún bein afleiðing vamaraðgerða á samdráttartíma. Nú kann svo að vera, að bankastjórar verði á biðstof- um sínum varir við holskeflur bjartsýnna athafna- manna, sem þurfi lánsfé til að fjármagna athafnir, er standa undir 10% raunvöxtum. En þá eiga talsmenn bankanna að segja okkur frá þeim merku tíðindum. Við vantreystum bæði heilindum og dómgreind ráða- manna bankanna. Við vitum af háum afskriftum bank- anna, að þeir kunna að minnsta kosti ekki að lána pen- inga, svo vel fari. Við vitum af mikilli eyðslusemi þeirra, að þeir kunna að minnsta kosti ekki með fé að fara. Helzt vildum við, að einhverjir aðrir en fáokunarmenn bankanna segðu okkur, hvert sé verðbólgustigið og hverjir séu eðlilegir vextir um þessar mundir. Við telj- um, að fáokun bankanna sé slík, að markaðslögmálin stjórni þessu ekki, heldur sé eins konar handafl á ferð- inni. Við komum enn og aftur að þeirri staðreynd, að óþægi- legt er að vera háð svona fáum bönkum og hafa ekki greiðan aðgang að alþjóðlegum lánamarkaði. Ef við vær- um betur tengd umheiminum, mundum við fremur treysta því, að vextir fylgdu markaðslögmálum. Meðan svo er ekki, viljum við að minnsta kosti sjá, hvort bankarnir geta rökstutt mikla og óvænta hækkun vaxta. Við bíðum enn eftir þeirri röksemdafærslu. Jónas Kristjánsson „Bankastjórar Seðlabankans segja ekkert um gengisfellingu nú en þeir koma oftast fram í sjónvarpi eins og varðhundar fyrir Seðlabankann, einhvers konar pólítfsk réttlæting á tilveru hans.“ Blekking með Gallupkönnun Fjölmiðlun á íslandi er með ein- dæmum ábyrgðarlaus. Allir fjöl- miðlar landsins hafa birt þá frétt að 64% 1200 þátttakenda í skoð- anakönnun Gallups hafa verið fylgjandi veiðileyfagjaldi á sjávar- útveginn. Þessi skoðanakönnun er þannig til komin að Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, pantaði hana hjá Gailup af því að hann vOl gjarnan fá fram nýja gengisfellingu hinnar vesælu ísiensku krónu. Hann sætt- ir sig ekki við fastgengisstefnu stjórnvalda sem hefir reynst mjög farsæl á undanförnum árum, ,og grípur því til óheiðarlegra úrræða. Þessi skoðanakönnun er fengin á fólskum forsendum og er því að engu hafandi. Hún er augljós blekking. Starfsmenn Gallups segjast sjálf- ir hafa búið til spurninguna sem lögð var til grundvaUar þessari skoðanakönnun. Þeir sýkna þannig Harald af því að hafa búið hana til þótt allt bendi hins vegar til hins gagnstæða. Spumingin, sem Gallup lagði fyrir 1200 manns, er þannig: „Ertu fylgjandi eða and- vígur því að greitt verði veiði- leyfagjald fyrir aðgang að fískveið- um sem renni í ríkissjóð?" Engin skilgreining er á hvað við sé átt með veiðileyfagjaldi, hvernig eigi að leggja það á eða hver skuli vera fjárhæðin sem leggja skuli á fisk- veiðarnar. Þannig veit enginn.við hvað er átt með spurningunni og þess vegna eru svörin einskis virði. Það verður að gera þá kröfu tU slíkrar skoðanakönnunar að þeir sem spurðir eru viti hvað um er að ræða. Þarna hefír Gallup blekkt 1200 manns að gamni sínu og niðurstaðan er síðan túlkuð að vild hvers'og eins. Túlkun Haraldar Sumarliðason- ar er birt í Mbl. 2. febrúar: „Þessi könnun sýnir hins vegar að meiri- Kjallarinn hluti þjóðarinnar vill taka upp veiðileyfagjald í einhverri mynd.“ Spurningin var röng, niðurstaðan er röng og er rangtúlkuð af Har- aldi. Þjóðvaki flutti tillögu á Al- þingi um sjö möguleika á veiði- gjaldi en þingheimur gerði gys að þeim málflutningi. Þjóðhagsstofn- un er nýbúin að gera grein fyrir stöðu útvegs og vinnslu sem sýnir að engin grein í fiskveiðum er fær um að greiða veiðigjald. Veiöileyfagjald þýðir gengisfellingu Talsmenn Granda eru einu mennirnir sem mælt hafa með veiðigjaldi en þeir bundu það þeirri forsendu að tekjur í fisk- veiðum yrðu bættar upp með gengisfellingu, þ.e.a.s. þeir ætlast til þess að byrðinni sé velt yfir á almenning í landinu á sama hátt og gerst hefur í öllum fyrri gengis- fellingum og nú hefir komið al- menningi á íslandi niður á fá- tækramörk. Hlutverk Seðlabankans ætti að vera að halda uppi stöðugu verð- lagi og stöðugu gengi krónunnar. Samt hafa það verið dapurleg ör- lög Seðlabankans að standa fyrir endalausum gengisfellingum krón- unnar frá upphafi hans þar til nú að hún er orðin minna en 1 pró mille af því sem var í stríðslok. Seðlabankinn heflr nú nýlega gef- ið út 2000 krónu seðla, svonefnda kjarvala, sem enginn vill nota. Hann hefur líka gefið út 100 krónu mynt sem einnig er ónothæf vegna fyrirferðar og mun innan tíðar verða mjög verðbólguhvetjandi I stöðumælum og annars staðar, þótt þeir passi hvergi nú. Banka- stjórar Seðlabankans segja ekkert um gengisfellingu nú en þeir koma oftast fram í sjónvarpi eins og varðhundar fyrir Seðlabank- ann, einhvers konar pólítísk rétt- læting á tilveru hans. Enginn verður var við að Seðlabankinn geri neitt gagn. Það mætti því leggja hann niður, svo sem amer- ískur hagfræðingur lagði til. Önundur Ásgeirsson „Þjóðhagsstofnun er nýbýin að gera grein fyrir stöðu útvegs og vinnslu sem sýnir að engin grein í fiskveiðum er fær um að greiða veiðigjald.“ Skoðanir annarra Endurmat nauðsynlegt „Vitaskuld hefðu heilbrigðisyfirvöld átt að leita annarra leiða áður en samningi vegna Bjargs var sagt upp. Tillaga Rannveigar Guðmundsdóttur mið- ar að því að slys af þessu tagi endurtaki sig ekki. Bjarg er nefnilega alls ekki eina stofnunin sem frem- ur virðist eiga að heyra undir félagsmálaráðuneytið en heilbrigðisráðuneyti. I greinargerð með tillögu sinni segir Rannveig að nauðsynlegt sé að endur- meta stöðu ýmissa stofnana." Úr forystugrein Alþýðublaðsins 13. febrúar. Langstökk óeðlilegt „Vissulega hefur íslenskur sjávarútvegur sýnt að í honum býr mikill lífskraftur, þrátt fyrir erflð skil- yrði oft á tíðum, og með aukinni „útrás“ íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja til útlanda má búast við að erlendir aðilar muni krefjast fjárfestingarmöguleika í sjávarútvegi hér. Það er hins vegar ekki orðið að aðkallandi máli og því óeðlilegt að taka slík lang- stökk við opnunina að óvíst sé hvort menn muni koma standandi niður.“ Úr forystugrein Tímans 13. febrúar. Valdsvið forseta „Það er vesæll stjórnmálamaður sem ekki hefur fyrir því að spyrja á þessum misserum hvert sé vald forseta íslands. Það verður hins vegar að ráðast, hvert menn ber um svarið. Ég held að reyndir og vel lesnir stjórnmálamenn hafi burði til að skýra stjóm- arskráratkvæði um valdsvið forseta íslands til jafns við útvalda fræðajöfra í lögvísi, sem sumir eru þar að auki elskari að stjórnmálaskoðun sinni en því sem nemur ástinni á sannleika fræðanna." Ingvar Gíslason í Tímanum 13. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.