Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 15
14 27 FIMMTUDAGUR 15. FEBRUAR 1996 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 Iþróttir Kemst sá fertugi á ólympíuleikana og skilur „strákinn“ eftir heima? Er í þessu af fullri alvöru - segir Bjarni sem er kominn framúr Vernharð Þorleifssyni og stefnir ótrauður á Atlanta Bjarni Friðriksson, til hægri, ásamt Michal Vachun, landsiiðsþjálfara í júdó. Bjarni hefur þegar tekið þátt í fernum ólympíuleikum og gæti komist á þá fimmtu í sumar. Eftir alþjóðlega júdómótið í París um síðustu helgi þar sem Bjarni Friðriksson hafnaði í 7. sæti er hann í 7.-8. sæti á Evrópulistanum í -95 kg flokki. Níu efstu á þeim lista öðlast keppn- isrétt á ólympíuleikunum í Atlanta í sumar. Bjarni er með 50 punkta en skammt á eftir er Akureyringurinn Vernharð Þorleifsson meö 45 punkta. Þeir keppa í sama flokki en aðeins má einn keppandi frá hverri þjóð keppa í hveijum þyngdarflokki á ÓL. Þremur af tíu A-mótum er lokið svo staðan getur breyst hvaö þá Bjarna og Vernharð varðar. Um helgina taka þeir þátt í móti í Austurríki og á næstu vikum taka þeir þátt í fleiri mótum. Bjarni verður 40 ára gamall á þessu ári en 12 ár eru síðan hann stóð á hátindi ferils síns þegar hann vann til bronsverðlauna á ólymp- íuleikunum í Los Angeles og síðan þá hefur hann unnið margra glæsta sigra, bæði hér heima og erlendis. Hin síðari ár hefur Bjami hægt á ferðinni og hefur nokkrum sinnum gefið það út að hann væri hættur en honum hefur reynst það þrautin þyngri og í dag hefur hann tekið stefnuna á Atlanta eða er ekki svo? Lítur vel út í dag „Það er orðið endanlega ákveðið að ég hef tek- ið stefnuna á Atlanta og er í þessu af fullri al- vöru. í dag er ég „inni“ en það segir ekki alla söguna. Það em sjö mót eftir og staðan getur breyst eftir hvert mót. En í dag lítur þetta vel út hvað mig varðar," sagði Bjarni við DV í gær. „Mótið gekk mjög vel úti í París. Það var geysisterkt enda öll A-mótin sterkari en Evrópu- mótið og á þessi mót mæta allar Asíuþjóðirnar, Ameríkuþjóðirnar og svo Evrópuþjóðimar. Þetta er fyrsta A-mótið sem ég tek þátt í í mínum þyngdarflokki í tvö ár en ég reyndi aðeins fyrir mér í þungavigt- arflokknum á móti í Sviss í desember. Þar sá ég að ég er alltof léttur fyrir þann flokk og þetta er allt öðruvísi júdó sem tekur mann mörg ár að komast inn í.“ - Fari svo að þú tryggir þér keppnisrétt á ólympíuleikunum hvaða möguleika átt þú þar? „Ég ætla ekki að vera allt of bjartsýnn en mót- ið í París var kannski vísbending. Þar kepptu 36 keppendur og það má segja að þetta hafi verið svona „mini“ ólympíuleikar. Hefði ég unnið síð- ustu glímuna hefði ég keppt um bronsið á mót- inu.“ Ég er í mjög góðu formi - Hvernig er formið í dag miðað við það þegar þú varst á toppnum? „Það er erfitt að bera það saman en í dag er ég í mjög góðu formi. Ég er búinn að vera í góðu prógrammi frá því í haust og æft geysilega vel. Þetta er allt að skila sér núna. Út- haldið er að verða gott en það var ekkert þegar ég byrjaði aftur. Þetta verður strembið þar sem ég er orðinn dálítið gamall. Maður þarf að leggja meira á sig en mér þykir engin ástæða til að segja bara gamall og hætta þessu." - Nú er komin mikil keppni milli þín og Vernharðs. Er það ekki erfitt? „Það er bara betra. Hann peppast upp við þetta og verður að standa sig og ég verð að standa mig líka og það ætti bara að koma betri árangur út úr því hjá okkur báðum. Sá okkar sem fer á ólympíuleikana ætti að vera í betra ásigkomu- lagi þegar þar að kemur. Þetta er bara sam- keppni eins og í viðskiptunum. Vernharð er ekki inni núna en hann var inni síðast og það eru ekki nema 5 punktar á milli okkar. Við þurfum að halda okkur á þessum slóðum, annar hvor okkar, ef við náum því ekki fórum við ekki á leikana,“ sagði Bjarni að lokum. -GH Lenear Burns leikur meira með Keflavík. ekki Burns rekinn Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Lenear Burns var í gærkvöldi rekinn frá úrvalsdeildarliði Keflavíkur og var ákvörðunin tekin sameiginlega af stjórn deildarinnar og þjálfara liðsins. Bums, sem var valinn besti erlendi leikmaður deildarinar í fyrra, hefur ekki náð sér á strik í vetur og er sagður hafa sýnt af sér áhuga- og metnaðarleysi í leikjum liðsins. „Við erum byrjaðir að leita að nýjum Kana og verðum komnir með hann fljótlega, um eða eftir helgi. Liðið hefur ekki staðið undir væntingum í vetur og fyrsta skrefið var að láta Burns fara. Hjá okkur er allur vilji til að vinna íslandsmeistaratitililinn, en það dugir ekki eitt og sér að skipta um útlending. Við þurfum að ná meiri aga í sóknarleikinn hjá okkur,“ sagði Jón Kr. Gislason, þjálfari Keflavíkur, við DV í gærkvöldi. -ÆMK NBA-deildin í körfuknattleik í nótt: Magic styrkir Lakers Skíði: Góður árangur hjá Hauki og Arnóri Haukur Arnórsson og Arnór Gunnarsson náðu góðum ár- angri á stórsvigsmótum í Aust- urríki í vikunni. Á fyrra mótinu gerði Haukur 34 FlS-punkta en Arnór keyrði út úr brautinni. Seinni daginn varð Haukur í 8. sæti og gerði 31 FlS-punkt og Arnór varð í 13. sæti og gerði 36 FlS-punkta. Með þessu er punktastaða Hauks orðin 33 FlS-punktar en á gildandi heimslista er hann með 46,28 FlS-punkta og hefur bætt sig um 28,7%. Arnór er með 46,30 FlS-punkta á gildandi heimslista og hefur bætt sig um 22,0%. -GH Stórslys í Sierra Nevada Rússneska brunkonan Tatiana Lebedeva og starfsmaður Al- þjóða skíðasambandsins, Harald Schönhaar, fótbrotnuðu bæði í hörðum árekstri í HM-brautinni í Sierra Nevada á Spáni í gær. Schönhaar gekk óvænt yfir braut- ina þegar Lebedeva kom niður á fleygiferð en snarræði hennar forðaði því að enn verr færi. Knattspyrna: Bob Paisley lést í gær Bob Paisley, fyrrum fram- kvæmdastjóri og leikmaður Liv- erpool, lést á sjúkrahúsi í Liver- pool í gær. Paisley var 77 ára gamall og hafði átt við langvar- andi veikindi að stríða. Hann var einn sigursælasti þjálfarinn í ensku knattspyrnunni fyrr og síðar. Aston Villa náöi góöu jafntefli Arsenal og Aston Villa skildu jöfn, 2-2, í fyrri leik liðanna f undanúrslitum enska deildabik- arsins í gærkvöldi. Dennis Berg- kamp kom Arsenal í 2-0 en Dwight Yorke svaraði tvívegis fyrir Villa. Bikarmeistarar Everton voru óvænt slegnir út í 4. umferð bikarkeppninnar í gærkvöldi af 1. deildar-liði Port Vale og-West Ham fékk skell gegn Grimsby. Úrslit urðu þessi: Bolton-Leeds ..........0-1 Port Vale-Everton......2-1 Manch.City-Coventry ...2-1 Grimsby-West Ham.......3-0 Héðinn Gilsson eftir ótrúlegt hrun FH í seinni hálfleik: Okkur til skammar - Valur vann seinni hálfleikinn gegn FH, 20-5 IS og Þróttur í úrslitaleiki ÍS sigraði HK, 3-1, í undanúrslitum bikarkeppni kvenna i blaki i gær- kvöldi. Þróttur R. vann Stjömuna, „í fljótu bragði man ég ekki eftir svona sveiflukenndum leik. Við tókum okkur í gegn í hálfleiknum og vorum alls ekki búnir að gefast upp þegar síð- ari hálfleikur hófst," sagði Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður Vals, eftir ótrúlegan sigur Vals gegn FH að Hlíðar- enda í gærkvöldi, 25-17. FH-ingar skoruðu átta fyrstu mörkin og Valsmenn vissu ekki hvað þeir hétu. Valur skoraði ekki mark fyrstu 20 mín- úturnar. Staðan í leikhléi var 12-5. Flestir, nema leikmenn Vals, höfðu gef- ið þennan leik frá sér og bókað öruggan FH-sigur. Fljótlega í byrjun síðari hálfleiks kom í ljós að FH-ingar hefðu ekki styrk til að fylgja góðri stöðu eftir. Þeir fóru í far Valsmanna frá fyrri hálfleiknum og gott betur. Fyrstu 20 mínútur hálfleiksins skoruðu Valsmenn 14 mörk gegn 3 og voru með unninn leik í höndunum. Héldum greinilega að þetta væri búið í hálfleik „Við héldum greinilega að þetta væri búið í hálfleik. Við gáfumst svo fljótlega upp í síðari hálfleik og það gekk ekkert upp. Við urðum okkur hreinlega til skammar," sagði Héðinn Gilsson, FH- ingur eftir leikinn. Hafi FH-ingar orðið sér til skammar í síðari hálfleik þá máttu Valsmenn skammast sín fyrir fyrri hálfleikinn. „Við höfum oft byrjað illa eftir hlé og þessi leikur var engin undantekning þar á,“ sagði Guðmundur Hrafnkelsson enn fremur. „Það er rétt að við eig um að geta leikið mun betur en þetta miðað við þann mannskap sem við erum með. Orsökin liggur ein- göngu hjá okkur leikmönnunum. Við gerum ekki það sem okkur er sagt að gera,“ sagði Héð- inn Gilsson. SK „Við berjumst til síðasta blóðdropa" DV, Selfossi: „Svona eiga handbolta- leikir að vera, þetta var mjög spennandi og það var kominn tími til að við kláruðum svona „sálfræði- leik. Við ætlum að ná ár- angri og berjast til síðasta blóðdropa í baráttunni sem eftir er,“ sagði Valdimar Grímsson þjálfari eftir mik- ilvægan sigur Selfyssinga á ÍR, 26-25. Leikurinn var spennandi og skemmtilegur en Selfyss- ingum tókst að komast yfir þegar 24 sekúndur voru eft- ir og náðu að loka á ÍR-inga það sem eftir var. Hallgrím- ur Jónasson varði aukakast í lokin og var mjög góður í leiknum en að öðrum ólöst- uðum var Hjörtur Leví Pét- ursson. bestur Selfyssinga. Daði Hafþórsson var bestur í jöfnu liði ÍR. -GHS Grótta á flugi „Við vorum vel undirbúnir fyrir þennan leik. Varnarleikurinn var góður og hraðaupp- hlaupin sömuleiðis og þetta tvennt var lykillinn að sigrinum," sagði Gauti Grétarsson, þjálfari Gróttu, eftir óvæntan stórsigur á Haukum í Strandgötu, 25-32. Seltirningar komu Haukunum í opna skjöldu með mjög öflugum varnarleik og þau voru ófá hraðaupphlaupin sem góð vörn skapaði þeim. Grótta hefur komið mjög á óvart i vetur og Gauti er greinilega að búa til skemmtilegt lið á Nesinu. í jafnri liðsheild voru Juri Sadovski og Sigtryggur Albertsson markvörður bestir en í stemningslausu og slöppu Haukaliði var Halldór Ingólfsson einna skástur. -GH Stjarnan-KA (15-9) 26-27 2-1,5-2,9-3,12-5,14-7 (15-9,16-12,18-14, 18-18, 21-19, 22-23, 24-23, 24-25, 26-26, 26-27. Mörk Stjömunnar: Konráð Olavs- son 8, Jón Þórðarson 4, Magnús Sigurðs- son 4, Sigurður Bjamason 4, Dmitri Fil- ippov 4/3, Hafsteinn Hafsteinsson 1, Magnús A. Magnússon 1. Varin skot: Ingvar Ragnarsson 12, Axel Stefánsson 2. Mörk KA: Julian Duranona 15/8, Pat- rekur Jóhannesson 6, Björgvin Björg- vinsson 2, Leó Öm Þorleifsson 1, Erling- ur Kristjánsson 1, Jóhann G. Jóhanns- son 1, Guðmundur Amar Jónsson 1. Varin skot: Guðmundur Amar 21/1. Brottvísanir: Stjaman 4 mín. Dómarar: Egill Már og Öm Markús- synir, áttu erfitt uppdráttar. Áhorfendur: Um 500. Maöur leiksins: Guðmundur Amar Jónsson, KA. 0-2, 3-2, 3-5, 8-6, 8-8 (12-10), 12-12 15-15, 18-18, 21-21, 23-23, 25-25, 26-25. Mörk Selfoss: Hjörtur Leví Péturs- son 8, Valdimar Grímsson 6/2, Einar Gunnar Sigurðsson 5, Björgvin Rún arsson 3, Sigurjón Bjamason 2, Erling ur Richardsson 1, Finnur Jóhannsson 1 Varin skot Haligrimur Jónasson 11/1 Mörk ÍR: Frosti Guðlaugsson 4 Daöi Hafþórsson 4, Njörður Ámason 4, Einar Einarsson 3, Jóhann Ásgeirsson 3, Magnús Þórðarson 3, Ragnar Óskars son 2, Guðfmnur Kristmannsson 1 Ólafur Gylfason 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 7 Brottvlsanir Selfoss 6 mín., ÍR 6 mín. Dómarar: Einar Sveinsson og Ólaf- ur Haraldsson, afburða dómgæsla. Áhorfendur: Um 270. Maður leiksins: Hjörtur Levi Pét- ursson, Selfossi. Með Magic Johnson í broddi fylk- ingar vann LA Lakers góðan sigur á Atlanta í NBA i nótt. Johnson styrk- ist og eflist með hverjum leik og í nótt skoraði hann 15 stig, 13 stoðsendingar og 10 fráköst. Síðan að Johnson fór að leika með liðinu á ný hafa unnist fimm leikir af sex. Steve Smith gerði 20 stig fyrir Atlanta. New Jersey vann Indiana örðu sinni á tveimur dögum. P.J. Brown skoraði sigurkörfu New Jersey. Reggie Miller skoraði 34 stig fyrir New Jersey. Philadelphia fékk skell gegn Detroit. Grant Hill skoraði 24 stig fyrir Detroit en Jerry Stackhouse 25 stig fyrir 76’ers. Charlotte burstaði New York og bar var Glen Rice í stuði með sin 29 Efstu liöin sigruöu bæöi Efstu liðin í 2. deild karla í handbolta unnu leiki sína í gærkvöldi. HK vann ÍH, 24-19, í Digranesi. Óskar Elvar Óskarsson skoraði 8 mörk fyrir HK og Gunnleifur Gunnleifsson 4. Fram vann Fjölni, 20-35, í Grafarvogi. stig og 10 fráköst. Patrick Ewing skoraði 26 stig fyrir New York. .Úrslit leikja í nótt: New Jersey-Indiana ..........88-87 Philadelphia-Detroit........83-102 Charlotte-New York ........120-100 Seattle-Minnesota...........130-93 Vancouver-Sacrameno .........93-86 Golden State-Boston .......106-103 LA Lakers-Atlanta ...........87-86 _____________________________-JKS Fimmtánda markið tryggði KA sigur - Duranona skoraöi ,,Það er gífurlega sterkt að ná að vinna Stjörnuna á útivelli og á þennan hátt. Okkur gekk afleitlega í fyrri háflleik en sjálfstraustið fór í gang í seinni hálfleik og við sýnd- um hvað við getum," sagði Patrekur Jóhannesson, leik- maður KA, eftir að nýkrýndir bikarmeistarnir höfðu sigrað Stjörnuna, 26-27, í ótrúlegum leik í Garþabæ í gærkvöldi. Stjörnumenn léku frábæran handbolta í fyrri hálfleik og hreinlega keyrðu yfir norðan- menn sem virtust ekki vera komn- í lokin gegn Stjörnunni ir niður á jörðina eftir bikarsigurinn um síðustu helgi. En hið geysisterka lið KA fór heldur betur í gang í síðari hálfleik og náði að sigra á glæsilegan hátt þegar Julian Duranona skoraði með einum af sínum frægu þrumufleyg- um þremur sekúndum fyrir leikslok. Duranona skoraði 15 mörk í leiknum og var bestur í liði KA ásamt Guðmundi A. Jónssjmi markverði. Konráð Olavsson var bestur í jöfnu liði Stjörnunnar. „Andleysið var al- gert í síðari hálfleik og við töpuðum leiknum á því og óskiljanlegri dóm- gæslu," sagði Viggó Sigurðsson, þjálf- ari Stjörnunnar, eftir leikinn. -RR Kvennahandbolti: Stjarnan enn á sigurbraut Stjarnan hélt áfram sigur- göngu sinni í 1. deild kvenna i handbolta í gærkvöldi og lagði KR að velli i Laugardalshöllinni, 12-19. í hálfleik stóð -6-9 fyrir Stjörnuna, KR minnkaði mun- inn í 11-12, en þá stakk Stjarnan af. Ragnheiður Stephensen skor- aði 5 mörk fyrir Stjörnuna og Herdís Sigurbergsdóttir 4. Helga Ormsdóttir og Brynja Steinsen skoruðu 4 mörk hvor fyrir KR. Haukar unnu Fylki í Hafnar- firði, 28-19, og iBV sigraði FH í Eyjum, 29-25. -VS Eyjamenn í fallsætið - eftir tap gegn Aftureldingu, 26-22 Haukar-Grótta (12-17) 25-32 1-0, 3-3, 5-5, 5-8, 8-11, 12-13 (12-17), 12-18,17-21,19-26, 22-30, 25-32. Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 9/4, Aron Kristjánsson 4, Sveinberg Gislason 4, Gústaf Bjamason 4, Þorkell Magnússon 2, Gunnar Gunnarsson 1, Petr Baumruk 1. Varin skot: Bjarni Frostason 10, Bald- ur Guðmundsson 4. Mörk Gróttu: Juri Sadovski 10/4, Ró- bert Rafnsson 5, Jens Gunnarsson 5, Jón Þórðarson 4, Jón Örvar Kristinsson 3, Þórður Ágústsson 2, Davíð Gíslason 2, Einar Jónsson 1. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 16/1. Brottvísanir: Haukar 6 min., Grótta 12 min. Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Jóhannsson, frekar slappir. Áhorfendur: Um 400. Maður leiksins: Juri Sadovski, Gróttu. Héðinn Gilsson er stöðvaður á ' flugi af vörn Vals. DV-mynd BG Valur-FH (5-12) 25-17 0-8, 3-9 (5-12), 12-12, 12-13, 14-14, 18-14, 21-15, 25-17. Mörk Vals: Valgarð Thoroddsen 7, Sigfus Sigurösson 6, Dagur Sigurðsson 6/2, Ólafur Stefánsson 4, Davíð Ólafs- son 1, Ari Allansson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafit- kelsson 13/1. Mörk FH: Héðinn Gilsson 5, Hans Guðmundsson 4/2, Hálfdán Þórðarson 3, Guðjón Ámason 1, Gunnar Bein- teinsson 1, Sigurður Sveinsson 1, Guð- mundur Pedersen 1, Stefán Guðmunds- son 1. Varin skot: Magnús Ámason 12. Brottvísanir: Valur 4 mín., FH 6 min. Dómarar: Hákon Sigurjónsson og Guðjón L. Sigurðsson, slakir. Áhorfendur: Um 250. Maður leiksins: Valgarð Thordd- sen, Val. * Mosfellingar unnu góðan sigur þegar þeir fengu Eyjamenn í heim- sókn í gærkvöldi, 26-22. í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum, Eyjamenn börðust vel og voru að spila ágætlega og höfðu góðar gætur á Róbert á línunni. Þeir Páll Þórólfsson og Jóhann Samúelsson voru mjög ógn- andi í sóknarleik Mosfellinga og skoruðu mörg fal- leg mörk. í seinni hálfleik byrjuðu Eyjamenn vel en um hann miðjan datt botninn úr leik þeirra og Afturelding náði góðri forystu. Eyjamenn fóru i fallsæti eftir leiki gærkvöldsins en bestir þeirra voru Arnar Pétursson og Gunnar Berg Viktorsson sem spilaði vel í seinni hálfleik. Hjá Aftureldingu léku Páll og Jóhann vel og Bjarki og Róbert voru góðir í seinni hálfleik. -SS Staðan Staðan í Nissandeildinni í hand- knattleik eftir leikina í gærkvöldi: Valur KA Haukar Stjarnan FH 17 14 16 15 17 9 17 9 17 7 Afturelding 16 8 Grótta Selfoss 16 7 17 8 462-376 30 458-403 30 441-417 21 443-418 20 447-425 17 389-379 17 384-385 16 406450 16 ÍR 17 Víkingur 17 1 10 376404 13 0 12 378-403 10 ÍBV KR 16 17 4 1 11 370-407 9 0 1 16 405-514 1 Afturelding-IBV (14-12) 26-22 2-3, 4-5, 7-7, 10-8, 12-10 (14-12), 14-14, 18-15, 26-16, 21-19, 24-22, 26-22. Mörk Aftureldingar: Páll Þórólfs- son 6, Jóhann Samúelsson 5, Róbert Sighvatsson 5, Ingimundur Helgason 5/3, Bjarki Sigurðsson 4, Bergsveinn Bergsveinsson 1. Varin skot: Bergsveinn 15. Mörk ÍBV: Gunnar Berg Viktors- son 8/4, Amar Pétursson 5, Svavar Vignisson 3, Ingólfur Jóhannesson 3, Haraldur Hannesson 2, Davíð Þór HaU- grimsson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur 12. Brottvisanir: Afturelding 6 min., ÍBV 2 min. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmars- son og Vigfús Þorsteinsson. Áhorfendur: 200, Maður leiksins: Páll Þórólfsson, Aftureldingu. Víkingur-KR (15-11) 27-26 1-0, 3-3, 7-4, 11-5, 13-8 (15-11), 16-11, 16-16, 19-19, 20-22, 23-22, 26-26, 27-26. Mörk Víkings: Ámi Friðleifsson 9, Birgir Sigurðsson 7, Guðmundur Páls- son 5, Knútur Sigurðsson 4/1, Rúnar Sig- tryggsson 2. Varin skot: Reynir Reynisson 8/1, Hlynur Morthens 1. Mörk KR: Sigurpáll Aðalsteinsson 13/4, Eirikur Þorláksson 4, .Björgvin Barðdal 3, Gylfi Gylfason 2, Hilmar Þór- lindsson 2, Einar B. Ámason 1, Ágúst Jóhannsson 1. Varin skot Hrafh Margeirsson 8/3, Siguijón Þráinsson 1. Brottvísanir: Vikingur 2 min., KR10. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sig- urgeir Sveinsson, sæmilegir. Áhorfendur: Um 100. Maður leiksins: Ámi Friðleifsson, Víkingi. Naumur sigur hjá Víkingum „Þetta var lélegur seinni hálfleikur og í heildina ekki rismikill handbolti, eins og staða liðannna í deildinni gefur til kynna. Við náðum ekki að fylgja eftir stemningunni frá bikarleiknum og það er lélegt aö geta ekki spilað á fullu gegn KR úr því við gátum það gegn KA. En stigin eru góð engu að síður,“ sagði Árni Friðleifsson, skytta Víkinga, eftir naum- an sigur á botnliði KR, 27-26, í Víkinni í gærkvöldi. Víkingar náðu góðu forskoti í fyrri hálfleik en í upphafi þess síðari hrundi leikur liðsins og KR-ingar gengu á lagið og komust yfir um miðjan hálfleikinn. Víkingar komust aftur inn í leikinn og náðu að merja sigur á síðustu sekúndun- um. Árni var bestur í liði Víkings en Sig- urpáll Aðalsteinsson hjá KR. -ÞG IÞROTTAsfMf Verð aðeins 904*5000 39,90 mín. *- Þú þarft aðeins eitt símtal í Íþróttasíma DV til að heyra nýjustu úrslitin í fótbolta, handbolta og körfubolta. þar er einnig að finna úrslit í NBA deildinni og í enska, ítalska og þýska boltanum. IÞROTTAsmw 9 0 4-5 0 0 0 +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.