Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996
dv Fréttir
Dagsbrún:
Vill selja við
Lindargötu
Stjóm Dagsbrúnar hefur rætt þá
hugmynd við fulltrúa forsætisráðu-
neytisins og fjármálaráðuneytisins
um að hið opinbera kaupi húsnæði
Dagsbrúnar við Lindargötu 9 í
Reykjavík. Ekkert liggur þó fyrir í
þessum efnum. Samkvæmt heimild-
um DV eru Dagsbrúnarmenn þegar
farnir að svipast um eftir nýju hús-
næði.
Halldór Björnsson, nýkjörinn for-
mann Dagsbrúnar, segir að þröngt
sé um skrifstofur Dagsbrúnar í
gamla húsnæðinu og umferð um
Lindargötu erfið, sérstaklega með
tilliti til stöðumæla. Verið sé að
vinna í húsnæðismálunum. Hann
segist búast við að Sjómannafélag
Reykjavíkur hafi áhuga á að flytja
og halda sambúðinni við Dagsbrún
áfram.
Samkvæmt heimildum DV hafa
tvær hugmyndir að nýju húsnæði
verið í umræðunni, það er að byggja
nýbyggingu á hornlóð Dagsbrúnar í
Borgartúni 1 eða kaupa húsnæði í
Skipholti. Hvorki HaÚdór né Guð-
mundur J. Guðmundsson vildu
staðfesta þetta. -GHS
Yfirlýsingar Úrvals-Útsýnar:
Hreinn
afvinnu-
rógur
- segir forstjóri Atlanta
„Ég harma það á hvaða stig um-
ræðan, sem fylgt hefur í kjölfar flug-
slyssins við Dóminíska lýðveldið í
síðustu viku, er komin. Hún er að
mínu mati á lágu plani. Mér finnst
það lýsa hreinum atvinnurógi að
forsvarsmenn Úrvals-Útsýnar varpi
því fram að hagsmunum farþega sé
best borgið með flugi á nýjum vél-
um Flugleiða. Þegar öryggiskröfur
eru annars vegar er þetta ekki
spurning um aldur flugvélarna
heldur fyrst og fremst eftirlit og við-
hald,“ segir Arngrímur Jóhanns-
son, forstjóri Atlanta.
í fréttatilkynningu frá Úrval-Út-
sýn kemur fram að ferðaskrifstofan
leiti reglulega tilboða hjá erlendum
flugfélögum til samanburðar við
þau kjör sem bjóðast hjá Flugleið-
um. Niðurstaðan sé sú að mögulegt
sé að fá 2 til 8 þúsund króna ódýrari
fargjöld á hvern farþega með því að
taka lægstu tilboðum. Undantekn-
ingalaust sé þó um að ræða flug
með stórum breiðþotum sem séu 20
til 25 ára gamlar og það mæti ekki
lágmarkskröfum um þægindi og ör-
yggi. -brh
Gripinn meö
sjónvarp
Lögreglan hafði nótt hendur í
hári manns sem brotist hafði inn í
hús í Breiðholtinu. Fór maðurinn
inn um glugga og hafði með sér
sjónvarp en heimilisfólk var fjar-
statt.
Hann náðist skömmu síðar úti á
götu með sjónvarpið og fékk að
gista fangageymslu. Maðurinn mun
oft áður hafa gerst sekur um inn-
brot. -GK
Leiðrétting
Við greindum frá því í blaðinu í
vikunni að kortastofnanir á Norður-
löndum hefðu gefið út fyrsta Norð-
urlandakortið á geisladiski. Þar er
um að ræða yfirlitskort af Norður-
löndum í mælikvarðanum 1 á móti
15 miUjónum. Það skal einnig tekið
fram að af hverju Norðurlandanna
eru þrenns konar kort i mælikvarð-
anum 1 á móti 2 milljónum. Annar
geisladiskur kemur út í apríl og þá
verður um að ræða kort í mæli-
kvarðanum 1 á móti 250 þúsund og
1 á móti 50 þúsund. -brh
Tæknival hf, Skeifunni 17, sími 568 1665
Einar J. Skúlason hf, Grensásvegi 10, sfmi 563 3000
ACO hf, Skipholti 17, sími 562 7333
Heimilistæki hf, Sætúni 8, sími 569 1500
Hugver, Laugavegi 168, sími 562 0706
Tölvutæki - Bókval, Furuvöllum 5, sími 462 6100, Akureyri
Tölvuþjónustan á Akranesi, Kirkjubraut 40 sími 431 4311
Bókabúö Jónasar Tómassonar, Hafnarstræti 2, sími 456 3123, ísafirði
Tölvun hf, Strandvegi 50, sími 481 1122, Vestmannaeyjum
Hraðvirkari RISC örgjörvi tryggir mikil
afköst. Skilar fyrstu síðu eftir 17 sekúndur.
6 blaðsíður á mínútu. 1 Mb minni
(stækkanlegt í 18 Mb)
Nær 600 pát með "MicroRESóOO" í
Windows. Innbyggt OCR-B letur fyrir
prentun á A gíróseðlum, innheimtuseðlum
banka ofl..
Kr. 48.500,- O
OL 610ex
Öflugur PCL 5e prentari. (HP LJ 4P
samhæfður. Fáanlegur með Postscipt.
2 Mb minni (stækJcanlegt í 19 Mb)
48 innbyggðar skalaðar leturgerðir
Kr. 59.900,- O
M ^ ^ OL 600ex
OL 400w
GDI prentun í Windows. Það þýðir að
prentaranum er algerlega stjómað frá
tölvunni. Prentaranum fylgir High
Performance Windows rekill sem tryggir
snögga útprentun.
Kr. 39.900,- ©
RISC örgjörvi sem skilar hraðri úrvinnslu.
Notar leturgerðimar úr tölvunni þinni sem
tryggir útprentun sem lítur eins út og
fyrirmyndin á skjánum.
Notar nýjustu LED-tæknina frá OKI sem
ásamt OKI prentdufti skilar hnífskarpri
útprentun.
4 blaðsíður á mínútu. Upplausn 300 pát og
nær 600 pát með "MicroRes600" tækni
(þarfnast 1 Mb. í viðbótar-minni)
Láttu drauminn um geislaprentara rætast.
OKI
Tækni til tjáskipta
903 • 5670 ••
Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn.