Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 Útlönd DV Bob Dole segir Buchanan of öfgasinnaöan Bob Dole, einn þeirra sem sækjast eftir útnefn ingu Repúblikana- flokksins fyr- ir forseta- kosningarnar í Bandaríkj- unum í haust, hefur gripiö til þess ráðs að ráðast gegn helsta keppinauti sínum nú, hinum íhaldssama Pat Buchanan, og segir hann of öfgasinnaðan til að geta gegnt forsetaembættinu. Dole hefur til þessa notið mests fylgis frambjóðenda repúblikana en það hefur heldur farið minnkandi að undanförnu. Og samkvæmt nýjustu skoðana- könnun fyrir forkosningarnar í New Hampshire á þriðjudaginn kemur eru þeir Dole og Buchan- an nánast hnífjafnir í efsta sæti. „Buchanan getur ekki sigrað Clinton," sagði Dole. Dole nefndi sem dæmi um öfgafullar skoðanir Buchanans að hann hefði gert lítið úr getu kvenna til að vera í forustuhlut- verkum. Pat Buchanan svaraði Dole fullum hálsi, kallað hann herra NAFTA, herra GATT og öðrum ónefnum. Phil Gramm, öldungadeildar- þingmaður frá Texas, dró sig út úr forsetakapphlaupinu í gær vegna slaks gengis. Þá eru eftir átta frambjóðendur meðal repúblikana og munu þeir skipt- ast á skoðunum á umræðufundi í kvöld. Reuter Gífurlegar rigningar hrella íbúa fátækrahverfa í Rio de Janeiro: Tugir barna og fullorðinna urðu aurskriðum að bráð Að minnsta kosti 40 manns týndu lífi í miklum aurskriðum sem riðu yfir fátækrahverfi í Brasilíu síðustu daga og óttast er um afdrif yfir 20 manna. Fjöldi barna er meðal hinna látnu en aurskriðurnar dundu fyrir- varalaust á hrörlegum byggingum fátækrahverfanna. í Rio de Janeiro höfðu fundist 29 lík í gærkvöldi en óttast var um örlög 17 manna. Mörg börn voru meðal hinna látnu. Gífurlegar rigningar síðustu tvo daga ollu flóðum og aurskriðum í Rio de Janeiro og víðar en 20 sentí- metra rigning féll í einu hverfanna á þriðjudag. Er það meiri rigning en í öllum febrúarmánuði í fyrra. Rign- ingarnar hafa fælt fjölda manns frá heimilum sínum og margir bílstjór- ar hafa orðið að skilja bíla sína eft- ir í vatnsflaumnum. Einum hjónum tókst ekki að bjarga tveimur börnum sínum, fjög- urra og átta ára, sem voru ein heima í skúr fjölskyldunnar í Vi- digal-fátækrahverfinu þegar ósköp- in dundu yfir. Móðirin segir að eldri sonurinn hafi verið vakandi og hún sagt honum að fara að sofa þar sem hellirigning væri úti. „Ég vildi að ég hefði verið um kyrrt heima og dáið með börnum mínum. Hver á að færa mér þau aftur?“ sagði angistarfull móðirin í gær- kvöldi. Sjö önnur börn létu lífið í sama hverfi. í einum skúrnum létust fjögur börn, þrjú systkini og leikfélagi Björgunarmenn draga lík konu úr leðjunni eftir að aurskriða rústaði hluta fátækrahverfis í Rio de Janeiro í gær. Gíf- urlegar rigningar og aurskriður hafa orðið tugum manna að bana. Símamynd Reuter þeirra. Aðeins móðurinni og stjúp- föður barnanna tókst að sleppa. Maðurinn náði einhvern veginn að henda konunni á undan sér út úr skúrnum en hélt síðan að nágrann- arnir mundu bjarga börnunum. Björgunarmenn hafa unnið hörð- um höndum að leit í rústum fá- tækrahverfanna. Á einum stað fundu þeir lík móður og dóttur hennar sem héldust í hendur en þær höfðu verið á gangi á götu úti þegar aurskriða ruddist fram. Hamfarirnar vegna rigninganna eru þær verstu síðan 1988 þegar yfir 100 manns týndu lifi í Rio de Ja- neiro, þar af 40 manns sem voru staddir í heilsugæslustöð. Reuter UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhiíð 6, Reykjavík, sem hér segir, á eft- irfarandi eignum: Arnartangi 70, Mosfellsbæ, þingl. eig. Sigurjón Einarsson og Mosfells- bær, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, mánudaginn 19. febrú- ar 1996 kl. 10.00._________ Álakvísl 118 ásamt stæði í bílskýli, þingl. eig. Magnús Sævar Pálsson og Linda Hrönn Gylfadóttir, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður verkamanna, Gjaldheimtan í Reykjavík, Tollstjóra- skrifstofa og Tryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 19. febrúar 1996 kl. 13.30,________________' Ásvallagata 39, íbúð á 2. hæð t.v., þingl. eig. Sólveig Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna og Gjaldheimtan í Reykjavík, mánudaginn 19. febrúar 1996 kl. 10.00. Baldursgata 16, 3. hæð t.v. ásamt tilh. sameign og lóðarr., þingl. eig. Hans Peter Larsen, gerðarbeiðandi Lífeyr- issjóður starfsmanna ríkisins, mánu- daginn 19. febrúar 1996 kl. 10.00. Birkimelur 10B, 3. hæð t.h., þingl. eig. Rannveig J. Bjamadóttir, gerðarbeið- endur Byggingasj. ríkisins og Gjald- heimtan í Reykjavík, mánudaginn 19. febrúar 1996 kl. 10.00. Bjargartangi 14, Mosfellsbæ, þingl. eig. Stefán Jóhann Pálsson, gerðar- beiðandi íslandsbanki hf., mánudag- inn 19. febrúar 1996 kl. 10.00. Brattholt 6E, Mosfellsbæ, þingl. eig. Sigríður Sigurðardóttir, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins og ís- landsbanki hf., mánudaginn 19. fe- brúar 1996 kl. 13.30. Drápuhlíð 9, efri hæð m.m., ásamt tilh. sameign og leigulóðarr., þingl. eig. Jakob R. Guðmundsson og Jó- hanna Garðarsdóttir, gerðarbeiðend- ur Byggingarsjóður ríkisins og Gjald- heimtan í Reykjavík, mánudaginn 19. febrúar 1996 kl. 13.30. Eldshöfði 6, ásamt tilh. leigulóðarrétt- indum, þingl. eig. Vaka hf., björgun- arfélag, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, mánudaginn 19. febrúar 1996 kl. 10.00. Engjasel 13, íbúð á 1. hæð t.h., þingl. eig. Sigríður R. Guðmundsdóttir og Ástráður Berthelsen, gerðarbeiðend- ur Byggingarsjóður ríkisins, Gjald- heimtan í Reykjavík, húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, Sameinaði líf- eyrissjóðurinn og Sjóvá- Almennar hf., mánudaginn 19. febrúar 1996 kl. 10.00. Gnoðarvogur 16, íbúð á 4. hæð t.v., þingl. eig. Reykjavíkurborg, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður Austurlands, mánu- daginn 19. febrúar 1996 kl. 10.00. Grenimelur 14, efri hæð og ris, þingl. eig. Guðrún Sigþórsdóttir og Guð- mundur I. Jónsson, gerðarbeiðendur Árni Einarsson, Gjaldheimtan í Reykjavík, Kaupþing hf. og Ólafur K. Óskarsson, mánudaginn 19. febrúar 1996 kl. 13.30. Grettisgata 57B, kjallari m.m., merkt 001, þingl. eig. Kristinn Sigurðsson, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður Aust- urlands og Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Fr., mánudaginn 19. febrúar 1996 kl. 10.00. Hamraberg 38, þingl. eig. Gunnlaug- ur Valtýsson, gerðarbeiðandi Lands- banki íslands, mánudaginn 19. febrú- ar 1996 kl. 13.30. Háaleitisbraut 37, hluti í kjallara aust- urenda, þingl. eig. Gerður Kristjáns- dóttir og Haraldur Einarsson, gerðar- beiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Háaleitisbraut 37, húsfélag, Trygg- ingamiðstöðin hf. og Vátryggingafé- lag íslands hf., mánudaginn 19. febr- úar 1996 kl. 13.30. Hólmgarður 39, neðri hæð, þingl. eig. Guðni S. Þórisson, gerðarbeiðandi L.í. eignarleiga, mánudaginn 19. febr- úar 1996 kl. 13.30. Hraunbær 56, íbúð á 2. hæð norður t.h., þingl. eig. Gunnar Briem, gerð- arbeiðendur Gjaldheimtan í Reykja- vík, íslandsbanki hf„ höfuðst. 500, og íslandsbanki hf„ mánudaginn 19. fe- brúar 1996 kl. 10.00. Klukkurimi 7, íbúð nr. 2 frá vinstri á l. hæð, þingl. eig. Hilma Ösp Bald- ursdóttir, gerðarbeiðandi Gjaldheimt- an í Reykjavík, mánudaginn 19. febr- úar 1996 kl. 13.30.______ Krummahólar 4, 3. hæð nr. 1 t.h. m. m„ þingl. eig. Arndís Sölvadóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavík, ís- landsbanki hf„ útibú 515, Lífeyris- sjóður Dagsbr/Framsóknar og Líf- eyrissjóður verslunarmanna, mánu- daginn 19. febrúar 1996 kl. 13.30. Sigtún 9, 1. hæð með tilh. leigulóð- arréttindum, þingl. eig. H.J. Sveins- son, b.t. H. Kristinss., gerðarbeiðandi Landsbanki íslands, mánudaginn 19. febrúar 1996 kl. 10.00. Skaftahlíð 9, kjallari, þingl. eig. Hulda Jónsdóttir, gerðarbeiðendur íslands- banki hf, útibú 593, og Lífeyrissjóður Dagsbr/Framsóknar, mánudaginn 19. febrúar 1996 kl. 10.00. Skeljagrandi 5, íbúð 01-01, þingl. eig. Sigríður K. Guðmundsdóttir og Svav- ar Magnússon, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður verkamanna og Gjaldheimtan í Reykjavík, mánudag- inn 19. febrúar 1996 kl. 10.00. Skógarás 6, 2. hæð t.h. og ris, þingl. eig. Ása Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Gjald- heimtan í Reykjavík, mánudaginn 19. febrúar 1996 kl. 10.00. Skógarás 19, þingl. eig. Aldís Gunn- arsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður ríkisins, húsbréfadeild, mánu- daginn 19. febrúar 1996 kl. 13.30. Suðurhólar 18, þingl. eig. Sigurlaug Markúsdóttir, gerðarbeiðandi Spari- sjóður Reykjavíkur og nágr., mánu- daginn 19. febrúar 1996 kl. 13.30. Svarthamrar 48, þingl. eig. Guðrún J. Arnórsdóttir, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, mánudaginn 19. febrúar 1996 kl. 13.30. Veghús 9, íbúð 01-01, þingl. eig. Júlía Björg Sigurbergsdóttir, gerðarbeið- endur Húsasmiðjan hf. og fslands- banki hf„ höfuðst. 500, mánudaginn 19. febrúar 1996 kl. 10.00. Vesturgata 16B, þingl. eig. Eugenía Nielsen, gerðarbeiðendur Lífeyris- sjóður verslunarmanna og Sameinaði lífeyrissjóðurinn, mánudaginn 19. febrúar 1996 kl. 10.00. Víkurströnd 14, Seltjarnarnesi, þingl. eig. Guðmundur Einarsson, gerðar- beiðendur Búnaðarbanki fslands og Byggingarsjóður ríkisins, mánudag- inn 19. febrúar 1996 kl. 13.30. Þverholt 28, íbúð merkt 0402, þingl. eig. Bryndís Ólafsdóttir, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður ríkisins, hús- bréfadeild, mánudaginn 19. febrúar 1996 kl. 13.30. SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Jörfabakki 30, íbúð á 3. hæð t.h„ þingl. eig. Ingólfur Karl Sigurðsson og María Svandís Guðnadóttir, gerð- arbeiðendur Gjaldheimtan í Reykja- vík og húsbréfadeild Húsnæðisstofn- unar, mánudaginn 19. febrúar 1996 kl. 16.00. Krókabyggð 16, Mosfellsbæ, þingl. eig. Margeir Steinar Ólafsson, gerð- arbeiðandi Byggingarsjóður verka- manna, mánudaginn 19. febrúar 1996 kl. 10.30. Kötlufell 1, íbúð á 4. hæð, merkt 4-2, þingl. eig. Böðvar Már Böðvarsson, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Sparisjóður Reykjavík- ur og nágr., mánudaginn 19. febrúar 1996 kl. 15.30. Rauðás 19, íbúð á jarðhæð, merkt A, þingl. eig. Magnús Sigurðsson, gerð- arbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður Dagsbr/Framsókn- ar, mánudaginn 19. febrúar 1996 kl. 14.30. Reykás 25, íbúð merkt 0202 og bíl- skúr, þingl. eig. Sverrir Einarsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður versl- unarmanna, mánudaginn 19. febrúar 1996 kl. 15.00. Stóriteigur 6, Mosfellsbæ, þingl. eig. Heiðar Kristinsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, mánudag- inn 19. febrúar 1996 kl. 11.30. SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK Leiðtogar ríkja Balkanskaga funda í Róm um helgina Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í gær að boðað yrði til fundar leið- toga ríkja á Balkanskaga í Róm um helgina í þeirri von að hægt yrði að renna styrkari stoðum undir frið- arsamkomulagið sem gert var í Day- ton. Miklir brestir eru nú komnir í það eftir handtöku og síðan framsal tveggja serbneskra liðsforingja vegna meintra stríðsglæpa þeirra. Bandaríkjamenn hétu þvi jafn- framt að allir leiðtogar Bosníu- Serba, sem hefðu verið ákærðir fyr- ir stríðsglæpi, yrðu fyrr eða síðar dregnir fyrir rétt. Þá sögðu þeir að ef Radovan Karadzic, leiðtogi Bosn- íu-Serba, væri í Belgrad, eins og fréttir hermdu, væri það brot á frið- arsamkomulaginu. Óboðinn gestur I sendiráði Rússa talinn hafa drepiö sjálfan sig Norður-Kóreumaður, sem drap þrjá verði þegar hann ruddist inn í byggingu rússneska sendiráðsins í Pyongyang, höfuðborg Norður- Kóreu, til að biðja um pólitískt hæli, kann að hafa fyrirfarið sér, að því er rússneska fréttastofan Itar-Tass skýrði frá í morgun. Fyrri fréttir Tass hermdu að inn- rásarmaðurinn hefði verið drepinn, að því er virtist með einni kúlu í höfuðið. Ekki var þá sagt hver hefði skotið en fréttastofan skýrði frá því að norður-kóreskar sérsveitir hefðu fengið að fara inn í sendiráðið. Maðurinn sem réðst inn í sendi- ráðsbygginguna var 25 ára gamall liðþjálfi í öryggisverði ríkisins. Hann hafði hótað að skjóta sjálfan sig til bana ef honum yrði ekki veitt pólitískt hæli þegar hann ruddist inn í gær. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.