Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 20
32 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 Smáauglýsingar Fréttir Starfsmannafélag ríkisstofnana: Trúnaðarmenn kjósa milli tveggja formannsframbjóðenda Jg Bilartilsölu Renault Twingo Easy, árg. ‘95, ekinn 5000 km, rafdr. rúður, speglar og samlæsingar. Staðgrtilboð óskast. Uppl. í síma 565 2973 og 892 1919. Jeppar Chevrolet Blazer S10, árg. ‘86, skipti á ódýrari koma til greina. Verð 800.000. Upplýsingar í símum 565 6839 og 896 6137. Uppstillingarnefnd Starfsmanna- félags ríkisstofnana klofnaði við uppstillingu lista til stjórnar í gær- morgun. Meirihluti uppstilling- arnefndar stakk upp á Jens Andrés- syni, starfsmanni Vinnueftirlitsins, til formanns en Guðrún Sigurgeirs- dóttir, starfsmaður hjá Tollstjóra- embættinu, lagði fram lista með Braga Michaelssyni, starfsmanni Framkvæmdasýslunnar, i fyrsta sæti. Að öðru leyti er lítill munur á listunum. „Það er stór hópur sem stendur að þessum lista en ég legg hann fram sem minnihluti því að ég er samþykk listanum og er í þessu ráði. Megnið í hópnum er skrifstofu- fólk á Tollstjóraskrifstofunni, hjá sýslumannsembættum, á skattstof- um og í héraðsdómi um allt land. Okkur finnst að það þurfi að stokka upp í félaginu," segir Guðrún. Kosið verður milli listanna tveggja á trúnaðarmannaráðsfundi í dag og þá skýrist hvor listinn verð- ur framboðslisti stjórnar og trúnað- armannaráðs. Allar líkur eru á því að mótframboð komi fram ef listi minnihlutans bíður lægri hlut og að almennar kosningar verði í félaginu í lok apríl. Þá verða sendir út kjör- seðlar og skal kjörinu lokið sólar- hring fyrir aðalfundinn 28. apríl. „Mér finnst trúlegt að sá sem tap- ar fari í mótframboð,“ segir Guð- rún. Yfir 50 ríkisstarfsmenn hafa þegar lýst yfir stuðningi við Braga. Sigríður Kristinsdóttir hefur gegnt formennsku í félaginu í sex ár en hættir á aðalfundinum í aprU þar sem formaður getur aðeins setið í þrjú kjörtímabil. -GHS íslensku tónlistarverölaunin afhent í kvöld: Uppskeruhátíð tónlistarmanna - verðlaun afhent í sextán flokkum * A nœsta sölustað eða í áskrift í síma 550 5000 Baráttunni fyrir Islensku tónlist- arverðlaununum 1995 fer senn að ljúka. í kvöld verða þau afhent í Borgarkjallaranum við mikla við- höfn. Þetta er í þriðja sinn sem verð- launin eru afhent en það eru rokk- deild FÍH, DV og Samband hljóm- plötuframleiðenda sem standa fyrir valinu. TUnefnt hefur verið í sextán flokka og tilkynnt verður í kvöld hver sé besti tónlistarmaðurinn í hverjum flokki. Fimm tónlistar- menn eru tUnefndir i hvern fiokk og í kvöld fæst úr því skorið hverjir hljóta hina ýmsu titla. Eitt hundrað manna dómnefnd hefur verið að cfnrfnm nnHanfarnar vikur ásamt Islensku tónlistarverðlauniii íslensku tónlistarverðlaunin 1995 verða afhent í Borgarkjallaranum fimmtudaginn 15. febrúar . Einnig verða afhentar gullplötur fyrir sölu 1995 Fram koma hljómsveitirnar Súkkat og Botnleðja og söngvararnir Emilíana Torrini, Páll Oskar Hjálmtýsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Matthías Matthíasson og Ragnar Bjarnason ásamt fleiri. Kynnir kvöldsins verður Helgi Pétursson og hefst verðlaunaafhendingin kl. 21.00. Húsið verður opnað kl. 19.00 fyrir matargesti. Boðið verður upp á þriggja rétta máltíð og hægt er að velja á milli þriggja matseðla. Verð með kvöldverðinum er kr. 2.700 á mann. Verð eftir kvöldverð kr. 500. Borðapantanir fyrir mat og á verðlaunaafhendinguna eru í síma 568-9686. Reggae on ice leikur fyrir dansi. Húsið opið til kl. 2 , Samband hljómplötuframleiðenda Rokkdeild FIH Allt um Islensku tónlistarverölaunin í DV föstudaginn _______16. febrúar og laugardaginn 17. febrúar. nokkur hundruö lesendum DV. í kvöld verður mikið um dýrðir og óvænt skemmtiatriði í Borgarkjali- aranum auk verðlaunaafhendingar- innar. Gullplötur verða afhentar þegar líður á kvöldið og fiöldi skemmti- krafta, auk væntanlegra verðlauna- hafa, stíga á stokk og má þar nefna Hljómsveitina Reggae on Ice sem leikur fyrir dansi. Fimm toppsöngkonur berjast um titilinn söngkona ársins en það eru þær Björk Guðmundsdóttir, Andrea Gylfadóttir, Emilíana Torrini, Ellen Kristjánsdóttir og Guðrún Gunnars- dóttir. Tilnefndir til söngvara ársins eru þeir Egill Ólafsson, Kristján Kristjánsson, Páll Óskar Hjálmtýs- son, Páll Rósinkrans og Stefán HOm- arsson. -em Útgáfa Morgunritarans í Hlíðaskóla: Sækir markvisst fram á markaðnum „Ég ætla að bæta tveimur eintök- um við upplagið með hverju tölu- blaði. Næst verður Morgunritarinn því gefinn út í 12 eintökum," segir Oddur Eysteinn Friðriksson, rit- stjóri og ábyrgðarmaður vikublað- ins Morgunritarans, í samtali við DV. Blaðið gefur Oddur Eysteinn út í Hlíðaskóla. Hann er tólf ára gamall og hóf feril sinn við ritstjóm og út- gáfu nú eftir áramótin. Blaðið selur hann bekkjarfélögum sínum og með markvissri sókn á markaðnum von- ast hann til að ná til skólans alls. Efnið er einkum myndskreyttir brandarar og auglýsingar sem rit- stjórinn hannar sjálfur. Þá er ætlun- in að fréttum fiölgi en til þessa hef- ur aðeins ein frétt birst í blaðinu. Það er æsifrétt af rakspirastríði sem braust út í bekk Odds Eysteins. Hvert eintak er selt á 75 krónur og auglýsingin kostar 400 krónur með hönnun en annars 300 krónur. Prentað er í ljósritunarvél Friðriks. föður Odds Eysteins, og kostar 50 krónur á eintakið. Nokkur hagnað- ur er því af útgáfunni, jafnvel svo skiptir hundruðum króna á hverju tölublaði. Laun ritstjóra eru hins vegar ógreidd enn. -GK Oddur Eysteinn Friðriksson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Morgunritarans, stoltur með tvö fyrstu tölublöðin af vikublaði sínu. DV-mynd Rasi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.