Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 22
34
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996
Afmæli
Jakob Sigurðsson
Jakob Sigurðsson framkvæmda-
stjóri, Hraunteigi 28, Reykjavík,
er áttræður í dag.
Starfsferill
Jakob fæddist að Veðramóti í
Skagafirði og ólst þar upp. Hann
lauk stúdentsprófi frá MR 1936,
BA-prófi í efnafræði frá Uni-
versity of Toronto í Kanada 1940,
M.Sc.-prófi í lífefnafræði frá Dal-
housie University í Kanada 1941
og doktorsprófi í matvælaiðnaði
frá MIT, Cambridge i Massachu-
setts í Bandaríkjunmn 1944.
Jakob starfaði að rannsóknum
hjá Atlantic Fisheries Ex-
perimental Station í Halifax
1940-42, var tæknilegur ráðunaut-
ur hjá Underwood Canning Co í
Boston 1943-44, verkfræðingur hjá
Fiskimálanefnd 1944-46 við skipu-
lagningu verksmiðja og fiskiðju-
vera, vann að tilraunum með nið-
ursuðu á síld á Siglufirði 1945-46,
stofnaði og var framkvæmdastjóri
Fiskiðjuvers ríkisins á Granda-
garði í Reykjavík 1947-59, stofn-
aði, ásamt fleiri, Stjörnumjöl hf.
1966, til framleiðslu á hágæða,
gufuþurrkuðu fiskimjöli til fisk-
eldis og hugsanlega til manneldis,
stofnaði, ásamt fleiri, fiskvinnslu-
og útgerðarfyrirtækið Sjófang hf.
1959 en keypti síðan hluta ann-
arra hluthafa 1971 og var fram-
kvæmdastjóri Sjófangs 1959-91 og
byggði hraðfrystihús og aðra fisk-
vinnsluaðstöðu í Örfirisey
1960-62. Þá stofnaði hann ásamt
öðrum skreiðarframleiðendum
fyrirtækið Sameinaðir framleið-
endur 1971 og var formaður þess
frá stofnun og þar til það hætti
störfum 1991.
Jakob sat í stjóm Síldar- og
fiskimjölsverksmiðjunnar hf. í
Reykjavík 1953-59 og var tækni-
legur ráðunautur um ýmsar um-
bætur á verksmiðjunni, sat í
stjórnskipaðri nefnd árið 1945 tU
að gera áætlun um þarfir atvinnu-
vegarina fyrir vísinda- og tækni-
menntaða menn, var formaður
nefndar tU að gera tUlögu um fuU-
komna niðursuðu á sjávarafurð-
um til útflutnings 1955-56, sat í
undirbúningsnefnd að verkfræði-
ráðstefnu 1967, var formaður Út-
vegsmannafélags Reykjavíkur
1977-89, í stjórn LÍÚ á sama tíma
og stjómarformaður Sjófangs hf.
Jakob hefur skrifað fjölda rit-
gerða og greina í íslensk og er-
lend tímarit um fiskiðnað og fisk-
vinnslu.
Fjölskylda
Jakob kvæntist 5.11. 1948
Katrínu Sigríði Jónsdóttur, f.
15.10. 1927. Hún er dóttir Jóns
Þorvaldssonar Sívertsen, skóla-
stjóra í Reykjavík, og k.h., Hildar
Helgadóttur Zéga, kaupmanns og
fatahönnuðar.
Böm Jakobs og Katrínar em
Hildur, f. 17.12. 1949, þjóðfélags-
fræðingur, gift dr. J.F.W. Deakin,
prófessor í geðlækningum við há-
skólann í Manchester; Björg, f.'
6.1. 1953, MA og BA í Miðaustur-
landafræðum og persnesku, búsett
í New York; Jón Öm, f. 5.10. 1957,
vélaverkfræðingur og fram-
kvæmdastjóri í Reykjavík, kvænt-
ur Emu Eiríksdóttur.
Systkini Jakobs eru dr. Björn
Sigurðsson, f. 3.3. 1913, d. 16.10.
1959, læknir og forstöðumaður
Rannsóknarstöðvar HÍ í meina-
fræði að Keldum, var kvæntur
Unu Jóhannesdóttur og eignuðust
þau þrjú böm, Sigurð lækni, Jó-
hannes meinafræðing og Eddu
augnlækni, sem nú er látin; dr.
Magnús Z. Sigurðsson, f. 3.1. 1918,
hagfræðingur, kvæntur Nadiezdu
Rusiskovu frá Tékkóslóvakíu en
börn þeirra em Kristín sendi-
herra- frú og Patrick, hagfræðing-
ur i París; Björgvin Sigurðsson, f.
6.8. 1919, d. 22.2. 1994, lögfræðing-
ur og lengi framkvæmdastjóri
VSÍ, var kvæntur Steinu Vil-
hjálmsdóttur Snædal sem er látin
en börn þeirra eru Sigurður tann-
læknir og Elín Bergljót meina-
tæknir; Guðrún Björg, f. 7.11.
Jakob Sigurðsson.
1920, BA i íslensku, var gift Sig-
urði Benediktssyni, forstjóra Osta-
og smjörsölunnar, en böm þeirra
eru Sigurbjörg húsmóðir, Bene-
dikt hdl. og Sigurður Árni fram-
kvæmdastjóri.
Foreldrar Jakobs voru Sigurður
Ámi Björnsson, f. 22.5. 1884, d. 1.5.
1964, b. að Veðramóti og síðar
framfærslufulltrúi í Reykjavík, og
k.h., Sigurbjörg Guðmundsdóttir,
f. 23.12. 1884, d. 30.4. 1973.
Jakob verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Bertha María Grímsdóttir
Bertha María Grímsdóttir hús-
móðir, sem rekur Skermagerð
Berthu í Garðabæ, til heimilis að
Holtsbúð 16, Garðabæ, varð sjötug
á þriðjudaginn var.
Starfsferill
Bertha fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp í austurbænum.
Skömmu eftir að hún gifti sig
fluttu þau hjónin til Vestmanna-
eyja þar sem þau bjuggu í Garð-
húsi í Eyjum. Þar starfaði Bertha
við Félagsbakaríið sem tengdafað-
ir hennar hafði starfrækt og síðar
eiginmaður hennar.
Bertha og maður hennar fluttu
í Garðabæinn í gosinu 1973 og
hafa átt þar heima síðan.
Bertha stofnaði Skermagerð
Berthu 1973 og hefur starfrækt
hana síðan.
Fjölskylda
Bertha giftist 15.5. 1948 Jóni J.
Waagfjörð, f. 24.2. 1920, bakara- og
málarameistara. Hann er sonur
Jóns Waagfjörð, bakarameistara í
Vestmannaeyjum, og Kristínar
Jónsdóttur húsmóður.
Börn Berthu og Jóns eru Hall-
dór Waagfjörð, f. 2.5.1947, vél-
fræðingur i Ástralíu, kvæntur
Ástu Þorvaldsdóttur og eiga þau
tvö börn; Kristinn Waagíjörð, f.
27.11.1947, múrari í Reykjavik,
kvæntur Hjördísi Sigmundsdóttur
og eiga þau fimm börn; Þorvaldur
WaagSörð, f. 3.6. 1952, d. 16.9.
1979, sjómaður og eru böm hans
tvö; Grímur Rúnar Waagfjörð, f.
9.4. 1956, rafvirki í Hafnarfirði,
kvæntur Helgu Gunnarsdóttur og
eiga þau fjögur börn; Þorsteinn
Waagfjörð, f. 27.4. 1962, vélstjóri I
Kópavogi en sambýliskona hans
er Sigrún Logadóttir og eiga þau
eitt barn; Rósa María Waagfiörð,
f. 29.11.1966, húsmóðir í Reykja-
vík en sambýlismaður hennar er
Hreiðar H. Hreiðarsson og eiga
þau eitt barn. Stjúpsonur Berthu
er Már Jónsson en sambýliskona
hans er Sonja Ólafsdóttir.
Systkini Berthu: Þorgerður El-
ísabet, f. 10.12.1915, húsmóðir í
Reykjavík; Bjöm, f. 15.6.1917, d.
21.6. 1961, sjómaður í Reykjavík;
Jósebína, f. 25.11. 1922, d. 28.12.
1993, húsmóðir í Vestmannaeyj-
um; Sigurrós, f. 7.12. 1927, hús-
móðir á Álftanesi. Fóstursystir
Berthu var Sigrún Þórmundsdótt-
ir, f. 2.1. 1935, d. 16.6. 1992, hús-
móðir í Vestmannaeyjum.
Foreldrar Berthu voru Grímur
Jósepsson, f. 16.9. 1896, d. 10.2.
1961, vélstjóri í Reykjavík, og k.h.,
Halldóra Jónsdóttir, f. 11.9. 1885,
d. 28.4. 1954, húsmóðir.
Ætt
Grímur var sonur Jóseps Jón-
assonar frá Stóru-Vatnsleysu og
Þorgerðar Elísabetar Þorsteins-
dóttur sem ættuð var frá Reykhól-
um.
Halldóra var dóttir Jóns Ólafs-
Bertha María Grímsdóttir.
sonar frá Steig í Mýrdal og Þór-
unnar Björnsdóttur frá Dyrhólum
í Mýrdal, Bergsteinssonar.
Bertha er á Kanaríeyjum um
þessar mundir. '
Guðlaug Hermannsdóttir
Guðlaug Hermannsdóttir, fram-
haldsskólakennari við Verk-
menntaskólann á Akureyri, Lög-
bergsgötu 7, Akureyri, er sextug í
dag.
Starfsferill
Guðlaug fæddist í Vík í Mýrdal.
Hún lauk gagnfræðaprófi frá
Skógaskóla árið 1953 og var við
nám í lýðháskóla í Svíþjóð
1955-56. Eftir margra ára hlé frá
námi tók hún aftur upp þráðinn
við Námsflokka Akureyrar, var i
hópi fyrstu öldungadeildarstúd-
enta frá MA 1977, stundaði síðan
nám í þýsku og sögu við háskól-
ann í Konstanz í Þýskalandi til
1981 og lauk þar BÁ-prófi í þýsku.
Guðlaug var við nám í HÍ vetur-
inn 1982-83 og lauk þar BA- prófi í
sögu.
Guðlaug hóf störf á saumastofu
Amaro hf. 1959 og starfaöi síðan í
verslun sama fyrirtækis til 1972.
Hún var stundakennari við MA
1983-84 en hefur kennt þýsku og
sögu við VMA frá 1990. Þá hefur
hún gegnt þar stöðu deildarstjóra
í þýsku.
Samhliða vinnu sinni í Amaro
var Guðlaug virk í starfsemi Leik-
félags Akureyrar þar sem hún lék
í fiölmörgum sýningum félagsins.
Fjölskylda
Guðlaug giftist 26.12. 1956 Brynj-
ari Skarphéðinssyni, f. 18.11. 1931.
Hann er sonur Skarphéðins Ás-
geirssonar, forstjóra á Akureyri,
og Laufeyjar Tryggvadóttur versl-
unarmanns.
Böm Guðlaugar og Brynjars
eru Harpa Brynjarsdóttir, f. 5.11.
1957, snyrtifræðingur á Akureyri,
gift Ævari Austfiörð kjötiðnaðar-
manni og eiga þau eitt bam sam-
an, Elsu Lind, f. 22.6. 1993, en
böm Hörpu frá fyrra hjónabandi
eru Brynjar Már, f. 5.3.1980, og
Tinna Dögg, f. 15.7.1985; Hermann
Brynjarsson, f. 15.6. 1960, við-
skiptafræðingur á Akureyri, en
sambýliskona hans er Ester
Pálmadóttir tollvörður og er dóttir
Hermanns frá fyrra hjónabandi
Guðlaug, f. 6.10. 1981; Sigrún Mar-
ía Brynjarsdóttir, f. 27.8. 1973,
Guðlaug Hermannsdóttir.
tamningamaður á Akureyri.
Bróðir Guðlaugar er Halldór
Hermannsson, f. 14.1.1931, tækni-
fræðingur í Svíþjóð.
Foreldrar Guðlaugar: Hermann
Einarsson, f. 27.1. 1903, d. 6.3. 1941,
bílstjóri í Vik í Mýrdal, og Ágústa
Tómasdóttir', f. 6.08.1906, sauma-
kennari.
Salaleiga
Höfum sali sem henta
fyrir alla mannfagnaði
HÓTELtpÁNP
5687111
I beinu sambandi
allan sólarhringinn
< •• 903 « 5670 •• l
I Aöeins 25 kr. mínýtan. Sama verö fyrir alla landsmenn.
Til hamingju
með afmælið
15. febrúar
85 ára
Gunnhildur Eyjólfsdóttir,
Hringbraut 50, Reykjavik.
80 ára
María Sveinsdóttir,
Lönguhlíð 3, Reykjavík.
Þórdís Jóelsdóttir,
Heiðarvegi 13, Vestmannaeyjum.
75 ára
Björn Andersen,
Efstasundi 41, Reykjavík.
Jóhanna Þórólfsdóttir,
Rauðarárstíg 32, Reykjavik.
60 ára
Jón Héðinn
Pálsson verk-
stjóri,
Tjarnarbraut 9,
Hafnarfirði.
Kona hans er
Sesselja Björk
Guðmundsdóttir.
Hann er að heim-
an.
Ámi Stefán Norðfiörð,
Hrísmóum 11, Garðabæ.
Haraldur Þorvaldsson,
Víðimel 63, Reykjavík.
50 ára
Guðlaug Eggertsdóttir,
Kleifarseli 63, Reykjavík.
Skúli Kristjánsson,
Hraunbraut 7, Kópavogi.
Davíö Lúðvík Franksson,
Öldugötu 24, Reykjavík.
Ólöf Jóna Haraldsdóttir,
Vallarbraut 11, Akranesi.
Ásgeir Sigtryggsson,
Kambaseli 61, Reykjavík.
40 ára
Halldór Árnason,
Dvergagili 8, Akureyri.
Sigurður Ragnar Óskarsson,
Hafnarbergi 6, Þorlákshöfn.
Sævar Þór Sigurðsson,
Lindarbergi 74, Hafnarfirði.
Erla Björk Sigurðardóttir,
Kirkjuvegi 18, Keflavík.
Brynhildur Ingimundardóttir,
Valhúsabraut 18, Seltjarnamesi.
Ingibjörg Sveinsdóttir,
Kjarrholti 5, ísafirði.
Guðlaugur R. Ásgeirsson,
Strandgötu 11, Stokkseyri.
Guðlaugur verður að heiman á af-
mælisdaginn en verður með heitt
á könnunni að heimili sínu eftir
kl. 16.00 laugardaginn 17.2.
Sigrún Elín Svavarsdóttir,
Kveldúlfsgötu 28, Borgamesi.
Kristinn Einarsson,
Brekkulæk 6, Reykjavík.
Sigurður Baldursson,
Reykjahlíð 4, Reykjahlið.
Kristin Ósk Þórarinsdóttir,
Hverfisgötu 54, Hafnarfirði.