Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.1996, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 9 dv Stuttar fréttir Útlönd ESB til hjálpar Evrópusambandið lýsti því yfir í gær að tími væri kominn til þess að það rétti hjálparhönd við friðargerð ísraela og Sýr- lendinga, sem Bandaríkjamenn hafa haft milligöngu um. Juppé til Alain Juppé, forsætisráð- herra Frakk- lands, kom í þriggja daga heimsókn til Moskvu í gær þar sem helsta umræðuefni hans og Tsjernomýrdíns forsæt- isráðherra verða efnahagsmálin. Dómari drepinn Fyrrum háttsettur dómari á Spáni var skotinn til bana á skrifstofu sinni í Madríd í gær og eru aðskilnaðarsinnar Baska grunaðir um verknaðinn. Kosið í Bangiadess Her og lögregla í Bangladess höíðu mikinn viðbúnað í morg- un þegar landsmenn gengu að kjörborðinu en kjörsókn var dræm í byrjun vegna hótana stjórnarandstæðinga um ofbeld- isverk. Moskvu Deiia í aðsigi Bresk stjórnvöld búa sig und- ir heiftarlega deilu í dag um skýrslu dómara um vopnasölu Breta til íraks fyrir Persaflóa- stríðið og er jafnvel talið að nokkrir ráðherrar kunni að bíða skaða af. Rushdie skammar Breski rit- höfundurinn Salman Rushdie, sem hefur þurft að fara huldu höfði í sjö ár vegna dauða- dóms klerka- stjórnarinnar í íran, veittist að Vesturlöndum í gær fyrir að gera ekki nóg til að leysa málið. Verkamenn vegnir Vinstrisinnaðir uppreisnar- menn eru grunaöir um að hafa myrt ellefu verkamenn á ban- anaplantekrum í Kólumbíu í gær. Slóvenar ríkastir Slóvenar eru ríkastir fyrrum kommúnistarikja í Austur-Evr- ópu og Moldavíubúar hinir fá- tækustu, segir í nýrri könnun. Tölvan aftur í gang A1 Gore, varaforseti Banda- ríkjanna, gangsetti fyrstu raf- rænu tölvuna aftur í gær, 50 árum eftir að hún var fyrst kynnt. Mikil flóö Taliö er að 35 manns hafi drukknað í flóðum í Suður-Afr- íku undanfarna viku. Sprengja í Bahrain Sprengja sprakk í bU nærri markaðstorgi í Persaflóaríkinu Bahrain, önnur sprengjan á fjór- um dögum. Jeltsín talar Boris Jeltsín Rúss- landsforseti mun skýra frá þvi í dag að hann sækist eftir endur- kjöri í forseta- embættið og verður yfirlýsingin gefin í heimabæ hans, Jekaterínbúrg í Úralfjöllum. Farrakhan fordæmdur Bandarísk stjórnvöld hafa for- dæmt blökkumannaleiðtogann Louis Farrakhan fyrir að gera sér dælt við harðstjóra í Líbýu og íran. Reuter Kólumbíuforseti ákærður fyrir ýmsa glæpi Emesto Samper, for- seti Kólum- bíu, hefur ver- ið ákærður fyrir margvís- lega meinta glæpi, svosem kosningasvik og fyrir að taka við fé af eitur- lyflabarónum, að því er heimild- ir innan dómskerfis landsins herma. Hætta er talin á að stjórn forsetans muni hrökklast frá völdum af þessum sökum. Heimildarmenn herma að Al- fonso Valdivieso ríkissaksókn- ari hefði borið fram ákærurnar í ræðu sem hann hélt fyrir lukt- um dyrum hjá ákærunefndinni sem kölluð er svo, en hún er eina stofnunin sem getur fjallað um ákærurnar á hendur forset- anum samkvæmt stjórnarskrá landsins. Samper heldur statt og stöðugt fram sakleysi sínu. Búist við að _ kosningum á Ítalíu verði flýtt Kosningar við fyrstu hentug- leika eru nú taldar eina lausnin á stjórnarkreppunni á Ítalíu eft- ir að tilraunir Antonios Maccan- icos til að mynda nýja stjórn fóru út um þúfur í gær. Alla jafna á ekki að halda næstu þingkosning- ar fyrr en eftir þrjú ár. „Á þessu stigi verður ítalska þjóðin að fá að segja álit sitt. Að- eins þingkosningar geta gert við rifin tjöld lýðræðis okkar og fært landinu stöðuga stjórn,“ sagði Silvio Berlusconi, fjöl- miðlakóngur og fyrrum forsæt- isráðherra, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Nú er það Scalfaros forseta að ákveða hvort þing verður leyst upp eða hvort einhverjum verður falið að reyna stjómarmyndun. Kínversk eld- f laug sprakk eftir flugtak Geimferðaáætlun Kínverja varð fyrir miklum skakkafollum í gær þegar nýjasta útgáfa geim-, flaugar þeirra sprakk í tætlur aðeins nokkrum sekúndum eftir að hún hóf sig á loft. Flaugin var með bandarískan fjarskipta- hnött innanborðs og lýstu eig- endur hans yfir vonbrigðum með hvemig fór. Reuter Eiginkonur tveggja bandarískra karla með á skurðstofuna: Gáfu körlunum nýru í Valentínusargjöf Eiginkonur tveggja bandarískra karla ákváðu að gefa eiginmönnum sinum heldur óvenjulega gjöf í tO- efni af Valentínusardeginum 14. febrúar, sem haldinn er hátíðlegur sem dagur elskendanna þar vestra. I stað þess að gefa blóm, konfekt eða annað slíkt ákváðu eiginkonurnar að gefa körlunum sínum nýtt nýra. Ruth Tucker, 38 ára, og 44 ára eig- inmaður hennar, Larry, fóru undir hnífinn í gær og gekk líffæraflutn- ingurinn vel. Nýru Larrys sködduð- ust í bílslysi fyrir ellefu árum og hefur þeim hrakað æ síðan. Larry hafði beðið eftir nýju nýra í meira en ár og þegar Ruth komst að því að hún gat gefið manni sínum líffæri sagðist hún strax hafa ákveðið sig. „Það var engin spuming í mínum huga. Ég ákvað að láta slag standa," sagði hún eftir aðgerðina á háskóla- sjúkrahúsinu í Michigan. Larry sagði að nýrað væri besta gjöf sem nokkur hefði gefið og mundi nokk- urn tíma geta gefið sér. Á meðan Larry fékk nýtt nýra í Michigan átti sér stað sams konar aðgerð við Stanford háskólasjúkra- húsið i San Francisco. Noreen McGuire, 45 ára, var staðráðin í að halda lengur í eiginmann sinn, Michael, 48 ára. Michael hafði lengi þjáðst í nýrum végna sykursýki. Hann sagði konu sína oft hafa sagt við sig að ef hún gæti gefið honum nýra þá mundi hún hiklaust gera það. En það var ekki fyrr en nýlega að í ljós kom að Noreeen gat gefið Michael líffæri. „Þetta var slembi- lukka, við áttum mun betur saman en nokkur hafði ímyndað sér,“ sagði Michael. Reuter Franski leikarinn Gerard Depardieu kyssir hér starfsbróður sinn, Anthony gamla Quinn, við verðlaunaafhendingu í tilefni af kvikmyndahátíðinni í Berlín sem hefst í dag. Báðir fengu leikararnir sérstök verðlaun þýska sjónvarpsiðn- aðarins, Gullnu myndavélina, sem veitt eru fyrir framlag manna til kvikmynda. Símamynd Reuter Eftirlitið hert til muna á Bretlandi Fulltrúar frá bresku leyniþjón- ustustofnuninni MI5 og háttsettir menn innan bresku lögreglunnar og innanríkisráðuneytisins munu funda næstu daga um hert öryggi- seftirlit i Bretlandi. Fundirnir eru haldnir þar sem óttast er að írski lýðveldisherinn, IRA, muni láta að sér kveða með hryðjuverkum á ný. Eftir sprengjutilræðið í Docklands fjármálahverfinu í London á föstu- dag hefur lögreglan stöðugt varað við öðru tilræði sem geti orðið hvar sem er og hvenær sem er. Verður hugað sérstaklega að öryggi bresku konungsíjölskyldunnar. Lögregla stórjók öryggiseftirlit í London á mánudag þegar tvær byssukúlur fundust fyrir utan bú- stað Margrétar Thatcher, fyrrum forsætisráðherra. Talið var að kúl- urnar mætti rekja til tilræðismanns á vegum IRA en nú hefur reyndar komið í ljós að svo er ekki. Fulltrúar írskra stjórnvalda munu hitta fulltrúa Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, á morgun þar Breskur lögreglumaður, vopnaður vélbyssu, við eftirlitsstörf. sem reifaðar verða hugmyndir um framhald friðarviðræðna um Norð- ur-írland. Reuter auglysir Þökkum þeim fjölmörgu sem skiluðu svörum í getraun okk■ arfrá sýningunni í Perlunni 27.-28. janúar sl. Rétt svar við getrauninni er: 160 sniglar eru á tertunni Vöruúttekt, að upphœð kr. 20.000, kom í hlut Sigurbar Jónssonar, Sœbólsbraut 41, Kópavogi. Eftirtaldir þátttakendur fá vöruúttekt að upphæð kr. 5.000. Jóhann A. Guömundsson, Oldutúni 5, Hafnarfirbi. Karl. E. Loftsson, Bœjartanga 2, Mosfellsbœ. María Ósp Haraldsdóttir, Selvogsgötu 8, Hafnarfiröi. Steinunn Sölvadóttir, Kleppsvegi 118, Reykjavík. Svala Jónsdóttir, Bakkaseli 16, Reykjavík. Vinningshafar geta vitjað vinninganna í Bakarameistarann í Suöurveri, sími 553-3450.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.