Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Síða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996
Útlönd
Forsetaslagur í uppnám eftir forkosningar repúblikana í New Hampshire:
íhaldsmaðurinn Pat Buchanan
hafði nauman sigur á öldungadeild-
arþingmanninum Bob Dole í for-
kosningum repúblikana í ríkinu
New Hampshire í gær. Fékk
Buchanan 27 prósent atkvæðanna á
móti 26 prósentum Doles. Lamar Al-
exander, fyrrum ríkisstjóri Ten-
nessee og boðberi hófsamrar stefnu,
fagnaði góðu fylgi, varð þriðji með
23 prósent atkvæðanna. Auðkýfing-
urinn Steve Forbes virðist hins veg-
ar ekki hafa náð hljómgrunni meðal
kjósenda repúblikana en hann varð
fjórði með einungis 12 prósent at-
kvæðanna. Þykir ljóst að slagurinn
sé á enda hjá Forbes sem reyndi að
höfða til flokksmanna með nýstár-
legum skattahugmyndum.
Með úrslitunum er barátta repú-
blikana fyrir útnefningu forseta-
frambjóðanda komin í uppnám en
Bob Dole hafði almennt verið' spáð
sigri í New Hampshire. Kjósendur
þar sneru baki við honum i þriðjá
sinn en hann tapaði í forkosningum
1980 og 1988. En stjómmálaskýrend-
ur vestra sögðu að þrátt fyrir ósig-
urinn gæti Dole náð sér á strik þar
sem hann hefði aðgang að digrum
kosningasjóðum og kosningabarátta
hans um öll Bandaríkin væri betur
skipulögð en keppinautanna.
Með sigrinum í New Hampshire
hefur Pat Buchanan náð að treysta
sig í sessi sem frambjóðandi sem
taka verður alvarlega en fram til
þessa hafa andstæðingarnir stimpl-
að hann sem lítt marktækan andófs-
mann sem fer hástemmdum orðum
um kristið siðgæði. Buchanan þykir
hafa náð eyrum miðstéttarfólks sem
óttast um afkomu sína betur en
keppinautamir. Hefur hann hamr-
að á ójafnri samkeppnisstöðu
bandarískra fyrirtækja i baráttunni
við innflutning og ólöglega innflytj-
endur. Hann krefst hárra skatta á
innflutning frá Japan, Kína og öðr-
um löndum, vill segja upp alþjóðleg-
um viðskiptasamningum og stöðva
innflytjendastrauminn næstu fimm
ár.
„Við viljum ná til þess fólks sem
hefur séð störfum sínum fórnað á
altari alþjóðasamninga. Þeir þjóna
einungis alþjóðlegum fyrirtækjum
sem sýna enga hollustu gagnvart
þjóð vorri. Við munum á ný verða
fullvalda þjóð,“ sagði Buchanan sig-
Pat Buchanan gæddi sér á pitsu meðan úrslit forkosninganna í ríkinu New Hamspshire streymdu inn. Hann gat ver-
ið glaður enda hafði hann sigur yfir Bob Dole. Símamynd Reuter
urreifur í gærkvöldi.
Dole er staðráðinn í að halda bar-
áttunni áfram og er sannfærður um
að hljóta útnefningu sem forsetaefni
repúblikana í sumar. Hann sagði
komandi baráttu skera úr um hvort
repúblikanar yrðu flokkur óttans
eða vonarinnar.
Hinn hófsami Lamar Alexander
hefur hvatt Dole til að draga sig út
úr baráttunni og spáir einvígi sínu
við Buchanan. Hann lýsir Dole sem
útjöskuðúm stjórnmálamanni án
framtíðarsýnar og hugmynda.
Línurnar ættu að skýrast í næstu
viku en þá verða forkosningar í
Arizona og Suður- og Norður-
Dakóta. Reuter
Pat Buchanan fagnaði
naumum sigri á Dole
Deilt í Pakistan um
heimsókn Díönu
Deilur hafa nú risið í Pakistan
vegna komu Díönu prinsessu
þangað í dag. Pakistanskt dagblað
sagði í forustugrein í morgun að
prinsessan væri fífldjörf aö hætta
á að blanda sér í deilumar um
gestgjafa sinn, Imran Khan, fyrr-
um krikketstjömu.
Prinsessan og krikketleikarinn
fyrrverandi hafa hins vegar bæði
lagt áherslu á að heimsóknin sé
einungis í þeim tilgangi að safna
fé fyrir krabbameinssjúkrahús
Imrans í borginni Lahore.
„Hún hefur engin áform um að
blanda sér í stjómmál á neinn
hátt. Hún hef-
ur tekið það
skýrt fram.
Þetta er aðeins
einkaheim-
sókn,“ hefur
pakistanska
blaðið eftir
Jane Atkin-
son, talsmanni prinsessunnar.
Benazir Bhutto, forsætisráð-
herra Pakistans, er sögð líta á Imr-
an Khan sem hugsanlegan keppi-
naut og ekki er gert ráð fyrir að
hún hiti Díönu prinsessu að máli.
Reuter
Tsjetsjenía:
Uppreisnarmenn hraktir burt
Rússneskar hersveitir hafa náð
vígi uppreisnarmanna í Tsjetsjeníu
á sitt vald eftir fimm daga bardaga
en þeim mistókst þó að yfirbuga að-
skilnaðarsinna sem talið er að séu
allt að eitt þúsund.
Yfirmaður rússneska hersins í
Tsjetsjeníu sagði við Itar-Tass
fréttastofuna að uppreisnarmenn-
imir hefðu verið hraktir frá bænum
Novogroznenskí sem er 60 kíló-
metra austan við höfuðborgina
Grosní.
Hershöfðinginn sagði að til þessa
hefðu aðeins fimm lík uppreisnar-
manna fundist í bænum. Reuter
Tengdasynirnir aftur
komnir til Saddams
Tveir tengdasynir Saddams
Husseins íraksforseta og eiginkonur
þeirra, dætur Saddams, snera aftur
heim til Iraks síðdegis í gær, aðeins
sex mánuðum eftir að þau flúðu
heimahagana og fengu hæli í Jórd-
aníu. Bandarísk stjómvöld standa
agndofa frammi fyrir þessum um-
skiptum.
Tengdasynimir, þeir Hussein Ka-
mel Hassan og bróðir hans, Saddam
Kamel, og fjölskyldur þeirra fengu
höfðinglegar móttökur þegar þau
komu yfír landamærin síðdegis í
gær. Nokkrum klukkustundum síð-
ar tilkynntu fjölmiölar í írak að
Saddam Hussein hefði náðað
tengdasynina, eins og Hussein
Kamel hafði óskað þremur dögum
fyrr.
Nicholas Burns, talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytisins,
sagði að þar á bæ tryðu menn vart
sínum eigin eyrum. „Við komum
hvergi nærri þessu. Við veittum
honum enga ráðgjöf. Þetta er ekki
okkar ákvörðun. Hann tók ákvörð-
un. Þetta er mjög athyglisverð
ákvörðun," sagði Burns við frétta-
menn í Washington og vísaði jafn-
framt á bug vangaveltum um að
landflótti skyldmenna Saddams í
fyrra hefði verið samsæri til að villa
um fyrir Vesturlöndum.
Þótt Saddam Hussein hafi náðað
flóttamennina er framtíð þeirra
ekki þar með gulltryggð þar sem
flótti þeirra var á sínum tíma talinn
vera móðgun við Saddam sem föð-
ur. Flóttamennirnir skýrðu einnig
frá íröskum hernaðarleyndarmál-
um. íraskir fjölmiðlar kröfðust þess
í fyrra að flóttamennirnir yrðu
drepnir. Aldrei kom nein skýring á
því hvað hefði valdiö brottför þeirra
frá Bagdad.
Hussein Kamel sagði aðeins
nokkmm klukkustundum áður en
hann sneri aftur heim að hann ætl-
aði að berjast gegn þeim sem væru
að brugga írak launráð. Flótta-
mennirnir bjuggu í einni af höllum
Husseins Jórdaníukóngs og herma
fréttir að þeim hafi verið farið að
hundleiðast undir það síðasta, auk
þess sem Kamel hefði ekki tekist að
skipa sér í fylkingarbrjóst andstæð-
inga tengdafóður sins. Reuter
Stuttar fréttir i>v
Sprengjur fundnar
Breska lögreglan sem rann-
sakar sprengjutilræði IRA í
London hefur fundið mikið
magn sprengiefna og búnaðar til
sprengjugerðar við húsleit í
borginni.
Spenna í Mostar
Mikil spenna var milli
múslíma og Króata í hinni tví-
skiptu borg Mostar í Bosníu í
gær þegar sameiginleg löggæsla
þeirra átti að hefjast.
Samningi fylgt
Warren
Christopher,
utanríkisráð-
herra Banda-
rikjanna,
sagði frétta-
mönnum í
gær að friðar-
samkomulag-
inu frá Dayton væri framfylgt
þrátt fyrir spennuna sem kom
upp í Mostar.
Kínverjar með kröfur
Kínversk stjómvöld hafa
krafist þess að Evrópusamband-
ið afleggi það sem þau kalla mis-
munun á viðskiptasviðinu með
því að setja takmarkanir á út-
flutning Kínverja til ESB.
Samper í skoðun
Þingið í Kólumbíu hefur aftur
hafið rannsókn á tengslum for-
seta landsins við eiturkónga og
er hugsanlegt að forsetinn verði
sóttur til saka.
Tyrkir reyna
Flokkar íslamstrúarmanna og
íhaldsmanna í Tyrklandi halda
áfram viðræðum sínum um
hugsanlega stjórnarmyndun.
Kanar gagnrýna
Bandai-ísk stjórnvöld hafa
gagnrýnt kosningar í Bangla-
dess og segja að framkvæmd
þeirra hafi verið gölluð.
Óveður í Evrópu
Mikið óveður gekk yfir Evr-
ópu í gær og olli miklum erfið-
leikum í samgöngum og
nokkrum dauðsfóllum.
Öflugt NATO
Javier Sol-
ana, fram-
kvæmdasfjóri
NATO, og Bill
Clinton
Bandaríkja-
forseti lýstu
yfir ítrekuð-
um stuðningi
sínum í gær við þreifingar um
stækkun bandalagsins.
Réttarhöid flutt
Dómari hefur ákveðið að
flytja réttarhöldin yfir tilræðis-
mönnunum á bak við sprengju-
tilræðið í Oklahómaborg fyrir
tæpu ári til Denver. Hann segir
útilokað að þeir fái sanngjarna
málsmeðferð í Oklahóma.
Juppé óvinsæll
Ný skoð-
anakönnun í
Frakklandi
sýnir að 75
prósent
Frakka eru
ánægð með
ríkisstjórn
Alains Juppés
forsætisráðherra.
Nígeríumenn gera árás
Nígeríumenn gerðu á ný
skotárás á Kamerún en deilur
ríkjanna um landsvæði kostuðu
fjölda hermanna lífið fyrr í mán-
uðinum.
Hundruö í hættu
Hundmð manna voru flutt frá
heimilum sínum í Mexíkóborg
eftir að sprenging í efnaverk-
smiðju hafði losað hættulegar
gastegundir úr læðingi.
Reuter