Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 11. MARS 1996 Fréttir íslenskur erfðafræðingur við rannsóknir á Suðurskautslandinu: Mörgæsirnar skemmtilegar en herskárri en búist var viö - segir Ásdís Ýr Kristmundsdóttir sem rannsakaði ástalíf þeirra Ásrún Ýr Kristmundsdóttir erfða- fræðingur er nýkomin til Iowa í Banda- ríkjunum eftir funm mánaöa dvöl með mörgæsum á Anverseyju við Suður- skautslandið. Ásrún var þar ásamt bandarískum prófessor og tveimur öðr- um rannsóknarkonum að rannsaka ást- arlíf Adelie-mörgæsa. „Við vorum að rannsaka hvort magn hormóna hefði áhrif á hve vel mörgæs- unum gengur að verpa eggjum og koma ungum sínum á legg; Við rannsökuðum einnig hvort þessar mörgæsir, sem eru á stað sem er fjölsóttur af ferðamönn- um, væru stressaðri en mörgæsir á frið- uðum eyjum og hvort það hefði áhrif á varp þeirra og unga,“ greinir Ásrún frá. Starfið hófst með því að merktar voru 450 mörgæsir sem síðan var fylgst með í frnim mánuði. Blóðsýni var tekið úr hluta paranna á vissum tímum, þeg- ar mörgæsimar komu á land, þegar þær fóru að verpa, þegar þær lágu á eggjum, þegar ungamir komu úr eggj- unum og þegar þeir voru orðnir stálpað- ir. Fylgst var með báðum hópunum tO að kanna hvort blóðtakan hefði truflað varp og unga en svo reyndist ekki vera. Núna taka svo við rannsóknir á blóð- sýnunum. „Það vom einnig gerðar DNA- rann- sóknir. Almennt hefur verið taíið að mörgæsir veldu sér maka fýrir allt lífið og væm trúar honum. Með DNA-rann- sóknunum var verið að athuga hvort um Qölkvæni væri að ræða,“ segir Ás- rún. Hún getur þess að mörgæsimar hafi verið skemmtilegar í viðkynningu en herskárri en búist var við. „Þegar varp nálgaðist urðu þær árásargjamar og bitu og slógu þegar við vomm að taka sýni.“ Á Anverseyju dvaldi Ásrún í vísinda- stöð sem rekin er af Bandaríkjamönn- um. „Þetta er 40 manna stöð. Vísinda- mennirnir voru um 20 og aðstoðar- mennimir jafiunargir. Veðriö þama var milt og gott. Þegar við komum var 10 stiga frost að jaftiaði en þegar fór að sumra var oft 4 til 5 stiga hiti og hann fór jafnvel upp í 10 stig. Þetta var miklu þægilegra en maður bjóst við og var næstum eins og að vera heima hjá sér. Fólk horfði á myndbönd, spilaði á spil og varö að lokum eins og lítil fjöl- skylda." Fjölskylda Ásrúnar, eiginmaður og 7 ára sonur, dvöldu í Iowa á meðan hún var á Suðurskautslandinu. „Þeir spjör- uðu sig bara vel. Sonur minn kvaðst hafa saknað mín fyrst en svo farið að hlakka til að sjá mig aftur.“ í haust er stefht að öðram vísinda- leiðangri. „Við yrðum þá fleiri og ekki jafn lengi," segir Ásrún. -IBS Þorski hent í sjóinn: Lítið sém Fiskistofa get- ur fýlgst með þessu - held að þetta fari minnkandi, segir Þórður Ásgeirsson, forstjóri Fiskistofu „Það er auðvitað afar takmarkað sem við getum fylgst með því sem gerist úti á sjó og vitum því næsta lítið um það sem þar fer fram. Veiðieftirlitsmennimir eru þetta þrír til fimm menn sem hveiju sinni eru um borð í skipunum við veiðar og þeir skiptast á allan flot- ann, sem er um tvö þúsund skip. Það eina sem við getum gert og ger- um er að skoða aflasamsetninguna hjá bátunum og bera hana saman. Við gerum þetta í auknum mæli og ekki síst þegar svona sögur koma upp eins og nú um að þorski sé hent í stórum stíl,“ sagöi Þórður Ásgeirs- son, forstjóri Fiskistofu, í samtali við DV um þann orðróm að þorski sé nú hent í stómm stíl. Sjómenn segja að vegna þess að meira sé greitt fyrir stóra þorskinn, og nú sé mikið af honum, sé minni þorskinum hent. Ef menn leigja sér kvóta greiða þeir 95 til 100 krónur fyrir kílóið. Og þeir fá það sama fyr- ir fiskinn á markaði. Hins vegar fæst mun meira verð fyrir þorsk sem er 8 kíló eða meira. Þórður Ásgeirsson segir að það sé alltaf eitthvað um að menn snúi sér til Fiskistofú og greini frá því að fiski sé hent í sjóinn. Þórður segist ekki telja neina bylgju í gangi núna í þessum efnum. „Ég held að það hafi átt sér stað ákveðin hugarfarsbreyting hjá mönnum hvað þetta varðar. Ég held að mórallinn sé smátt og smátt að batna. Umræða undanfarinna ára um þetta mál hefur að mínum dómi haft þau áhrif. Ég held að menn sjái líka að þegar upp er staðið sé verð- munurinn sem talað er um ekki eins mikill og margir halda. Eins held ég að sú umræða sem hefur átt sér stað um þetta mál og sá áróður sem hafður hefur verið uppi gegn því að henda fiski haft haft áhrif. Sjómenn sjá fram á að þegar upp er staðið eru að það eru þeir og útgerð- armenn sem fyrst og fremst tapa á því að gera þetta. Menn eru að græða aura en kasta krónum," sagði Þórður Ásgeirsson. -S.dór Ásrún Ýr Kristmundsdóttir erfðafræðingur dvaldi í fimm mánuði meðal mör- gæsa á Suðurskautslandinu. DV-mynd SS Skemmdir á húsum í Þorlákshöfn: Málning ónýt eftir vikurfok - hvít hús orðin gulbrún „Hús, sem áður vom hvít, em nú gulbrún af vikri eftir óveður sem gekk hér yfir fyrir nokkm. Fólk er í öngum sinum því málningin er ónýt. Menn hafa veriö að reyna að ná þessu af með háþrýstidælum og grænsápu en þetta virðist alltaf koma í gegn aftur. Þetta er einnig í görðum og á götum," sagði Þorlákshafnarbúi í samtali við DV. Hann segir vikurinn hafa komið úr haugum á lóð fyrirtækisins Vikur- vörur. Guðmundur Hermannsson sveitar- stjóri segir ekki öraggt að um vikur sé að ræða. „Þaö gekk hér mjög slæmt veður yfir í febrúar. Það er ekkert vafamál að þá fauk hér sandur á hús- in en ég fúllyrði ekki að það hafi líka verið vikur. Við fengum Rannsókna- stofhun landbúnaðarins til að taka sýni og niðurstaða liggur fyrir í næstu viku. Á meöan tökum við enga afstöðu. Fyrirtækið er með lóðaleigu- samning og umgengnin á að vera þannig að þetta berist ekki af lóðinni. En þetta er líka spuming um hversu vont veðrið var og þá hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir þetta." -IBS Dagfari Prófastar vita best Eftir langvarandi ofsóknir og andvökunætur hefur biskupinn yfir íslandi hafíð gagnsókn. Hann hefur áttað sig á að bænir koma að litlu gagni, hvað þá fyrirgefning. Biskupinn hefur sannfærst um að linkind dugar ekki í máli af því tagi sem hann er viðriðinn. Engin vettlingatök, segir biskupsstofa, enda hefur kirkjan margra alda reynslu og þekkingu í því að bæla niður mótþróa. Biskup réð sér lög- fræðinga, alveg eins og veitinga- húsin ráða sér útkastara, og út- kastari biskups hefu þegar hafíst handa. Hann byrjaði á því að ráð- ast gegn fjölmiölunum enda hafa fjölmiðlamir sýnt biskupi þá ókurteisi að fjalla um mál biskups. Sem er fyrir neðan virðingu bisk- upsins yfir íslandi. Úkastarinn hef- ur snúið upp á hendumar á einni af þeim þremur konum sem hafa sakað biskup um kynferðislega áreitni og sú kona hefur ákveðið að sættast við þjóðkirkjuna. Hún hef- ur jafnvel beðist afsökunar á því að biskup hafi abbast upp á hana. Hún hefur gefist upp fyrir útkast- aranum. Úkastarinn hefur gert meir. Hann hefur komið af stað fjölskylduerjum í fjölskyldu konu númer tvö sem ekki sér fyrir end- ann á. Sú kona situr ekki aðeins uppi með það að hafa lent í klónum á biskupi. Hún hefur líka lent í klónum á sinni eigin fiölskyldu, þökk sé útkastara biskups. Þriðja konan hefur ekki gefið sig enn og útkastari biskups hefur skipulagt tangarsókn gegn henni. Hann hef- ur skipað próföstum landsins að senda frá sér yfirlýsingu um sak- leysi biskups. Útkastarinn hefur í leiðinni lýst frati á formann Prestafélagsins, sem nú á í vök að .verjast, vegna þess að hann gegnir ekki útkastaranum. Það gerðu pró- fastarnir hins vegar að fúsum og fijálsum vilja enda eru prófastar nánustu bandamenn og samstarfs- menn biskups og vita manna best hvemig biskup hagar sér gagnvart konum. Prófastarnir hafa lýst yfir sakleysi biskups og er það jafn- framt yfirlýsing um að konumar séu lygarar. Prófastar kunna að skilja á milli hafranna og sauð- anna. Útkastari biskups telur þessa dómsuppkvaðningu prófastanna vera besta í stöðunni. Prestar eiga ekki að leggjast á bæn og prófastar eiga að gefa skít í kærleikann og fyrirgefninguna og prófastar eiga ekki að bíða eftir dómum í réttar- sölum. Kirkjan hefur alltaf verið hafin yfir lög og rétt enda er boð- skapur hennar þeirrar tegundar að orð Guðs era lög og prófastar era löggiltir talsmenn Guðs og segja auðvitað það eitt sem Guð telur sannleika. Þannig hefur útkastara biskups tekist að hrekja hina illu anda á brott. Hann hefur kastað formanni Prestafélagsins út í ystu myrkur, hann hefur snúið ræki- lega upp á hendurar á hinum meintu fómarlömbum biskups og hann hefur kýlt prófastana til hlýðni. Hann hefur útnefnt þá fjöl- miðla sem biskupi er þóknanlegt að tala við. Segið svo að útkastarar geri ekki sitt gagji. Hér eftir talar biskupinn yfir íslandi ekki við seglskip. Hann talar bara við þá sem eru góðir við hann. Hinir verða fordæmdir og bannfærðir af Biskupsstofu og nú mega menn fara að vara sig því biskup hefur ákveðið að sitja þangað til hann verður sjötugur. Enda eru prófastamir búnir að lýsa hann saklausan. Og hvað varðar biskup um almenning eða kærleikann eða einhverjar konur úti í bæ sem hafa ranghugmyndir um kynhvötina? Hvað þá fiölmiðla sem skilja ekki að þeir eiga ekki að tala illa um biskupinn og hvaö þá presta sem era svo vitlausir að hlusta á samvisku sín. Já, bisk- upinn hefur hafið gagnsókn með tilstyrk snjallra útkastara og vei þeim sem voga sér að leita inn- göngu i kirkju biskups ef þeir standa ekki með blásaklausum manninum í hempunni. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.