Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 11. MARS 1996 Fréttir Hálf milljón boðin fyrir ljósmynd af Lagarfljótsorminum: Það var yndisleg til- finning að sjá orminn - segir Jón Pétursson héraðsdýralæknir, einn þeirra sem sáu hann „Það var yndisleg tilfinning að öðlast þá reynslu að sjá orminn. Ég gæti trúað því að það væri svipuð tilfinning fyrir kristið fólk að sjá Jesú Krist. Mín gæfa hefur alltaf verið mikil en hún jókst við þetta. Menn sem hafa neitað að ormurinn væri til hafa orðið fyrir ógæfu en ég segi ekki frá þeim fyrr en þeir eru allir dánir,“ segir Jón Pétursson, héraðsdýralæknir á Egilsstöðum, en hann sá Lagarfljótsorminn í kring- um 1970. Hann vill gjaman ná sam- bandi við ormafræðing nokkurn sem kannað hefur sögu ormsins. Bæjarstjórn Egilsstaða samþykkti einróma tillögu um að greiða hálfa miUjón fyrir ljósmynd af Lagar- fljótsorminum sem að sögn margra heimamanna býr í Lagarfljótinu. Þjóðsagan um Lagarfljótsorminn hefur lengi verið til og með vissu miUibUi hefur fólk gefið sig fram sem segist hafa séð hann. í hugum bæjarstjórnar og heimamanna leik- ur enginn vafi á því að ormurinn er til og vei þeim er ekki trúa á hann. Þeir sem sjá hann verða gæfu að- njótandi en þeir sem afneita honum lenda í miklum vandræðum. Orm- urinn er sagður vera geysistór, á stærð við hval en hlykkjast í krypp- ur og er misjafnt hversu margar kryppur fólk sér í einu. „PáU Sigfússon á Hreiðarsstöðum og ég sáum hann liggja í skorpunni úti á miðju fljóti. Hann var eins og hvalur sem kom upp að hálfu leyti en miklu lengri. Kryppumar sem ég sá vom fimm eða sex en aUur orm- urinn náði yfir mörg hundruð metra,“ segir Jón. Broddi G. Bjamason, bæjarfuU- trúi á Egilsstöðum, segir að trúin á orminn sé miklu meira en saga og hann sé tákn EgUsstaða. Hann segir margt trúverðugt fólk hafa sagt sér sögur af orminum. Hann segir orm- inum hafa líkað iUa þegar lagður var símakapall í Lagarfljótið því að hvorki meira né minna en 22 bilan- ir komu fram á kaplinum. „Við eigum fimmtíu ára afmæli á næsta ári og ormurinn er okkar tákn. Við hvetjum fólk, bæði heima- menn og gesti,- til að vera viðbúið með myndavélina. Myndin veröur notuð til að laða að ferðamenn. Hún verður stækkuð upp og sett í fund- arsal bæjarstjómar. Við höldum að ormurinn sé vinsamleg skepna ef honum er ekki troðið um tær. Árið 1983 var lagður sérstyrktur og vand- aður símakapaU þvert yfir fljótið. Menn fóm fyrst á báti til þess að kanna botninn og sáu þá ókennUega skepnu. KapáUinn var lagður yfir þar sem ormurinn lá en varð fyrir miklum skemmdum og hvorki meira né minna en tuttugu og tvær bUanir komu fram á honum," segir Broddi. -em Reykjavíkurborg: Stefnu- mótun í ferða- þjónustu Skipuð hefur verið verkefnis- stjóm til að marka stefnu fyrir ferðaþjónustu í Reykjavík. Þegar Atvinnu- og ferðamálastofa Reykja- víkurborgar var sett á laggimar og ferðamálafuUtrúi ráðinn var hafinn undirbúningur að þessu verkefni. Þá er búið að skipa 14 vinnuhópa tU þess að virkja sem flesta í verkefn- inu á vinnslutímanum. Verkefnið hefur hlotið heitið „Stefnumótun 2002“. Helgi Pétursson varaborgarfulltrúi, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Þórólfur Arnason framkvæmdastjóri kynntu ferðamálaátak Reykjavíkurborgar. DV-mynd BG Héraðsskólarnir að Núpi, Reykjum og að Reykjanesi: Til sölu þar sem seint geng- ur að finna þeim hlutverk - söluheimild fyrir hendi í fjárlögum Heimild tU þess að selja eignir þriggja héraðsskóla, sem lagðir hafa verið niður, er fyrir hendi í fjárlög- um. Að sögn Hermanns Jóhannes- sonar, deUdarstjóra eignadeildar menntamálaráðuneytis, hefur verið rætt um að selja þessar eignir en engin raunveruleg eða raunhæf til- boð hafa borist í þær. Skólamir fyrrverandi, sem um ræðir, eru Héraðsskólinn á Núpi í Dýrafirði, í Reykjanesi við ísafjarð- ardjúp og að Reykjum í Hrútafirði. „Þótt heimUdin sé fyrir hendi er ekki þar með sagt að skólamir fyrr- verandi verði seldir. Þeir hafa ekki verið verðlagðir en vissulega hefur hugsanleg sala þeirra verið rædd. Auðvitað eru ekki mjög margir sem vUja kaupa skóla þannig að þetta er ekki líflegur markaður. Vissulega hafa menn verið að reyna að finna þessum skólum og byggingum eitt- hvert hlutverk en það hefur gengið dálítið seinlega," segir Hermann. Þótt ekki sé lengur skólahald á stöðunum þremur þá standa hús- eignimar ekki tómar aUt árið því að sumarhótel eru rekin á öUum stöð- unum á vegum Ferðaskrifstofu ís- lands. Á Reykjum hafa auk þess að vetrinum verið haldin ýmiss konar námskeið fyrir unglinga. Talsverður áhugi mun vera með- al heimamanna í nágrenni skólanna að setja á fót einhvers konar starf- semi í þeim enda er um að ræða mikið hagsmunamál fyrir fámennar byggðir. -SÁ Sjóðsstjórn Samhugar í verki: Neyðaraðstoð til inga að mestu Leiörétting 1 Helgarblaði DV birtist afmælis- grein um (Jón) Valgeir Illugason sem er áttræður í dag. Nokkrar vUlur voru í þeirri grein og leiðréttast þær hér með. Valgeir á heima í Reykjahlíð 1 í Mývatnssveit en ekki Mosfellssveit. Faðir Guðrúnar (Finnbogi) Jakob var Kristjánsson en ekki Hermannsson. Skuli, fyrrv. maki Kristjönu Valgeirs- dóttur, er Sigurvaldason, en ekki Sig- uröarson. Matthildur Herborg Valgeirsdóttir er fædd 15.10.1956, en ekki 26.4.1950. Sölvi og Matthildur eru ekki gift, held- ur í sambúð. Jóna Valgerður Valgeirs- dóttir og Guðmundur St. Sigurðsson eru ekki gift, heldur í sambúð. DV biðst afsökunar á þessum mis- færslum. Sjóðsstjóm landssöfnunar fyrir Flateyringa, Samhugur í verki, hefur á síðustu mánuðum unnið að greiðslu bóta til þeirra sem urðu fyrir tjóni og/eða röskun af völdum snjóflóðsins á Flateyri hinn 26. október 1995. Hefur sjóðsstjórnin nú samþykkt bóta- greiðslur að upphæð rúmlega 176 miUj. kr. Bætur hafa fyrst og fremst verið greiddar fjölskyldum og einstakling- um. Auk þess hefur verið ákveðið að veita björgunarsveitinni á Flateyri styrk að upphæð 2 millj. kr., og fljót- lega eftir snjóflóðið var ákveðið að verja 2 millj. kr. til tómstunda- og fé- lagsstarfs á Flateyri. Immheimst hafa um 258 miUj. kr. í almennu söfnuninni hér á landi. Þar fyrir utan hafa ýmis framlög verið send til Flateyringa beint eða fyrir milligöngu annarra aðUa. Söfnunarfé Færeyinga, um 27,8 miUj. kr., var sent sjóðsstjóminni, en meginhluta þess, Flateyr- lokið eða um 27,1 mUlj. kr., verður varið tU byggingar nýs leikskóla á Flateyri. Söfnunarfé Grænlendinga, tæplega 3,9 millj. kr., var einnig afhent sjóðs- stjórninni, en því á að verja sérstak- lega í þágu barna á Flateyri. Neyðaraðstoð á vegum landssöfn- unarinnar er nú að mestu lokið. Þó eru enn nokkur mál óafgreidd hjá sjóðsstjóminni, en stefht er að því að afgreiðslu þeirra verði lokið sem fyrst. Sandkorn dv Ahh... fram hjá Kvennabaráttu- blaðið Vera er nýlega komið út Þema blaös- ins að þessu sinni er sam- band konu og kímni. Viðtöl eru við lands- þekkta spaug- ara sem segja uppáhalds- brandara sina. Einnig er stutt spjall við stúlku sem segir eftirfar- andi sögu frá fundi AA-samtakanna þar sem fundarstjórinn hefur orðið: „Það er víninu að kenna að þið missið ökuskirteinin ykkar og það er víninu að kenna að þið berjið konumar ykkar. Það er víninu að kenna að bömin ykkar svelta. Það er vininu að kenna að þið reynið að skjóta tengdamömmur ykkar og það er líka víninu að kenna að þið hitt- ið ekki.“ Komdu aftur Uppáhalds- brandari Karls Ágústs Úlfsson- ar, ef marka má Vera, fjallar um rabbína og kaþólskan prest. Eitt sinn gerðist það að sá kaþólski þurfti að bregða sér frá um þaö leyti sem hann hlýddi á skrift- ir sóknarbama sinna. Hann bað rabbínann um hlaupa i skarðið fyr- ir sig í þetta eina skipti. Eftir fortöl- ur tókst prestinum að fá rabbínann í skriftastólinn og leyfði honum fyrst að hlusta á tvær skriftir. í bæði skiptin komu konur og sögð- ust hafa haldið framhjá manninum sínum tvisvar sinnum. Presturinn gaf þeim fyrirgefningu með þvi að setja 1 dollar í safiiaðarbaukinn og fara með 50 Maríubænir. Svo tók rabbíninn við og fljótlega kom ung stúlka sem sagðist hafa haldið fram- hjá manni stnum einu sinni. Þá sagði rabbíninn: „Farðu heim og gerðu þetta aftur þvi það er nefhi- lega tvisvar sinnum fyrir dollar- ann.“ Upp fyrir 100 Eftir lestur á blaði eins og Veru rifjaðist upp fyrir Sandkomsrit- ara saga af nokkrum karl- mönnum í gufu sem voru að metast sín á milli um bíla. Einn sagðist hafa keypt sér sporttýpu af BMW sem væri hægt að koma í 200 kílómetra hraða á örskotsstundu. Annar sagði að þetta væri nú ekki neitt. Hann hefði nælt sér í nýjan Porsche sem væri 5 sekúndur að fara yfir 100 kílómetra hraða. Þá blandaði okkar maður sér í umræð- una, þéttvaxinn mjög á velli og stór, og sagði við bíladellukarlana, pungsveittur í gufunni: „Iss, þetta er nú ekki neitt. Ég var að kaupa mér Marshall-vigt sem er 4 sekúnd- ur yfir 100 kílóin." Stendur með Til er fé- lagsskap- ur á landsvísu sem nefh- ist Hiö ís- lenska klámfé- lag. Með- al stjórn- armanna er Bjöm Ingi Bjamason, fyrrum varaþingmaður krata á Vestfjörðum. Félagið hefur starfað með talsverðri reisn og stað- ið fyrir ýmsum uppákomum. Birni og félögum hefur hins vegar reynst erfitt að útvíkka starfsemi sina. Þannig hefur þeim verið neitað um smáauglýsingu í DV, svo dæmi sé tekið. Þá segir sagan að félagið hafi sótt um að fá gullkort í ónefndu bankaútibúi. Beiðninni var hins vegar hafnað og þótti stjómarmönn- um það súrt í broti. Einn þeirra sagði: „Þetta er svínarí. Eins og það stendur vel á hjá okkur .... fjárhags- lega.“ Umsjón: Björn Jóhann Björnsson reisn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.