Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 11. MARS 1996 Fréttir Bæjarstjórnardeilurnar í Vesturbyggð: Snýst um að halda lyð ræðislegar leikreglur „Það má draga þetta saman og segja að deilurnar snúist um lýð- ræðislegar leikreglur. Það eru sjálf- stæðismenn og kratar sem mynda hér meirihluta í bæjarstjórn. Hér hafa verið fjárhagserfiðleikar og þurft hefur að taka á ýmsum erfiö- um máium. Meirihlutinn hefur hins vegar haldið bæði minnihlut- anum og íbúunum frá öllu. Það er ekkert sjálfgefið upplýsingaflæði tii okkar í minnihlutanum. Við þurf- um að draga nánast hvert einasta orð upp úr þeim með töngum. Þess vegna snýst þetta um að farið sé eftir bæjarmálasamþykkt og sveit- arstjórnarlögum," segir Einar Páls- son, talsmaður minnihlutans í bæj- segir Einar Pálsson, talsmaður minnihlutans í bæjarstjórn um þvi af fundi,“ sagði Einar. arstjórn Vesturbyggðar, en þar eiga sér nú stað mikil átök í bæjar- málunum. Gengu af fundi Hann var spurður hvers vegna minnihlutinn hefði tekið það til bragös að ganga af fundi í síðustu viku? „Á bæjarstjórnarfundi þar áður höfðum við krafist þess að taka þrjú mál á dagskrá fundarins. Það voru starfsmannamál, snjómokstur og staðsetning þyrlunnar. Þeir samþykktu að taka snjómokstur- inn og þyrluna á dagskrá en höfn- uðu að taka fyrir starfsmannamál- in og sögðu þau ekki eiga erindi á bæjarstjórnarfund. Fyrr í vetur höfðu átt sér stað hópuppsagnir hjá bænum. Þann 1. febrúar síðastlið- inn átti að vera búið að ganga frá endurráöningu þeirra sem áttu að fá hana. Einhveijir voru ekki end- urráðnir en við bara vissum svo lítið um þetta mál allt. Bæjarstjórinn beitti þeirri aðferð við endurráðningu fólks að kalla hvem og einn fyrir sig, bauð hverj- um og einum sérkjör sem enginn veit um nema hann og viðkomandi starfsmaður. Það er með þetta eins og annað, öllu er haldið leyndu fyr- ir okkur í minnihlutanum og fólk- inu í bænum. Við vorum bara hreinlega búnir að fá nóg og geng- Lokun fundar Hann sagði að minnihlutinn hefði óskað eftir fundinum og þeim málum sem hann vildi að þar yrðu rædd. Þetta hefði verið áréttað á bæjarráðsfundi en þar hefði meiri- hlutinn sagst vilja hafa fundinn lokaðan. Því hafnaði minnihlutinn en lofaði jafnframt að fara ekki að ræða mál einstakra starfsmanna bæjarins heldur ræða kjaramálin almennt. „Þeir hafa gert það áður, ef ein- hver óþægileg mál eru á ferðinni, þar sem bæjarstjórnin er gagn- rýnd, að loka fundum. Og að þessu sinni vildu þeir ekki bara loka fundinum heldur skrá fundargerð- ina í einkamálabók, sem hefði þýtt að hún var orðin algert trúnaðar- mál sem við hefðum hvergi mátt ræða opinberlega. Þessu gátum við ekki unað. Þess má líka geta að fundargerð á alltaf að fylgja fúndar- boði næsta bæjarstjórnarfundar. Það er aldrei gert heldur vorum við að fá allar fundargerðir ársins 1995 í einum pakka nú í janúar. Við erum búnir að gefast upp á vinnubrögðum þeirra og því kær- um við til félagsmálaráðuneytisins, eins og skýrt hefur verið frá í frétt- um,“ sagði Einar Pálsson. -S.dór Fráhvarfseinkenni hjá fyrrum meiri- hlutamönnum - segir Gísli Ólafsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar „Þetta er ekkert annað en mark- laus della í þeim minnihlutamönn- um. Þessir menn voru áður i meiri- hluta og þeir geta ekki sætt sig við að vera nú komnir í minnihluta. Þetta eru því fráhvarfseinkenni fyrrum meirihlutamanna,“ sagði Gísli Ólafsson, bæjarstjóri Vestur- byggðar, þegar ávirðingar minni- hlutans á meirihlutann í bæjar- stjóm voru bornar undir hann. Hagræðing Hann sagði að í október í haust er leið hefði verið samþykkt tillaga um að ná fram hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins. Þar var meðal ann- ars gert ráð fyrir að bæjarstarfs- mönnum yrði fækkað og að fastri yfirvinnu yrði sagt upp. „Mér var gefin heimild til að ganga í þetta mál og ljúka því og ég gerði það. Málinu er lokið og það er búið að skrifa undir alla samninga, nema auðvitað við þá sem ekki voru endurráðnir en það voru þrjú stöðu- gildi. Það er talið að þessi ráðstöfun muni spara sveitarfélaginu 18 millj- ónir króna á þessu ári. Það er auð- vitað aðalmálið fyrir sveitarfélagið í þeirri erfiðu stöðu sem það er í. Þess vegna skil ég ekki hvað það á að fyrirstilla hjá minnihlutanum að taka þessi mál upp nú. Og ég veit heldur ekki um hvað fólkið er að tala þegar það hleypur út af fundum eins og það gerði síðastliðinn föstu- dag, í algeru ábyrgðarleysi," sagði Gísli. Einkamálabókin Hann segir það alveg ótvírætt, samkvæmt sveitarstjórnarlögunum, að ef verið er að fjalla um persónu- leg mál manna, eða mál sem varða hag sveitarfélagsins sérstaklega, hefur sveitarstjórin leyfi til þess að loka fundi. Þar með sé verið að vernda þá sem um er fjallaö. „Bæjarstjórnir hafa heimild til að halda einkamálabækur. En það var ekkert skráð í okkar einkamálabók á þessum fundi og það stóð ekki til nema ef fjallað væri um persónu- lega hagsmuni einstakra starfs- manna. Hér er bæjarráð og það hef- ur þessi mál á sinni könnu. Minni- hlutinn kom aldrei með þessi mál inn í bæjarráð enda þótt bæjarráðið fjallaði um og afgreiddi þessi mál á sínum tíma. Þess í stað setur minni- hlutinn á svið pólitíska flugeldasýn- ingu til að vekja athygli á þeim sjálfum og þeirri pólitík sem þeir eru að reka hér út um sveitir,“ seg- ir Gísli Ólafsson. -S.dór Nemendur og kennarinn. Fremri röð frá vinstri: Helga Hrönn Melsted, Gerð- ur Helgadóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir og Þórður Þorgrímsson. Efri röð: Guðlaug Gunnlaugsdóttir, Kristinn Helgason, kennarinn Ólafur Eggertsson, Bergur Karlsson og Árni Guðmundsson. DV-myndir Hl Tréskurður á Breiðdalsvík DV, Breiðdalsvík: Magnesíumverksmiðja á Reykjanesi: Hagkvæmnisathuganir lofa góðu Námskeið i tréskurði var nýlega haldið á Breiðdalsvik og var Ólafur Eggertsson kennari. Hann hefur verið með námskeið víða um land undanfarin ár. Átta nemendur sátu við verkefni í 12 klukkustundir með hléum og sköpuðu hina glæsile- gustu hluti. Færri komust að á nám- skeiðin en vildu. -KI DV, Suðurnesjum: „Þeir eru að fara yfir lokapunkt- ana og við fáum lokaskýrsluna eftir tæpan mánuð. Þá þurfa menn að ákveða framhaldið. Þeir erlendu að- ilar, sem sjá um hagkvæmisathug- unina fyrir okkur, eru frekar bjart- sýnir. Þetta virðist allt mjög jákvætt og ekkert athugavert hefur fundist," sagði Júlíus Jónsson, forstjóri Hita- veitu Suðurnesja, í samtali við DV. Hér eru nú staddir Þjóðverjar og Rússar sem eru að Ijúka við athug- un á byggingu 25 þúsund tonna magnesíumverksmiðju á Reykja- nesi. Hafa verið hér á landi frá því á mánudag en halda heim um helg- ina. Athuganir þeirra eru fyrri hlut- inn af tveimur hagkvæmisathugun- um og kosta 36 milljónir króna. Júlíus telur að síðari athuganir kosti sömu fjárhæð og er reynt að fá aðila til að taka þátt i þeim kostn- aði. Talið er að milli 250-300 manns muni starfa við verksmiðjuna verði hún að veruleika og gert er ráð fyr- ir að afköst hennar geti tvöfaldast í framtíðinni. -ÆMK Skólamálastjóri ráðinn í Reykjanesbæ DV, Suðurnesjum: Bæjarstjórn Reykjanesbæjar sam- þykkti á fundi sínum 5. mars að ráða Eirík Hermannsson í stöðu skólamálastjóra. Skólanefnd bæjar- ins taldi hann hæfasta umsækjand- ann og mælti með ráöningu hans. Eiríkur hefur verið skólastjóri í Gerðahreppi í mörg ár. „Ég geri ráð fyrir að Eiríkur hefji störf að einhverju leyti fljótlega en fari að fullu í nýja starfið þegar hann losnar frá okkur. Jón Ög- mundsson aðstoðarskólastjóri mun leysa hann af hólmi fyrst um sinn. Það þarf að auglýsa stöðuna en ég tel að Jón Ögmundsson hafi mjög sterka stöðu í því sambandi," sagði Siguröur Jónsson, sveitarstjóri Gerðahrepps. -ÆMK Glæsileg verk nemenda á námskeiöinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.