Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 11. MARS 1996 Utlönd Hóta fleiri sprengjutilræðum Hamassamtökin hafa hótað fleiri sjálfsmorðssprengjuárás- um í kjölfar handtöku Frelsis- samtaka Palestínu, PLO, á þrem- ur leiðtogum Hamas og vegna hertra aðgerða ísraela. Yfirvöld í ísrael lýstu 1 gær yfir ánægju sinni með handtök- urnar og tilkynntu að þau myndu létta á ferðabanni íbúa Vesturbakkans í dag til að þeir gætu safnað að sér vistum. Palestínumenn mega hins vegar enn ekki koma til ísraels. Marg- ir Palestínumenn hafa fordæmt sprengjutilræðin en segja jafn- framt að harðar refsiaðgeröir ísraelsmanna hafi lamað líf á Vesturbakkanum og valdið skorti á nauðsynjavörum á viss- um svæðum. Talsverðar vonir eru bundnar við leiðtogafundinn á miðviku- daginn í Kaíró um hryðjuverk í Mið-Austurlöndum. Fulltrúar 31 ríkis, þar á meðal Clinton Bandaríkjaforseti og Jeltsín Rússlandsforseti, munu sitja fundinn. Reuter Mótorhjólagengin Hells Angels og Bandidos í stríði: Skotbardagar í Ósló og Kaupmannahöfn - einn lést og Qórir særðust á Kastrup og Fornebu Einn maður lét lífið og Qórir særðust í skotbardögum milli mót- orhjólagengja á Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn og Fornebuflug- velli í Ósló síðdegis í gær. Að sögn lögreglu virtust atburðimir í gær vera hluti af alþjóðlegu stríði milli Hells Angels og Bandidos hópanna. Sjónarvottar greindu svo frá að hinir særðu hefðu hlaupið blóðugir inn í komusal Kastrupflugvallar eft- ir skotbardagann og þar hefðu þeir hnigið niður fyrir framan hundruð farþega sem voru að koma með l árs afmælistilboð hjá LA BAGUETTE Heildsöluverð út þessa vihu á öllum tertum, smjördeigi með fyllingum og böfeum. Frystivöruverslun Efeta fransfet. NYTT - HRAÐRETTIR Kaupið núna fyrir ferminguna LA BAGUETTE Glæsibæ - Sími 588-2759 OPIÐ: mán-fimmtud. 12-18, föstud. 12-19, laugard. 10-14 Q| UTBOÐ F.h. Sjúkahúss Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í viðhald tækja á röntgendeild. Út- boðsgögn verða seld á 1.000 kr. á skrifstofu vorri frá og með miðvikud. 13. mars nk. Opnun tilboða: fimmtud. 11. apríl nk. kl. 11.00. shr 26/6 F.h. Sjúkrahúss Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í blóðtökukerfi. Útboðsgögn verða seld á 1.000 kr. á skrifstofu vorri. Opnun tilboða: þriðjud. 9. apríl nk. kl. 11.00. shf 27/6 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í lóðarframkvæmdir við leikskólann Ásgarð ásamt frágangi á sameiginlegri lóð leikskólans og íbúðarblokkar í eigu Félagsst. stúdenta. Heildarstærð lóðar er um 2.100 m2. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 5.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: miðvikud. 27. mars nk. kl. 14.00. bgd 28/6. _______________________________________________ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur, Gatnamálastjóra, Símstöðvarinnar í Reykjavík og Raf- magnsveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í endurnýjun veitukerfa og gangstétta 1. áfanga 1996 - Sund. Götumar sem endurnýjað er við eru: Holtavegur, Efstasund, Skipasund og Sæviðarsund. Helstu magntölur eru: Hitaveitulagnir í plastkápu, alls um 5.250 m Skurðlengd 6.700 m Malbikun 1.800 m2 Steyptar gagnstéttir 4.900 m2 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá og með þriðjud. 12. mars nk. gegn 15.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: þriðjud. 26. mars nk. kl. 11.00. hvr 29/6 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræöings er óskað eftir tilboðum í frágang viðbygg- ingar að utan og gerð lóðar við Grandaskóla. Helstu magntölur:__ Plötúklæðning útveggja 455 m2 Múrkerfi á útveggi 580 m2 Frágangur þaka 1.120 m2 Gluggar, gler og hurðir 240 m2 Lóð 2.500 m2 Verkinu á að vera lokið 1. ágúst 1996. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá og með þriðjud. 12. mars nk. gegn 15.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: fimmtud. 28. mars nk. kl. 14.00. bíd30/6 ______________________________________________ INNKAUPASTOFNUN REYKJA VIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 Lögregla breiöir yfir lík eins meðlima Bandidos mótorhjólagengisins á Kastrupflugvelli í gær. leiguflugi frá útlöndum. „Ég heyrði hávaða eins og í flug- eldum og síðan heyrðist hljóð eins og gler hefði brotnað. Það voru blóð- poflar í komusalnum," sagði einn sjónarvotta í viðtali við danska Símamynd Reuter sjónvarpsstöð. Tveir byssumenn komust undan í bíl og lögreglan leitaði þeirra í Kaupmannahöfn. Þrjátíu meðlimir mótorhjólagengjanna voru hand- teknir á flugvellinum eftir skotbar- dagann. Danska lögreglan sagði að talið væri að meðlimir Bandidos hefðu verið að koma til Kaupmannahafn- ar frá helgarfundi í Helsinki þegar byssumenn Hells Angels réðust á þá fyrir utan flugvallarbygginguna. í Ósló var maður fluttur á sjúkra- hús eftir að hafa verið skotinn í brjóstið. Norska sjónvarpið greindi frá því að hinn slasaði væri meðlim- ur í Bandidos genginu. Lögreglan í Ósló handtók fimm menn vegna skotárásarinnar þar. Á undanförnum árum hafa skær- ur milli mótorhjólagengja farið vax- andi í Skandinavíu. Finnska lög- reglan sagði fyrir helgina að hún væri viðbúin átökum mifli mótor- hjólagengjanna eftir að maður slas- aðist í skotbardaga í miöborg Helsinki þann 1. mars síðastliðinn. Tfl átaka kom einnig milli gengja í Helsingborg í Suður-Svíþjóð í síð- UStU viku. Reuter búi í hverfinu llidzia í Sarajevo, sem verið hefur undir yfirráðum Serba, gengur hér með eigur sínar í hjólbörum fram hjá brunarústum. íkveikjur eru tíðar í hverfinu og kölluðu NATO-foringjar á slökkvilið Bosníumanna eftir að íbúarnir höfðu farið fram á aðstoð. Símamynd Reuter Elísabet drottning sparar: Ferðaðist með almenningslest Stuttar fréttir Elisabet Englandsdrottn- ing hefur ákveðið að grípa til aðgerða til að bæta ímynd bresku könungsfjöl- skyldunnar, að því er breska blaðið The Sunday Times greindi frá í gær. Blaðið segir að drottning- in hafi áhyggjur af því að vinsældir konungsQölskyldunnar séu famar að dala. Þess vegna hafi hún meðal annars ákveðið aö draga úr ferðakostnaöi og er nefnt að áætl- aður spamaður muni nema mifljón- um punda. Á fostudaginn ferðaðist drottning- in með áætlunarlest til ákvörðunar- staðar utan við London í stað þess að ferðast með sérstakri konung- legri lest. Heimildarmenn innan Buckinghamhallar segja að drottn- ingin muni ferðast oft á þennan hátt í framtíðinni. Drottningin hefur einnig svipt hertogaynjuna af Jórvík, fyrram eiginkonu Andrésar prins, þeim réttindum að ferðast ókeypis. Árið 1992 braut drottn- ingin aldagamlar hefðir er hún samþykkti að greiða tekjuskatt. Niðurstöður nýlegra skoðanakannana sýna að Bretar eru búnir að fá nóg af hinni endalausu konunglegu sápuópera en í henni her nú hæst skilnað Díönu og Karls. Breskt blað greindi frá því í síðustu viku að Díana prinsessa krefðist þriggja milljarða króna í greiðslu við skiln- aðinn frá Karli prinsi. t skoðana- könnun breska hlaðsins The Sun í síöustu viku vildu 5.000 manns að Elísabet drottning yrði síðasti kon- unglegi þjóðhöfðingi Bretlands en 3.190 vildu áfram konungdæmi. Önnur skoðanakönnun sýndi að 77 prósent lesenda vildu að Vilhjálmur prins yrði næsti konungur Bret- lands en ekki faðir hans Karl. Reuter Afram heræfingar Kínverjar ætla að halda áfram tilraunum með flugskeyti og stríðsleikjum við Taívan að lokn- um forsetakosningum þar. Senda flugmóðurskip Bandaríkin senda flugmóður- skip i átt að Taívan um leið og þeir vara Kínverja við frekari að- gerðum. Gefast ekki upp Karadzic, leiðtogi Bosníu- Serba, og yfirmaður herafla hans, Mladic, sem eftirlýstir era vegna striðsglæpa, segjast ætla að spyrna á móti tilraunum til að handtaka þá. Ekkert athugavert Vopnasérfræðingar Samein- uðu þjóðanna fundu ekkert at- hugavert við leit sína í stjórnar- byggingum í Bagdad um helgina. Lögreglan vöruð við ísraelskur lögreglumaður sagði við yfirheyrslur í gær að lögreglan hefði verið vöruð við mögulegri tilraun til að myrða Rabin kvöldið sem hann var myrtur. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.