Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 11. MARS 1996 7 Fréttir Fræðslumiðstöðin í Miðbæjarskólann? Húsnæði laust við Aðalstræti -segir Árni Sigfússon Árni Sigfússon, oddviti Sjálfstæð- isflokksins í borgarstjóm, segir að húsnæði i eigu borgarinnar sé laus í gamla Morgunblaðshúsinu við Að- alstræti eða að minnsta kosti ein hæð í húsinu. Hann telur að þetta húsnæði væri hægt að nota undir skrifstofu nýrrar Fræðslumiðstöðv- ar Reykjavíkur í stað gamla Mið- bæjarskólans eins og ráðgert hefur verið. Morgunblaðshúsið var keypt í lok síðasta kjörtímabOs undir Borgarbókasafnið. Sjálfstæðismenn spurðust nýlega fyrir um það í borgarráði hvernig húsnæðið við Aðalstræti væri nýtt. Árni segir að í ljós hafi komið fram að Menningarhandbókin sé rekin í leigufríu húsnæði í Morgunblaðs- húsinu og leiklistarstúdíó Eddu og Gísla. Á efri hæðum hússins sé At- vinnu- og ferðamálastofa borgarinn- ar til húsa auk þess sem forseti borgarstjórnar hafi þar skrifstofu- aðstöðu. „Menn telja að það sé óeðlilegt að fyrirtæki sé rekið í fríu húsnæði sem jafnframt er í samkeppni á markaði. Síðan hafa verið þarna leiklistarnámskeið sem fólk greiðir sig inn á. Það er náttúrulega ekki nógu gott þegar um er að ræða bein- an rekstur og tekjuöflun einstak- linga,“ segir Ámi Sigfússon. „Það hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að önnur starf- semi sé þarna en samið hefur verið um og fram fer á vegum Upplýsinga- hóps lausráðinna leikhúslista- manna. Þaö er sjálfsagt að setja spurningar við starfsemi eins og leiklistarstúdíó á vegum einkaaðila, sem selt er inn á, en eðlilegt virðist að lita svo á að Menningarhandbók- in gagnist listamönnum. Ég held að borgin geri engar athugasemdir við útgáfu bókarinnar," segir Kristín Árnadóttir, aðstoðarmaður borgar- stjóra. Kristín segir að Upplýáingahópur lausráðinnaleikhúslistamanna hafi fengið húsnæðið í Morgunblaðshús- inu frítt til afnota. Skilgreint sé í samningum við borgina að nota megi nota húsnæðið til leiklistar- starfsemi, æfinga, leiksmiðjuvinnu, fundahalda, námskeiðahalds og undir skrifstofuaðstöðu. Kristín seg- ir að húsnæðið hafi að mestu staðið autt frá því borgin keypti það og því ekki nýst borginni neitt. -GHS & SUZUKISWIFT Med aflmikilli 1,3 l vél Verð 3ja dyra kr. 940.000 - 5 dyra kr. 980.000 Innifalið í verði m.a. ÖRYGGISLOFTPÚÐI í STÝRI - Upphituðframsœti - Rafstýrðir speglar Samlœsing (5 d.)- Dagsljós - Skolsprautur fyrir framljós - Snúningshraðamœlir Rafstýrð hæðarstilling á framljósum - Styrktarhitar í hurðum Stokkur milli framsœta með glasahaldara - Hemlaljós í afturglugga, o.fl.ofl. Suzuki - Afl og öryggi $ SUZUKI .. //// --------- SUZUKI BILAR HF SKEIFAN 17 - SÍMI: 568 5100 MARSEILLE 47.170 kr. ROME 51.000 kr. MADRID 49.070 kr. KEFLAVIK HANOVER 43.800 kr AMSTERDAM f Frá 3. jum til 30. september VARSJA 49.500 kr. 1996 verbum vib meb tvö flug 1 viku milli Keflavíkur og Amsterdam. Lægsta verb á markabnum, 24.870 kr. á mann Pantib tímalega. BRUSSEL 35.010 kr. VINARBORG 47.730 kr. FRANKFURT 37.760 kr. PARIS 36.140 kr. BUDAPEST 37.870 kr. Transovia Tenaiflua um AMSTERDAM MILANO 52.970 kr Einnig bjóbum vib tengiflug fra Amsterdam til ýmissa borga víba um heim. Öll uppgefín verb mibast vib flug frá Keflavík. ISTRAVEL Gnoðarvogi 44, simi 568 6255 FAX: 568 8518. Skattar eru ekki innifaldir en flugverðin eru miðuð við gengi í dag og breytast við gengisbreytingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.