Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 20
32 MÁNUDAGUR 11. MARS 1996 Fréttir________________________________________________________________________________x>v Deila ÁTVR og Heildverslunar Karls K. Karlssonar um kamparíið: Ætla að hækka verðið og hirða mismuninn - segir forstjóri ÁTVR. - Undarlegt þegar ÁTVR talar um einokun, segir framkvæmastjóri heildverslunarinnar „Mér finnst skjóta nokkuð skökku við þegar forstjóri ÁTVR sakar mig um einokunartilburði," segir Ingvar J. Karlsson, fram- kvæmdastjóri Heildverslunar Karls K. Karlssonar. „Við erum að selja kamparí en ekki alkóhólprósentur og i allri Norður-Evrópu er kamparí 21% og hefur verið það í fjölmörg ár, m.a. í frihöfninni á Keilavíkur- flugvelli. Það sem er að gerast er að nú verður kamparí eins á íslandi og það er annars staðar í álfunni," seg- ir Ingvar. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, hefur sakað Heildverslun Karls K. Karlssonar um að ætla í skjóli söluumboðs fyrir kamparí að þvinga fram hærra verð fyrir aðra vöru en það kamparí sem hingað til hefur fengist hjá ÁTVR. Ingvar vís- ar því á bug og segir að fyrirtæki hans hafi gefið ÁTVR bréflega upp það verð sem standi til boða hjá framleiðanda þessa stundina. Ekk- ert svar hafi hins vegar borist frá ÁTVR. Einustu viðbrögðin sem hann hafl orðið var við séu þau að forstjóri ÁTVR kemur fram í sjón- varpi og hótar að kæra heildverslun Karls K. Karlssonar fyrir einokun- artilburði. „Ég hef vanist því hingað til að sé væntanlegur kaupandi óánægður með skilmálana eða vör- una leiti hann samninga og fái bréf til baka þar sem farið er fram á breytingar og yfirleitt finnst grund- völlur sem menn mætast á,“ segir Ingvar. Framleiðslukostnaður á iamparíi og áfengi yflrleitt fer að sögn hans ekki eftir því hversu vín- andamagnið er mikið. Þar vega aðr- ir þættir þyngra. „Okkur er það ekkert sérstakt kappsmál að selja hátt vínandamagn enda ekki sér- staklega að stuðla að fylliríi. Ég hef spurt framleiðandann sérstaklega um bragðgæðin eftir breytinguna og þau verða nákvæmlega þau sömu,“ segir Ingvar. „Við báðum framleiðanda kamparís um sömu vöru og við höf- um keypt árum saman, kamparí bitter, 25% að vínandamagni, sam- tals 2.400 flöskur sem afhendast áttu í janúar sl.,“ segir Höskuldur Jóns- son, forstjóri ÁTVR. Höskuldur seg- ir að framleiðandinn hafi með bréfi vísað þeim á að hafa samband við Heildverslun Karls K. Karlssonar, umboðsaðila kamparí. Síðan hafi komið verðtilboð upp á tiltekið lág- marksmagn, mun meira en það sem ÁTVR pantaði, eða 3.600 flöskur, verðið hærra og vínandamagnið minna eða 21% í stað 25%. „Verð- hækkunin á í raun og veru þau rök ein að eðlilegt hefði verið að borga í tolli vínandaskatt af 25% sterku áfengi. Þegar vínandaprósentan lækkar í 21 þá virðist svo vera að heildsalinn ætli að stinga þessu í sinn vasa sem hækkun á álagningu til okkar," segir Höskuldur Jónsson. „Ég sé ekki hvernig Höskuldur Jónsson ætlar að fara að stjórna áfengisframleiðslu og vínanda- magni um alla Evrvópu. Auðvitað hlýtur framleiðandinn að hafa um það að segja hvernig hann vill bjóða vöruna fram og hér er um það að ræða,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs. Vilhjálmur sagði um hugsanlega kæru forstjóra ÁTVR til Samkeppn- isstofnunar að hann fagnaði því sér- staklega ef af því yrði. „Menn myndu líka fagna því mjög ef Hösk- uldur bæði Samkeppnisráð að álykta um hvort einkasala með áfengi samræmdist yfirleitt sam- keppnislögum." -SÁ Framadagar Háskóla íslands: Nemendum boð- inn aðgangur að gagnasafni DV DV er eitt 40 fyrirtækja sem voru aðilar að Framadögum, Atvinnulífs- dögum Háskóla íslands sem haldnir voru dagana 5.-7. mars í Þjóðarbók- hlöðunni. Fyrirtækin 40 kynntu starfsemi sína fyrir nemendum á Framadögum. Þær uýjungar sem teknar hafa verið upp á blaðinu að undanfórnu, svo sem Tilverusíður blaðsins, tippfréttir og breytingar á Helgarblaði, voru kynntar sérstak- lega. Auk þess að kynna starfsemi fjöl- miðilsins DV var nemendum boð- inn aðgangur að gagnasafni DV á Internetinu í samstarfi við Skýrr. Gagnasafn DV verður á næstunni sett upp í Upplýsingaheimum Skýrr og verður þá hægt að leita í efni DV síðustu 8 ár á Internetinu. Fjölmargir komu í Þjóðarbók- hlöðuna til að kynna sér starfsemi fyrirtækjanna á sýningunni, en þetta er annað árið í röð sem Framadagar eru haldnir í Háskólan- um. -ÍS Nemendum var boðinn aðgangur að gagnasafni DV á Internetinu í samstarfi við Skýrr á Framadögum í Háskóla ís- lands. Á myndinni er Jenný Davíðsdóttir, tölvustjóri DV, að kynna áhugasömum nemendum starfsemi blaðsins. DV-mynd BG Friðun hrygningarþorsks „ Páskastoppið hefst 14. Samkvæmt fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu veröa allar fiskveiðar bannaðar á stóru svæði fyrir Suður- og Vest- urlandi frá kl. 22 sunnudaginn 14. apríl til kl. 10 árdegis mánudaginn 29. apríl. Þetta er sama bannsvæði og sett var um páskana á síðasta ári. Á ofannefndu tímabili eru allar veiðar bannaðar innan þriggja sjó- mílna frá fjörumarki meginlands- ins fyrir Norður- og Austurlandi frá Horni austur um að Stokks- nesi. Sérstök athygli er vakin á að heimilt er að stunda allar veiðar, þar með taldar netaveiðar, utan bannsvæðanna. Þeim sem hafa leyfi til grá- sleppu-, innfiarðarækju-, hörpu- disks- og ígulkeraveiða er þó heimilt að stunda þær veiðar inn- an bannsvæðanna. -SÁ Hin gífurlega eyðilegging vegna snjóflóðsins sem féll á Flateyri í október sl. er smám saman að koma í Ijós. Snjó- laust er að telja fyrir vestan og því hefur fólk haft tækifæri til að leita í rústunum. Hreinsunarstarf fer þó ekki í gang af krafti fyrr en í sumar. Hér má sjá raðhús við Hjallaveg sem fóru mjög illa í flóðinu. Af sex íbúðum gjöreyðilögðust fimm þeirra eins og sjá má á myndinni. .DV-mynd rt Tvær kannanir í Hafnarfirði: Síendurtekin brot við sölu á tóbaki til unglinga Gerðar voru tvær kannanir um sölu á tóbaki til unglinga yngri en 16 ára og var útkoman vægast sagt léleg. Dæmigerður 14 ára unglingur fór 12. janúar sl. og 1. mars í fylgd með starfsmönnum félagsmiðstöðvarinn- ar Vitans á alla þá staði er selja tó- bak í Hafnarfirði í þeim tilgangi að freista þess að kaupa tóbak. Starfs- menn fylgdust með álengdar og urðu vitni að viðskiptunum. Niður- stöður voru geysileg vonbrigði. Af 29 sölustöðum í janúarkönnun voru aðeins þrír sem virtu tóbaksvarnar- lög sem banna sölu á tóbaki til ung- linga yngri en 16 ára eða 89,7%. í könnun 1. mars varð útkoman öllu verri. Einungis 2 af 30 sölustöðum neituðu sölu eða um 94%. Þeir sem ekki seldu í síðustu könnun seldu því miður núna. Með öðrum orðum þá hafa allir sölustaðir í Hafnarfirði virt að vettugi sölubannið. Kafé Oskar í Miðbæ var annar af þeim aðilum sem ekki seldi en þess ber að geta að sá staður var ekki starfandi þegar fyrri könnunin var gerð. Söluturninn Björk, Strandgötu 11, var hinn staðurinn sem ekki seldi að þessu sinni. Þessar niður- stöður sýna okkur því að sölubann á tóbaki til yngri en 16 ára er nán- ast algerlega virt að vettugi. Tilgangur Æskulýðs- og tóm- stundaráðs Hafnarfiarðar var ekki annar en að benda á með sannanleg- um hætti hve ástandið væri bágbor- ið. -HB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.