Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 11. MARS 1996 13 Menning Úr verkinu Hjartsláttur eftir Láru Stefánsdóttur. Jóhann F. Björgvinsson og Sigrún Guðmundsdóttir í hlutverkum sínum. Dans- þrengingar Margháttaöur vandi, aðallega rekstrarlegs eölis, steðjar nú að íslenska dansflokknum rétt eina ferðina og ekki útséð um það hvernig starfsemi hans verður háttað í náinni framtíð. En allt er betra en að láta dansinn dvína, jafnvel að dansa á sviði íslensku óperunnar, annars gleymir al- menningur því hæfileikafólki sem berst nú fyrir tilveru sinni og dans- menntar á íslandi. Danssýning flokksins, Þrenning, í íslensku óperunni, er óneitanlega ekki sami viðburður og sýningin þar á undan. Þar er ekki um að kenna dönsurunum, sem sýna af sér aðdáunarverða fagmennsku við erfiðar að- stæður. Sérstaklega staðfesta yngri dansararnir, Sigrún Guðmundsdótt- ir, Júlía Gold og piltamir tveir, Guðmundur Helgason og Jóhann Freyr Björgvinsson, að afbragðsgóð frammistaða þeirra í Borgarleikhúsinu í fyrra var hreint engin tilviljun. Það sem slær á áhrifamátt sýningarinnar í heild sinni eru áðurnefnd- ar aðstæður. Það er hræðilega þröngt um dansarana á sviði óperunnar og auðséð að í sumum atriðum ---------------- þurfa dansararnir ýmist að dansa »\„|lg þétt eða krækja hver fram hjá öðr- W3I1S um til að lenda ekki utan í sviðs- ---------- iSC srr jSXHS AJalsteinn Ingólfsson þess sem hann „teiknar sig“ ekki nógu vel gegnt baktjöldum. Þetta kom helst niður á Tilbrigðum, dans- verki Davids Greenall, sem er stærra í sér en flutningur þess gaf til kynna. Síðan má ef til vill segja að dagskráin hafi ekki verið nógu spenn- andi. Af mönnum eftir Hlíf Svavarsdóttur er óneitanlega þekkt stærð og Lára Stefánsdóttir hefur ekki enn markað sér sterkan prófíl sem dansa- höfundur. Fágun og sérviska En það sem hélt þessu danskvöldi uppi voru tvímælalaust áðurnefnd Tilbrigði Davids Greenalls. Af blaðafregnum skildist mér að í fyrstu hafi höfundur ætlað sér að gera danstilbrigði við eyðni - maður sá fyrir sér „dans rauðu og hvítu blóðkornanna" - en sem betur fer þróaðist verkið í átt til afstrakt hugleiðinga, m.a. um innri og ytri birtu. Tónlistin er eft- ir breska barokktónskáldið William Boyce og endurspeglar dansinn tals- vert af fágaðri taktfestu hennar, en um leið er í henni últramóderne spenna og óþreyja, sem eru kannski það eina sem eftir er af upprunaleg- um eyðnipælingum höfundar. í sýningarskrá getur Greenall um aðdáun sína á bandaríska dansahöfundinum Paul Taylor, sem hefur einmitt tek- ist að fara bil beggja milli klassíska dansins og nútímalegra tilrauna. Dansverk Greenalls er flókið verk og ugglaust erfitt í framkvæmd; þarfnast einhverrar flnpússningar, (skiptingar inn og út af sviði ganga ekki fullkomlega upp), en í heildina er það glæsilegt. Ég er ekki viss um að Af mönnum, verk Hlífar, hafi elst sérstaklega vel. Það er með það eins og meðfylgjandi tónlist Þorkels Sigurbjörnsson- ar; alvöru og markverð uppáfinningasemi snýst helst til oft upp í hreina og kiára sérvisku. Nýju verki Láru, Hjartslætti, var vel fagnað á frum- sýningarkvöldi, enda er í því mikill daldrandi og hressileg tónlist með rokk/nýaldarsniði. En það hreif mig ekki; ég skynjaði ekki sterk höf- undareinkenni í því, miklu frekar samsafn óskyldra þátta úr ýmsum átt- um sem ekki ná að mynda heildrænan dans-skáldskap. íslenski dansflokkurinn: Þrenning, ballettkvöld í íslensku óperunni Dansverk eftir David Greenall, Hlíf Svavarsdóttur og Láru Stefánsdóttur Frumsýning 8. mars. Of stíft -taktu eftir því hvemig hryggjarsúlan beygist. Of mjúkt - hryggurinn svignar eins og bogi. Réttur stuðningur -dýnan gefur eftir við axlir og mjaðmir. aM iiwrJflD flátía sér Mffiai ite þegar það er svo auðvelt að sofa vel og þægilega. Hér í Húsgagnahöllinni er stærsta dýnu og rúmadeild landsins með íslenskar, danskar, þýskar, sænskar og amerískar dýnur. Margra ára reynsla okkar og sérþjálfað starfsfólk sér til þess að þú munt finna þá einu réttu fyrir þig. Eyddu ekki of mörgum árum í vanlíðan og slæman svefn þegar þú þarft þess ekki. Hvernig væri nú að líta til okkar strax í dag ? Hugsaðu vel um hrygginn þinn -það margborgar sig. HÚSGAGNAHÖLLIN Bildshölöl 20-112 Rvik • S:587 1199 ...er lcosflurinn fyrir þá sem vilja mikið fyrir lítið! 28" LITASJONVARP Kolster litasjónvarp með Black Line myndlampa, fjarstýringu, 2x20 W Nicam Stereo með Surround hát. tengimögul., aðgerðir á skjá, textavarp með ísl. stöfum, 2x Scart tengi, Pal möttaka. ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS 6#.9ðO STGR. ^áNHmtPSMDSIÖHN SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI568 9090 • OPIÐ LAUGARDAGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.