Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 10
MÁNUDAGUR 11. MARS 1996 I yn __• ■ Skemmtileg umfjöllun á mánudögum! OCT Bílar r t ■: 'é . ap í DV-bílum erfjallaö um allt sem viökemur bílum á fróölegan og skemmtilegan hátt. H53 íþróttir í DV-íþróttum eru ferskar frásagnir af íþróttaviðburðum helgarinnar. FiX3 - fjölbreytt útgáfa alla dagafyrir þig! Hver á að fara með þér til A, ^aupmðn/íaha^ í tilefni af 50 ára afmæli MHSAÍSbjóða logJSr/MTþér í skemmtilegan leik með góðum verðlaunum. Svaraðu þremur léttum spurningum og sendu til DV og þú ræður hverjum þú býður með þér til Kaupmannahafnar. Glæsileg verðlaun eru í boði; Tveir þátttakendur fá flugferð fyrir tvo með SAS til Kaupmannahafnar. Verðmæti hvors vinnings er 72.200 Nterktu ufg rétt sv'ÓX' Hvar er Kaupmannahöfn höfuðborg: 2. I iDanmörku i_________1 Pýskalandi I Isvíþjóð Merktu við þekktan skemmtigarð í Kaupmannahöfn L ÍEuro-Disney CUseaworld I_I Tívolf Hvaða afmæli heldur SAS upp á í ár? □ 50 ára 1_)25 ára □ 75 ára 3. Sendandi:____ Heimilisfang:_ Sveitarfélag:_ Sími: Sendu svörin til DV, Þverholti II, 105 Reykjavík, merkt FERÐAGETRAUN, fyrir föstudaginn 15. mars. Tilkynnt verður um vinningshafa í blaðauka um ferðir laugardaginn 23. mars ViLTU FREKAR ? Pú getur sparað þér sporin og tekið þátt í leiknum með því að hringja í síma 904 1750 og svara spurningunum hér að ofan. Þú hringir, svarar spurningunum með tökkunum á símanum, lest inn nafn, ♦ heimilisfang og síma og ert þar með komin(n) í vinningspottinn. Einfalt og þægilegt. Verð 39 og 90 mínútan. 904 1750 mists Fréttir Hagnaður Anda kilsárvirkjunar 21 millión DV, Akranesi: Arsreikningur Andakílsárvirkj- unar fyrir árið 1995 hefur verið lagður fram og kemur þar fram að tekjur virkjunarinnar á síðasta ári voru 144 milljónir króna. Rekstrar- gjöld með afskriftum án fjármagns- tekna var um 123 milljónir og hagn- aður því 21 milljón króna. Virkjunin er skuldlaus og eiga Akumesingar í dag um 65% hlut í henni. Þeir hafa boðið hreppum í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu að kaupa hlut þeirra. Það er því ljóst að ef Skagamenn eignast virkjun- ina, sem er líklegt, taka þeir við góðu búi. Að undanfomu hafa farið fram viðræður milli Andakílsárvirkjunar og RARIK um raforkuviðskipti milli þessara aðila. Að sögn Gísla Gísla- sonar bæjarstjóra, sem tók þátt í viðræðunum fyrir Akurnesinga, hefur verið í gangi munnlegt sam- komulag milli þessara aðila. Nauð- synlegt er að koma þessum samn- ingi á pappír um leið og ýmsir þætt- ir em skoðaðir svo sem um afhend- ingarstað orkunnar og hvernig best er að leiða rafmagn niður á Akra- nes. -DÓ Grundarfjörður: Nýr Farsæll Nýr Farsæll kom til Grundarfjarðar 1. mars síðastliðinn og er hann áttundi Farsællinn í eigu sömu útgerðar, Farsæls hf. Sá fyrsti kom fyrir 50 árum í febrúar 1946 og var 22 tonn. Þessi er 178 tonn og var smíðaður árið 1983 og hét Klængur áöur en hann varð Farsæll. Skipstjóri er Sigurjón Halldórsson. DV-mynd ITP Atvinnuleysi í Skagafirði: Tæplega tveir þriðju úr sveitunum :DV, Sauðárkróki: :Um síðustu mánaðamót var 121 á atvinnuleysisskrá í Skagafirði og er atvinnuleysið að stórum hluta í sveitahreppum héraðsins. Á Sauð- árkróki voru 52 skráðir atvinnu- lausir eöa um 37% en atvinnuleysi minnkaði þó í febrúar. Þá fóru 30 af skránni en 14 nýir komu inn. Milli sveitarfélaga skiptist at- vinnuleysið þannig: Lýtingsstaða- hreppur 22, Hofshreppur 14, Seylu- hreppur 11, Fljótahreppur 11 og samtals í öðrum hreppum héraðsins 13. „Ég hygg að ef ég eða einhver annar hefði sagt fyrir 10-12 árum að skráð atvinnuleysi og greiddar at- vinnuleysisbætur dreifðust um allt héraðið en væri ekki bundið við Sauðárkrók þá hefðu ekki margir tekið undir það. Mörgum hefði þótt það hrein fjarstæða en ástæða þess- arar þróunar er nokkuð ljós, sam- dráttur í sauðfjárbúskap og ýmsar búháttabreytingar til sveita eiga þama stóran hlut að máli. Fleira kemur þó til,“ sagði Jón Karlsson, formaður Verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki. -ÞÁ Grindavík: Saltfisksveisla á sjómannadaginn DV, Suðurnesjum: „Það er ráðgert að halda hér mikla saltfisksveislu kringum sjó- mannadaginn. Þetta verður þjóðhá- tíð okkar Grindvíkinga. Við höfum verið mjög duglegir við að halda úti menningarlegum samkomum á sjó- mannadaginn og munum halda því áfram með sömu reisn,“ sagði Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri í Grindavík, við fréttamann DV. Bæjarstjórn Grindavíkur hefur skipað sérstaka nefnd til aö sjá um dagskrána kringum sjómannadag- inn og einnig munu félagasamtök i bænum koma nærri málum. Gert er ráð fyrir mikilli hátíð með tónleik- um, skammtanahaldi og saltfisks- veislum í veitingahúsunum eins og Grindvíkingum einum er lagið. „Það verður líklega framinn seið- ur hér en það er verið að móta hug- myndir. Hér er duglegt fólk og því dettur ýmislegt skemmtilegt í hug. Ég á von á að Grindvíkingar og ýmsir aðrir komi á hátíðina," sagði Jón Gunnar. -ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.