Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 11. MARS 1996
Tekur hver skák of langan tíma?
Fimm mín-
útna skák
„Kvöldið er ónýtt. Við hefður
getað lokið þessari skák á fimm
mínútum en þess í stað tók hún
fjóra klukkutíma."-
David Bronstein, á Reykjavíkur-
skákmótinu, í Alþýðublaðinu.
Stunda betl og nærast
á snöpum
„Þau standa ekki á eigin fót-
um fjárhagslega en stunda betl
og nærast á snöpum og styrkjum
og eru í raun klíka örfárra öfga-
fullra kvista."
Sigurður Helgi Guðjónsson, um
Leigjendasamtökin, í DV.
Ummæli
Leggja karlkynið í einelti
„Svokölluð kvennafræði hafa
aðeins eitt markmið: karlmenn.
Ekki svo að skilja að kvenna-
listakonur gangi á eftir karlpen-
ingi með grasið í skónum heldur
leggja þær karlkynið í einelti.“
Asgeir Hannes, í Tímanum.
Samkynhneigð er fíkn
„Samkynhneigð er í raun og
veru það þegar fólk hefur ekki
tök á lífinu og tilfinningum sín-
um. Þetta er óregla í tilfmning-
um, miklu fremur skyld flkn en
mannréttindum."
Snorri Óskarsson safnaðarhirðir,
í Tímanum.
Er svínarækt
eins og brauðgerð?
„Það er alveg út í hött og ég
kalla það atvinnuróg að líkja ali-
fuglarækt og svínarækt við
brauðgerð.“
Kristinn Gylfi Jónsson, form.
Svínaræktarfél. Islands, í Morg-
unblaðinu.
Smásjár eru nauðsynlegar vís-
indamönnum.
Öflugar smásjár
Skannasmásjá sú sem hönnuð
var i rannsóknarstöð IBM í
Zúrich getur stækkað 100 milljón
sinnum og greint allt niður í
einn hundraðasta af þvermáli
frumeindar (3xl0á10 m). Með
jónasmásjárrannsóknum hefur
tekist að smíða kannabrodda á
Blessuð veröldin
skannasmásjár sem eru aðeins
ein frumeind - þrjú síðustu
endalög kannans eru smæsti
píramídi búinn til af mannavöld-
um - í þeim eru 7,3 og 1 frum-
eind. Árið 1986 tókst AT&T
Laboratories í New Jersey að
flytja eina éinustu frumeind
(sennilega germanium) af tungst-
en-broddi skannasmásjár yfir á
germaniumflöt.
Hljóðasti staður
„Dauða herbergið í rannsókn-
arstofu Bell Telephone í New
Jersey er 10,7x8 fermetrar. Það
er bergmálslausasta herbergi í
heimi. Það gleypir 99,98% þess
hljóðs sem á veggina fellur.
Hvöss sunnanátt
1 dag verður hvöss sunnanátt
ríkjandi um allt land og fremur
hlýtt, með rigningu sunnanlands
framan af morgni, en gengur síðan í
hvassa suðvestanátt með éljagangi
um landið sunnan- og vestanvert,
Veðrið í dag
jafnvel stormur í éljum. Norðaust-
anlands léttir til síðdegis. Veður fer
smám saman kólnandi og þegar líð-
ur á daginn verður hiti kominn nið-
ur í frostmark vestanlands.
Hiti verður á bilinu 1-7 stig, hlýj-
ast austanlands.
Sólarlag í Reykjavík: 19.18.
Sólarupprás á morgun: 07.56.
Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.41
Árdegisflóð á morgun: 11.11.
Heimild: Almanak Háskólans.
1°
* *
vdP V'/ 3°
io
> t
2°
* * m
6
V
*
v v.
V
Veðrið kl. 12 í dag
og hlýtt
Veðrið kl. 12 í gær:
Akureyri
Akurnes
Bergsstaöir
Bolungarvík
Egilsstaöir
Keflavíkurflugv.
Kirkjubkl.
Raufarhöfn
Reykjavík
Stórhöföi
Helsinki
Kaupmannah.
Ósló
Stokkhólmur
Þórshöfn
Amsterdam
Barcelona
Chicago
Frankfurt
Glasgow
Hamborg
London
Los Angeles
Lúxemborg
París
Róm
Mallorca
New York
Nice
Nuuk
Orlando
Vín
Washington
Winnipeg
skýjaö 8
rigning 6
skúr á síð.klst. 5
haglél 1
rigning og súld 6
slydda 1
rigning 6
hálfskýjað 5
rigning og súld 3
súld á síð.klst. 4
léttskýjaó 4
snjókoma 1
léttskýjaó 2
heióskírt 2
rigning 6
mistur 5
mistur 14
heiöskírt' -9
heiöskírt 6
mistur 6
heiðskírt 3
mistur 9
heióskírt 11
heiöskírt 5
heióskírt 8
rigning 11
skýjaó 15
heiðskírt -7
skýjað 12
alskýjaö -12
alskýjaö 7
mistur 0
heióskirt -7
heiöskírt -10
Sverrir Guðjónsson kontratenór:
Þar sem líf og dauði haldast í hendur
Sverrir Guðjónsson kontratenór
mun annað kvöld vera með tónlist-
argjörning í Borgarleikhúsinu. Er
gjörningurinn I tónleikaröð Leik-
félags Reykjavíkur á þriðjudögum.
Verður flutningurinn á litla svið-
inu. Á þessum tónlistargjörningi,
þar sem tónlist, hreyfing, hljóð-
mynd, lýsing og áheyrendur
mynda eina óijúfanlega heild frá
upphafi til enda, koma fleiri við
sögu, píanóleikari, slagverksleik-
ari og dansari.
Sverrir, sem er kontartenór og
hefur því sérstöðu meðal söngvara
hér á landi, byggir þessa tónleika
sína mjög myndrænt upp og í ná-
lægð við áhorfendur. Hafa þeir yf-
Maður dagsins
irskriftina Söngur dauðans - graf-
skrift: „Þetta eru yfirleitt verk
sem hafa verið samin við rödd
mína og eru þau öll íslensk og eru
flutt á þann hátt að þau mynda
eina heOd. Ég mun byrja á að
syngja þjóðvísuna um Sæmund
Klemensson og síðan kemur verk
eftir Oliver Kentish, ljóðaflokkur
um dauðann. Ég hef reynt að setja
Sverrir Guðjónsson.
tónlistargjörninginn upp á mynd-
rænan hátt. Þeir sem taka þátt í
þessu með mér eru Steinunn
Birna Ragnarsdóttir, sem leikur
undir á píanó, slagverksleikarinn
Ludvig K. Forberg, sem kemur
fram í einu verkinu, en í því verki
leik ég einnig á slagverk, og David
Greenall dansari sem sýnir hreyf-
ingar í einu verki.“
Sverrir sagði aðspurður að
hann hefði ekki verið með slíkan
tónlistargjörning áður: „Þetta hef-
ur þó lengi verið að brjótast í mér
og má segja að ég sé búinn að und-
irbúa þetta lengi. Temað Söngur
dauðans - grafskrift vísar til þess
sem fjallað er um. Dauðinn er í að-
alhlutverki, ekki sem neikvætt afl
heldur sem hluti af heild þar sem
líf og dauði haldast í hendur.“
Sverrir sagði að fram undan
væri hjá honum ferð til Bretlands
með sönghópnum Voices Thules:
„Þá er líklegt að ég taki þátt í óp-
eruuppsetningu í Kaupmannahöfn
í sumar og það sem er sérstakt við
þessa óperu, sem sett er upp sam-
eiginlega af Norðurlandaþjóðum,
er að hún verður sýnd I skipakví.
Þetta er mjög spennandi verkefni
og ef af verður fer ég í þriggja
mánaða víking.“
Sverrir Guðjónsson hefur verið
virkur í að flytja fyrri alda tónlist
auk þess sem hann hefur frumflutt
mörg verk. Eiginkona Sverris er
Elín Edda Árnadóttir og eiga þau
tvo syni. Elín Edda er leikmynda-
teiknari og vinna hún og Sverrir
mikið saman og hefur hún hannað
útlit á tónlistagjörningnum annað
kvöld. -HK
Það er hart barist í úrslitakeppn-
inni i handbolta og er leikið á
hverju kvöldi í víkunni ef með
þarf.
Úrslita-
keppnin í
handbolta
Úrslitakeppnin í handbolta
hófst í gær með viðureign KA
gegn Selfoss á Aklureyri og í
Hafnarfirði var slagur Hafnar-
fjarðarliðanna Hauka og FH. í
kvöld verða tveir leikir. Valur
sem var í öðru sæti i deildinni
leikur á heimavelli gegn Gróttu
og verða Valsmenn að teljast
mun sigurstranglegri, en Grótta
er þó það lið sem hefur komið
mest á óvart í vetur. í Garðabæ
leika svo Stjarnan gegn Aftureld-
ingu . Verður það örugglega tví-
sýn viðureign. Einn leikur er í
úrslitakeppninni í 2. deild, UBK
leikur gegn Fylki. Allir þessir
leikir hefjast kl. 20.00.
í körfuboltanum verður í
kvöld þriðja viðureign ef úrslit
liggja ekki fyrir eftir tvo leiki.
Bridge
í sumum tilfellum, þegar spiluð
er sveitakeppni, er barist hart um
samninginn, en þegar tölurnar eru
bornar saman, virðist litlu máli
skipta hverning niðurstaðan var á
öðru borðinu. Tökum hér eitt dæmi
úr síðustu Vanderbilt-sveitakeppn-
inni í Bandaríkjunum. Hinir þekktu
spilarar, Larry Cohen og David
Berkowitz sögðu sig upp í 5 lauf á
NS spilin, sem áttu góða möguleika
á að standa. Þeir fengu hins vegar á
sig erfiða vörn, suður gjafari og all-
ir á hættu:
* 8754
*Á
4. K4
* D97642
4 ÁD1096
1053
♦ 1086
* K10
4 G3
* KD6
* ÁD972
* ÁG3
Suður Vestur Norður Austur
14 pass 24 2*
34 pass 34 pass
3» 54 pass p/h 44 pass
Spilarinn í vestur spilaði út
spaðakóng í lit félaga síns og síðan
meiri spaða. Austur tók annan slag-
inn á spaðadrottningu og spilaði
síðan spaðaás í þriðja slag. Larry
Cohen sá þá að eini möguleikinn til
þess að standa spilið, væri að
trompa með laufgosa og vonast til
þess að austur ætti kónginn blank-
an í laufinu. En þriðji spaðinn var
banvænn fyrir sagnhafa og vörnin
fékk einn slag til viðbótar á tromp.
Laufátta vesturs var mjög mikU-
vægt spil! Cohen og Berkowitz
höfðu að sjálfsögðu áhyggjur yfir
því að hafa ekki staðið spilið, en
þegar að samanburðinum kom, þá
skipti litlu máli hvort spilið stóð
eða ekki. Samningurinn var 5 lauf
vedobluð á norðurhendina á hinu
borðinu og austur fann eðlilega ekki
útspilið í spaða. Með hjálp svíning-
arinnar í trompi, fékk sagnhafi alla
slagina! og þáði fyrir það 1800 stig.
Cohen og Berkowitz töpuðu því 18
impum á spUinu, en hefðu tapað 15
impum ef spilið hefði staðið.
ísak Örn Sigurðsson
# K2
4» G98742
4- G53
4 85
1466