Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 11. MARS 1996 Menning Leikhús Islandsklukkan - saga Snæfríöar € Sigrún Edda Björnsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson verkum sínum í Hinu Ijósa mani. Leikgerðir eftir sög- um Halldórs Laxness eru orðnar margar - sem betur fer. Orðgnótt hans og fádæma skemmtilegar persónu- lýsingar sóma sér eink- ar vel á sviði og skáld- sögurnar, þótt ólikar séu, bera ævinlega í sér kjama sem góðir lista- menn hafa svo oft náð að miðla á ógleyman- legan hátt í lifandi flutningi. í Borgarleikhúsinu ganga persónurnar úr íslandsklukkunni nú í endumýjun lífdaga í leikgerð Bríetar Héð- insdóttur. Hún nefnir verkið Hið ljósa man enda er megináherslan á persónu og sögu Snæfríðar, þeirrar sem ekki að ástæðulausu er nefnd íslandssól í skáldverkinu. Sú leikgerð sögunnar sem oftast hefur sést á sviði og Halldór samdi sjálfur fyrir opnun Þjóðleikhússins 1950 spannar verkið í nokkuð réttri tímaröð. Bríet breytir áherslum og sjónarhomi í þeim tilgangi að laða fram stórbrotinn persónifleika Snæfríðar og dramatísk örlög hennar. En engu að síður sýnir hún frá- sögninni fúllan trúnað og sagan er þarna til staðar með öllu sínu mann- lífi, persónuflúri og sagnfræðilegum bakgmnni. Að sjálfsögðu er af miklu að taka og erfítt að velja og hafna öllum þeim freistandi atriðum sem gætu átt heima í sýningunni undir þessum formerkjum. Þetta reynist að vissu leyti fótakefli; sýningin dregst óþarf- lega á langinn og spuming hvort ekki hefði verið til bóta að þétta og stytta sum atriði, jafnvel fella alveg út. Vandi þess sem ræðst í það að semja leikgerð af þessu tagi er hins vegar augljós því að gullkornin era á hverri síðu. Bríet byrjar frásögnina þegar Snæfríður situr heima í Bræðratungu, eiginkona jungkærans sem bú- inn er að drekka frá sér vit og ráð og allar eignir líka. Þegar hún á árum áður sá að sér mundi ekki auðnast að deila kjörum með Áma Ámasyni, eða assessor Arnasi Amæusi eins og hann kallaði sig, sagði hún eins og frægt er að heldur vildi hún eiga þann versta en þann næstbesta og gekk að eiga hinn auðnulausa Magnús. Fyrri atburðir eru sýndir í endurliti með stuttum innskotum sem varpa ljósi á það sem á undan er geng- ið. Þessi atriði vora einkar vel sviðsett og höfðu yflr sér einhvern loftkenndan blæ eins og þau væru sótt beint í hugskot persónanna. Þar hjálpuðust að góð leikstjórn Bríetar, vel unnin lýsing og leikmynd Stigs Steinþórssonar sem ég var ágætlega sátt við. Pálína Jónsdóttir lék Snæfríði unga í þessum atrið- um og hefur til þess ágætt útlit en raddbeitingin var ekki nógu góð. Sjálf leikgerðin varpar kastljósi á Snæfríði, stækkar hana og setur hana á stall með mestu kvenhetjum heimsbókmenntanna. Eins og í grískum harmleik virka pólitísk togstreita og landsmálabarátta sterkt inn í lífshlaup hennar sem ■ Leiklist Auður Eydal VERSLUNARMANNAFELAG HAFNARFJARÐAR Aðalfundur Verslunarmannafélags Hafnarfjarðar verður haldinn í húsnæði félagsins, Lækjargötu 34-D, þann 14. mars nk. kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN Aukavinningar í „Happ í Hendi" og annarra persona sögunnar og skapa beisk örlög fyrir utan þann stakk sem hún sníður sér sjálf. I aðalhlutverkinu sýnir Sigrún Edda Björnsdóttir djúp- stæðan skilning á margbrotinni per- sónu Snæfríðar og hefur að mínu viti ekki gert betur í ann- an tíma. Túlkun hennar er kannski númer eitt hægt að lýsa sem mannlegri. Snæfríður syndir gegn straumi og er samtímafólki sínu að hlut- mörgu leyti ráðgáta. Hún er stórlynd og stolt og hefur kraft til aö rísa gegn valdinu þegar aðrir beygja sig. Það er líka spurning hvenær hennar persónulegu hagsmunir eða annarra eiga að víkja fyrir öðrum stærri. Sigrún leikur á marga strengi í hlutverkinu og tekst með hárfmum áherslum aö sýna og koma til skila öll- um þeim ofúrkrafti sem bærist hið innra með persónunni; krafti sem reynist hennar mesti styrkur og veikleiki í senn. í helstu hlutverkum öðrum era ________________ Krisfján Franklín Magnús, sem leik- ur Arnas Amæus og sýnir vonsvik- inn mann sem orðið hefur fyrir miklum áfollum í líf- inu. Eins og aðrir þarf hann að spyrja sig þeirrar spurningar hvort hann hafi valið rétt. Kristján leikur hlutverkið ágætlega á rólegum, yfirveguðum nótum þó að persónuna skorti kannski eilítið meiri sjarma. En hann er um leið sterk andstæða Magnúsar í Bræðratungu sem Þröstur Leó Gunnarsson leikur með tilþrifum. Túlkun hans á drykkjulátum Magnúsar í upphafi var öfgafengin en svo komst meira jarðsam- band á í persónusköpuninni. Vonbiðill Snæfríðar, Sigurður dómkirkjuprestur, er mjög veigamikil persóna í þessari leikgerð og inngrip hans í mörg atriði með þeim betri í sýningunni. Ég var ekki ails kostar sátt við túlkun Þorsteins Gunnars- sonar í fyrsta hluta verksins, fannst hann of ýktur í smeðjulegum undirlægjuhætti, en það átti eftir að breytast svo um munaði. Sigurður Karlsson leikur föður Snæfríðar, Eydalín lögmann, og gerir það af yfirvegaðri hófstillingu. Og svo er það hann Jón gamli Hreggviðsson, uppá- hald leikhúsgesta í gegnum árin. Hann hefur lítið breyst síðan hann sást fyrst á sviöi 1950 og Guðmund- ur Ólafsson túlkar hann með miklum ágætum. Margir aðrir leikarar koma við sögu og af þeim má nefna þær Margréti Jóhannsdóttur og Hönnu Maríu Karlsdóttur sem báðar leggja gott til mála. Eins og áður var sagt skapar Stígur Steinþórsson sýningunni umgjörð þar sem klettaveggir Almanna- gjár eru stflfærður bakgrannur allan tímann og bún- ingar Messíönu Tómasdóttur era vel hugsaðir í stíl tímans, reglulegt augnayndi, bæði í litavali og hönn- un. Skiptingar gengu hratt fyrir sig en sagan berst óhjákvæmilega víða og nauðsynlegt að skipuleggja slík atriði vel. í heildina er þarna vel og fagmann- lega að verki staðið, Jón Nordal leggur til frumsamda tónlist og leik- ur er góður, reyndar mjög sterkur þegar best lætur. Undirstaðan er þó rótgróin virðing fyrir viðfangsefninu og trúnaður við hið mikla stórvirki, íslands- klukkuna, þó að sjónarhornið sé að sumu leyti takmarkað við Snæfriði íslandssól. Leikféiag Reykjavíkur sýnir á stóra sviði Borgarleikhúss: Hið Ijósa man eftir íslandsklukku Halldórs Laxness í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir Tónlist: Jón Nordal Leikmynd: Stigur Steinþórsson Búningar: Messíana Tómasdóttir Lýsing: David Walters Fundir Bjarni Víðir Pálmason Laufvangi 1,220 Hafnarfirði Lilja Sverrisdóttir Auðnum, Öxnadal, 601 Akureyri Aukavinningar sem dregnir voru út í sjónvarpsþættinum „Happ í Hendi" síöastliðiö föstudags- kvöld komu í hlut eftirtaiinna aðila: Anna Margrét Helgaóttir Réttarseli 7,109 Reykjavík Auður Pálsdóttir Kirkjuteigi 29, 105 Reykjavík Unnur Sigurðardóttir Lameyrarbraut 10, 735 Eskifirði Kristin H. Einarsdóttir Hraunbæ 56,110 Reykjavík Sverrir Pálmarsson Unuhóll 1, 851 Hellu Hanna K. Másóttir Vanabyggð 1, 600 Akureyri Hrafnkell Stefánsson Mávahlíð 45, 105 Reykjavik Hunda Halldórsdóttir Irabakka 6,109 Reykjavik i Btrt meö fyrirvara um prtntvillur Vlnningshafar geta vitjað vinninga sinna hjá Happdrætti Háskóla Islands, 7]arnargötu 4, 101 Reykjavik og veröa þeir sendir tii viökomandi. Skafðu fyrst og horfðu svo Slysavarnadeildin Hraunprýði Hafnarfirði, heldur fund þriðjudags- kvöldið 12. mars kl. 20.00 (ath. breyttan tíma), mæting kl. 20 við hús félagsins að Hjallahrauni og far- ið með rútu um borð í björgunar- skipið Sæbjörgu. Kvenfélag Grensássóknar verður með fund í safnaðarheimil- inu mánudaginn 11. mars kl. 20. Upplestur o.fl. KafFiveitingar. Allar konur velkomnar. LEIKFELAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 ií STÓRA SVI6 KL. 20.00: HIÐ UÓSA MAN eftir íslandsklukku Halldórs Laxness í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir Tónlist: Jón Nordal Leikmynd: Stígur Steinþórsson Búningar: Messíana Tómasdóttir Lýsing: David Walters Leikendur: Ari Matthíasson, Árni Pétur Guðjónsson, Bryndís Petra Bragadóttir, Guðmundur E. Knudsen, Guðmundur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Jón Hjartarson, Kristján Franklín Magnús, Margrét Helga Hjartardóttir, Pálína Jónsdóttir, Pétur Einarsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Karlsson, Soffía Jakobsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Theodór Júlíusson, Valgerður Dan, Þorsteinn Gunnarsson, Þórey Sif Harðardóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. 2. sýn. fid. 14/3, grá kort gilda, fáein sæti laus, 3. sýn. sund. 17/3, rauð kort gilda, fáein sæti laus. ÍSLENSKA MAFÍAN eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Föd. 15/3, örfá sæti laus, lau. 23/3. Sýningum fer fækkandi. LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Sud. 17/3, fáein sæti laus, sud. 24/3. Sýningum fer fækkandi. STÓRA SVIð KL. 20: VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Laud. 16/3, örfá sæti iaus, fösL 22/3. Þú kaupir einn miða, færð tvo! Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavíkur: Leikhópurinn Bandamenn sýna á Litla sviði kl. 20.30: AMLÓÐA SAGA eftir Svein Einarsson og leikhópinn. Frumsýning iau. 16/3. Alheimsleikhúsið sýnir á Litla sviði kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín Agnarsdóttur. Mid. 13/3, uppselt, mid. 20/3, örfá sæti laus, föd. 22/3, uppselt, laud. 23/3, uppseit. Barflugurnar sýna á Leynibarnum kl. 20.30: BAR PAR eftir Jim Cartwright Föd. 15/3 kl. 23.00, uppselt, 40 sýn. laud. 16/3, uppselt, lau. 16/3 kl. 23.30, örfá sæti laus, föd. 22/3, fáein sæti laus, laud. 23/3 kl. 23.00. Tónleikaröð L.R. Á LITLA SVI6I KL. 20.30. Þrd. 12/3 Sverrir Guðjónsson, Steinunn Bima Ragnarsdóttir og Ludvig K. Forberg; Söngur dauðans - „grafskrift". Miðaverð 1.000 kr. Fyrlr börnin: Línu-bolir og Linupúsluspil. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntunum i síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. ÞJÓÐLEIKHÚSID STÓRA SVI6I6 KL. 20.00: TRÖLLAKIRKJA eftir Ólaf Gunnarsson í leikgerð Þórunnar Sigurðardóttur. 4. sýn. fid. 14/3, örfá sæti laus, 5. sýn. Id. 16/3, örfá sæti laus, 6. sýn. Id. 23/3, uppselt, 7. sýn. fid. 28/3, 8. sýn. sud. 31/3. PREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Föd. 15/3, uppselt, sud. 17/3, uppselt, fid. 21/3, föd. 22/3, föd. 29/3, Id. 30/3. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Mvd. 13/3 kl. 14.00, laud. 16/3, kl. 14.00, örfá sæti laus, sud. 17/3 kl. 14.00, uppselt, Id. 23/3 kl. 14.00, nokkur sæti laus, sud. 24/3 ki. 14.00, nokkur sæti laus, sud. 24/3 kl. 17.00, nokkur sæti laus. TONLEIKAR Paul Dissing og Benny Andersen Þrd. 12/3 kl. 21.00, uppselt. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30. KIRKJUGARÐSKLÚBBURINN eftir ívan Menchell Fid. 28/3, uppselt, sud, 31/3, uppselt. SMÍ6AVERKSTÆ6I6 KL. 20.00: LEIGJANDINN eftir Simon Burke Fid. 14/3, Id. 16/3, Id. 23/3, fid. 28/3, sud. 31/3. Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS Mád. 11/3 kl. 20.30: KK-TÓNLEIKAR; Kristján Kristjánsson, Guðmundur Pétursson og Jóhann Ásmundsson leika og syngja. Gjafakort í leikhús - sígila og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MI6ASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! Safhaðarstarf Áskirlga: Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14-17. Fundur í æskulýðsfélagi Áskirkju kl. 20 i safnaðarheimilinu. Friðrikskapella: Kyrrðarstund í há- degi í dag. Léttur málsverður í gamla fé- lagsheimilinu að stundinni lokinni. Grensáskirkja: Bænastund kl. 18 Ritn- ingarlestur, íhugim, bænir, samveru- stimd. Koma má fyrirbænarefnum til kirkjunnar í sima 553-2950. Hallgrímskirkja: Kyrrðarstund með lestri Passíusálma kl. 12.15. Háteigskirkja: Trú og streita. Fræðslu- og samfélagskvöld kl. 20. Langholtskirkja: Ungbamamorgunn kl. 10-12. Fræðsla. Ungbamanudd. Þór- gunna Þórarinsdóttir og Hjördís Hákon- ardóttir hjúkmnarfr. Aftansöngur kl. 18. Lestur Passlusálma fram að páskum. Laugarneskirkja: Fyrirlestur um fyrstu hjálp kl. 20.30 á vegum mæðra- morgna. Neskirkja: Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Fundur i æskulýðsfélaginu kl. 20. For- eldramorgunn þriðjudag kl. 10-12. Kaffi og spjall. UPPBOÐ Bifreiðin LE-346 verður boðin upp að Gránugötu 4-6, Siglufirði, mánudaginn 18. mars 1996 kl. 13:00. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 8. mars 1996

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.