Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 11. MARS 1996 Fréttir Islendingur varð vitni að skotbardaganum við Kastrupflugvöll: Blóðið spýttist úr sári á síðu mannsins - segir Ágúst Erlingsson um þann sem lést í árásinni „Ég þakka mínum sæla fyrir að hafa verið heldur seinn fyrir. Ég ætlaði að taka strætisvagn af ákveðinni stoppistöð en þessir hörmungaratburðir voru rétt um garð gengnir þegar ég loksins fann hana. Hefði ég vitað ná- kvæmlega hvar hún var hefði ég orðið vitni að þessu og hugsan- lega lent í átökunum miöjum," segir Ágúst Erlingsson, íslending- ur búsettur í Kaupmannahöfh, en hann var staddur við Kastrup- flugvöll þegar til skotbardaga kom milli tveggja gengja í gær. „Ég mætti öskrandi lögreglu- manni með talstöð á lofti, varð forvitinn að hætti íslendinga og ákvað að athuga hvað hefði gerst. Greinilegt var að notaðar höfðu verið vélbyssur því ég kom að tveimur sundurskotnum bílum. Aftur í öðrum bflnum lá illa særður maður og rétt fyrir utan Ágúst Erlingsson. hann annar sem tveir ungir lög- reglumenn voru að stumra yflr. Sá var greinilega úr öðru genginu því hann var í skotheldu vesti. Ég sá að lögreglumennirnir reyndu hjartahnoð en þá spýttist blóð úr sári á síðunni, undir handarkrik- anum. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir lögreglumannanna dó strákurinn í höndunum á þeim.“ Ágúst segir atburðinn í gær vera „hrikalega reynslu" fyrir saklausan Islendinginn en stað- reyndin sé bara að Kaupmanna- höfn sé að verða eins og aðrar stórborgir þar sem glæpir verði æ algengari. „Ég vona að svona nokkru eigi ég ekki eftir að lenda í aftur. Ég er enn í sjokki og það líður örugg- lega einhver tími þar til maður jafnar sig algerlega," segir Ágúst. -sv Eiríkur Jónsson: Sveitar- félögin taka afstöðu með fjármála* ráðherra „Fulltrúaráö Sambands ís- lenskra sveitarfélaga gengur út frá því að lífeyrisréttur starfsmanna rikisins verði skertur. Sveitarfélög- in blanda sér því með beinum hætti inn í deiluna sem hefur verið á milli okkar og fjármálaráðherra," segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarafélags íslands, í samtali við DV í gær. Fulltrúaráöið kom saman í Borg- arnesi um helgina og samþykkti ályktun um kostnað við flutning grunnskólanna til sveitarfélag- anna. Að sögn Eiríks byggist sam- komulagið sem fúlltrúaráðið gerði við ríkið ekki á gildandi lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eða kostnaö vegna hans heldur lagafrumvarpinu nýja sem er að gera ailt vitlaust. „Þetta er algerlega óásættanlegt. Þeir byijuðu á því að samþykkja ályktun um aö ekki yrði um skerð- ingar á lífeyrisréttindum að ræða. Áhrif lifeyrisskuldbindinga í flutn- ingi tekjustofna er í samræmi við tillögu kostnaöárnefndar og þar er gert ráð fyrir skerðingu. Þeir byrja á því að samþykkja að ekki eigi að skerða en staðfesta skerðingu síðan í samkomulaginu. Það er eins og þeir hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera. Þó þeir hafi náð samkomu- lagi um kostnaðarskiptingu fellum við okkur aldrei viö að lífeyrisrétt- indi fólks skeröist. Þetta er hið versta mál en við höldum áfram í þessu stríöi og reynum aö vinna okkar mál áfram,“ segir Eiríkur. „Viö leggjum þann skilning í málið aö lífeyrisréttindi séu ekki skert enda lögöum við áherslu á þaö. Fundarmenn voru bærilega sáttir viö samkomulagið og fundur- inn samþykkti þaö,“ segir Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sam- bands Islenskra sveitarfélaga. -em Mikil leit var gerð á Selfossi um helgina að Agnesi Eiríksdóttur. Hún fannst látin í gærdag. DV-mynd Kristján Konan sem leitað var að: Fannst látin Agnes Eiríksdóttir, konan sem leit- að var að á Selfossi frá því aðfaranótt laugardags, fannst látin um klukkan 14 í gær. Lík hennar fannst í Ölfusá á móts við bæinn Kirkjuferju. Það voru leitarmenn í slöngubát frá björgimar- sveitinni Tryggva á Selfossi sem fundu Agnesi. Að leitinni stóð fjöldi karla og kvenna úr björgunarsveit- inni á Selfossi og Ámessýslu, auk sporhunda. Agnes lætur eftir sig eig- inmann og tvö uppkomin böm. -sv Veðurguðirnir gerðu mönnum lífið leitt um helgina. Starfsmaður Háskólans lenti í kröppum dansi við fánastangirn- ar, Kári feykti þeim um koll, og snjór og hálka olli því að óvenjumargir árekstrar urðu í Reykjavík á laugardag. DV-mynd S Reykjavík: Óvenjumargir árekstrar Óvenjumargir árekstrar urðu í Reykjavík i ófærð og leiðindaveðri á laugardaginn. Lögreglumaður sem var á vakt sagði að þegar hann hefði farið heim af dagvakt hefðu árekstr- amir veriö farnir að nálgast þrjátíu. Þó megi reikna með að þeir hafi verið mun fleiri því lögreglunni sé ekki tilkynnt um alla árekstra. Ekki er óvarlegt að áætla að um 70 bUar hafi skemmst í hamaganginum. Stærsti áreksturinn varð á Suður- landsvegi við Rauðhólaafleggjarann en þá lentu fjórir bUar saman. í þremur tUvikum var um minni háttar meiðsl að ræða en gera má ráð fyrir töluverðu eignatjóni. -sv Stuönings- hópur í biskupsmáli „Stundum þarf peninga tU þess að mannréttindi nái fram að ganga því sumir eiga meira af þeim en aörir. Á fundinum var rætt hvað hægt væri að gera tU stuðnings konunum ef tU lög- fræðikostnaðar kæmi,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, talsmaður þeirra þrjá- tíu kvenna sem stofnuðu hóp tU stuðn- ings Sigrúnu Pálínu og Stefaníu sem sakað hafa biskup um kynferðislega áreitni og nauðgunartilraun. -em Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringia í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. ,r ö d l FOLKSIN 904-160 Á að taka á ný upp Geirfinnsmálið fyrir dómstólum? Já jJ Nei 2] Stuttar fréttir Vondir ráðgjafar Séra Geir Waage telur að biskup íslands hafi valið sér vonda ráðgjafa þegar hann fékk tvo hæstaréttarlögmenn tU að aðstoða sig viö lausn á sínum vanda. Útvarpið greindi frá þessu. Starfslok 67 ár Stefnt er að því að starfsloka- aldur starfsfólks Landsbank- ans lækki úr 70 árum í 67. Morgunblaðiö greindi frá. Innanlandsflug lá niðri Allt innanlandsflug Flug- leiöa lá niðri frá hádegi í gær vegna ókyrrðar og ísingar í lofti. Útvarpið greindi frá þessu. Helmingur andvígur Ríflega helmingur aðspurðra var andvígur afsögn Ólafs Skúlasonar. Tíminn greindi frá þessu. Erlendar skuldir greiddar íslendingar eru famir að greiða niður erlendar skiUdir. Stöö 2 greindi frá þessu. Óvarðar vörur hættulegar Stjóm Bakarameistarafélags íslands leggur áherslu á að vör- ur eigi ekki að selja óvarðar og án umbúða og benda á rjóma- bolluslysið. Reykjavíkurflug- völlur Reykjavíkurflugvöllur upp- fyllir ekki skilyrði Alþjóðaflug- málastofnunar um öryggi á flugvöllum. Útvarpið greindi frá því. Sölumiðstöð landbúnaðarins Búnaðarþing vili að stofnuð verði Sölumiðstöð landbúnað- arins til að hafa umsjón með öUum útflutningi á kjöti. Út- varpið greindi frá þessu. Fólínsýra fyrir ófrískar Fólínsýra dregur úr fæðing- argöllum, meðal annars klofn- um hrygg. Danir taka upp eftir íslendingum að nota fólínsýru. Útvarpið greindi frá þessu. Undirbýr eignarnám Bæjarstjórn Garðabæjar undirbýr að taka eignamámi 35 hektara lands á Amames- hálsi. Sjónvarpið greindi frá þessu. -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.