Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 36
Vbadngstalur lasugardagimL 5 13 19 %&'r 28 37 23 Vinningar rjöldl vinninga Vinningsupphæö 1. 5 qf5 0 2.047.790 2. 4 af5 + 3. 4 qf 5 9.980 4. 3 qf5 : 2.001 -620. —©©©© KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 11. MARS 1996 Ólafur Ragnar um forsetaframboö: Stuðnings- menn síst í hópi alþýðu- bandalags- ,’,Það er nú svo merkilegt að allur þorri þeirra einstaklinga sem við mig hafa samband eru annaðhvort fylgismenn annarra flokka en þess flokks sem ég hef tilheyrt eða fólk sem staðið hefur utan við vettvang stjórnmálanna. Þetta fólk er ekki síður fólk sem stutt hefur Sjálfstæð- isflokk og Framsóknarflokk heldur en aðra flokka, og kannski enn frek- ar,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður. Ólafur Ragnar segist það nýkom- inn til landsins að hann hafi ekki haft mikinn tíma til að skoða hugs- anlegt framboð sitt til embættis for- seta íslands í ljósi niðurstöðu skoð- anakönnunar DV um möguleg for- setaefni en Ólafur kom sterkur út úr könnuninni. Hann kveðst hafa síðustu vikurnar fundið fyrir vax- andi hvatningu frá bæði einstak- lingum og hópum fólks sem hann bæði meti og virði. „Ég hef hins veg- ar enga ákvörðun tekið um fram- boð,“ sagði Ólafur í gærkvöld. -SÁ Heimsmeistareinvígi FIDE: íslendingar og Danir mótmæla „Mótmæli eiga eftir að berast víð- ar að og við bíðum eftir því. Það stendur til að halda mótið í Bagdad vegna þess að Saddam borgar best,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, forseti Skáksambands íslands. ís- land og Danmörk brugðust hart við fyrirætlunum FIDE að heimsmeist- araeinvígi Karpovs og Kamskis verði haldið í Bagdad undir hand- leiðslu Saddams Hussein. -em Yfirgefinn bíll: Skemmt og stolið Bíll var skilinn eftir á Reykjanes- braut við álverið í Straumsvík á laugardagskvöldið eftir að dekk hafði sprungið. Þegar eigandinn vitjaði bílsins í gær var búið að brjóta hliðarrúðu og stela tveimur hátalaraboxum. Reynt hafði verið að losa um geislaspilara en ekki tek- ist að fjarlægja hann. Af gremju eða tómri skemmdarfýsn var skorið í bæði framsætin. -sv fjöldi bíla keyrði fram hjá slösuðum ungmennum: Ég er þakk- lát fyrir að vera á lífi - segir Stella Ósk „Bíllinn fór meira en fjórar velt- ur og stöðvaðist rétt við brúnina á einhverju gili. Við erum afskap- lega heppin að við slösuðumst ekki meira og ég er þakklát fyrir að vera á lífí,“ segir Stella Ósk Sig- urðardóttir, 14 ára stúlka, ein fjög- urra í bifreið sem valt rétt utan við Akranes á föstudagskvöldið. Stella segir þau hafa orðið mjög hrædd eftir veltuna. Birna, vin- kona hennar og jafhaldra, meidd- ist mikið á hendi og liggur enn á sjúkrahúsi. Stella lá á sjúkrahúsi Sigurðardóttir eftir bílveltu við Akranes um nóttina en tveir 17 ára strákar sluppu vel og fengu að fara strax heim að lokinni skoðun. „Það var mjög hvasst og við vor- um rosalega hrædd. Þegar við svo komum upp á veg og enginn fékkst til aö stoppa til þess að hjálpa okkur urðum við enn hræddari. Ég hugsa að um 10 bílar hafa þotið fram hjá okkur án þess að stoppa og ég hef engar skýring- ar á því hvemig á því stendur. Ungt fólk stendur ekki í vegar- kanti í svarta myrkri og leiðinda- veðri nema eitthvað sé að. Það var svo loksins Hjörleifur Helgason, maður frá Akranesi, sem stoppaði fyrir okkur og kom okkur á sjúkrahús. Fýrir það erúm við þakklát.“ Stella segir að annar strákanna, sá sem keyrði, hafi verið sá eini sem var í belti en hin hafi verið heppin að hendast ekki út úr bíln- um. Hún sagðist vera öll blá og marin en óðum að ná sér eftir sjokkið þegar hún talaði við DV í gærkvöld. -sv Norðmanns Skákmennirnir sem enduðu í þremur efstu sætunum á Reykjavíkurskákmótinu sem lauk í gær. Þeir fengu allir 7 vinn- inga úr 9 skákum, en þegar reiknaður hafði verið út styrkur andstæðinga þeirra úr skákunum var Simen Adgestein úrskurðaður sigurvegari, Pedrag Nikolic í öðru sæti og Jonathan Tisdal í því þriðja. DV-mynd GVA Uppgangur hjá Alla ríka: 700 milljóna fjárfestingar - Hólmaborgin stækkuð „Þetta er hugmynd sem eftir er að ræða hér í stjórn fyrirtækis- ins,“ segir Aðalsteinn Jónsson, forstjóri Hraðfrystihúss Eski- fjarðar, um fyrirhugaða stækkun á Hólmaborginni, stærsta loðnu- veiðiskipi íslenska flotans. Hólmaborgin ber 1.600 tonn eins og hún er nú en hugmyndin er sú, að sögn Aðalsteins, að stækka skipið upp í 2.300 tonn. „Við erum að spekúlera í ýmsu en ekkert er ákveðið enn þá,“ segir Aðalsteinn. Samkvæmt heimildum DV er ætlunin að lengja Hólmaborgina um 12-13 metra. Þá er verið að endurnýja verulega Guðrúnu Þorkelsdóttur og búa Hólmatind á rækjuveiðar. Búið er að endur- byggja loðnubræðslu fyrirtækis- ins sem nú framleiðir hágæða- mjöl og verið er að reisa mikla tanka fyrir loðnubræðsluna. Heildarfjárfestingar fyrirtækis- ins munu nema um 700 millj- ónum króna. -SÁ Verslunin Gullbrá: Miklum verð- mætum stolið Brotist var inn í verslunina Gull- brá, Nóatúni 17, aðfaranótt laugar- dags. Geysimiklum verðmætum var stolið, skartgripum, ilmvötnum, sundbolum, samfellum, síma og ein- hverri skiptimint. Lögreglan hafði ekki upplýsingar um hversu mikið tjónið er talið vera en ljóst er að það er umtalsvert. -sv Reykjavíkurskákmótið: Fótboltakapp- inn sigraði Norski fótboltakappinn Simen Agdestein gerði sér lítið fyrir og hampaði sigri á Reykjavikurskák- mótinu sem lauk í gær með níundu umferð. Þrír menn enduðu efstir og jafnir með 7 vinninga, Agdestein, Predrag Nikolic og Jonathan Tis- dall, en Agdestein var úrskurðaður sigurinn á grundvelli þess að hann tefldi gegn sterkustu andstæðingun- um. Nikolic hreppti annað sætið samkvæmt sömu reglu. Norömaður- inn Tisdall missti af toppsætinu með því að tapa í 8. umferð fyrir Nikolic. í næstu sætum voru Paul van der Sterren og Nikolaj Borge með 6'/2 vinning en Hannes Hlífar og Mar- geir voru meðal þeirra sem enduðu í 6.-10. sæti með 6 vinninga. -ÍS L O K I Veðrið á morgun: Suðvest- an strekk- ingur Á morgun er gert ráð fyrir suðvestan strekkingi og éljum um vestanvert landið en frem- ur hægri breytilegri átt og rign- ingu um tíma austanlands. Hiti verður á bilinu 0-4 stig austast á landinu en annars 0-3 stiga frost. Veðrið í dag er á bls. 44 cQszama Brook rompton 1 RAFMOTORAR Pouben Suðurlandsbraut 10. S. 568 6499 Mánudagskvöld Fjölskylduhlaðborð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.