Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 11. MARS 1996 Spurningin Hvað er rómantík? Hildur Hallsdóttir nemi: Aö fara út að borða með kærastanum. Sigríður Sigurbjörnsdóttir nemi: Að gefa blóm eða gera eitt- hvað sætt. Margrét Jónsdóttir nemi: Þegar ástfangið fólk er gott hvað við ann- að. Kristján Þórðarson (Stjáni stuð): Bara ástin. Kristinn Pétursson nemi: Ég er ekki alveg klár á því. Hrafnhildur Ástþórsdóttir for- stöðumaður: Ég hef ekki hugmynd um það þó að ég sé mjög rómantísk manneskja. Lesendur_______________ Neyðarlínan í þágu almennings? Frá sveitasíma til einkavæddrar neyðarlínu með ríkisstyrk. Spor í rétta átt? Aðalsteinn Aðalsteinsson, lög- reglum. í Hafnarfirði, skrifar: Mikil umræða hefur orðið um Neyðarlínuna og yfirleitt hefur um- ræðan verið á neikvæðum nótum. Líklega er eina jákvæða hliðin á málinu sú að nú þarf fólk aðeins að muna eitt símanúmer. En þá er líka það jákvæða upp talið. Margir lögreglumenn bentu á í upphafi að neyðarlínan þyrfti að vera i höndum slökkviliðs og lög- reglu. Því var haldinn fundur í Rúg- brauðsgerðinni í Reykjavík með stjórnmálamönnum í mars á síðasta ári. Þar mættu fulltrúar frá öllum stjórnmálaflokkum. Þar fullyrtu fulltrúar allra flokkanna að neyðar- símsvörun ætti ávallt að vera í höndum slökkviliðs og lögreglu, þar sem reynsla, fagmennska og þjálfað- ur mannskapur væri til staðar. Vart var fundarhöldum lokið fyrr en meistarar dómsmálaráðuneytis fundu út að líklega yrði ódýrara að láta einkaaðila sjá um neyðarsím- svörun. Ekki veit ég hvemig reikni- formúlan var uppsett en hún hefur sennilega verið zz x gg + t, þ.e. að ódýrara er að reka stjómstöð örygg- istækja með góðum styrk frá ríkinu. Ef þú, lesandi góður, þarft að hringja í neyðarlínuna er það best með þessum hætti: Eftir að neyðar- línan hefur svarað skalt þú ekki bera upp erindið heldur biðja starfs- mann neyðarlínunnar að gefa þér samband við viðkomandi lögreglu- eða slökkvistöð. Ef þú hins vegar gleymir þessu atriði og segir alla sólarsöguna áður en starfsmaður neyðarlínunnar nær að grípa fram í fyrir þér verður þú að gjöra svo vel og endurtaka ALLT upp á nýtt við starfsmann lögreglunnar/slökkvi- liðs eftir að neyðarlínan hefur gefið þér samband við rétta aðila (lög- reglu/slökkvistöð). Kannski er einfaldast og best að muna eftir þínu gamla neyðarnúm- eri á viðkomandi lögreglu/slökkvi- stöð og losa þig þannig við millilið. Því að neyðarlinan er sett upp sem milliliður með glæsilegum ríkis- styrk. Á sínum tíma var til svokall- aður sveitasími, milliliður milli Pósts og síma. Stigið var stórt fram- faraskref þegar sá milliliður var lagður af og fólk átti þess kost að ná beinu sambandi. Hvort þessi ráð- stöfun dómsmálaráðuneytis - að einkavæða neyðarlínuna - er fram- faraskref eða ekki verður þú sjálfur að svara. Sjónvarpsmarkaöurinn: Sambærilegt eða betra verð Viðar Garðarsson framkvstj. skrifar: Hinn 5. þ.m. skrifar H.J.G. í DV þar sem hún kvartar yfir verðlagi hjá Sjónvarpsmarkaðinum. í dæmi sínu nefnir hún tvær vörutegundir sérstaklega; Heilsukoddann og Töfraskerann. Samkvæmt upplýs- ingum frá TV-SHOP í Svíþjóð, en það fyrirtæki selur þessar vörur í sjónvarpi annars staðar á Norður- löndum, er verðið á þessum vörum þetta: Heilsukoddi kostar í Dan- mörku, 1 stk., 209 dkr. og tveir sam- an 358 dkr. Okkar verð er kr. 2.490. Töfraskerinn kostar í Danmörku 358 dkr. Okkar verð er kr. 1.990. Yfirleitt er þannig um vörur sem hafa verið til sölu í sjónvarpi að sjá hefur mátt ýmsa aðila keppast við að selja eftirlíkingar og oft á tals- vert lægra verði. Þegar málið er skoðað nánar kemur yfirleitt í ljós að þessar vörur eru óvandaðar eftir- likingar sem engan veginn standast gæðasamanburð við upprunalegu vöruna. Það hefur verið markmið Sjón- vdrpsmarkaðarins frá upphafi að bjóða viðskiptavinum sínum sam- bærilegt verð eða betra en sjón- varpssölufyrirtæki annars staðar í Evrópu. í flestum tilvikum hefur þetta markmið náðst. Viðskiptavin- ir okkar, sem hafa aðgang að Fjölvarpi Stöðvar 2 eða hafa með öðrum hætti möguleika á að fylgjast með útsendingum erlendra gervi- hnattarása, sjá þar svart á hvítu að verð okkar stenst samanburðinn. Kæra H.G.J. Ég vil leyfa mér að fullyrða að verðlagning okkar hjá Sjónvarpsmarkaðinum er ekki eitt af þeim tilvikum þar sem verðlag er allt annað en í nágrannalöndunum. Ég er þess fullviss að ef þú kynnir þér málið sérðu einmitt hið gagn- stæða. Þrátt fyrir lítinn markað og langa flutningsleið vörunnar er verð okkar fyllilega sambærilegt við nágrannalöndin. „Sjálflkjörinn" forseti? ingarétt hafa til Alþingis." Og síðar: „Ef aðeins einn maður er í kjöri, þá er hann rétt kjörinn án atkvæða- greiðslu." Til þessa hefur ávallt verið kosið milli fleiri manna. Forseti hefur að vísu verið endurkjörinn, en sitjandi í embætti til kjördags. En hvað þýða orðin „rétt kjörinn án atkvæða- greiðslu“? Er sá aðili þá nokkuð „kjörinn"? Á fundum þar sem menn eru kosnir til embætta, er sá sem er í framboði borinn upp, þótt hann sé einn í boði, og hann þá samþykktur, ýmist með lófataki eða handaupp- réttingu. Þar hefur því kosning far- ið fram, um þennan eina mann. Og þýðir væntanlega „sjálfkjörinn". Á ekki sama að gilda um kjör til for- seta? Vill þjóðin ekki vita hve mik- ið kjörfylgi viðkomandi persóna hefur til að fara í forsetaembættið? Það mætti að skaðlausu gefa út op- inberlega skilgreiningu um hvað gildir i þvi tilviki. Benedikt Sigurðsson skrifar: Nú eygja landsmenn þann mögu- leika að aðeins einn maður verði í kjöri til embættis forseta íslands. Því er rétt að velta því upp hvernig túlka eigi orðið „sjálfkjörinn". - í Stjórnskipunarlögum segir svo: „Forseti skal kjörinn beinum, leyni- legum kosningum af þeim, er kosn- tlÍlilSÆi þjónusta allan sólarhringinn flðeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma fc^íSO 5000 milli kl. 14 og 16 Vill þjóðin ekki vita um kjörfylgi for- seta síns þótt hann hafi verið einn í framboði? DV Vanhæfur víkur sæti Björn Björnsson skrifar: Með því að biskup Islands hef- ur nú sjálfviljugur vikið sæti við úrlausn Langholtskirkjudeilunn- ar ætti það sama að gilda í deil- unni um hann sjálfan vegna fram komins áburðar á hann sem æðsta yfirmanns kirkjunn- ar. Sé biskup vanhæfur í einu máli hlýtur hann um leið að vera vanhæfur sem biskup ís- lands. Hann ætti því að víkja úr embætti, a.m.k. tímabundið, á meðan rannsókn fer fram á meintum ákærum. Og héðan af verður ekki komist hjá rann- sókn. Þetta ætti nú lögfræðingur biskups að sjá og einnig kirkju- málaráðherra. íslenskir glæponar Guðjón Sigurðsson skrifar: Þeir eru með alveg sérstökum hætti, glæponarnir í islensku samfélagi. Þeir verstu að minu mati eru þeir sem ráðast á fólk og hins vegar fjárglæframenn- imir. En þeir eru hvað forstokk- aðastir. Manni blöskraði að hlýða á þennan svokallaða „vatnsberamann" á Stöð 2 sl. miðvikudagskvöld. Hann var ótrúlega heimskur. Og svo les maður um annan daginn eftir sem stundaði svipaða iðju og „vatnsberinn" - að falsa skjöl í fangelsinu! Þeir eru alveg ótrú- legir þessir íslensku glæponar. Systirin sakfellda Anna hringdi: Furðulegur er fréttaflutning- urinn af systkinunum sem sem nú bera brigður á framburð syst- ur sinnar, konuna sem hefur greint frá áreitni biskups við sig á yngri árum hennar. Og samt stendur konan við sinn fram- burð! Hvað eru systkinin að reyna að fela? Þótt þau segist aldrei hafa heyrt um þennan at- burð á sínu heimili er það engin sönnun þess að konan, systir þeirra, hafi spunnið upp sögu sína. En hér sem oftar er vísast einhver maðkur í mysunni. Allt virðist gert til að fá ákæmr á biskup dregnar til baka. Réttindi sam- kynhneigðra Þorvaldur hringdi: Ég vil lýsa eindregnum stuðn- ingi við þingmanninn Árna Johnsen í því máli sem nú hefúr verið dregið fram á Alþingi, frumvarpi dómsmálaráðherra um réttindi kynvilltra. Og eins og Árni spyr réttilega: Á þá ekki líka að leyfa fjölkvæni og bama- giftingar, má endalaust halda áfram að setja fram óskir um vit- leysun? Upplausnin er nóg í þjóðfélaginu þótt ráðherrar gangi ekki fram í því að reka fleyg í samfélagið með niður- broti og siðleysi. Stöðvið gangafram- kvæmdina Jónatan hringdi: Mér er til efs að nokkru sinni hafi átt að leggja í jafn vafasama framkvæmd hér á landi og þessi áætluðu Hvalfjarðargöng. Það er með eindæmum ef menn sjá ekki að hér er mn gífurlega áhættu að ræða sem ekki nokkur innlend- ur aðili mun taka ábyrgð á ef illa fer, hvort sem er í byggingu eða eftir að göngin verða opnuð. Hér á að stöðva málið áður en það er komið lengra en raunin þó er. Ráðamenn, stöðvið gangafram- kvæmdina hið bráöasta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.