Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 11. MARS 1996 Fréttir 5 Rýmingaráætlanir vegna snjóflóða: Bráðabirgða- fyrirkomulag til að tryggja öryggi íbúa Veðurstofa Islands hefur unnið rýmingaráætlanir í samráði við Al- mannavarnir ríkisins og heima- menn staða þar sem talin er snjó- flóðahætta. Áætlanirnar byggja á því að hverjum þéttbýlisstað er skipt í reiti með tilliti til snjóflóða- farvega og snjósöfnunaraðstæðna. Reitaskiptingin er skilgreind á grundvelli skráðrar snjóflóðasögu, staðarþekkingar heimamanna, skriðlengdar snjóflóða samkvæmt reiknilíkönum og mats snjóflóðasér- fræðinga á aðstæðum. Telji sérfræð- ingar að veðurspá og athuganir á staðnum bendi til yfirvofandi hættu á snjóflóðum á ákveðnum svæðum verða tilteknir reitir rýmdir. Rýmingaráætlanirnar fela ekki í sér snjóflóðahættumat og þær hafa ekki áhrif á skipulag, byggingu varnarvirkja, uppkaup eigna eða aðrar slíkar ákvarðanir. Um er að ræða bráðabirgðafyrirkomulag sem á að tryggja öryggi íbúa á viðkom- andi svæðum meðan verið er að afla fyllri þekkingar, setja reglur um hættumat og notkun þess og reisa varnarvirki gegn snjóflóðum. Rým- ingarreitir eru að því leyti frá- brugðnir hættusvæðum, eins og þau eru skilgreind í hefðbundnu hættu- mati, að ekki er verið að afmarka svæði þar sem hætta á snjóflóðum er yfir tilteknum viðmiðunarmörk- um. -IBS Veðurstofan hefur unnið rýmingaráætlanir í samráði við Almannavarnir ríkisins og heimamenn staða þar sem talin er snjóflóðahætta. W>; Reglugerð um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum: Varnarvirki reist nema húsakaup séu hagkvæmari Umhverfisráðherra hefur gefið út reglugerð um varnir gegn snjóflóð- um og skriðufóllum. Þar eru meðal annars settar reglur um þáttöku Of- anflóðasjóðs í gerð varnarvirkja og um uppkaup og flutning á húseign- um í sveitarfélögum sem búa við snjóflóðahættu. Er Ofanflóðasjóði heimilt að greiða allt að 90 prósent af kostnaði við gerð varnarvirkja vegna ofanflóða eða kaup eða flutn- ing á húsnæði á hættusyæðum. Samkvæmt reglugerðinni skal að jafnaði bregðast við snjóflóðahættu með því að reisa varnarvirki nema það sé talið hagkvæmara að kaupa eða flytja húseignir. Náist ekki sam- komulag um kaup á húseign er sveitarstjórn heimilt að taka eign- ina eignarnámi. Ofanflóðasjóður greiðir kostnað við rannsóknir sem miða að því að bæta hönnun varnarvirkja og hættumat. Hvorki má byggja á óbyggðum hættusvæðum né þétta þá byggð sem fyrir er fyrr en tO- skildum varnarvirkjum hefur verið komið upp. Umhverfisráðherra hefur, að höfðu samráði við stjórnendur hlut- aðeigandi sveitarfélaga, falið Veður- stofu íslands að gera úttekt á snjó- flóðavörnum þar sem meðal annars yrði gerð grein fyrir snjóflóðahættu og áætluðum kostnaði við nauðsyn- legar snjóflóðavarnir. Auk Veður- stofunnar munu erlendir sérfræð- ingar vinna að úttektinni. Gert er ráð fyrir að niðurstöðum verði skil- að um mitt þetta ár. -IBS Efþú kaupir Bose hátalara af gerðunum Acoustimas Am5, Am7, Bose 501, 701 eða 901 færðu 2 stk. hátalara Bose 100í kaupbæti að verðmæti kr. 19.980. Bose Acoustimass Am5 ( 2 hátalarar og bassabox ) - 79.900 Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt Þaö fer ekki mikið fyrir litlu orkuverunum frá Bose. en áhrifin eru stórkostleg. Bose Acoustimass „Direct/Reflecting*® Stereo alls staöar! rFBSSBBSg TIL ALLT AO 38 MANAW Bose stereo - alls staöar! Lifandi tónleikar Venjulegir hátalarar Kauptu eittog táðu annað hátalara- sett frítt! t$> t$> t$> t$>

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.