Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 11. MARS 1996 31 Fréttir Skagfirðingar sameinast um skólaskrifstofu DV, Fljótum: Sveitarstjórnarmenn úr Skaga- firði samþykktu fyrir skömmu að Skagfírðingar standi einir að rekstri skólaskrifstofu fyrir hérað- ið. Viðræður fulltrúa Austur- og Vestur- Húnvetninga og Skagfirð- inga hafa staðið að undanfómu um sameiginlegan rekstur á skólaskrif- stofu fyrir Skagafjörð og Húnaþing eftir að grunnskólinn flyst til sveit- arfélaganna. Áhugi reyndist ekki fyrir hendi. Fulltrúar Skagfirðinga lögðu fram drög að samþykktum fyrir byggðasamlag um rekstur og stjórn- unarfyrirkomulag skólamálaskrif- stofu þessara þriggja aðila fyrir fund sem fulltrúar sveitarfélaganna í héraðinu sátu. Ekki var áhugi á þeim drögum og niðurstaðan varð sú að sveitarfélögin í Skagafirði sameinast um skólaskrifstofu. Starfssvið skólaskrifstofunnar er áþekkt og verið hefur hjá Fræðslu- skrifstofunni á Blönduósi, það er sérkennsluráðgjöf, almenn og greinabundin kennsluráðgjöf og kennsluþjónusta. Gert er ráð fyrir að tveir sérfræðingar að minnsta kosti starfi á væntanlegri skrifstofu Skagfirðinga. -ÖÞ Karlakórinn Heimir í Höfðaborg á Hofsósi. DV-myndir Örn Heimiskvöld í Höfðaborg DV, Fljótum: Húsfyllir var í Höfðaborg á Hofs- ósi þegar Karlakórinn Heimir hélt þar sitt árlega Heimiskvöld fyrstu helgina í mars. Viðtökur áheyrenda vom frábærar og varð kórinn að syngja mörg aukalög. A söngskránni voru bæði gömul, þekkt lög og einnig ný sem kórinn er að flytja nú í fyrsta skipti og virð- ast líkleg til að ná vinsældum ef marka má viðtökur sem þau fengu. Auk söngs var á dagskránni skemmtiefni flutt af félögum Leikfé- lags Sauðárkróks, hagyrðingaþáttur og harmónikuleikur. Þá em ótaldar kaffíveitingar sem eiginkonur kór- félaga sáu um. Þess má geta að um miðjan mánuðinn mun kórinn syngja í Ytri-Njarðvíkurkirkju, Há- skólabíói og á Hótel íslandi. -ÖÞ Bakkavor fær stora loö a Fitjum í Reykjanesbæ DV, Suðurnesjum: Bæjarstjóm Reykjanesbæjar hef- ur samþykkt að úthluta Bakkavör hf. - fyrirtækinu sem flutti hluta af starfsemi sinni úr Kópavogi í Reykjanesbæ fyrir nokkm - 15 þús- und m2 lóð, sem er á milli BYKÓ og Bifreiðaskoðunar íslands á Fitjum í Njarðvíkurhverfi. Lóðin er alls 19 þúsund m2 og hafa eigendur Bakka- varar forleigu á 4000 m2 til viðbótar ef þörf krefur. Bakkavör hefur sérhæft sig í hrognavinnslu og fer frumvinnslan fram í Reykjanesbæ en er fullunnin í Kópavogi. Samningar eru í gangi þessa dagana milli bæjarstjómar og eigenda Bakkavarar um framtíð fyr- irtækisins í Reykjanesbæ. Eigendur þess vilja kaupa húsnæði sem það hefur á leigu í Reykjanesbæ, ásamt því að byggja nýtt hús fyrir hrogna- vinnsluna og þá yrði öll starfsemin flutt frá Kópavogi. í Reykjanesbæ vinna 20 manns hjá fyrirtækinu nú en þegar nýja húsið verður tekið i notkun verða hátt í 70 starfsmenn hjá því. -ÆMK UTBOÐ RARIK óskar eftir tilboðum í: RARIK 96002 stækkun útvirkis aðveitustöðvar að Eyvindará við Egilsstaði. Utboðið nær til byggingarhluta stöðvarinnar, þ.e. jarðvinnu og byggingar undirstöðu fyrir stálvirki. Útboðsgögn verða seld á aðalskrifstofu RARIK, Laugavegi 118, Reykjavík, og Þverklettum 2, Egilsstöðum, frá og með mánudegin- um 11. mars nk. Verð fyrir hvert eintak er 1.000 kr. Skila þarftilboðum á skrifstofu RARIK á Egilsstöðum fyrir kl. 14.00 þriðjudaginn 26. mars nk. Tilboðin verða þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenáa sem óska að vera nœrstaddir. Þóknun fyrir gerð tilboða er engin. Verkinu á að vera að fullu lokið föstudaginn 31. maí 1996. Vinsamlegast hafið tilboðin í lokuðu umslagi, mertktu: RARIK- 96002 £ RARIK Laugavegi 118 • 105 Reykjavík Sími 560 5500 • Bréfasími 560 5600 Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 1996 á Hótel Loftleiðum, þingsal 1-3, og hefst fundurinn kl. 14.00 Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv.12. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 18, 3. hæð, frá og með 19. mars, fram að hádegi fundardags. Stjóm Olíufélagsins hf. r& Olíufélagið hf Tíu tonn af könglum Dy Egilsstöðum: „Veðrið hefur leikið við okkur og tínslan hefur gengið vel. Við höfum þeg- ar safhað 10 tonnum af könglum," sagði Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Hér- aðsskóga. Tínslan hófst í janúar og við hana vinna 20 manns. Þegar er búið að hreinsa hluta af könglunum en það verk er unn- ið i Gunnarsholti. Hátt í 30% af fræinu er spírunarhæft en besta fræið kemur úr Guttomslundi. Þar eru trén um 17 metra há og þarf körfubíl til að ná könglunum. Helgi sagði að áfram myndi haldið að safha könglum meðan hægt væri en það væri mest undir veðri komið hve lengi gæfi til tínslunnar. -SB Þu kemur með hugmyntí Við sjáum um afganginn - Snoggit & areiðanlegir 3R05-30UR ► Síðumúla 33 • $: 581 4141

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.