Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 11. MARS 1996
Fréttir
JOV
Úrskurður skipulagsstjóra um umhverfismat vegna nýskipunar í sorphirðu á Miðausturlandi:
Sorpsamlagið verður
staðsett á Reyðarfirði
- vöntun á deiliskipulagi eina hindrunin
Skipulagsstjóri ríkisins hefur úr-
skurðaö um mat á umhverfisáhrif-
um vegna sorpurðunar og flokkun-
armiðstöðvar fyrir sorp fyrir Sorp-
samlag Miðausturlands sem staðsett
verður á Reyðarfirði. í úrskurðin-
um er tekið fram að samþykkja
verði nýtt deiliskipulag á fyrirhug-
uðum urðunarstað og á Reyðarfírði
þar sem Ðokkunarmiöstöðin verð-
ur.
Sorpsamlag Miðausturlands fékk
jarðfræðistofuna Stapa og verk-
fræöistofuna Hönnun og ráðgjöf til
þess að taka út hugsanlega staði fyr-
ir sorpurðunarstað og flokkunar-
miðstöð fyrir þau sveitarfélög sem
standa að samlaginu en þau eru
Neskaupstaður, Reyðarfjörður,
Eskifjörður, Stöðvarfjörður og
Búðahreppur.
Úrskurður skipulagsstjóra liggur
nú frammi til skoðunar. Hann má
kæra til umhverfisráðherra og er
kærufrestur fjórar vikur. Berist
engar athugasemdir innan þess
tíma er hægt að hefjast handa við
framkvæmdir.
í úrskurðinum er fallist á þrjá
staði sem urðunarstaði af flórum
sem til greina komu; Mýrdal, Aura- '
tún i landi Þemuness og mel við
Landamótsá í landi Beruness. Fyrst-
nefndi staðurinn er þó talinn besti
kosturinn og talinn munu geta enst
í 100 ár eða 70-80 árum lengur en
hinir staðimir. Þá er fallist á tvo
staði eða lóðir á Reyðarfirði sem til
greina komu undir flokkunarmið-
stöö.
Allar athugasemdir við fyrirætl-
anir þessar og frumathuganir hafa
verið jákvæöar. Hollustuvernd rík-
isins segir t.d. í sínum athugasemd-
um að fyrirhuguð framkvæmd bæti
ástand úrgangsefnafórgunar á svæð-
inu vegna þess að fimm sorp-
brennslur og urðunarstaðir á Nes-
kaupstað, Eskifirði, Reyðarfírði, Fá-
skrúðsfirði og Stöðvarfirði verði
lagðar niður. Þá verði flokkunar-
stöðvar á hverjum stað auk flokkun-
armiðstöðvarinnar á Reyöarfirði.
Þóroddur F. Þóroddsson hjá emb-
ætti skipulagsstjóra segir að undir-
búningur málsins hafi verið mjög
góöur og vel hafi verið staðið að
kynningu. Þá sé ætlunin að flokka
sorp þannig að gera megi ráð fyrir
einhverri endurvinnslu. Hvað varð-
ar eitraðan úrgang þá sé mögulegt
að flytja hann til fórgunar út til
Færeyja en þar er brennslustöð fyr-
ir slíkt sem þjónar meðal annars
Danmörku. -SÁ
Nýir tengi-
vegir á
Reykjanesi
DV, Suðurnesjum:
„Þetta er búið að vera baráttumál
hjá okkur í mörg ár. Vegurinn hef-
ur mikla þýðingu og gjörbreytir
leiðinni fyrir okkur til Reykjavíkur.
Nú þurfum við ekki að fara gegnum
Reykjanesbæ og umferðin þar er oft
ansi strembin. Þetta sparar tíma og
vegurinn verður fínn,“ sagði Sig-
urður Jónsson, sveitarsjóri Gerða-
hrepps, við fréttamann DV.
Vegagerðin er að ljúka við nýjan
veg sem tengir veginn í Garð og
Sandgerði við Reykjanesbraut en
áður þurftu íbúar þessara staða að
aka gegnum Keflavíkurhverfi
Reykjanesbæjar til að komast að
Reykjanesbraut og á flugvöllinn.
„Þetta verða tveir armar og
hringtorg og vegurinn kemur af
tengingunni á flugstöðina. Þar verð-
ur væntanlega annað hringtorg
staðsett skammt frá Rósaselsvötn-
um. Síðan koma tengingar við aðra
vegi, annars vegar við Garðveginn
út í Garð og hins vegar tenging út
að Miðnesheiði í átt að Sandgerði,"
sagði Jón Rögnvaldsson aðstoðar-
vegamálastjóri við DV. -ÆMK
Stórstjörnur
saman
í hljómsveit
DV, Suðurnesjum:
„Félagarnir í hljómsveitinni hafa
ákveðið að halda áfram að leika sam-
an. Þetta eru allt miklir snillingar
hver á sínu sviði og það hefur ekki
komið saman svona sterkt band í
mörg ár. Að mínu viti verður þessi
grúppa besti smellurinn í sumar,“
sagöi Kristján Ingi Helgason, höfund-
ur að söng- og skemmtidagskránni
Keflavíkumætur. Sú skemmtun hef-
ur veriö á Strikinu í Keflavíkurhverfi
Reykjanesbæjar.
Þar koma fram landsþekktir Suð-
umesjamenn og stofnuð var hljóm-
sveit, Band-strikið, en nafninu hefur
verið breytt í Hljómsveitin Keflavík.
Hana skipa Rúnar Júlíusson, Jóhann
Helgason, Magnús Þór Sigmundsson,
Tryggvi Húbner, Birgir Baldursson
og Pétur Hjaltested. Fjórar sýningar
hafa verið á Strikinu og áfram verður
haldið um helgar þar en auk þess er
rætt um að fara meö sýninguna út á
landsbyggðina í sumar. -ÆMK
Brunavarnir Suðurnesja:
Nýr slökkviliösstjóri
DV, Suðurnesjum:
Sigmundur Eyþórsson hefur verið
ráðinn slökkviliðsstjóri Branavama
Suðurnesja en hann var einn af 11
umsækjendum um starfið. Sigmund-
ur hefur starfað hjá Slökkviliði Kefla-
víkurflugvallar og fór til náms til
Bandaríkjanna í byrjun árs 1990. Þar
lauk hann námi í stjómun og rekstri
slökkviliða.
„Það voru margir mjög hæfir um-
sækjendur um starfið en það var nið-
urstaða stjómarinnar að ráða Sig-
mund,“ sagði Karl Taylor, formaður
stjómar BS.
Stjómin hélt fund með starfsmönn-
rnn BS á miðvikudagskvöld og var
sagt frá ráðningunni þar.
-ÆMK
Upprennandi íþróttafólk ásamt Gísla Sigurðssyni þjálfara í íþróttahúsinu.
DV-mynd Örn
Nýja íþróttahúsið í Varmahlíð, Skagafirði:
Allt á fullu frá
morgni til kvölds
DV, Fljótum:
„Tilkoma íþróttahússins virkar
eins og vítamínsprauta fyrir allt
æskulýðsstarf hér í framhérað-
inu,“ sagði Gísli Sigurðsson frjáls-
íþróttaþjálfari þegar fréttamaður
hitti hann í nýja íþróttahúsinu í
Varmahlíð á dögunum. Gísli þjálf-
ar fyrir Ungmennafélagið Smára,
en starfssvæði þess er í nágrenni
Varmahlíðar, tvisvar í viku og fyr-
ir Ungmennafélagið Tindastól á
Sauðárkróki einu sinni í viku í
húsinu.
Að sögn Grétars Geirssonar hús-
varðar er iþróttahúsið í notkun frá
kl. 9 til 23 flesta daga en þó er hús-
ið ekki alveg fullbókað síðari hluta
vikunnar. Varmahlíðarskóli notar
húsið fyrir íþróttakennslu alla
virka daga til íd. 16. Síðdegis taka
íþróttafélögin við og einnig hópar
einstaklinga. Um helgar hefur svo
verið nokkuð um móthald, bæði í
frjálsíþróttum og körfuknattleik.
Átta sveitarfélög í Skagafirði
eru eigendur hússins. Það var tek-
ið í notkun í byrjun september
1995. -ÖÞ
Björgunarsveitin Mannbjörg í Þorlákshöfn fékk nýlega afhenta björgunarbifreið af gerðinni Hummer Wagon í Hum-
mer-umboðinu. Guðmundur Smári Tómasson, formaður Mannbjargar, tekur við lyklum að bifreiðinni úr hendi Æv-
ars S. Hjartarsonar frá Hummer-umboðinu.