Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 11. MARS 1996 17 I>v Fréttir Helguvík: Spenni- stöð fyrir 40 milljónir DV, Suðurnesjum: „Stöðin verður mun minni en reikn- að var með í upphafí því loðnuverk- smiðjan í Helguvík ætlar ekki að vera með rafskautsketil heldur keyra á svartolíu. Það er enn ekki ljóst hvað spennirinn verður stór en talað um að bræðslan muni taka tvö megavött. Við munu hafa hann stærri þvi við gerum ráð fyrir að starfsemi eigi eftir að aukast í Helguvík," sagði Július Jóns- son, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja. Hitaveitan setur upp spennistöð í Helguvik sem mun kosta um 40 millj- ónir króna. Gert er ráð fyrir að stöðin verði komin í gagnið áður en loðnu- bræðslan, sem SR-Mjöl er að byggja þar, fer í gang í nóvember svo að bræðslan geti fengið rafmagn og einnig önnur starfsemi sem fyrir er í Helguvík. Að sögn Júlíusar er búið að leggja strengi í Helguvík sem geta flutt 25-30 megavött. -ÆMK Gilsfjarðarbrúin verður mikil sam- göngubót DV, Akranesi: „Okkur líst mjög vel á að fram- kvæmdir eru byrjaðar við Gilsfjarðar- brúna þó brúin sé kannski ekki beint mikil samgöngubót fyrir okkur hér í Dalabyggð. En hún verður mikil sam- göngubót fyrir Reykhóla og við höfum töluvert samstarf við íbúa Reykhóla," sagði Marteinn Valdimarsson, sveit- arstjóri í Dalabyggð, í samtali við fréttamann DV. „Dalabyggð og Reykhólar eru með sömu heilsugæsluna og hér er mjólk sótt og seld vestur fyrir fjörð. Þá erum við með sama byggingafulitrúann. Og þetta mun hafa mikil áhrif í umferð- inni og umferðarmunstrið mun breyt- ast með brúnni," sagði Marteinn. -DÓ Akranes: Verja þarf lóðir fyrir sjávargangi DV, Akranesi: í flóðinu á dögunum, þegar háflæði var sem mest, urðu nokkrar skemmd- ir við Krókalón hér á Akranesi. Á nokkrum stöðum féll niður jarðvegur en engar skemmdir urðu á mannvirkj- um. Að sögn Gísla Gíslasonar, bæjar- stjóra á Akranesi, er ljóst að það þarf að verja lóðirnar við Krókalón fyrir ágangi sjávar. Áður en það er hægt þarf að lagfæra holræsalagnir sem eru á svæðinu. Kostnaðaráætlanir liggja ekki fyrir en ljóst er að um nokkum kostnað verður að ræða. Sótt verður um framlag úr ríkis- sjóði til að gera grjótvörn á svæðinu en Akranesveita þarf að taka á hol- ræsamálinu. -DÓ Sjúkrahús Suðurnesja: Ráðuneytisstjór- ar væntanlegir DV, Suðurnesjum: „Ráðuneytisstjórarnir ætla að koma á næstu dögum og skoða þá að- stöðu sem hér er í heilbrigðisþjónust- unni og í þjónustu við aldraða. Þetta er vegna vaxandi umræðu sem verið hefur i gangi hér undanfarið," sagði Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjarstjóm- ar Reykjanesbæjar, í samtali við DV í morgun. Suðumesjamenn eiga von á ráðu- neytisstjórum heObrigðisráðuneytis og fjármálaráðuneytis til að kanna að- stöðu Suðurnesjamanna í heilbrigðis- málum og einnig verður rætt um lag- færingar á fjárhagsstöðu sjúkrahúss- ins. Þá verður og rætt um minnisblað sem sveitarstjómirnar hér syðra hafa samþykkt um byggingu D-álmu við Sjúkrahús Suðurnesja. -ÆMK Sköpun arðbærra hugmynda Námsteffna með Marsh Fisher, frumkvöðli og framkvæmdastjóra IdeaFisher Systems Inc. í Bandaríkjunum. Haldin að Scandic Hótel Loftleiðum, miðvikudaginn 20. mars 1996 frá kl. 9:00 til 16:00. Sköpunargáfan hefur áhrif á árangur stjórnenda. Ef stjórn- endur virkja sköpunargáfuna með réttum aöferðum er ekki aðeins hægt að auka fjölda hugmynda heldur einnig gæði þeirra til að skapa arðbærar iausnir. Góðar hugmyndir og þau bylgjuáhrif, sem þær valda, hafa áhrif á starf þitt, heilsu, velgengni og umhverfi. Það er í raun ekkert sem getur tryggt þér betri framtíð en hæfileikinn að vera skap- andi. Stjórnendur, sem virkja sköpunargáfu sína og þann mann- auð sem fólginn er í hæfileikum samstarfsfólks og undirmanna, eiga meiri velgengni að fagna en aðrir. Virkjun sköþunargáfunnar getur skapað þér forskot í sam- keppni, hvort heldur sem finna þarf nafn á nýja vöru, þróa áætlanir og framtíðarsýn fyrirtækis eða stofnunar, skipuleggja almannatengslaherferðir, hjálpa til að leysa vandamál og breyta og meta lausnir. Á þessari námstefnu mun Marsh Fisher fjalla um eðli sköpunargáfunnar og kynna hvernig stjórnendur geta virkjað hana með nýjum og bættum aðferðum. Einnig mun hann kynna IdeaFisher hugbúnaðinn, sem er innifalinn í námstefnugjaldinu, og sýna notkun hans. Á námstefnunni gefst því tækifæri til að kynna sér nýtt verklag til að glíma við krefjandi úrlausnarefni nútímastjórnunarumhverfis, auka fjölda og gæði nýrra hugmynda og hvernig stjórnendur geta leyst sköpunargáfu sína úr læðingi og beitt til þess sér- hæfðum hugbúnaði til að skapa arðbærar hugmyndir og lausnir á knýjandi viðfangsefnum. Innifalið í námstefnugjaldi: Bókin IdeaFisher eftir Marsh Fisher og IdeaFisher Pro tölvuforritið (þú getur valið á milli Mac eða PC). Með forritinu fylgir notendahandbók sem jafnframt er kennsluhandbók. Að auki fylgir viðbótarefni til notkunar með forritinu - sérhæfðir pakkar fyrir hugmyndavinnu á sviði stefnumótunar og þróunar nýrrar vöru og/eða þjónustu. Einnig er innifalið morgunkaffi, hádegisverður og síðdegiskaffi. Árið 1970 þróaði Marsh Fisher hugmyndina að því sem átti eftir að verða stærsta fasteignasölufyrirtæki í heiminum, Century 21. Marsh Fisher seldi sinn hlutárið 1977 og hefursíðan þáfjárfest fyrir meira en 4 milljónir dollara (hátt í 300 milljónir króna) og haft yfir 200 manns við rannsóknir á því hvernig við hugsum og að finna svör við spurningunni: Hvernig er hægt að virkja sköpunargáfuna á réttan hátt og hvernig er hægt að nýta sér þá orku sem liggur óbeisluð í huga okkar? Uppgötvun þeirra um undirstöðuatriði hugsunar og eðli hugmyndasköpunar hefur síðan verið staðfest af sjálfstæðum rannsóknum við John Hopkinsháskóla. Árið 1988 stofnaði Marsh Fisher fyrirtækið IdeaFisher Systems Inc. sem er hugbúnaðarfyrirtæki í Irvine í Kaliforniu. Á grunni áðurnefndra rannsókna hefur fyrirtækið þróað IdeaFisher hug- búnaðinn sem fengið hefur frábæra dóma og verið seldur í rúmlega 500 þúsund eintökum víða um heim. AFSL ATTARTILBOÐ til fyrirtækja og stofnana ■ 4 Ef þrír eru skráðir frá sama fyrirtæki eða stofnun w T I fær fjórði þátttakandinn fría skráningu. ^ i O s)ö eru skráðir frá'sama fyrirtæki eða stofnun " ■ fá þrír þátttakendur til viðbótar fría skráningu. Verð: Kr. 42.400. Verð fyrir aðila Stjórnunarfélagsins: Kr. 25.415. Skráning er hafin Tryggðu þér þátttöku Skráningarsími: 562-1066 Stjómunarfélag íslands Einstakt tækifæri til að kynnast nýjum aðferðum, hugmyndum og hjálpartækjum sem auðvelda þér að leysa sköpunargáfuna úr læðingi, skapa nýjar lausnir og landa spennandi tækifærum sem V fært geta þér lykilinn að framtíð fyrirtækis þíns eða stofnunar. KVEIKTU A PERUNNI IdcaFisher PRO lhe Ultimate Writiiiö ís: Coiiinmnicatioii Tooís for iHisiness IVi 'fessionaLs •• 903 • 5670 •• Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.