Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 11. MARS 1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjóm: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftan/erð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblaö 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Afreksfólk og fyrirmyndir
Tveir ungir afreksmenn í íþróttum gerðu garðinn
frægan um helgina. Á Evrópumeistaramótinu í frjálsum
íþróttum innanhúss í Svíþjóð varð Vala Flosadóttir Evr-
ópumeistari í stangarstökki og Jón Arnar Magnússon
hlaut bronsverðlaun í sjöþraut. Það að eiga tvo menn á
verðlaunapaili er frábær árangur og eftirtektarverður.
íslendingar hafa ekki staðið sig svo vel á Evrópumeist-
aramóti frá því í Brussel árið 1950.
Það vekur gleði og stolt meðal þjóðarinnar að sjá ís-
lenska fánann blakta efstan og hlýða á þjóðsönginn leik-
inn við verðlaunaafhendingu. Vala Flosadóttir lýsir til-
finningum sínum við verðlaunaafhendinguna í DV í dag:
„Ég hef líklega aldrei í mínu lífi verið meiri íslendingur
en þegar ég stóð á verðlaunapallinum og hlýddi á þjóð-
sönginn með gullverðlaunin um hálsinn.“
Þessi mikla afrekskona er hógvær þrátt fyrir árangur-
inn. Vala segir það ljóst að að hún verði að bæta sig veru-
lega í öllum þáttum stangarstökksins en hún sé ung og
hafi tímann fýrir sér.
Stangarstökk kvenna er ung grein. Það er miður að
ekki verður keppt í stangarstökki kvenna á ólympíuleik-
unum í Atlanta í sumar. Þangað hefði Vala Flosadóttir
átt erindi. Þess í stað verður að bíða til ársins 2000, í
Sydney, þegar keppt verður í greininni í fyrsta skipti á
ólympíuleikum.
Jón Amar Magnússon, sem vann bronsverðlaunin í
sjöþraut, er afreksmaður sem hefur sýnt að hann er með-
al þeirra bestu í heiminum. í fyrra náði hann frábærum
árangri í tugþraut. Hann sló íslandsmet sitt tvisvar og
var í lykilhlutverki í tugþrautarlandsliði íslands sem
sigraði í sínum riðli í 2. deild Evrópukeppninnar. Fyrir
vikið völdu lesendur DV Jón Amar íþróttamann ársins
og hann var einnig valinn íþróttamaður ársins af íþrótta-
fréttamönnum. Þegar íþróttafréttamenn völdu Jón Amar
Magnússon íþróttamann ársins kom fram að hann var í
10. sæti á styrkleikalista tugþrautarmanna í heiminum.
Tugþraut er afar erfið og krefst mikils sjálfsaga.
Að baki góðum árangri liggur mikil ástundun. Það á
við um Völu og Jón Amar. Þegar Jón Arnar var kosinn
íþróttamaður ársins var frá því greint að hann æfir
þrisvar á dag og allt upp í tíu tíma daglega. Hann tók
kjörið sem skilaboð um að standa sig á árinu. Það hefur
hann þegar gert. Vonir eru bundnar við góðan árangur
hans á ólympíuleikunum í Atlanta í sumar.
Bæði Vala og Jón Amar hafa fengið styrk frá íþrótta-
hreyfingunni og fleiri aðilum til þess að geta helgað sig
æfingum og keppni. Þau em vel að þeim stuðningi kom-
in. Vala hefur búið og æft í Svíþjóð og ætlar að gera það
áfram. Hún nefnir í viðtali í blaðinu í dag að aðstaða til
iðkunar frjálsra íþrótta hérlendis sé bágborin. Því dáist
hún að því sem Jón Arnar er að gera við erfiðar aðstæð-
ur.
Sjö íslendingar hafa unnið til verðlaxma á Evrópu-
meistaramótum í frjálsum íþróttum. Gunnar Huseby
varð Evrópumeistari í kúluvarpi 1946 og aftur í Bmssel
1950. Á því móti varð Torfi Bryngeirsson Evrópumeistari
í stangarstökki og Öm Clausen silfurhafi í tugþraut.
Hreinn Halldórsson varð Evrópumeistari í kúluvarpi
1977 og Pétur Guðmundsson vann bronsverðlaun í kúlu-
varpi 1994.
Vala Flosadóttir og Jón Amar Magnússon hafa lagt
mikið á sig og uppskorið samkvæmt því. Þau eru íslensk-
um ungmennum góðar fyrirmyndir.
Jónas Haraldsson
„Ef atvinnuleysingjum fjölgaði hér um tíu þúsund yrði úti um friðsamlegt sambýli manna í landinu", segir Árni
m.a. í greininni.
Afturför í framförum
Starfshópur framkvæmdastjóra
skilaði fyrir nokkru áliti til fjár-
málaráðherra. Hann komst að
þeirri niðurstöðu að framleiðni ís-
lenskra fyrirtækja og stofnana
væri of lítil. Meira en svo: at-
vinnuleysið er ekki nóg. Til við-
bótar við 4-5 þúsund íslendinga
sem nú eru skráðir atvinnulausir
telur hópurinn að um 10 þúsund
vinnandi manna séu í reynd óþarf-
ir vegna þess að framleiðsla fyrir-
tækja, stofnana eöa atvinnugreina
þyrfti ekki að minnka þótt þeir
hyrfu úr starfi.
Þversögnin mikla
Þessi skýrsla vísar beint á
áleitna spurningu. Hver étur það
eftir öðrum að öll fyrirtæki og
stofnanir þurfi að hagræða og þá
ekki síst fækka hjá sér fólki. Allt í
nafni arðsemi. Hitt vilja meim síð-
ur heyra: það sem er hagkvæmt
hverju fyrirtæki eða rekstrarein-
ingu út af fyrir sig er stórslys fyr-
ir samfélagið í heild. Hvort sem
það heitir ísland, Frakkland eða
Sameinuð Evrópa. Ef atvinnuleys-
ingjum fjölgaði hér um tíu þúsund
yrði úti um friðsamlegt sambýli
manna í landinu.
Sumir svara því til að auðvitað
verði til ný störf. Ef allir hagræða
og tryggja hagvöxt þá sé hægt að
fjárfesta meira og ráða nýtt fólk.
Og vissulega gerist það að ein-
hverju marki. En alltaf í minnk-
andi mæli. Reynslan t.d. frá
Bandaríkjunum sýnir glöggt að á
okkar hátæknivædda hagræðing-
arskeiði geta fjárfestingar, arð-
semi og hagvöxtur vaxið - án þess
að atvinnuástand batni, þaðan af
síður lífskjör.
í Bandaríkjunum hefur hag-
vöxtur verið drjúgur, fjárfestingar
hafa vaxið, framleiðni eykst stór-
lega. En meðaltekjur þeirra 80%
vinnandi manna sem ekki eru efst
í tekjustiganum hafa minnkað um
18% á árunum 1973-1995 meðan
framleiðni á hvem þeirra hefur
aukist um 25%. Meðaltekjur heim-
ila hafa verið á niðurleið síðan
1989. Síðan 1968 hefur tvöfaldast
munur á tekjum þeirra 20% lands-
manna sem mestar tekjur hafa og
Kjallarinn
Árni Bergmann
rithöfundur
þeirra 20% sem minnst þéna. Það
1% landsmanna sem mestar eigur
á ræður nú yfir um 40% af þjóð-
arauði eða nær helmingi meira en
1975.
Varnarleysi og nauðhyggja
Það hefur ekki gerst síðan rétt
fyrir 1930 (heimskreppuna) að
drjúgur hluti Bandaríkjamanna
beinlínis tapi á því að framleiðsla
og afköst aukast. Þetta gerist
vegna þess aö fjármagnið ræður
eitt og það heimtar að allt víki fyr-
ir hinni frægu „samkeppnisstöðu
fyrirtækja". Sem þýðir að þeir
ríku og fýrirtæki þeirra borga
minni skatta (sl. tíu ár hafa tekjur
stjómenda fyrirtækja aukist um
19% en um 66% eftir skatta!). Sem
þýðir að stjórnmálamenn hafa
hjálpað til að lama verklýðshreyf-
inguna í nafni „sveigjanleika á
vinnumarkaði“. Sem þýðir að lögð
er niður framleiðsla þar sem
starfsfólk er í verkalýðsfélögum og
hún flutt til undirverktaka sem
borga ófélagsbundnu fólki lægra
kaup.
Störf í framleiðslu hafa horfið
vegna tæknivæðingar eða vegna
þess að framleiðslan er flutt til lág-
launalanda. í staðinn komu um
tíma stöiT í þjónustugeiranum sem
vom verr launuð. Nú er hagræð-
ingin farin að höggva stór skörð í
þann geira líka. Margir sérmennt-
aðir starfsmenn fá að fjúka með
þeim ófaglærðu. Fyrirtæki þurfa á
tæknibyltingaröld á nokkrum
hópi mjög vel menntaðra starfs-
manna að halda - en allir aðrir
þurfa ekki að kunna neitt sérstakt,
nema að hlýða og halda kjafti.
Menn hafa áhyggjur af þessu:
miðjan stóra, hinn mikli fjöldi
manna sem hafði millistéttarkjör,
skreppur saman, meðan hinir fá-
tækari verða fátækari og þeir ríku
ríkari. Þolir lýðræðið það til
lengdar? Verður sprenging í stór-
borgunum? Verður líft í landinu?
Við þurfum að þekkja þessi
dæmi því allir em að vitna til
Bandaríkjanna sem fyrirmyndar
fyrir okkur og Evrópu. Og spyrja
svo: Er hægt að breyta þessari
framvindu mála? Ætla menn að
láta froðufellandi lýðskrumara á
borð við Pat Buchanan einan um
að taka málstað þeirra sem em nú
hraktir út í hom í mannlegu fé-
lagi?
Ég veit ekki. Það heyrist varla
hljóð úr horni. Þeir frjálslyndu og
vinstrisinnuðu eru eins og mús
undir fjalaketti. Þorir einhver að
æmta gegn þeirri nauðhyggju að
engin ráð séu til í mannlegu félagi
önnur en hámarksfrelsi markaðar-
ins? Ekki enn, ekki svo um muni.
Ámi Bergmann
„Menn hafa áhyggjur af þessu: miðjan
stóra, hinn mikli fjöldi manna sem hafði
millistéttarkjör, skreppur saman meðan
hinir fátækari verða fátækari og þeir ríku
ríkari. Þolir lýðræðið það til lengdar?"
Skoðanir annarra
Afmörkuð stund
„Vegna stöðu sinnar ber Biskup íslands sjerstaka
ábyrgð á einingu kirkjunnar. Honum ber með þeim
úrræðum sem honum em rjett og tiltæk að varö-
veita kirkjuna fyrir flokkadráttum og sundmngu. Eg
fullyrði fyrir hönd prestanna, að til slíkra ráða get-
ur biskup ævinlega reitt sig á ömgga fylgd pres-
tanna, því hvergi er trúfræðilegur ágreiningur, svo
vitað sje. Eg treysti þvi, að hann finni þau úrræði
fyrr heldur en seinna, þvi öllu er afmörkuð stund.“
Geir Waage í Mbl. 8. mars.
Þjóðaratkvæðagreiðslur
„Á síðustu árum hefur þjóðaratkvæðagreiðslum
fjölgað nokkuð á Vesturlöndum. í Sviss standa þær
á gömlum grunni, en í mörgum ríkjum Bandaríkj-
anna hafa þær færst mjög í vöxt á síðustu ámm ... Á
íslandi hafa flokkamir reynst ófærir um að leiðrétta
ójafnan kosningarétt landsmanna, m.a. vegna þess
að Alþingi er kosið samkvæmt ranglátum leikregl-
um og að flokkamir eru innhyröis klofnir í málinu.
Til að skera á þennan hnút er þjóðaratkvæða-
greiðsla vænleg lausn; þar fengju allir að segja álit
sitt.“ Úr forystugrein Alþbl. 8. mars.
Kirkjan týnist
„Atburðir síðustu daga og vikna leiða í ljós stjórn-
unarlega og siðferðilega vangetu kirkjunnar til að
ráða sínum málum ... Hinn sanna kirkja er samfélag
kristinna og hún hefur týnst í þessum átökum. Van-
geta prestastéttarinnar og biskups til að leysa
ágreiningsmál og lamandi ófriður vígðra embættis-
manna kallar á skipulagsbreytingu á þjóðkirkjunni
... Kirkjuna ætti aö afhenda sveitarfélögunum og láta
þau og söfnuðunum um trúarhald ... íslenska kirkj-
an var upphaflega sveitakirkja og er vel við hæfi að
hún verði það aftur á þúsund ára afmæli kristnitök-
unnar.“Úr forystugreinum Vikublaðsins 8. mars.