Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Blaðsíða 10
I
10
LAUGARDAGUR 16. MARS 1996
Ný íslensk kvikmynd frumsýnd á fimmtudaginn:
Leiklist skal það vera
- segir Ragnheiður Axel sem þreytir frumraun sína í Draumadísum
„Áhugi minn á leiklist hefur
alltaf veriö fyrir hendi. Svo fór ég á
Lee Strasberg-námskeið þar sem sú
aðferð í kvikmyndaleik var kennd.
Af því ég hafði haft skilning á þess-
ari meðferð og hafði lesið bækur um
hana þá gekk mér mjög vel. Það var
ekki aftur snúið eftir það - leiklist
skyldi það vera,“ segir Ragnheiður
Axel, önnur aðalleikkonan í nýrri
kvikmynd Ásdísar Thoroddsen,
Draumadísum, sem frumsýnd verð-
ur næstkomandi fimmtudag í
Stjörnubíói.
Nemur í Lee Strasberg
Ragnheiður Axel, en það er
sviðsnafn hennar, er 22 ára og hefur
stundað leiklistarnám við Lee Stras-
berg Theater Institute í New York
frá því í janúar. Þrátt fyrir annir í
skólanum, en fram undan var ís-
landsferð og frí frá skóla í tengslum
við það, gaf hún sér tíma í vikunni
til að ræða við blaðamann DV með
hjálp Pósts og síma þar sem hún var
stödd í New York.
„Ég fór út í janúar eftir að ég fékk
ekkert að gera heima í leiklist. Mig
langaði ekki í leiklistarskólann
heima því hann býður ekki upp á
kennslu í kvikmyndaleik. Mig hafði
líka alltaf langað í þennan skóla þar
sem mörg átrúnaðargoð mín, eins
og Marilyn Monroe, A1 Pacino, Ro-
bert De Niro, Marlon Brando og
James Dean, lærðu í Lee Stras-
berg.“
Ragnheiður segir aðferðir Lee
Strasberg, en rekja má upphaf
þeirra til 19. aldar, í fáum orðum fel-
ast í því að vera. Of flókið mál sé að
skýra þær út í fáum orðum en inn-
lifun og persónugreining sé stór
þáttur í þeim.
Vissi ág féngi hlutverkið
- En hvernig kom til að Ragn-
heiður fékk hlutverk í Draumadís-
um?
„Ég frétti af því að Ásdís
Thoroddsen væri að leita að
ljóshærðri stelpu í
myndina og hringdi því
í vini mína til að athuga
hvort þeir vissu eitt-
hvað um þetta. Enginn
vissi neitt svo ég hringdi
í Ásdisi og hún boðaði
mig í prufu. Ég mætti í
prufuna með úfið hár og í
gallabuxum - eins og lúði
- en var rosalega afslöpp-
uð. Ég var eiginlega undr-
MEGA DRIVE
LEIKJATÖLVA
M/STÝRIPINNA
JAPISS
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI
.
<
„Ég fór út í janúar eftir að ég fékk ekkert að gera heima í leiklist. Mig langaði ekki í leiklistarskólann heima því hann
býður ekki upp á kennslu kvikmyndaleik. Mig hafði líka alltaf langað í þennan skóla þar sem mörg átrúnaðargoð mín;
eins og Marlin Monroe, Al Pacino, Robert De Niro, Marlon Brando og James Dean, lærðu í Lee Strasberg,"
segir Ragnheiður Axel, 22 ára leikkona sem fer með hlutverk Styrju í nýrri kvikmynd Ásdísar
Thoroddsen, Draumadísir, sem frumsýnd verður í næstu viku í Stjörnubíói.
verkið - ég var aldrei í vafa - en
samt var ég hissa þegar hringt var í
mig og mér tilkynnt það.“
andi á því hversu afslöppuð ég var.
í prufunni þurfti ég að lesa á móti
Baltasar Kormáki og það var ekkert
mál. Ég er enn þá undrandi á því
hve afslöppuð ég var. Svo fór ég
heim og vissi að það yrði hringt í
mig. Ég var kölluð aftur í prufu
sem gekk ekki alveg jafn vel
en þegar ég var búin í
henni þá vissi
að ég myndi
fá hlut
Hyggur á frama vestra
Eina reynsla Ragnheiðar af kvik-
myndaleik til þessa var statistahlut-
verk eða aukaaukahlutverk í kvik-
myndinni Sódómu. Hún segir því
tækifæri
sitt nú skipta
miklu máli um fram-
tíð sína, sérstaklega ef
haft er í huga að hún hyggst
reyna að komast að í kvikmyndum
vestra. Þótt hún sé ekki enn komin
með atvinnuleyfi vestra þá er sú
ganga þegar hafin en nýlega lék hún
í kvikmynd um samkynhneigða, svo
kallaðri „gay-cult" mynd, sem lítið
fyrirtæki í Bandaríkjunum fram-
leiðir. Þá hefur hún fengið sér um-
boðsmann til að koma sér á fram-
færi. Aðspurð féllst hún á það með
semingi að hún sé á framabraut.
„Þetta hlutverk hefur heilmikla
þýðingu fyrir mig, sérstaklega af
því að ég hef ákveðið að halda
áfram í kvikmyndaleik. Það er mjög
gott að geta sýnt verk sín - sérstak-
lega í Bandaríkjunum þar sem fólk
fær ekki tækifæri á hverjum degi að
leika í kvikmynd - hvað þá eitt af
aðalhlutverkunum."
Erfitt en
skemmtilegt
Ragnheiður segir vinnuna að
Draumadísum hafa verið heilmikla
upplifun.
„Þetta var ekkert sérstaklega auð-
velt. í raun var þetta mjög erfitt á
köflum en mjög gaman. Maður var í
kringum fullt af skemmtilegu fólki
en þetta varð erfitt þegar allir voru
farnir að vita allt um alla. Fólk
verður þreytt hvort á öðru því sam-
skiptin verða svo persónuleg. Svo
gat þetta verið mjög erfitt líkam-
lega. Stundum var mjög kalt þegar
tökur stóðu yfir og maður norpaði
krókloppin úti í kuldanum og fékk
engu breytt þar um. Þaö kom fyrir
að maður kom lurkum laminn heim
eftir 10 tíma tökur í 10 stiga
frosti. En
þetta var
skemmtilegt
og ég er
reiðubúin
að halda
þessu
áfram.“
- En
hvað er
fram
undan
hjá
Ragn-
heiði?
„Ég ætla að ljúka
skólanum hér og svo er það
hörkuvinna að koma sér á fram-
færi. Annars væri ég alveg til í að
gerast kennari í þessari aðferð sem
ég er að læra. Leiklistarskölinn
heima hefði gott af því að kenna
kvikmyndaleik. Það er orðið það
mikið um framleiðslu kvikmynda
heima.“
Aðspurð hvort hún hlakki til
frumsýningar ’kvikmyndarinnar
segir Ragnheiður lítið hafa hugsað
til þess þótt ótrúlegt sé.
Mesta tilhlökkunin sé að komast
heim og hitta dótturina, Sigrúnu
Sól, og ofan á allt að sjá bíómynd
með sjálfri sér. -pp
Þetta er Reykjavíkurmynd
r
- segir Asdís Thoroddsen, leikstjóri og handritshöfundur
„Þetta er Reykjavíkurmynd sem
ætti að lýsa stemningunni innan
borgarmarkanna. Söguþráðurinn
er úr samtímanum og fjallar um
tvær stúlkur um tvítugt og þeirra
draum sem er ekki æðri en að ná
sér í hinn eina rétta karlmann.
Þær halda að sá hafi rekið fjörur
þeirra, og það sá eini og sami.
Grunnurinn gæti verið úr eldhús-
róman en í þessa ástarsögu bland-
ast fleiri hliðarsögur, svo sem af
gjaldþroti, hvítflibbaglæp, fjöl-
skylduvandræðum og tísku,“ segir
Ásdís Thoroddsen um nýjustu
kvikmynd sína, Draumadísir, sem
frumsýnd verður í Stjörnubíói 21.
mars.
í kvikmyndinni spreyta tvær
ungar leikkonur frumraun sína í
aðalhlutverkum á hvíta tjaldinu:
þær Silja Hauksdóttir og Ragn-
heiður Axel. Auk þeirra leika í
myndinni Baltasar Kormákur,
Ragnheiður Rúríksdóttir, Berg-
þóra Aradóttir og Margrét Áka-
dóttir og fleiri. Halldór Gunnars-
son stjórnaði kvikmyndatöku, Sig-
urður „hrellir“ Sigurðsson, sá um
hljóðupptöku og aðstoðaði við
hljóðvinnslu, Valdís Óskarsdóttir
sá um klippingu, Þorvaldur Böðv-
ar Jónsson annaðist leikmynd og
framleiðandi var Martin Schlúter.
Einar A. Melax, gamli Kuklarinn,
samdi hins vegar tónlistina.
Auk þess að leikstýra myndinni
er Ásdís handritshöfundur henn-
ar. Hugmyndina segir hún hafa
kviknað fljótlega eftir að hún lauk
við gerð Ingulóar, eða árið 1992.
Það tók um tvö ár að finna hand-
ritinu lokabúning en hugmyndin
er sprottin upp úr malbikinu á
suðvesturhorninu, eins og Ásdís
orðar það.
„Ég fer þó þá nýstárlegu leið í
handritsuppbyggingu að spinna
saman tvo hópa fólks sem sagan
leiðir síðan saman. Ég hafði nú
enga beina fyrirmynd að þessu en
ekkert er nýtt undir sólinni."
Myndin kostaði rúmlega 50
milljónir í framleiðslu og er kost-
uð af ZDF, sem kostaði að hluta til
gerð Ingulóar, ARTE, sem er
frönsk-þýsk sjónvarpsrás, Kvik-
myndasjóði Berlínar og Kvik-
myndasjóði íslands. Auk þess legg-
ur íslenska kvikmyndasamsteypan
fram fé til gerðar myndarinnar og
loks Ásdís sjálf. „Ég held við höf-
um nýtt þessar milljónir vel og það
sjáist ekki á myndinni aö hún er í
ódýrari kantinum.
Ásdís er treg til að svara því
hver boðskapur myndarinnar sé.
Hann sé að minnsta kosti ekki sið-
ferðilegur en hver verði að draga
sinn lærdóm af henni. „Það má
njóta kvikmyndarinnar án þess að
hafa af henni nokkurt gagn.“