Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Blaðsíða 12
12 fér/en</ bóksjá LAUGARDAGUR 16. MARS 1996 Íl3 \ Metsölukiljur I ••••••••••••#•# Bretland Skáldsögur: 1. Kate Atkinson: Behind the Scenes at the Museum. 2. Jostein Gaarder: Sophie’s World. 3. John Grlsham: The Ralnmaker. 4. Irvine Welsh: Trainspotting. 5. Irvlne Welsh: Trainspottlng. 6. Anne Tyler: Ladder of Years. 7. Davld Guterson: Snow Falling on Cedars. 8. Chaterine Cookson: A Ruthless Need. 9. Erlca James: A Breath of Fresh Air. 10. Irvine Welsh: The Acid House. Rit almenns eölis: 1. Will Hutton: The State We’re In. 2. Graham Hancock: Fingerprlnts of the Gods. 3. Ngaire Genge: The Unofficlal X-Files Companion. 4. Alan Bennett: Writing Home. 5. Andy McNab: Bravo Two Zero. 6. Brian Lowry: The Truth Is out there. 7. Janlne Pourroy: Behlnd the Scenes at ER. 8. Jung Chang: Wlld Swans. 9. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. 10. Ranfurly: To War with Whitaker. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk 1. Jane Austen: Fornuft og folelse. 2. Jung Chang: Vilde svaner. 3. Llse Norgaard: Kun en plge. 4. Nat Howthorne: Den flammende bogstav. 5. Terry McMillan: Ándenod. 6. Lise Norgaard: De sendte en dame. 7. Peter Heeg: De máske egnede. (Byggt á Polltlken Sondag) I vísindi Bandarísk uppsláttar- rit á ueisladiskum Fullvíst má telja að útgefendur víða um heim muni í stórauknum mæli nýta sér möguleika margmiðlunar á næstu árum og gefa út uppsláttarrit á geisladiskum. Þótt slík útgáfa sé enn á byrjunarstigi eru mörg út- gáfufyrirtæki farin að þreifa fyrir sér og selja alfræðirit og ýmsar fræðibækur á diskum, með misjöfnum árangri eins og gengur. Saga tuttugustu aldarinnar Fyrir skömmu fjallaði bókmenntablað The New York Times um nokkra titla, sem þegar eru komnir á mark- að fyrir Windows og Macintosh tölvur. Hér verður lítil- lega vitnað til þeirrar umfjöllunar. Það er auðvitað engin tilviljun að margir þeir sem huga að margmiðlun líta á möguleikana á sviði sagn- fræði; þar er auðvelt að blanda saman texta, tali, mynd- um og tónum á forvitnilegan hátt. „Our Times” heitir myndskreytt saga tuttugustu ald- arinnar sem gefin er út samtímis á bók og geisladiski. Ritstjóri er Lorraine Glennon. Verk þetta fær góða dóma. Bókin, sem er 713 blaðsíð- ur, þykir afar vel samin og hönnuð og diskútgáfan gefa skemmtilega mögu- leika á að leita upplýsinga út og suð- ur með því að nota mús og stikkorð. Ekki sakar að á geisladiskum er eintak af alfræðibók, sem kennd er við Columbia, tengd uppflettiorðum sögu þessarar aldar. Því er auðvelt að fá enn frekari upplýsingar á diskinum en lesa má í bókinni. Hvor útgáfan um sig kostar innan við 70 Bandaríkjadali. Lyndon Johnson með suður-víetnömskum leiðtogum: saga stríðsins er komin á geisladisk. Times, 600 ljósmyndir og alls um 40 mínútna sjónvarps- efni frá CBS. Verðið er um 50 dollarar. „Passage to Vietnam" er gefið út í senn á bók og geisladiski. Einn gagn- rýnandi segir þetta frábærasta verk sem hann hafi séð á diski til þessa. Rick Smolan heitir ljósmyndarinn sem á allan heiður af því. Hann hafði samband við sjötíu þekkta ljósmynd- ara frá fjórtán löndum og sendi þá árið 1994 í eina viku til ólíkra staða í Víetnam til að mynda landið og þjóð- ina. Verð: tæpir 40 dollara. Málverk og stjörnur Umsjón Elías Snæland Jónsson Uppsláttarrit um Víetnamstríðið Víetnam hefur lengi verið ofarlega í huga Bandaríkja- manna og nú eru tvö gjörólík verk um þetta land kom- in á geisladiska. Fyrst ber að nefna „The War in Vietnam: A Multi- media Chronicle” en það er samstarfsverkefni tveggja bandarískra fjölmiðlarisa; sjónvarpsfréttastofu CBS og The New York Times. Það efni sem starfsmenn þessara miðla öfluðu sér á tímum Víetnamstríðsins er hér nýtt til fulls og tengt saman á aðgengilegan hátt þannig að neytandinn getur valið hvað hann viU sjá og heyra. Á diskinum eru um eitt þúsund greinar úr New York Rétt er að nefna að lokum stuttlega þrjá aðra diska. Sögu bandarísku borgarastyrjaldarinnar er gerð ítar- leg skU í tveggja diska verki sem nefnist „American Heritage: The Civil War“ og kostar tæpa 80 doUara. Eins og í mörgum öðrum tUvikum er hér í reynd verið að færa prentaða bók, sem náð hefur vinsældum í Banda- ríkjunum, yfir í tUtölulega einfalda margmiðlun. Breska listasafnið The National Gallery hefur birt á bók myndskreytta skrá um öll sín verk. Nú er líka hægt að fá „Complete IUustrated Catalogue" á diski, en hann er í dýrari kantinum, kostar um 150 doUara. „Hubble Space Telescope CD-Rom Archive" er safn ljósmynda af plánetum og stjörnum. Það fær misjafna dóma og kostar um 30 doUara. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Gnsham: The Ralnmaker. 2. Danielle Steel: The Glft. 3. David Guterson: Snow Falling on Cedars. 4. LaVyrie Spencer: Home Song. 5. V.C. Andrews: Tarnlshed Gold. 6. Mlchael Palmer: Sllent Treatment. 7. Llllan Jackson Braun. The Cat Who Blew the Whlstle. 8. Stanley Pottlnger: The Fourth Procedure. 9. Robln Cook: Acceptable Risk. 10. Sandra Brown: Tempest In Eden. 11. Terry McMlllan: Waiting to Exhale. 12. Julle Garwood: For the Roses. 13. Barbara Delinsky: Together Alone. !14. Jane Austen: Sense and Senslbility. 15. John le Carré: Our Game. Rit almenns eölis: 1. Helen Prejean: Dead Man Walking. 2. Mary Plpher: Revlvlng Ophella. 3. Richard Preston: The Hot Zone. 4. Butler, Gregory & Ray: Amerlca’s Dumbest Crlmlnals. 5. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 6. B.J. Eadle & C. Taylor: Embraced by the Llght. 7. Nicholas Negroponte: Belng Digltal. 8. Thomas Moore: Care of the Soul. 9. Paul Relser: Copplehood. 10. Clarissa Plnkola Estés: Women Who Run wlth the Wolves. 11. Doris Kearns Goodwln: No Ordlnary Tlme. 12. Brlan Lowry: The Truth is out there. 13. Tlm Allen: Don’t Stand to Close To a Naked Man. 14. Maya Angelou: I Know Why the Caged Blrd Slngs. 15. Robert Fulghum: From Beginnlng to End. (Byggt á New York Times Book Revlew) DV Eldgamalt spjót til veiða fundið í Saír Fornleifafundur í Saír gefur vísbendingar um að maðurinn hafi verið farinn að nota verk- færi til að veiða sér til matar mun fyrr en áður var talið. Fund- ist hafa 90 þúsund ára gamlir spjótsoddar en áður var það al- mennt álit visindamanna að maðurinn hefði ekki beitt tækni- kunnáttu við mataröflun fyrr en fyrir 35 þúsund árum. Það voru vísindamenn frá Ge- orge Washington háskólanum í Bandaríkjunum sem fundu spjótsoddana, ellefu að tölu, og þykja þeir ekki gefa neitt eftir evrópskum verkfærum sem eru aöeins 14 þúsund ára gömul. Afr- ikubúar voru 75 þúsund árum á undan okkur að nýta sér tækn- ina. Þekjum alla jörðina ÍEf maðurinn eykur kyn sitt af jafn miklum móð í framtíðinni og hingaö til, allt til ársins 3530, verður rúmtak mannfólksins á Íjörðinni álíka mikið og rúmtak jarðarinnar sjálfrar. Verði hið sama upp á teningn- um fram til ársins 6826, verður rúmtak mannfólksins álíka mik- ið og rúmtak hins þekkta al- heims. Hvaö gera bændur þá? Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Einræktaðar kindur allar eins Hópi breskra erfðafræðinga hefur tekist að búa til alveg eins kindur með því aö rækta frumur sem teknar voru úr kindarfósturvísi Frumurnar sem voru fjarlægðar voru á því þroskastigi að hver þeirra bjó yfir möguleikum á að verða fullburða vera. Þeim var síðan blandað saman við egg úr kind sem erfðaefnið hafði verið fjarlægt úr áður en þeim var komið fyrir í ám sem höfðu verið búnar undir meðgöngu með hormónagjöf. @ Kind 1 Fósturfruma með öllum erfðaupplýsingum sem þarf til að úr verði heilt dýr er fjarlægð REUTERS Heimild: Nalure tgg Fósturvísir Meðhöndlaðar eggjafrumur fá að verða að fósturvísi í Erfðaupplýsingar úr annarri eggfrumu úr kind eru fjarlægðar. í staðinn koma upplýsingar frumum kindar 1 j) Einræktaöar klndur Kind 2 ber lömbum sem eru nákvæmlega eins og kind 1 @ Skipting Fruman sem tekin var er látin skipta sér eins og þarf á tilraunastofu Morag og Megan líta út eins og ósköp venjulegar breskar kindur en það eru þær svo sannarlega ekki. Þær eru fyrstu kindurnar sem hafa verið einræktaðar með nýrri bylt- ingarkenndri tækni sem byggist á flutningi kjarna úr ræktuðum frum- um. Frá þessu er skýrt í vísindarit- inu Nature. Það voru vísindamenn við Roslin stofnunina í Edinborg sem bjuggu kindurnar til með því að rækta frumur sem teknar voru úr fóstur- vísi kindar. Frumurnar voru mjög skammt á veg komnar á þroskaferl- inu og bjó hver og ein þeirra yfir möguleikanum að dafna og verða að fullburða einstaklingi. Frumunum var steypt saman við egg úr kindum sem erfðaefnið hafði verið fjarlægt úr og síðan komið fyr- ir í ám sem höfðu verið búnar und- ir meðgöngu með hormónagjöf. „Vinna af þessu tagi hefur hefur verið möguleg um nokkurt skeiö með dýr eins og froska en það hefur reynst erfitt að endurtaka tilraun- irnar á spendýrum," sagði Steve Jo- nes, prófesor í erfðafræði við Uni- versity College í London. Vísindamennirnir sögðu að hægt væri að beita aðferð þeirra til að búa til sérsniðinn búpening sem ætlað væri að framleiða erfðafræði- lega breytt kjöt og mjólk á verk- smiðjubúum. Aðspurður um hvort þetta afrek vísindamannanna í Skotiandi væri skref í þá átt að hægt yrði að ein- rækta manneskjur, eins og segir frá í mörgum vísindaskáldsögum, sagði Jones að svo væri. „Það er hins veg- ar mjög langt í það,“ sagði hann. Aðeins brjálæðingi dytti nokkurn tíma í hug að reyna slíkt, bætti hann við. Beta karotín gagnslaust Beta karotínpillur njóta mik- illa vinsælda í heilsufæðisversl- unum, enda sagðar vera nánast allra meina bót. Tvær nýlegar rannsóknir, sem sagt er frá í tímariti amerísku læknasamtak- anna benda hins vegar til að pill- ur þessar komi ekki í veg fyrir hjartasjúkdóma eða krabbamein, né heldur stuðli þær að lengra : lífi. Niðurstöður rannsókna þess- ara undirstrika niðurstöður úr eldri rannsóknum þar sem fram komu efasemdir um gagnsemi pillna með beta karotíni, næring- arefni sem finnst í grænu og gulu ; grænmeti. Besti vinurinn, í alvöru Hundaeigendur hafa sjálfsagt : alltaf haldið því fram og nú hafa Ivísindamenn bæst í hópinn: Hundurinn er í alvörunni besti vinur mannsins. Samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn gera hundar geðheilsu eigandans meira gagn en bæði maki og vinur. Rannsóknin náði til 240 hjóna sem voru beðin mn að leysa ýmsar þrautir með hund eða vin við hlið sér og síðan mak- ann. í ljós kom að nærvera hundsins dró mun meira úr streitu viðkomandi en nærvera maka eða vinar. Nærvera : makans eins dró hins vegar minnst úr streitunni. Rannsóknin ályktaði að hund- I urinn væri gagnlegastur svoköll- uðum A-manneskjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.