Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Blaðsíða 4
¦k
4 *
Qettir
LAUGARDAGUR 16. MARS 1996
Frumvarpið um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna ekki lagt fram:
Davíð Oddsson tekur fram fyrir
hendur Friðriks öðru sinm
- svona gera menn ekki, sagði Davíð um árið og lét hætta við barnaskattinn
Það urðu margir hissa í gær þeg-
ar Davíð Oddsson forsætisráðherra
steig í ræðustól á Alþingi og lýsti
því yfir að frumvarpið um lífeyris-
réttindi opinberra starfsmanna yrði
ekki lagt fram. Breytingar á lífeyris-
réttindum yrðu ekki knúnar í gegn
í andstöðu við kennara eða aðra
starfsmenn ríkisins.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra hefur verið í orlofi síðustu
daga og Davíð gegnt fjármálaráð-
herraembættinu á meðan. Friðrik
hafði aldrei ljáð máls á að hætta við
að leggja frumvarpið fram eða
breyta því. Þess vegna lögðu tals-
menn kennara, BSRB og BHMR í
fundaherferð um landið þar sem
þeir héldu vel á þriðja hundrað fé-
lags- og vinnustaðafundi til að mót-
mæla frumvarpinu með þessum ár-
angri.
Það sem mesta athygli vekur í
sambandi við þetta er að þetta er í
annað sinn sem Davíð Oddsson for-
sætisráðherra grípur fram fyrir
hendurnar á ^Friðriki Sophussyni
fjármálaráðherra og rekur hann til
baka með óvinsælt mál. í hinu til-
fellinu var það frumvarpið um
barnaskattinn, sem forsætisráð-
herra stöðvaði í sjónvarpsútsend-
ingu með orðunum „svona gera
menn ekki".
Þetta gerðist 10. nóvember 1994.
Þann sama dag hafði Friðrik Soph-
usson beðið um utandagskrárum-
ræðu um málið. Þar sakaði hann
Ólaf Ragnar Grímsson um lagabrot
þegar hann sem fjármálaráðherra
lét hætta við að innheima skatta af
börnum sem voru að vinna fyrir
vasapeningum.
Síðar þann sama dag hélt svo
Friðrik fund með ritstjóra, aðstoðar-
ritstjóra og blaðamanni DV í fjár-
málaráðuneytinu vegna þessa sama
máls. DV hafði barist harðast fyrir
því að frumvarpið yrði dregið til
baka. Á miðjum þessum fundi var
fjármálaráðherra kallaður í símann.
Þegar hann kom til baka var allt
breytt. Þá taldi hann allt í einu
koma til greina að breyta frumvarp-
inu. Skömmu eftir að fjármálaráð-
herra hafði lokið símtalinu var það
sem forsætisráðherra kom út úr
þingflokksherbergi Sjálfstæðis-
flokksins i þinghúsinu og sagði
þessi frægu orð. „Svona gera menn
ekki."
-S.dór
Vélar að hefja vinnu við grunn vörugeymslunnar. OV-mynd ÆMK
Eina nýsmíð vamarliðsins í ár:
Vörugeymsla reist og end-
urbætur fyrir 727,5 milljónir
DV,Suoumesjiini:___________________________
„Verkefnið felur í sér að byggð
verður stór vörugeymsla ásamt
skrifstofuhúsnæði við matvöru-
verslunina auk mikilla endurbóta á
versluninni sjálfri. Þetta verður
eina nýsmíðin sem íslenskir aðal-
verktakar hefja framkvæmdir við í
ár á Kefiavíkurfiugvelli," sagði
Friðþór Kr. Eydal, upplýsingafull-
trúi Varnarliðsins á Keflavíkurfiug-
velli, í samtali við DV í morgun.
íslenskir aðalverktakar eru byrj
aðir á framkvæmdum við byggingu
vörugeymslunnar við matvöruhús
varnarliðsins. Þetta er mikið verk
og hljóðar samningurinn upp á 727,5
milljónir króna. Verkinu á að vera
lokið fyrir haustið 1997.
-ÆMK
Davíö Oddsson forsætisráðherra hefur í tvígang tekið fram fyrir hendur
samráðherra síns, Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra, og blásið af óvin-
sæl mál.______________________________________________DV-mynd BG
Miðskólinn hvert annað einkafyrirtæki:
Borgin á engan
Stýrimannaskólinn í Reykjavík hátt skuldbundin
í dag, laugardag, milli kl. 13.30 og
17.00 mun Stýrimannaskólinn í
Reykjavík halda árlegan kynningar-
dag sinn á skólanum undir ein-
kunnarorðunun „sigling til framtíð-
ar". Sýndar verða allar deildir skól-
Biskup til Strasborgan
Undirbýr
aðalfund
Biskup íslands, herra Ólafur
Skúlason, heldur á þriðjudag til
Strasborgar þar sem hann stýrir
undirbúningsfundi fyrir aðalfund
guðfræðistofnunar Lútherska
heimssambandsins en biskup er
stjórnarformaður stofnunarinnar.
Missagt var í gær að fundurinn
væri til undirbúnings biskupafundi
sambandsins og er beðist velvirð-
ingar á því -SÁ
ans og nemendur og kennarar
munu sýna gestum þáirsiglinga- og
fiskileitartæki og notkun þeirra
sem við skólann eru. Einnig munu
nemendur skólans taka þátt í splæs-
ingarkeppni (vírasplæsing). Mörg
fyrirtæki, sem tengjast sjávarút-
vegi, munu kynna þjónustu sína
innan og á lóð Sjómannaskólans.
Þyrla Landhelgisgæslunar, TF-LÍF,
mun koma á svæðið og sýnd verður
björgun manna ef veður leyfir.
- segir formaður skólamálaráðs Reykjavíkur
Dansað í
Koiaportinu
Nemendur og keppnispör úr
Dansskóla Jóns Péturs og Köru
ætla að bjóða gestum Kolaports-
ins upp á glæsilegan dans helg-
ina í dag og á morgun. Sérstakar
danssýningar verða kl. 12, 14 og
16 báða dagana.
„Borgin er á engan hátt skuld-
bundin til að sjá Miðskólanum fyrir
húsnæði. Leigusamningi við Mið-
skólann var sagt upp fyrir sl. ára-
mót samkvæmt ákvæðum í samn-
ingnum. Ég skil einkafyrirtæki og
þar með einkaskóla þannig að
stjórnendurnir eigi að sýna einka-
framtak í því að bjarga sér, m.a. um
húsnæði," segir Sigrún Magnúsdótt-
ir, formaður skólamálaráðs Reykja-
víkur.
Hún vísar því algerlega á bug að
borgin sé á nokkurn hátt skuld-
bundin gagnvart Miðskólanum með
að sjá honum fyrir húsnæði fremur
en öðrum einkafyrirtækjum að
einkaskólum meðtöldum. Ekkert
finnist í gögnum borgarinnar eða
borgarstjóraembættisins um það. Þá
fari ekkert uppeldis- eða kennslu-
fræðilegt brautryðjendastarf fram í
Miðskólanum sem réttlæti slíkt.
-SÁ
Eigendur Miðskólans verða sjálfir
að finna nýtt húsnæði handa fyrir-
tæki sínu, segir Sigrún Magnúsdótt-
ir, formaður skólamálaráðs Reykja-
víkur.