Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Blaðsíða 50
58 i mæli Jónína Margrét Guðnadóttir Jónína Margrét Guðnadóttir, þýðandi hjá Hagstofu íslands, Skildinganesi 36A, Reykjavík, er fimmtug í dag. Starfsferill Jónína Margrét fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp. Hún lauk stúd- entsprófi frá MR 1965, BA-prófi í ensku og sagnfræði við HÍ 1969, cand. mag.-prófi í ensku frá HÍ1979 og prófi fyrir löggilta skjalaþýðend- ur og dómtúlka í ensku 1981. Jónína Margrét hefur sinnt rit- stjórnarstörfum, skjalaþýðingum Salaleiga Ilöfum sali sem henta fyrir alla mannfagnaði hótelISlMd 5687111 og öðrum þýðingum sl. fimmtán ár, hefur verið þýðandi hjá Hagstof- unni frá 1992 og hefur kennt ensku við MR sl. þrjú ár. Hún ritstýrði bókinni Konur, hvað nú?, útg. 1985, ritstýrði Flug- orðasafni, útg. 1993, og þýddi bók- ina Þú misskilur mig, eftir Deborah Tannen, útg. 1994. Jónína Margrét sat í stjórn Kvennréttindafélags íslands 1979-94, var lengi ritari þess og varaformaður 1990-94, ritstjóri 19. júní, ársrits Kvennréttindafélags íslands, 1980-88 og hefur setið í nefndum um málefni og menntun þýðenda á vegum íslenskrar mál- nefndar og menntamálaráðuneytis- ins. Jónína Margrét giftist 24.7. 1965 Sveini Snæland, f. 2.3. 1944, verk- fræðingi. Hann er sonur Péturs Snælands, fyrrv. forstjóra, og Ágústu Pétursdóttur Snæland teiknara. Böm Jóninu Margrétar og Sveins eru Pétur, f. 30.5.1971, nemi í vélaverkfræði við HÍ, en kpna hans er Solveig Hulda Jónsdóttir tannlæknanemi; Tínna Kristín, f. 4.7. 1973, tannlæknanemi; Sveinn Orri, f. 28.11. 1981, nemi í grunn- skóla. Alsystkini Jónínu Margrétar eru Einar Guðnason, f. 13.4. 1939, við- skiptafræðingur í Reykjavik; Berg- ur Guðnason, f. 29.9. 1941, lögfræð- ingur i Reykjavík; Elín Guðnadótt- ir, f. 14.10.1950, búsett í Reykjavík. Hálfsystkini Jónínu Margrétar, samfeðra, eru Jón Guðnason, f. 31.5.1927, prófessor í sagnfræði við HÍ, búsettur í Reykjavík; Gerður Guðnadóttir, f. 4.3. 1926, fyrrv. skrifstofumaður hjá MyndTista- og handíðaskóla íslands, búsett í Reykjavík; Bjarni Guðnason, f. 3.9. 1928, prófessor í fornbókmenntum við HÍ og fyrrv. alþm., búsettur í Reykjavik; Þóra Guðnadóttir, f. 17.2. 1931, móttókuritari á lækna- stofu, búsett í Reykjavík. Foreldrar Jónínu Margrétar voru Guðni Jónsson, f. 22.7.1901, d. 4.3. 1974, prófessor við HÍ, og Sig- riður Hjórdís Einarsdóttir frá Mið- dal, f. 28.10. 1910, d. 18.7. 1979, hús- móðir. Ætt Guðni var sonur Jóns, formanns á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, Guðmundssonar, formanns á Gamla-Hrauni, bróður Jóhanns, afa Ragnars í Smára. Guðmundur var sonur Þorkels, b. og formanns í Mundakoti, Einarssonar, bróður Hannesar, langafa Sigurjóns Ólafs- sonar myndhöggvara. Móðir Guð- mundar var Guðrún Magnúsdóttir, formanns i Mundakoti, Arasonar, b. í Neistakoti, Jónssonar, b. á Grjótlæk, Bergssonar, ættfóður Bergsættarinnar, Sturlaugssonar. Móðir Jóns á Gamla-Hrauni var Þóra Símonardóttir, b. á Gamla- Hrauni, Þorkelssonar. Móðir Sím- onar var Valgerður Aradóttir, syst- ir Magnúsar í Mundakoti. Móðir Þóru var Sesselja Jónsdóttir, b. á Ásgautsstöðum, Símonarsonar og k.h., Guðrúnar Snorradóttur. Móð- ir Guðrúnar var Þóra Bergsdóttir, systir Jóns á Grjótlæk. Móðir Guðna var Ingibjörg Gíslína Jónsdóttir, b. í Miðhúsum í Sandvíkurhreppi Jónssonar. Sigríður var systir Guðmundar Jónína Margrét Guðnadóttir. frá Miðdal, föður Errós. Sigríður var dóttir Einars, b. í Miðdal í Mos- fellssveit, bróður Eiríks, afa Vig- dísar forseta. Einar var sonur Guð- mundar, hreppstjóra í Miðdal, Ein- arssonar, b. á Álfsstöðum á Skeið- um, Gíslasonar, b. á Álfsstöðum, Helgasonar, bróður Ingveldar, móður Ófeigs ríka á Fjalli. Móðir Sigríðar var Valgerður Jónsdóttir, formanns á Bárekseyri á Álftanesi, Guðmundssonar og k.h., Sigríðar Tómasdóttur, systur Margrétar, langömmu Einars Benediktssonar sendiherra. Panasonic hljómtækjasamstæda SC CH72 Samstæða með 3diska spilara, kassettutæki, 140W.surround magnara, tónjafnara, útvarpi, hátölurum og fjarstýringu. Sigurður Helgi Pétursson krónu r 49.950, stgr. JAPISS BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI Sigurður Helgi Pétursson, hér- aðsdýralæknir í Austur-Húnavatns- sýslu og bóndi á Grund, til heimilis að Merkjalæk í Svínavatnshreppi i Austur-Húnavatnssýslu, er fimm- tugur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til átta ára aldurs, að Hurðarbaki í Kjós 1954-55 og átti síðan heima í Austurkoti í Flóa til 1972. Sigurður lauk landsprófi á Sel- fossi 1962, stúdentsprófi frá ML 1966 og prófi í dýralækningum við Dýra- læknaháskólann í Ósló 1971. Sigurður hóf dýralækningar 1972, fyrst við afleysingar á nokkrum stöðum á landinu og var þá m.a. í hálft ár í Búðardal en 1973 var hann skipaður héraðsdýralæknir í Aust- ur- Húnavatnssýslu og hefur starf- ¦HjaHrms þakki** sendi ég eeT+ingjum og vmwm sem glödcm mig mea Keimsóknum/ kveoJMm og gjöfum á ÓTT>*aeoisafmaeli mmu> pann 7. mavs sl. •9 Kæc kveðja urour* Sae.mur-\d |rá Stóru-AAöi-k C\fe.r\sásve.g\ 58 sson að þar síðan. Sigurður festi kaup á jörðinni Grund í Svínadal 1993 og rekur þar kúabú samhliða dýralæknisstarf- inu. Sigurður var formaður Tónlistar- félags Austur-Húnavatnssýslu i nokkur ár, situr í skólanefnd Tón- listarskóla Austur-Húnavatnssýslu, er formaður sóknarnefhdar í Auð- kúlusókn frá 1983, organisti í Auð- kúlukirkju frá 1990 og situr í stjórn Vélsmiðju Húnvetninga. Fjölskylda Sigurður kvæntist 14.12. 1975 Ragnhildi Þórðardóttur, f. 12.11. 1951, húsfreyju. Hún er dóttir Þórð- ar Þorsteinssonar og Guðrúnar Jakobsdóttur, bónda og húsfreyju á Grund í Svínadal. Börn Sigurðar og Ragnhildar eru Guðrún Valdís Sigurðardóttir, f. 24.3. 1976, nemi við MA; Pétur Magnús Sigurðsson, f. 9.3. 1979, nemi við MA. Systkini Sigurðar eru Magnús Pétursson, f. 14.9. 1940, málvísinda- maður og prófessor við háskólann í Hamborg; Ólafur Pétursson, f. 20.5. 1943, efnaverkfræðingur og for- stöðumaður mengunarsviðs Holl- ustuverndar ríkisins; Margrét Pét- ursdóttir, f. 11.3. 1948, búsett á Sel- Jórunn Pétursdóttir, f. 28.3. bankastarfsmaður í Reykja- fossi 1949, vík. Uppeldissystir Sigurðar er Guð- rún K. Erlingsdóttir, f. 13.4. 1956, húsmóðir og dagmóðir i Reykjavík. Foreldrar Sigurðar eru Pétur Magnús Sigurðsson, f. 15.6. 1907, mjólkurfræðingur og fyrrv.lbóndi í Austurkoti í Flóa og síðar safnvörð- ur á Selfossi, og k.h., Sigríður Jóna Ólafsdóttir, f. 31.7.1912, húsfreyja. Ætt Bróðir Péturs Magnúsar var Jón Norðmann hrl. Pétur er sonur Sig- urðar Helga, kaupmanns á Siglu- firði, b. í Fremstagili og verslunar- manns á Blónduósi, bróður Jó- sefínu, móður Sigurðar Nordals prófessors og Jóns Eyþórssonar veðurfræðings. Önnur systir Sig- urðar Helga var Katrín, langamma Þuríðar óperusöngkonu og Einars miðaldafræðings Pálsbarna. Sigurð- ur Helgi var sonur Sigurðar, b. í Gröf í Víðidal og smiðs á Blóndu- ósi, Helgasonar og Guðrúnar, syst- ur Margrétar, móður Jóns Þorláks- sonar forsætisráðherra. Önnur systir Guðrúnar var Katrín, amma Katrínar Viðar, móður Drífu Viðar rithöfundar og Jórunnar Viðar tón- skálds, móður Katrínar Fjeldsted Sigurður Helgi Pétursson. læknis. Guðrún var dóttir Jóns, prests á Undornfelli, Eiríkssonar og Bjargar Benediktsdóttur Vídalín, systur Ragnheiðar, ömmu Einars Benediktssonar, skálds og sýslu- manns. Móðir Péturs Magnúsar var Mar- grét, systir Hafsteins, b. á Gunn- steinsstöðum, og Magnúsar, læknis á Hólmavík og í Reykjavík Margrét var dóttir Péturs, b. á Gunnsteins- stöðum, Péturssonar og Önnu Guð- rúnar Magnúsdóttur, b. í Holti í Svínadal, Magnússonar. Sigríður Jóna er dóttir Ólafs, b. í Efra-Haganesi í Fljótum, Jónsson- ar, og Jórunnar Stefánsdóttur, b. í Haganesi, Jónssonar. Sigurður er að heiman á afmælis- daginn. Súfubílaeigenaur Alternatorar - ný gerð ístærðum24, volt90 amper, ftfSJ&tit) 12 volt, 130amper. Aðalkostir: ^f Kolalausir -y. Helmingsafköst í hægagangT ^ Sterkbyggðari ^r Líftími miklu lengri y. Miklu tneiri afköst Fyrirliggjandi með rértum festingum fyrir M. Benz, Scania, Volvo,Man, Leyland, Daf ofl. ^^^£J®d5#J*!flM» lcysir vandamál margra Einnig startarar í alla vöru- og rútubíla Einkaumboö fyrir Challenger BÍLARAFHF. Borgartúni 19 • sími 552 4700. Sigríður Friðrikka Þórhallsdóttir Sigríður F. Þórhallsdóttir, hús- móðir og verslunareigandi, Brim- hólabraut 1, Vestmannaeyjum, er fertug í dag. Starfsferill Sigríður fæddist á Höfn í Horna- firði, ólst þar upp og stundaði sitt nám. Samhliða húsmóðurhlutverk- inu hefur hún stundað ýmis al- menn störf, m.a. hjá KASK á Höfn í Hornafirði, Hótelinu á Höfn, í Vestmanneyjum hjá VSV, Frost- veri og fleiri. Fjölskylda Sigríður giftist 17.12. 1977 Eini Ingólfssyni, f. 22.12.1954. Foreldrar hans: Ingólfur A. Guðmundsson, f. 27.7. 1909, d. 28.2. 1968, og Kristjana Sigurðardóttir í Vestmannaeyjum, f. 5.9. 1915. Börn Sigríðar og Einis eru Þór- hallur, f. 19.6.1973, kerfisfræðingur TVI; Elena, f. 18.8. 1978,, hár- greiðslunemi; Einir, f. 13.5. 1983; Sigurður, f. 12.8 1985; Ingólfur, f. 29.1. 1990. Systkini Sigríðar: Margrét, f. 5.1. 1945, d. 14.1. 1995, maki Sigfús Benediktsson vélgæslumaður; Bjarni, f. 23.3. 1950; Sússanna, f. 23.2. 1952, maki Rúnar Jósefsson sjómaður; Ásta Þórhalla, f. 21.4. 1960, sjómaður. Uppeldisbróðir Sigríðar er Ásþór Guðmundsson, f. 7.11. 1961, maki Elín Helgadóttir húsmóðir. Foreldrar Sigríðar: Þórhallur Henriksson, f. 11.7. 1916, d. 7.11. 1964, og Ásta Bjarnadóttir, f. 19.10. 1924, verkakona frá Hornafirði, nú búsett á dvalarheimilinu Sæborg á Skagaströnd. Ætt Foreldrar Ástu voru Bjarni Eyj- ólfsson bóndi, Hólabrekku, Mýrum, Austur-Skaftafellssýslu, og k.h., Margrét Benediktsdóttir húsfrú. Sigríður Friðrikka Þórhallsdóttir. Foreldrar Þórhalls voru Henrik Er- lendsson, læknir á Höfn í Horna- firði, og k.h., Sússanna Henríetta Friðriksdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.