Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 16. MARS 1996 JLlV DC N ZC L í \x/AS WIN GTO N Einkaspæjarinn Easy Rawlins þarf að kljást við hættulegustu svikamyllu í L.A.. Spennuhlaðin ráðgáta með ÓskarsverðlaunahafanuífPDenzel Washington (Glory, Philadelphia, Crimson Tide) og frá sömu fram leiðendum sem gerðu Óskarsverðlaunamyndirnar Silence of the Lambs og Philadelphia. SÝIUD KL. 5, 9 OC 11. SÝIUD í SAL - B KL. S. Bl. 14 ÁRA. S í j : \ Hi f '' * Verslun Laug. Sfmi 562 324 Rannveig Baldursdóttir er hér með brúðuna Konna sem verður varðveitt á Þjóðminjasafninu. DV-mynd GS Baldur og Konni skemmtu Islendingum um áratugaskeið: Konni er kom- inn á Þjóð- minjasafnið „Við fengum oft að fara með pabba og vera baksviðs þegar hann sýndi töfrabrögð og einu sinni fékk ég að sýna húlahopp í Vesturveri, þar sem gamla Morgunblaðshúsið er núna. Þegar við vorum með barnaaf- masli sýndi pabbi svo oft töfrabrögð en ég hugsa að við krakkarnir höf- um ekki verið jafn hrifin af þessu og allir aðrir. Fyrir okkur var þetta svo venjulegt,“ segir Rannveig Bald- ursdóttir, dóttir hins landsþekkta skemmtikrafts, Baldurs Georgs Takács. Baldur var um áratugaskeið eini töframaður þjóðarinnar og líka eini búktalcU'i þjóðarinnar fyrr og síðar. Hann kom fram með brúðunni Konna á skemmtunum og í sjón- varpi og ferðaðist með Konna um allt land. Baldur og Konni fóru einnig utan og sýndu meðal annars í Tívolíinu 1 Kaupmannahöfn og í Dyrehavsbakken, sem margir ís- lendingar þekkja. Baldur lést fyrir nokkrum árum og er Konni nú varðveittur á Þjóðminjasafninu að hans ósk. DV hitti nýlega að máli Rann- veigu, dóttur Baldurs, á Þjóðminja- safninu og ræddi við hana um töfra- brögðin og Konna. Með ríkan skerf af listamannsblóði Baldur fæddist í Reykjavík árið 1927. Foreldrar hans voru báðir listamenn, móðir hans var píanó- og danskennari og faðir hans var ung- verskur fiðluleikari, sem kom hing- að til lands og fluttist síðar til Kaup- mannahafnar, og fékk Baldur því ríkulegan skerf af listamannshæfi- leikum. Baldur ólst upp hjá afa sínum og ömmu og ákvað níu ára gamall að verða töframaður og búktalari án þess þó að hafa nokkru sinni kynnst slíku áður. Einföld töfrabrögð „Töfrabrögðin hans einkenndust af einfaldleika enda var hann ekki með mikið af flóknum græjum eins og töframenn eru með í dag, kassa, hnífa og þess háttar. Hann lagði áherslu á að tala þannig að áhorf- andinn tæki ekki eftir því sem hann var að gera. Hann var með einfalda galdra, til dæmis spilagaldra og svo gat hann látið peninga detta ofan í krukkur eða hverfa og þess háttar. Ég hugsa að mér séu minnisstæðast- ir spilagaldrarnir og þegar hann lét túkalla hverfa,“ segir Rannveig. -En skyldi töframaðurinn ekki hafa kennt börnunum sínum þrem- ur að galdra? „Það var ekki mikið. Við höfðum engan sérstakan áhuga á því. Við fylgdumst auðvitað með honum þeg- ar hann var að æfa sig heima en hann var ekki mikið í því að kenna okkur,“ segir hún og rifjar upp að sín fyrstu kynni af Konna hafi ekki verið jákvæð. Var hrædd við Konna „Ég var bara ungbarn þegar Konni kom á heimilið og ég var mjög hrædd við hann. Það var ekki fyrr en ég var orðin eldri sem ég gat farið að líta hann réttum augum,“ segir hún. Baldur vann alltaf fulla vinnu með töfrabrögðunum og búktalinu, meðal annars við kennslu, þýðingar og skrifstofustörf, þó að búktalið og töfrabrögðin krefðust gríðarlegrar vinnu og þjálfunar. Rannveig segir að Baldur hafi eitt sinn verið spurð- ur aðþví hvernig hann færi að þessu og þá hafi hann sagt að þetta væri einfalt, hann talaði bara með lokaðan munninn. Baldur og Konni hættu að koma fram fyrir rúmum tuttugu árum. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.