Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Blaðsíða 8
8 -k\ latgæðingur vikunnar LAUGARDAGUR 16. MARS 1996 , ... Salat fyrir vorið - með Ijúffengri sósu og hvítlauksbrauði „Ég var að hugsa um að gefa uppskrift að köldu kjúklingasalati með beikoni, pasta og hnetum, ljúf- fengri sósu og brauði sem ég baka með. Þetta er ofsalega fallegt salat, girnilegt og bragðgott og gott núna þegar fer að vora. Það dugar fyrir fjóra," seg- ir Erna Agnarsdóttir, deildarstjóri námsbrautar í röntgentækni við Tækniskóla íslands, en hún er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Kjúklingasalat 1 grillaður eða steiktur kjúklingur 200 g. gráðostafyllt pasta 150 g. beikon 150 g. blá vínber 1 dl. saltaðar, þurrristaðar hnetur Lítill Brie-ostur Hálft iceberg-salat y4 dós ananas eða jafnmikið af ferskum ananas 1 rauð paprika Nýmalaður pipar Ólívur Kjúklingurinn er hlutaður í bita. Pastað er keypt ferskt í bakka og soðið eftir leiðbeining- unum. Beikonið er matreitt stökkt og skor- ið í bita. Vínberin eru skorin í tvennt og steinarnir teknir úr. Lítill Brie-ost- ur er skorinn í sneiðar. Einnig má nota einhvern annan góðan ost. Sal- athöfuðið er þvegið og brytjað niður. Ananasinn er skorinn niður. Paprikan er skorin í strimla. Græn- metinu er svo raðað fallega í víða skál. ' Erna segir að gott sé að kaupa ólívur í kryddlegi til að nota í salat- ið fyrir þá.sem eru hrifnir af ólívum. 1 tsk. meðalsterkt karrí ferskt estragon 1 tsk. dijon-sinnep Worchester-sósa Sýrður rjómi, gjarnan 18%, er settur í skál. An- anassafa blandað saman við. Ferskt estragon er saxað niður og rúmlega teskeið sett út í vökvann. Dijon-sinnepi er bætt út í ásamt nokkrum drop- um af worchestershire-sósu. Ef salatið er hugsað fyrir fjóra má má auka magnið í sósunni. Gott er að gera sósuna í tíma, jafnvel kvöldið áður en salatið er borið fram, því að þá verður sósan ljúf- fengari. Hvítlauksbrauð 15 g. ger eða 1 bréf 3 dl. vatn 1 tsk. salt - 1 msk. ólívuolía 2 pressaðir hvítlauksgeirar 1 dl. rifinn parmesanostur 8 dl. hveiti Gerið er leyst upp í ylvolgu vatni. Salti, olíu, pressuðumjjivítlauk og rifnum osti er blandað saman ásamt 6 dl. ¦ af hveiti. Hnoðað vel, breitt yfir skálina og látið hefast við stofuhita í allt að 2 klst. Hnoðað upp með afganginum af hveitinu og 3-4 snittubrauð búin til, ekki mjög stór. Brauð- in eru pensluð með vatni eða eggi og skáskorið í þau. Gott er að láta brauðinu að hefast í 30 min- útur á plötu. Bakað í 15 mínútur í 225 stiga heit- um ofni. Erna segir að langsamlega best sé að kaupa parmesanostinn nýjan og raspa hann niður. Mjög gott sé að nota hanh út í sósuna líka. Ljúffeng sósa 1 dós sýrður rjómi 4 msk. ananassafi Byrjað á brauðinu Erna Agnarsdóttir er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Hún gefur upp- skrift að sígildu kjúklingasalati með sósu og hvítlauksbrauði sem er gott nú þegar fer að vora. DV-mynd GVA „Þetta er mjög fljótlegt. Ef maður er að gera þetta allt í einu þá byrjar maður á brauðinu. Maður er ekki lengur en 15-^20 mínútur að útbúa salatið þannig að það er mjög fljótlegt að gera þetta og það er alltaf mjög vin- sælt," segir Erna. Hún ætlar að skora á vinkonu sína, Ragnhildi Zoéga, deildarstjóri á alþjóðaskrifstofu Háskóla íslands. -GHS l \ ;"¦¦¦ %slkerinn Italskt er vinsælt meðal ungu kynslóðarinnar: Lasagne með túnfiski Gratíneraðar pönnukökur - fyrir fjóra Matreiöa má pönnukökur á ýmsan hátt og þær eru mjög góðar í hádegismatinn eða kvöldmatinn. 1 Hér á sælkerasíðunni höfum við áöur veriö með | svokallaöar kartöflupönnukökur en nú er komið að gratíneruðum pönnukökum. Lasagne er vinsæll réttur, sérstaklega meðal ungu kyn- slóðarinnar þar sem allt þetta ítalska er í tísku núna, og því er um að gera að hafa hann sem oftast á boðstól- um. Hér á eftir fylgir prýðisgóð uppskrift að lasagne og er ým- ist hægt að nota í hana túnfisk eða nautahakk. Uppskriftin hef- ur gengið milli starfsmanna í Landsbankanum og hafa þeir lagað hana og kryddi og hvítlauk. Vatninu er hellt af tómötunum og þeim bætt út í. Tómat puré sett í sósuna. Ef túnfiskur er notaður er vatninu hellt af en olían í þriðj- unni dósinni not- uð til aö steikja með. Uppskriftin 4egg 8 dl. mjólk 2-3 dl. hveiti V2 tsk. salt skinkusneiðar rifinn ostur Hrærið saman öllu nema skinku og osti þar til blandan er kekkjalaus og látið bíða í 15 mínútur. Steikið í þunnar kökur og leggið eina sneið af skinku á hverja pönnuköku og þekið kökuna með rifnum osti. Rúllið hverri pönnuköku saman og raöið kökunum í form. Stráið osti yflr. Setjið irm í 250 gráða heitan ofn þar til osturinn hefur bráðn- að. Borið fram með salati. -GHS Frestast Þegar auglýst var eftir uþpskriftum í uppskrifta- samkeppni Vöku-Helga- fells hér í blaðinu nýlega var sagt að niðurstöð- urnar yrðu kynntar í þessu blaði. Þar sem mik- ill fjöldi uppskrifta barst hafði ekki tekist að vinna úr uppskriftunum og frestast því að tilkynna um niðurstöðuna þar til í næstu viku. í staðinn verður reynt að gera þeim ítarleg skil hér á síðunni. -GHS Osta- betrumbætt. Og hér kem- ur uppskrift- in sem dugar fyrir sex: Kjötsósa 500 gr. nautahakk eða 3 dósir túnfiskur (2 í vatni og 1 í olíu) 1 laukur 5-10 sveppir eða lítil dós 1 tsk. duft eða 1 msk. gróft oregano 3-5 stór hvítlauksrif V2 dós niðursoðnir tómatar 4 msk. tómat puré Hakkið er steikt á pönnu ásamt sveppum og lauk, sosa 3 msk. hveiti 1 msk. smjórlíki mjólk V2 stk. rifinn ostur 'A tsk. rósmarín Vt tsk. múskat Sósan er bökuð upp, ostur og krydd eru sett síðast út í. Lasagne-rétturinn er settur í eldfast mót. Fyrst er eitt lag sósa, síðan lasagneplötur, til dæmis ferskar, svo kjötsósa, ostasósa, lasagneplötur, kjöt- sósa, ostasósa, lasagneplötur og svo framvegis. Rétturinn er bakaður í miðjum ofni viö 200 gráður í 20 mínútur eða þangað til osturinn er orðinn ljósbrúnn. Rétturinn er gjarnan bor- inn fram með fersku salati. -GHS Best að borða I ávexti fimm 1 sinnumádag Mataræði er mikilvægur þátt- ur 1 lífinu og gott mataræði verð- | ur aldrei ofmetið, sérstaklega með tilliti til áhrifa matarins á ¦ heilsuna. Talið er að ávextir og grænmeti geti veitt góða hjálp I við að koma í veg fyrir krabba- I mein og hjartasjúkdóma. Heyrst hefur að það sé allra meina bót að borða grænmeti og ávexti fimm sinnum á dag - þá fái mað- I ur þau steinefni og vítamín sem þarf - og því er um að gera að borða sem mest af þessari fæðu- tegund. Úrvalið af ávöxtum hefur farið mjög vaxandi hér á landi á síð- ustu árum en auðvitað eru til miklu fleiri ávextir en fást hér. | Að þessu sinni verða teknir fyrir tveir ávextir, melónur og avóka- dó, en auðvelt er að fá þá báða hér á landi. Forréttur eða j eftirréttur I Melónur eru góðar í morgun- verðinn, sem biti milli mála eða 1 í forrétt eða eftirrétt á hátíðar- stundu. Best er melónan þegar hún hefur náð fullum þroska og ler köld. Ágætt getur verið að stinga henni inn í ísskáp rétt áður en á að bera hana fram en ekki er gott að geyma hana þar lengi. Melónu má gjarnan skera í báta og bátana má krydda með salti, pipar eöa sítrónusafa. í for- rétt getur verið sniðugt að bera fram eina sneið af reyktri skinku 1 og í eftirrétt er gott að fylla hana með berjum eða öðrum smátt skornum ávöxtum. Melónur eru \, líka góðar í ávaxtasalöt. Fyllt hunangsmelóna Kljufið melónuna og takið stein- ana burt. Búið til holu í bátinn með skeið eða skerið ávaxtakjötið i litla ten- inga. Pyllið melónuna J með mandarínubitum, níður- skomum vínberjum, hindberjum eða öðrum berjum. Kryddið með I sítrónusafa. Feitur en góður Avókadó, sem verður að vera vel þroskað, er klofið til helm- inga og steinninn fjarlægður. Hægt er að borð'a ávöxtinn beint, og þá gjarnan kryddaðan með salti, sítrónusafa eða einhverri sósu, eða nota hann smátt skor- inn í salat. Einnig er hægt að stappa ávaxtakjötið í mús og nota i matinn. Óvenjumikil fita er í avókadó \ af ávexti að vera eða um 20 gr. á |hver 100 gr. og því mikið af ! kaloríum. Gott er að vita af þessu og taka tillit til þess við ! matreiðsluna en engin ástæða til \ að hætta alveg að borða þennan | ávöxt. Avokadósúpa 2 stórir avokadó-ávextir 5 dl. grænmetiskraftur 2 dl. rjómi V2 tsk. salt Vr-V2 tsk. pipar 1-2 msk. sítrónusafi Skerið avokadó- ávextina í tvennt og takið stein- ana burt. Skafið kjötið úr ávextinum og stappið. Látið kraft- I inn og avokadóið sjóða og bætið J rjóma og kryddi út í. Berið súp- | una fram heita eða kalda og skreytið gjarnan með avokadó- ræmum. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.