Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Blaðsíða 29
+ LAUGARDAGUR 16. MARS 1996 37 lífshættu." Á spítalanum tók hún hægum en stöðugum framförum allt þar til hún útskrifaöist af sjúkra- húsinu fyrir rúmri viku síðan. Til gamans má geta þess að í endurhæf- ingunni var hún svo hvött áfram með skammstöfuninni GÆS eða get, ætla, skal. Fljótlega eftir að Ingunn var kom- in á barnadeildina ákvað Pétur að fara aftur á sjóinn meðal annars til að sýna dóttur sinni fram á að nú væri henni farið að batna og þyrfti hans ekki lengur með. „Hún var búin að eiga í þessu í tuttugu daga þegar ég sagði við hana að ég þyrfti ekki að sitja lengur yfir henni og þá lyftust brýrnar á henni," segir hann. Enn máttlítil Ingunn er enn ekki búin að ná fullum bata og fyrir utanaðkomandi er greinilegt að hún er mátflítil og fer að titra og skjálfa við minnstu áreynslu eða geðshræringu. Pétur segir að sem betur fer sé ljóst að hún komi til með að geta séð um sjálfa sig í framtíðinni en vill ekki og þorir ekki spá fyrir um það hvort hún nær fullkomnum bata. Hjónin segja að persónuleiki Ingunnar hafi breyst eftir árásina, hún sé nú miklu örari og öðruvísi en hún hafi verið áður. Það sé greinilegt að árásin hafi haft mjög mikil áhrif á hana. í miðju viðtali þurftu mæðgurnar að fara á fund með yfirsjúkraþjálf- anum á sjúkrahúsinu til að ræða það hvernig endurhæfingunni yrði hagað. Fjólskyldan er búin að fá lán- að þrekhjól og stilla því upp í stof- unni til að Ingunn geti æft sig og byggt upp þrekið aftur. Of lítið þrek Pétur segir að læknarnir vilji senda Ingunni strax í skólann en hann segist vera mótfallinn því. Fólk sem hafi gengið gegnum svip- aða lífsreynslu og hún mæli ekki með því auk þess sem Ingunn hafi alltof lítið þrek til að fara í skólann. Þegar hún byrji í skólanum verði hún að geta gengið á milli skóla og heimilis og verið í skólanum þess á milli. Það geti hún ekki í dag. Hann segist vera ánægður ef hún getur byrjað aftur í skólanum í haust. Sofnaði af þreytu „Hún fer ekkert út núna. Hún var sótt í afmæli á laugardeginum eftir að hún var komin heim. Þá var hún sótt klukkan átta og var komin heim klukkan ellefu og var keyrð hér á milli. Hún fór éinu sinni út til að sitja úti í bll hjá vinkonu sinni í tvo eða þrjá tima. Þegar mamma hennar ætlaði að tala við hana eftir að hún var komin inn þá var hún sofnuð áður. Hún var alveg búin. Það þarf að byggja hana mikið upp," segir Pétur. - En kemur Ingunn til með að ná sér að fullu? „Það vitum við ekki. Hún má ekki loka sig inni en það má ekki leiða hana áfram. Hún verður að stjórna framförunum sjálf og maður verður að fljóta með í rólegheitum. Við reynum frekar að standa á bak við hana og taka á hlutunum þegar þeir koma upp. Við höfum líka reynt að vernda hana frá því að það sé hjólað mikið í hana," segja hjón- in. Aðspurð um það hvernig henni muni líða þegar hún hittir aftur stelpurnar, sem réðust á hana, vilja hjónin ekkert segja. Þau segjast lít- ið hafa frétt af þessum stelpum en viti þó til þess að þremur þeirra hafi verið sleppt lausum á götuna fljótlega eftir árásina en þeirri elstu hafi verið haldið inni. Hissa á viðtali Pétur gagnrýnir forseta bæjar- stjórnar á Akranesi fyrir viðtal sem birtist við hann í Tímanum í byrjun Árásin á Ingunni hafði gríðarleg áhrif á alla fjölskylduna. Inga Dís fylgdi Ingunni í þyrlunni á sjúkrahúsið og var hjá henni allan tímann. Inga Dís fékk vinkonu sína til að sjá um Guðbjörgu og Ingólf meðan Ingunn var á sjúkrahúsinu. DV-mynd GS febrúar. í því gagnrýndi forseti bæj- arstjórnar að elstu stúlkunni væri enn haldið fanginni þrátt fyrir að málið teldist upplýst og sagði að svona atvik gæti gerst hvar sem er og hvenær sem er. Pétur telur að forseti bæjarstjórnar megi hafa þessa skoðun sem einstaklingur en hann megi ekki tala svona sem for- seti bæjarstjórnar og forystumaður bæjarfélagsins. Inga Dís tekur und- ir þetta. Þau segjast vera mjög hissa yfir þessu viðtali. Það er margt sem liggur foreldr- um á hjarta eftir svona árás. Pétur segist til dæmis hafa hringt i lög- regluna til að fá nánari fréttir af árásinni morguninn sem hann fékk fréttina fyrst og sér fmnist skrýtið að þá hafi „kerfíð" ekki verið búið að frétta af málinu. Það hafi ekki komist í gang fyrr en hann hafi far- ið að grennslast fyrir um árásina. Lögreglan hafi þá haft samband við RLR og þá hafi hjólin farið að snú- ast. Vitlaust staðsett „Manni þykir skrýtið að sjúkra- flutningar geti átt sér stað án þess að lögreglan frétti af því," segir hann og gagnrýnir staðsetningu lög- reglustóðvarinnar á Akranesi. Hann bendir á að hún sé í útjaðri bæjarins og telur að lögreglumenn- irnir geti ekki fylgst nógu vel með því sem er að gerast inni í bænum, auk þess sem lögreglan á Akranesi sé í fjársvelti, eins og lögreglan um allt land. Hann segist líka telja að lögreglan sé dugleg við litlu málin, eins og að sekta menn fyrir að vera ekki með sætisólar spenntar, en gleymi að sinna stóru málunum nógu vel, til dæmis líkamsárásum. Erfittað sætta sig við Pétur er harðorður þegar rætt er um árásina og eftirmál hennar og ¦ Ingunn lá á sjúkrahúsi í tæpar átta vikur og gat í fyrstu ekki talað. I byrjun febrúar bað hún um skriffæri. Á fyrsta miðann sinn bað hún um saltflögur og fékk þær að sjálfsögðu. hefur greinilega velt málunum mik- ið fyrir sér. „Það er einhver sem tekur heils- una frá manni með valdi og það án þess að hafa til þess nokkurt leyfi. Það er vaðið yfir mann á skítugum skónum, keyrt yfir og bakkað líka til þess að maður liggi örugglega eft- ir. Þetta er meðferð sem maður sættir sig ekki við og á ekki að þurfa að sætta sig við," segir hann. Pétur og Inga Dís eru ósátt við að Héraðsdómur Vesturlands hafi sent Ingunni vitnakvaðningu og hunds- að læknisvottorð um að Ingunn hafi ekki heilsu til þess að hitta dómar- ann. Þau segja að hún muni lítið eft- ir atburðum þessa kvólds og geti lít- ið um það sagt. Þau telja að vitna- málið hafi verið sótt „af of mikill áfergju", eins og Pétur tekur til orða og telur að hún hafi bara verið köll- uð fyrir „til að hvítþvo einhvern". Ingunn neyddist þó til-að fara og hitta dómarann og gerði það í byrj- un mars eða um sama leyti og vitna- leiðslum lauk. Skólinn bregst Pétur er óánægður með viðbrógð þjóðfélagsins við árásinni á Ingunni og telur að skólayfirvöld á Akranesi hafi ekki brugðist við á réttan hátt. Hann segist halda að börnunum í Brekkubæjarskóla, það er sá skóli sem yngstu stúlkurnar tvær voru og eru í, hafi verið sagt að láta eins og ekkert hafi ískorist þegar von hafi verið á yngstu stúlkunum tveimur, sem gengu í skrokk á Ingunni, aftur í skólann. Það finnst honum óviðun- andi viðbrögð. Hann telur að með viðbrögðum sínum hafi skólayfir- völd sent skilaboð til barnanna um að það sé í lagi að ganga i skrokk á einhverjum og láta bara eins og ekkert hafi ískorist á eftir. Pétur vill að tekið sé á ofbeldi unglinga í þjóðfélaginu, rætt verði við börnin og þeim sýnt fram á glæpinn og óréttlætið til að tryggja að svona misþyrmingar endurtaki sig ekki. Hann kveðst reiðubúinn að ræða við börn og unglinga og lýsa reynslu sinni og kynna þeim skoð- anir sínar í forvarnarskyni verði eftir því leitað. Fjölskyldan á Akranesi vill senda þakklæti til starfsfólks Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi. Þá segjast þau hafa notið ómetanlegrar aðstoð- ar vinkonu Ingu Dísar, sem segja má að hafi gengið hinum börnunum tveimur í móður stað meðan þau dvöldust hjá Ingunni fyrir sunnan, og fjöldi annars fólks hafi sýnt þeim hlýhug sinn og haft samband við þau. Pétur og Inga Dís segja að enn þann dag í dag hringi fólk í þau, jafhvel að utan, til að ræða málið. Greinilegt sé að árás fjórmenning- anna á Ingunni hafi komið mjög illa við fólk. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.