Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 16. MARS 1996 útlönd stuttar fréttir írani verði handtekinn Saksóknarar í Þýskalandi hafa gefiö út handtökuskipun á hendur yfirmanni njósnaþjón- ustu Irana vegna morðs á land- flótta leiötogum Kúrda í Berlín 1992. Peres róttir úr kútnum Simon Per- es hefur end- urheimt hluta af því fylgi sem hann tapaði í kjölfar sprengjutil- ræða Hamas- samtakanna. I skoðanakönn- unum hefur hann 2-3 prósentu- stiga forskot á aðalkeppinaut- inn, Netanyahu. Persson boðar aðhald Göran Persson, verðandi for- sætisráðherra Svía, sagði í ræðu á landsfundi sósíalde- mókrata að sýna yrði fjármála- legt aðhald á næstu misserum. Bjargað úr ferju ítalski sjóherinn bjargaði 371 farþega úr ferju sem strandað hatði við eyna Sardiníu í Miðjarðarhafi. Lík grafið upp Réttarlæknisfræðingar grófu upp lik konu sem fórst í spreng- ingunni í Oklahoma í aprU en hún hafði verið grafin með vit- lausan fót. Aflétta farbanni ísraelar afléttu farbanni á íbúa Vesturbakkans sem inn- leitt var i kjöifar sprengjutil- ræðanna fyrr í mánuðinum. Páfa gert að hvílast Læknar páfa hafa ráðlagt hon- um að hvU- ast um sinn eftir að hafa veikst og fengið háan hita. Óvíst er hvenær páfi hefur störf á ný. Grýttur fyrir nauðgun Sómali var grýttur til bana eftir að hafa verið fundinn sek- ur um aö nauðga 15 ára gamalli stúlku. Rætt við Kashmíra Innanríkisráðherra Indverja átti fund með taismönnum skæruliða í Kashmír en þeim leist ekki á hugmyndir ráðherr- ans um að efna til kosninga í héraðinu. Friðaráætlun í ermínni Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sagðist hafa áætlun um frið í Tsjetsjeníu uppi í erminni en bardagar geisa þar enn. Reuter Kauphallir erlendis: Lækkun í Wall Street Hlutabréfavísitalan Dow Jones í kauphöllinni við Wall Street í New York lækkaði í vikunni eftir að verð hlutabréfa nokkurra stórra fyrir- tækja fór niður á við. Síðastliðinn fimmtudag sýndi Dow Jones þó til- burði til hækkunar þegar dró úr áhyggjum af aukinni verðbólgu eft- ir að heildsöluuppgjör febrúarmán- aðar lá fyrir. Svipaða sögu er að segja af gangi mála í öðrum helstu kauphöllum heims. Hlutabréfaverð fór lækkandi í byrjun vikunnar eða þar til á fimmtudag að verðið fór lítillega upp á ný. Fjárfestar í Bretlandi voru bjartsýnir vegna ágætra afkomu- talna fyrirtækja. Því miður tókst ekki að afla upp- lýsinga um verðþróun á eldsneyti á heimsmarkaði. Reuter Forsetakosningar á Taívan haldnar í skugga ógnunar: Kínverjar boða nýjar heræfingar Kínverjar eyddu öllum vonum Taívana um friðsamlegar forseta- kosningar þegar þeir boðuðu nýjar heræfingar á Taívansundi dagana 18.-25. mars. Loforð sem Kínverjar gáfu í fyrradag um að ekki yrði ráð- ist á Taívan og lok heræfinga síð- ustu daga drógu úr spennu milli ríkjanna og róuðu íbúa á Taívan en sá friður varði ekki lengi. Fyrstu forsetakosningarnar á Taívan fara fram 23. mars þegar 21 milljón manna gengur að kjörborðinu. En þá verða heræfingar Kínverja í full- um gangi á Taívansundi. Virðast Kínverjar staðráðnir í að eyða öll- um vonum Taívana um sjálfstæði. I leiðurum málgagna kínverska hersins og Kommúnistaflokksins, sem birtast í dag, segir að Kínverjar ætli aldrei að líða það að land verði rofið frá móðurlandinu. Æfingarnar næstu daga munu eiga sér stað mun nær Taívan og af þeim stafa meiri ógn en fyrri heræf- ingum á Taívansundi. Hunsa Kín- verjar með ölíu stóran flota Banda- rikjamanna á svæðinu, sem er þar þrátt fyrir loforð Kínverja um að gera ekki árás á Taívan, og alþjóðleg- ar óskir um aðhafd. En þrátt fyrir loforð Kínverja hóta þeir að ráðast á Taívan verði lýst yfir sjálfstæði þess. Stjórnvöld í Peking líta á Taívan sem hérað í Kína og hafa gert síðan þjóðernissinar flúðu þangað í kjölfar borgarastríðsins 1949. Kínverjar buðust í gær óvænt til að hjálpa Taívönum að losa sig við geislavirkan úrgang en þó með einu skilyrði - að Taívanar gengju stjórn- völdum í Peking á hönd. Reuter Sóldýrkendur ná hér í fyrstu almennilegu sólargeisla vorsins nærri bökkum árinnar Neva í St. Pétursborg í Rúss- landi. En þótt vorið sé á næsta leiti í Rússlandi og léttara sé yfir sólþyrstu mannfólkinu minnir veturinn rækilega á sig þar sem ís og krap er enn á gangstéttum. Símamynd Reuter John Major heimsótti Dunblane og varð skelfingu lostinn: Krafðist að salurinn yrði rifinn John Major, forsætisráðherra Breta, heimsótti í gær leikfimisal- inn í Dunblane á Skotlandi þar sem 16 böm og kennari þeirra voru myrt á miðvikudag. Hann starði skelf- ingu lostinn á kúlnafórin á veggjum leikfimisalarins þar sem ódæðið átti sér stað og krafðist þess að bygging- in yrði rifin. „Við verðum að rífa salinn," sagði Major meðan hann horfði á óhugnanleg ummerki blóðbaðsins. Tony Blair, formaður Verka- mannaflokksins, var í för með Major og saman hittu þeir kennara skólans sem hafa þurft að takast á við gríðarlega erfiðleika í kjölfar morðanna. Major sagði ómögulegt að skýra með orðum hvað kennar- arnir hefðu gengið í gegnum og að- dáunarvert væri hvernig þeir hefðu tekið á málum. Eftir heimsóknina lagði Major krans við skólann til minningar um hina látnu og lagði til að Bretar sameinuðust í einnar mínútu þögn á sunnudag. Lögregla hélt vörð við skólann en við innganginn höfðu hlaðist upp kransar og bangsar og sjá mátti áletranir eins og „Englar“. Áður en Major og Blair komu til Dunblane heimsóttu þeir nokkur barnanna átta sem særðust á spítala í Sterling. Sum þeirra höfðu bragg- ast en meðan á heimsókn þeirra stóð hrakaði einú fórnarlambanna, Amie Adam, á spítala í Glasgow. Kúlurnar úr byssum morðingjans höfðu mélað lærbein hennar og var ástand hennar mjög alvarlegt. Rannsókn morðanna var haldið áfram og sérstaklega hugað að því hvernig Thomas Hamilton, sem framdi sjálfsmorð í kjölfar ódæðis- ins, hafði yfir fjórum byssum að ráða við tilræðið og hvers vegna hann hafði leyfi fyrir mörgum byss- um upp á vasann. Reuter 5.600 missa vinnuna viö gjaldþrot Fokker Forráðamenn Fokker-flug- í vélaverksmiðjanna lýstu fyrir- tækið gjaldþrota í gærmorgun eftir að örvæntingarfull leit að fjárfestum hafði mistekist. Fokker hafði starfað í 77 ár. Fyrirtækið var skuldum vafið og rekið með miklu tapi og höfðu menn brúað bilið síðustu mánuði með ríkisábyrgðarlán- um. Ástandið varð mjög alvar- : legi í janúar þegar þýska fyrir- tækið Daimler-Benz hætti að veita fé í Fokker. Með gjaldþroti Fokker verða mestu fjöldauppsagnir í sögu Hollands en 5.600 manns missa vinnuna. Um 960 manns verður hins vegar boðin vinna á ný í Fokker Aviation, fyrirtæki sem sjá mun um viðhald og gerð raf- kerfa og tæknibúnaðar. Þar verða um 2.500 manns í vinnu. Viðhaldsþjónusta seldra véla verður söm og áður. Buchanan hótar framboði fýrir þriðja flokk Pat Buchanan hefur ekki gefist upp í baráttunni fyrir útnefn- ingu sem for- setaefhi repúblikana. í gær gaf hann í skyn að hann mundi bjóða fram undir merkj- um þriðja stjórnmálaflokksins. Buchanan sagði að einhver yrði að vera málsvari þess fjölda sem hefði stutt hann í forkosn- ingunum til þessa. Hann sagði að ef flokkur hans tæki vinstri beygju á flokksþinginu í San Diego í ágúst mundi hann ekki hika við að stofna nýjan stjórn- málaflokk og bjóða sig fram. Markgreifafrú nakin á i áróðursskiltum Marina Ripa di Meana, 52 ára ítölsk markgreifafrú sem er mikið fyrir að ögra samborgur- unum, mun koma kviknakin fram á auglýsingaskiltum um alla Italíu frá og með deginum í dag. Tekur hún þátt í áróðurs- herferð dýraverndunarsamtaka sem vilja að konur hætti að klæðast pelsum. Á myndunum er Marina með krosslagðar hendur undir brjóstunum og gerir enga tilraun til að fela skapahárin. I texta á myndinni stendur: Þetta er eina loðnan sem ég skammast mín ekki fyr- ir að klæðast." Marina sagðist vera undir áhrifum frá lafði Godivu sem reið nakin á hestbaki um Coventry á Englandi í tilraun til að fá mann sinn til að lækka skatta. Sjálfsmorð lögregluþjóna valda áhyggjum Talsmenn frönsku lögregl- unnar lýstu yfir áhyggjum í ; gær eftir þrettánda sjálfsmorðið í þeirra röðum frá áramótum. Sá þrettándi var í Parísarlög- reglunni og mun hafa kiknað undan álagi og ábyrgð sem fylg- | ir starfinu. Talsmenn stéttarfélaga lög- | reglumanna segja vinnuálag hafa aukist mjög í kjölfar sprengjutilræða í fyrra og vart hafi orðið aukinnar streitu. Innanríkisráðuneytið gerir lítiö úr áhyggjum lögreglunnar, segir að 35 af hverjum 100 þús- und lögregluþjónum hafi árlega framið sjálfsmorð síðasta ára- tug meðan samsvarandi tala fyrir þjóðina væri 53-55. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.