Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 16. MARS 1996 erlent fréttaljós 39 54 meðlimir Hells Angels með með 16 morð og 828 dóma á bakinu: Vopnað stríð ríkisstyrktra morðingja gapandi bil milli lifnaðarhátta og tekna Pálmi Jónasson, DV, Kaupmannahöfn:__________ Morðið á einum meðlima mótor- hjólaklúbbsins Bandidos fyrir utan Kastrup-flugvöll á sunnudagskvöld hefur vakið mikla athygli og reiði. Stríð Bandidos og Hells Angels hef- ur farið stigmagnandi síðustu miss- eri og óttast margir að hefndardráp muni ganga á víxl þar til Ijóst verð- ur hvort gengið stendur uppi sem sigurvegari. Undirrót átakanna er að Hells Angels hafa verið einráðir á rokkaramarkaðnum í Danmörku siðan þeir útrýmdu Bullshit-geng- inu um miðjan níunda áratuginn. Þeir hafa einnig haft yfirburðastöðu annars staðar á Norðurlóndum en þar er rokkaramenningin mun yngri. Síðustu tvö árin hafa Bandidos hins vegar haslað sér völl á Norðurlöndunum og eru orðnir töluverð ógn við veldi Hells Angels. Margir fyrrum meðlimir Englanna hafa gengið til liðs við Bandidos og jafnhliða hefur félagafjöldi þeirra margfaldast, stuðningsklúbbum fjölgað og svæði sem Englarnir hafa talið sín hafa komist undir stjórn Bandidos. Hér skipta peningar og völd miklu máli en ekki síður æra rokkaranna og hefndarskylda. Með- fylgjandi graf sýnir hvernig átökin hafa magnast upp á síðkastið. Tvö morð sama daginn Það sem olli því að upp úr sauð um helgina voru árekstrar klúbbanna í Helsingfors í Finn- landi. Bandidos höfðu verið að opna nýjan klúbb í borginni og Hells Angels voru á sama tíma á tattóver- ingarhátíð í sömu borg. Þar kom til nokkurra átaka og það sem verra var, stríðandi aðilar fóru með sömu flugvél til Kaupmannahafnar. Báðir klúbbarnir sendu fjölmennt mót- tökulið á nokkrum bílum og mót- tökunefndunum laust saman áður en Finnlandsfararnir komust í gegnum tollinn. Meðlimir Hells Angels drápu einn Bandidos og særðu þrjá alvarlega. Á sama tíma var einn Bandidos drepinn á flug- vellinum í Ósló. í gæsluvarðhaldi situr meðlimur MC Norway sem er tilvonandi meðlimur Hells Angels. Fjórir eru grunaðir um morðið í Kaupmannahöfn. Svend Sviná Holst, Jorgen englahár Nielsen og Benjamin hafa verið dæmdir í gæsluvarðhald en fjórði aðilinn er ófundinn. Talið er að hann hafi særst í átökunum og sé einhvers staðar undir læknishöndum. Einnig hefur verið lagt hald á gríðarlegt magn vopna. 54meðlimirmeð16 morð og 828 dóma Þeir 54 sem voru fullgildir með- limir Helis Angels í Danmörku í janúar 1995 hafa ótrúlega oft komist i kast við lögin. Þeir hafa samtals verið dæmdir fyrir brot á 828 laga- greinum og þar af eru 16 morð og 11 morðtilraunir. Listinn nær þó ein- ungis til septembermánaðar á síð- asta ári. Langflestir dómarnir eru fyrir ofbeldi ýmiss konar og hótan- ir, ekki síst í tengslum við svokall- aðar handrukkanir. Einnig eru 25 dómar fyrir sölu og innflutning fikniefna og 36 dómar fyrir með- höndlun slíkra efna. Einnig eru inn- brot og þjófnaðir af öliu tagi mjög áberandi. Aðeins tveir dómar eru fyrir nauðganir en 131 sinni gerast þessir 54 meðlimir brotlegir við vopnalögin. Bræðralagið skiptir öllu i þessum félagsskap og mjög erfitt er að komast inn í samtók eins og Hells Angels eins og sjá má á fjölda félaga. Þagnarskyldan er al- gjör og það er vani þeirra að þegja eins og steinn í yfirheyrslum og dómsal. Hins vegar er mikill fjöldi rokkaragengja sem ganga erinda stóru samtakanna og eru þeir notað- ir í skitverkin. Er því í raun furðu- legt hvað Hells Angels bræður hafa oft verið dæmdir. Æðsti draumur rokkaranna er vitanlega að gerast fullgildir meðlimir. Litið er á þá sem konunga en einnig þar er Fyrsta Hells Fyrsta Banditos Angels gengið í gengið í -A Danmörku fær Danmörku /\ viöurkenningu stofnaö / 1980. 1993. Þrjú gengi með Þrjú gengi 1 , 54 fullgildum með 27 \ félögum. 23 fullgildum V^ stuöningsgengi félögum. ™ um allt land. 7 stuðningsgengi HELLS ANGELS Eiga rætur að rekja til sprengjuflug- sveitar í bandaríska hernum, Hells Angels. Eftir seinni heimsstyrjöld hópuðust flugmennimir um sameiginleg áhugamál, þ.á m. mötorhjól af gerðinni Harley Davidson. Bitrir út í samfélagið stofnuðu þeir fyrsta Hells Angels gengið i Kaliforníu 1948. Þeirra mottó var „Fuck the World" sem gæti þýtt til fjandans meö allt. ÁREKSTRAR GENGJANNA FRÁ 1994 Árekstrar hafa verið mestir í Finnlandi og Svíþjóð en nú hefur ofbeldið færst til Danmerkur og Noregs. Varna^fe ósl6 O Helsingfors|}{| 0Markaryd ^jyy^P Helsingjaborg Kastrup tfjh BANDITOS Stofnað í Houston, Texas, árið 1965 af rótlausum hermönnum úr Víetnam- stríðinu. Höfðu Hells Angels að fýrirmynd. Þriðja stærsta mótorhjólagengi Bandaríkjanna í dag. Banditos höfu að færa út kvíarnar 1983 og stofnuðu fyrstu gengin í Evrópu 1989. ífj| Febr.'94: 23 ára stuöningsmaöur ™ Hells Angels myrtur í skothríð á næturklúbb. Þrír særast. 0- Apríl '95: Stuðningsmaður Banditos skýtur og særir stuðn- ingsmann HA á veitingahúsi. £fc 17. júlí: Forseti Banditos í Svíþjóð ö^myrtur þar sem hann ekur á mótorhjóli sínu á þjóðvegi. #h. 26. júlí: Rakettu skotið á W þjálfunarstöö HA. Enginn mannskaði. 30. Júlí: Rakettu skotiö á þjálfunarstöð HA í Helsingjaborg. 28 febf.'96: Félagi í HA í Svíþjóö finnur sprengju í bíl sínum. 29. febr.: Tveir særast í skothríð við þjálfunarstöð Banditots 5. mars: Reynt að myröa danskan reynslufélaga hjá Banditos í Svíþjóö. Slapp með skotsár. 10. mars: Skotið á norskan félaga í Banditos og hann særöur á Fomebu-flugvelli. 10. mars: Kortéri síöar verða Banditosfélagar fyrir skotárás á Kastrup-flugvelli. Einn lætur lífið og þrír særast. o o o Fullgildir meðlimir Hells Angels í Danmörku hafa ótrúlega oft komist í kast við lögin. Þeir hafa verið dæmdir fyrir brot á 828 lagagreinum. Þar á meðal eru 16 morð og 11 morðtilraunir. stéttaskiptingin mikil. Mestrar virð- ingar njóta þeir sem geta látiö tattó- vera „Filthy few" á handlegginn. Það eru aðeins þeir sem hafa drepið fyrir bræðurna og samtökin. Félagsleg aðstoð, eitur- lyf og góogerðarstarf Félagsleg aðstoð, venjuleg launa- vinna og sjálfstæður atvinnurekst- ur. Þannig svara meðlimir Hells Angels og Bandidos þegar þeir eru spurðir að því á hverju þeir lifi. Lögreglan og fjölmiðlar þykjast þó sjá ótrúlegan mun á sjáanlegum tekjum þeirra og lífsstíl. Eins og upptalningin á dómum meðlima Hells Angels að ofan sýnir hafa þeir æði oft verið í ólöglegum atvinnu- rekstri, ekki síst innbrotum, fíkni- efnasölu, smygli og ofbeldisglæpum. Mestu tekjurnar eru í eiturlyfjun- um en margir telja að Hells Angels hafi um langt skeiÖ stjórnað hass- markaðnum í Danmörku. Aðeins sá innflutningur sem þeir hafa verið dæmdir fyrir skiptir tugum tonna. Mjög margir þeirra hafa einnig ver- ið i innheimtubransanum og hafa margir þeirra verið dæmdir fyrir að innheimta skuldir með baseball- kylfum. Þekkt eru skráð fyrirtæki þeirra eins og Alfa Incasso og Gold Incasso. Bæði hafa þau verið notuð þegar aðrir en bræður reyna að selja Harley-Davidson mótorhjól og fylgihluti en sjálfir reka þeir Amer- ican MC Shop í Kaupmannahöfn og Árósum. Samkeppni í þeim inn- flutningi er ekki vel liðin. Tulela Bodyguard Service er fyrirtæki í þeirra eigu sem leigir út lífverði og dyraverði með heimilisfang í höfuð- stöðvum Hells Angels. Þar má einnig fmna fyrirtæki eins og Det Danske Vagtselskab, Dansk Chauffor Udlejning og AMC Market- ing. Árið 1988 stofnuðu þeir svo eitt sitt þekktasta fyrirtæki, Defense Fund Denmark. Markmið þess er að styðja fjárhagslega bræður í fang- elsi, konur þeirra, kærustur og börn. Tekjurnar koma frá minja- gripum, sölu á fylgihlutum mótor- hjóla, frjálsum framlögum og pen- ingum frá stuðningshópum Hells Angels sem eru fjölmargir. Fræg eru kaup samtakanna á færanlegri sundlaug sem þeir sendu félögunum í Vridslose fangelsi. Bókhald þess góðgerðarfélags var rannsakað og þótti vægast sagt ófullkomið. Mötor- hjólasýningar, t.d. á Hróarskelduhá- tíð og víðar, ásamt fjölskyldudögum sem klúbburinn heldur reglulega skila einnig nokkrum peningum. Vilja banna ríkisstyrkt morð Eitt af því sem hvað mest hefur verið deilt um á undanfórnum árum er hvort rétt sé að mótorhjólaklúbb- ar fái ríkisstyrki. Stórir klúbbar eins og Bandidos og Hells Angels fá hund- ruð þúsunda árlega á grundvelli þess að um félagasamtök sé að ræða. Ný- lega neitaði sveitarfélag að greiða rokkurunum styrk, þeir fóru í mál en töpuðu því í héraði. Nú hafa rokk- ararnir farið með málið til Hæsta- réttar enda hart vegið að æru þeirra og pyngju. Eftir morð helgarinnar er nú svo komið að fjölmargir vilja banna þessi samtök með öllu. Bjern Elmquist, formaður dómsmálanefnd- ar þingsins, bendir á að banna megi samtök ef þau reyna að ná markmið- um sínum með valdi. Fjölmargir hafa tekið í sama streng en aðrir benda á að það sé erfitt í framkvæmd og þá væri vegið að mannréttindum. Þá hefur lögreglan krafist aukinna heimilda til símhlerana, vitnavernd- ar, notkunar á tálbeitum og jafnvel öfugrar sönnunarbyrði þegar auðæfi eru talin tilkomin af eiturlyfjasölu. Rokkarar á eftirlaunum Bæði Bandidos og Hells Angels eru útibú frá samtökunum í Banda- ríkjunum. Hells Angels voru upphaf- lega stofnaðir af hermönnum úr heimsstyrjöldinni síðari, einkum flugmönnum, en Bandidos af her- mönnum úr Víetnamstríðinu. Höfuð- stöðvar Englanna eru í San Fran- cisco en leiðtoginn, Sunny Barger, hefur verið í fangelsi síðustu tvö ár- in. Rætur Bandidos eru í bænum Corpus Christi í suðurhluta Texas, við landamæri Mexíkó. Stofnandi þeirra, Grandpa Bob, dó fyrir 3 árum og fylgdu 350 mótorhjólakappar hon- um til grafar. Eftir hans daga hefur samtökunum hnignað og þau hafa verið hrakin vestur á bóginn. Talið er að meðlimafjöldi þeirra sé í hæsta lagi 4-5 hundruð. Sérfræðingar í Ameríku segja að Hells Angels og Bandidos séu eiginlega orðnir að samtökum rokkara á ellilifeyri þar sem tekjur samtakanna minnki í samræmi við hækkandi aldur bræð- ranna. Þetta séu samtök miðaldra ævintýramanna og starfsemi þeirra sé að mestu fyrir utan Bandaríkin. Þeir selji reyndar töluvert af amfet- amíni og marijúana en séu ekkr leng- ur stórir í fíkniefnaviðskiptum. Nú fer mestur tími þeirra í að stýra að- gerðum bræðrasamtakanna í Evrópu þar sem völd þeirra og áhrif eru enn mikil. úm tfw uc,c;uf> íwnw fM^ÉKl/RAKA-OG# JÓNATÆKIN FRÁ BIONAIRE GETA KOMIÐ í VEG FYRIR #¦ ^y ÆJ HÚSASMIÐJAN * HOFUÐVERK *ÞURRKÍHÚÐ *ÞURRKÍAUGUM KLa. *ÞURRKÍHÁLSI * STÖÐURAFMAGN * RYKMYNDUN BIONAIRE - FYRIR ÞINA HEILSU 16. MARS FRA KL. 11 Reykjavík: Byggt o§ Búið Kringlunni, Húsasmiðjan Skútuvogi 3, Glóey, Armúla 19, Bílanaust, Borgartúni 26. Rafsól Skipholti 33. Kópavogur: Festa, Hamraborg 14. Hafnarfjörður: Rafbúðin, Álfaskeiði 31. Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. Selfoss: Árvirkinn, Eyrarvegi 29. Akureyri: Hljómver, Glerárgötu 32, Raflagnadeild KEA, Óseyri 2. ísafjörður: Straumur, Silfurgötu 5. HúsavQc: Smiðjan Valholtsvegi. Keflavík: Ljósboginn Hafnargötu 25. T? Völuteijji
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.