Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Blaðsíða 34
2 \igfiglingaspjall
LAUGARDAGUR 16. MARS 1996
4
Unga fólkið mallar og brallar með „trip hop" í Reykjavík:
Gamlir djassgeggjarar
fíla þessa tónlist líka
-segir Kári Sturluson hjá plötubúðinni Hljómalind
Ungir og aldnir tónlistarunnend-
ur geta farið að hlakka til því að á
næstunni verður haldin „Trip hop"
hátíð í Tunglinu og koma frægir
breskir tónlistarmenn hingað til
lands sérstaklega á þessa hátíð. Það
eru tvö sett af plötusnúðum, DJ
Food og Coldcut frá útgáfufyrirtæk-
inu Ninja Tune, og „trip hop"
hljómsveitin Woodshed, frá útgáfu-
Netscape: Coldtut Page
Baok
Home
\l-J,
lm»9K
Opet\
Prtnt
inJ
find
^J
T\
N*tctt»' jhttp://yww.south»rft c&frt/PIPE/colo'cuthp.html
Vhit'»How?| Vh>t'sCool?| HMidbook 1 NotSnrch | N»t [tirteteryj Htvsiywjps |
Cöldcut are the Griginal Dancé Ftoor
Hooligans, DJs, Samplers, Prodacers
and Reniiifcrs___click on words below to
get sorted on background, spnndzzzzz,
and tunes
BLjI
t>oeumwit:Doft«.
„Trip hop'-hátíð verður haldin ískemmtistaðnum Tunglinu um næstu helgi
og koma frægir, breskir tónlistarmenn á hátíðina, tvö sett af plötusnúðum,
hljómsveitin Woodshed og blaðamaður og Ijósmyndari Melody Maker, sem
ætla að fjalla um hátíðina, en blaðamaðurinn er jafnframt plötusnúður. Marg-
ir íslendingar kannast við þessa tónlistarmenn enda hafa þeir verið ofarlega
á listum í Bretlandi.
fyrirtekinu Cloak & Dagger ásamt
plötusnúðnum Graham Sherman,
sem koma til að breiða út þessa tón-
listarstefnu hér á landi. Hátíðin er
kölluð Malla og bralla í Reykjavík!
Kári Sturluson hjá Hljómalind
segir að þetta lið, sem er á leið hing-
að til lands, hafi allt verið á topp 10
hjá pressunni úti í Bretlandi með
lög, plötur, skifuþeytingu eða tón-
leika. Óþarfi er að kynna plötusnúð-
inn DJ Food á íslandi. Plötur og
diskar, sem DJ Food hefur gefið út,
nafa selst gríðarlega vel hér og
hann hefur notið gífurlegra vin-
sælda hér eins og i Bretlandi.
Fyrir ofan Björk
Coldcut voru einu plötusnúðarnir
sem komust inn á lista yfir bestu
plötur ársins með „70 Minutes of
Madness" hjá breska tónlistarblað-
inu Melody Maker á síðasta ári.
Þeir voru meðal annars fyrir ofan
Björk.
Hljómsveitin Woodshed átti topp-
lag á danstónlistarlistanum hjá Me-
lody Maker í fyrra og stóra platan
þeirra hefur hlotið afbragðs dóma
alls staðar, að sögn Kára.
Plötusnúðurinn Graham Sherm-
an er ekki bara góður plötusnúður
heldur er hann líka blaðamaður hjá
Melody Maker og fjallar sérstaklega
um danstónlist. Hann kemur hingað
til lands ásamt ljósmyndara MM til
að skrifa um ferðina í blaðið.
Það er tónlistarverslunin Hljóma-
lind í Austurstræti sem stendur fyr-
ir því að fá bresku tónlistarmenn-
ina hingað í samvinnu við útgáfu-
fyrirtækin Ninja Tune og Cloak &
Dagger en upplýsingar um þessi út-
gáfufyrirtæki og tónlistarmennina
sem þau senda hingað má sjá á
n hliðin
Skemmtilegast að
spila körfubolta
- segir Eiríkur Önundarson, körfuknattleiksmaður í ÍR
NeUcape: PJ Fpod's Kittnen of Turntable Tricknology
Bick
Hbtfíf
frft*$»f
Öp*n
PHnt
Mítsttí: |http ;//w> soultwrn.coro/PIK/djfopd.htrol
Wtot'sttewtl, ytnt'sCcol?} Haxftook [ N»t SoaroN ) N>t Mrectorj^ H»wsyoup« |
:
ÐJFOOD - A FAT, FREE, FAT-FREE
LUNCH. w
DJ Foöíí thacoltaborattonbatvwiaMalf i !«sík& J-:-r,íti «More
{COLDCUT^AittPatrick CarpenterfPQ). thfi *> .rwrori ,-.-:;'..¦:¦!:;.¦.-
yV W hH anyuiing avay from^^tlSmk-ii Hi.mtsr (hzzy
or E^illd^g^rfíís (on Luv^n'Híught) ^feíð is defintuvely tte
..-flwffiwcak-t*at íír4e vitli thé^rítWd Jí2í Brik?:
w
Tvö bresk útgáfufyrirtæki senda á næstunni hingað til lands tvö sett af
plötusnúðum. Plötusnúðarnir tilheyra meðal annars DJ Food-genginu og
hafa þeir verið mjög vinsælir hjá aðdáendum þessarar tónlistarstefnu úti í
Bretlandi.
heimasíðum þeirra, sjá meðfylgj-
andi myndir.
Ninja Tune er leiðandi útgáfufyr-
irtæki í „trip hop" tónlist í heimin-
um í dag og hefur ásamt Mo Was út-
gáfunni og Bristol genginu Portis-
heaád, Massive Attack og Tricky
rutt brautina fyrir gífurlegum vin-
sældum þessarar tónlistar.
Útgáfufyrirtækið Cloak & Dagger
hefur einnig lagt sitt af mörkum og
nýtur mikillar virðingar í tónlistar-
bransanum.
Sívaxandi vinsældir
Kári segir að „trip hop" tónlist
njóti sívaxandi unglinga, bæði með-
al unga fólksins en einnig hjá göml-
um djassgeggjurum. Þeir séu áfjáðir
i að kynna sér þessa tónlist. Fyrir
þá sem ekki vita segir hann að „trip
hop" sé danstónlist, rólegri en sú
tónlist, sem fíkniefnið „Ecstacy"
hefur verið tengt við, og segir Kári
að „skemmtilegur kúltúr" hafi skap-
ast kringum þessa tónlist.
Hann segir að „trip hop" sé meira
í ætt við djass og fðnk. ,J>að eru
margir gamlir djassgeggjarar sem
fíla þessa tónlist og þeir hafa verið
að koma hingað og kynna sér hana.
Það má segja að þetta sé smáangi af
framúrstefnulegum djassi," segir
Kári. -GHS
Eiríkur Önundarson er búinn að vera lengi með
íþróttadellu og æfir nú og leikur körfuknattleik með
ÍR.
Hann þykir eínn efnilegasti leikmaðurinn landsins í
körfunni um þessar mundir. Eiríki hefur gengið vel
með liði sínu á þessu leiktímabili og hefur hann því
verið fenginn til að sýna á sér hina hliðina að þessu
sinni:
Fullt nafn: Eiríkur Sverrir önundarson.
Fæðingardagur og ár: 19. september 1974.
Unnusta: Sóley Valdimarsdóttir.
Börn: Engin.
Bifreið: Ford Escort '85.
Starf: Nemi í viðskiptafræði við Háskóla íslands.
Laun: Engin.
Áhugamál: Körfubolti, tennis og almenn skemmt-
un. -
Hefur þii nnnið f happdrætti eða lottói? Ég hef
aldrei fengið stóran vinning. Ég hef i mesta lagi ver-
ið með þrjá rétta.
Hvað iinnst þér skenuntilegast að gera? Spila
körfubolta þegar vel gengur.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Hafa ekkert
að gera.
Uppáhaldsmatur: Rjúpur.
Uppáhaldsdrykkur Sódavatn.
Hvaða Iþróttamaður stendur fremstur í dag að
þínu mati? Vala Fiosadóttir.
Uppáhaldstfmarit: Körfuboltatímaritið Slam.
Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Móðir
mín.
Ertu hlynntur eða andvígur rikisstjórninni?
Hlynntur.
Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Magic
Johnson.
Uppáhaldsleikari: Eddie Murphy.
Uppáhaldsleikkona: Goldie Hawn.
Uppáhaldssöngvari: Fugees.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Friðrik Sophusson.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Andrés önd að
sjálfsögðu.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Háskólaboltinn á Stöð 3
undir leiðsögn Herberts Árnasonar.
Uppáhaldsmatsölustaður: ítalía.
Hvaða bók langar þig mest að
lesa? Bókina sem ég er nýbyrjað-
ur á, Hvítt skítapakk og flekkótt-
ur svertingi.
Hver útvarpsrásanna finnst
þér best? X-ið.
Uppáhaldsútvarpsmaður:
Þossi.
Á hvaða sjónvarpsstöð horf-
ir þú mest? Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Herbert Árnason.
Uppáhaldskrá: IngólfsCafé.
Uppáhaldsfélag i íþróttum: ÍR.
Stefhir þú að einhverju sérstöku í framtiðinni?
Klára skólann og lifa hamingjusömu lífi.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Vinna.
-GHS
Eiríkur Önundarson,
körfuknattleiksmaöur í ÍR,
sýnir á sér hina hliðina.
DV-mynd BG
4