Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Blaðsíða 11
JD*"V" LAUGARDAGUR 16. MARS 1996 mennmg .1 Meðal þeirra tónskálda tuttug- ustu aldar sem virðast hafa skapað sér varanlegan sess í tónlistarsög- unni má með vissu telja rússneska tónskáldið Dimitri Shostakovitsj. Nú eru fáanlegir í plötuverslunum hljómdiskar þar sem landi hans, sellóleikarinn Mistislav Rostropo- vitsj, stjórnar The Washington National Symphony Orchestra í upptökum af nokkrum helstu sin- fóníum tónskáldsins. Diskurinn með elleftu sinfóníunni hefur borist okkur til eyrna og líkar einkar vel. EUefta sinfónía Shostakovitsj er einnig kennd við árið 1905. Hún var samin í tilefni af 40 ára afmæli októberbyltingarinnar í Rússlandi og í minningu uppreisnar sem bæld var niður 1905. Shostakovitsj lá und- ir stöðugum pólitískum þrýstingi í tónsmíðum sínum frá Stalín og kumpánum hans. Hann lætur þess getið í hinni frægu ævisögu sinni, Testimony, að hann hafi ekki síður haft í huga ungversku uppreisnina, sem bæld var niður af sovéskum hersveitum. Hvað sem þessu líður er ellefta sinfónían prógrammverk með skýrum boðskap sem kemur fram jafnt í kaflaheitum sem tónlist- inni sjálfri. Hér er engin léttvæg skemmtitónlist á ferðinni. Viðfangs- efnið er í raun mannlíflð allt, þótt hinar dekkri hliðar virðist fá mest rúm. Shostakovitsj seilist víða til um efnivið. M.a. notar hann stef úr fjölmörgum kunnum sönglögum frá því um aldamótin og textar þeirra skapa flókið mynstur tilvísana. Tón- listarleg úrvinnsla hans á þessum efnivið skiptir þó mestu máli. Hún er frábærlega frjó og persónuleg og verkið í heild hrífandi auðugt og vel byggt. Shostakovitsj hefur af mörg- um verið talinn heldur íhaldssamt tónskáld fyrir sinn tíma. Pólitísk kúgun og listræn einangrun hefur ef tO vill haft áhrif á hann í þessa veru. Hljómplötur Finnur Torfi Stefánsson Afstaða tónskáldsins til samtíma síns að þessu leyti virðist þó, þegar öllu er á botninn hvolft, vera hreint aukaatriði. Það eina sem skiptir máli er fegurð og frumleiki verksins sjálfs. Þeirrar viðleitni gætir mjög í samtíma okkar að reynt er að fella eða hefja listaverk á stall með tUvís- un tO þeirrar aðferðar sem lista- maðurinn notar. Shostakovitsj er áþreifanleg sönnun þess hve mjög menn vaða hér í viUu og svíma. Að- ferðir sem notaðar eru til að ná markmiðum listarinnar varða höf- undinn einn og skipta hlustandann engu máli, nema frá fræðilegu sjón- armiði. Mistislav Rostropovitsj. Rostropovitsj er auðvitað þekkt- astur sem seUóleikari, en hann hef- ur getið sér orð sem mjög góður stjórnandi einnig. Má þess sjá merki á þessum diski. Flutningur- inn er áberandi skýr og styrksviðið óvenjulega mikið. Hjálpar þar tU mjög góð upptaka. Þá er túlkunin þolinmóð, ef svo má að orði komast. Allt er gert með langtímamarkmið síðar í verkinu í huga og fær þannig hvert smáatriði dýpri merkingu í heildinni. Þannig á að túlka verk af þessu tagi. k. TÆKNILEGAR UPPLYSINGAR: • Digital FM/MW/LW útvarp með 30 minnum •100 watta magnari • 3ja diska geislaspilari með 30 minnum 1 Tónjafnari m. 6 forstilltingum • Tímastilling og vekjari : Tvöfalt Dolby segulband ' Innstunga fyrir heyrnartól og hljóðnema ' Fullkomin fjarstýring ... og margt fleira. FULLKOMIN 1 OOW HUÓMTÆKI SIÐUMULA 2 • SIMI 568 9090 TX-300 Mtomatwm, Giylll uall UIBágp Mraðlr enúasti Trust Independent Pro Advanced Pentium 75 - Margmiðlunartölva með öllu! fnrlRDen£ Turntölva með mlkla stækkunarmöguleika 8 MB minni - 850 MB diskur - 5 hraða geislaspilari 5D Surround hljóðkort - FM Stereo útvarp 300 w 3D Surround hátalarar - Windows 95 MS Home heimapakkinn MS Works (ritvinnsla, töflureiknir, gagnagrunnur) MS Encarta - alfræðiorðabók MS Money - heimilisbókhald MS Scenes - undersea collection Megapak 3 I12 geisladiskar stútfulllr af lelkjum) The Lemmlngs Chronicles - MegaRace tfx - Tactlcal Flghter Experiment The VORTEX - Quantum Gate II Cydones - Jammit • Dragon s Lalr i Novastorm - Reunion DBtta tVfl j The Journeyman Project Turbo hKjniuiMTiO Dúndur tölva og hljómflutningstæki . Trust SKAFTAHUÐ 24 SÍMI569 7800 NYHERJA Opið á laugardögum írá 10-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.