Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Blaðsíða 36
44 LAUGARDAGUR 16. MARS 1996 Nálastungulækningar standa á árþúsundagömlum kínverskum merg: Reyni að skapa jafnvægi milli Yin og Yang segir Guðrún Kristín Einarsdóttir sem lært hefur nálastungulækningar Maður finnur fyrir vægum sárs- auka eða öllu heldur örlitlum óþæg- indum þegar Gunna Stína stingur nálinni í þindina til að auka strauminn til orkustöðva líkamans. Hún hreyfir nálina til og það er líkt og vægur rafstraumur fari um mann. Nálin er komin á sinn stað og Gunna Stína nuddar út frá hlett- inum þar sem nálin situr fóst til að jafna út sársaukann sem hverfur al- veg. Það er eins og þungt slytti liggi á manni og manni hitnar en eftir að hún er búin að stinga annarri nál í þriðja augað er maður vel afslapp- aður. Með nálina á lofti Gunna Stína eða Guðrún Kristín Einarsdóttir, sem lært hefur nála- stungulækningar í Svíþjóð og Kína, gaf sér tíma til að ræða við blaða- mann um áhugamál sitt, nám og nálastungulækningar í vikunni. Að spjallinu loknu skellti blaðamaður sér í líki nálapúða þar sem reynt var að jafna streymið til orkustóðva hans. „Ég fór til Svíþjóðar árið 1985 og ¦ læröi röntgentækni og i framhaldi af því fór ég í skóla til að læra nálastungulækningar. Þetta var öðruvisi og ég hafði séð einhverja smágrein í blaði um þetta í Svíþjóð. Síðan kynntist ég þessu betur í gegnum íslenska stelpu, sem var hjúkrunarfræðingur og var að læra þetta. Mér fannst þetta áhugavert og fór eiginlega í þetta út af forvitni og renndi blint í sjóinn enda er allt önnur hugmyndafræði á bak við þetta en vestrænar lækningar. Það má segja að ég hafi heillast af þessu." Gunna Stina segir nálastungu- lækningar felast í því að vinna með orku sem býr i líkamanum - orku- flæði og orkusvið. „í líkamanum eru 12 orkubrautir, sem bera nafn eftir líffærum líkam- ans, og á þeim eru 365 punktar en þetta byggist allt á náttúrunni. Þetta felst í þvi að jafna út orkuna og leita að orsök vandans - leita að ástæðu þess að þú ert með höfuðverk, bak- verk, vöðvabólgu og svo framvegis. Maður leitar sem sagt að misvægi ' orkunnar og reynir að skapa jafn- vægi - ná jafnvægi milli Yin og Yang, eins og það er kallað. Þannig getur orsökina fyrir höfuðverk ver- ið að fmna i fætinum. Þetta er ólíkt vestrænum læknavísindum að þvi leyti að maður er ekki að lækna ein- kenni heldur að reyna að finna or- sökina og lækna sjúkdóminn eða það sem hrjáir viðkomandi. í vest- rænum læknavísindum gengur meðhöndlunin út á það að lækna einkennin með lyfjameðferð, sem er gott eins langt og það nær." Lánshæft en má ekki stinga hér Gunna Stína sótti nám í nála- stungulækningum í skóla sem er Gunna Stína læröi röntgentækni í Svíþjóð og fór svo í skóla fyrir fólk sem lokið hefur námi til starfa í heil- brigðisgeiranum til að nema nála- stungur f eltt ár. Að því loknu fór hún á námskeið á háskólasjúkrahús í Kína til að auka við þekkingu sína. ^sTV ^8| ^jjjh.^." ¦ "^m^ '^ Það er eins og þungt slytti liggi á manni eftir fyrstu nálina og manni hitnar en eftir að Gunna Stína er búin að stinga annarri nál í þríðja augað er maður vel afslappaður. \ DV-myndir GS viðurkenndur af sænska ríkinu og fékk þvi íslensk námslán fyrir nám- inu sem tók eitt ár og er einungis fyrir þá sem lokið hafa námi innan heilbrigðisgeirans, sem Gunna Stína hefur gert. Að því loknu fór hún til Kína á framhaldsnámskeið á kínversku háskólasjúkrahúsi. Þótt námið í Svíþjóð sé lánshæft hjá LÍN þá er henni ekki heimilt að starfa við nálastungulækningar hér á landi. Samkvæmt lækningalögum, segir hún, er lærðum læknum ein- um heimilt að meðhöndla fólk. Hún má þvi hvorki auglýsa starfsemi sína né reka stofu samkvæmt lógum og stundar því einungis lækningar á vinum, kunningjum og skyld- mennum. í Svíþjóð hefði hún getað fengið löggildingu og starfað með tryggingastofnun þar í landi. Hún segist hafa reynt að tala máli sínu og nokkurra annarra hér á landi, sem lært hafa nálastungulækning- ar, en það hafi verið fyrir daufum eyrum. Hér á landi stunda hins veg- ar nokkrir nálastungulækningar „löglega". Það eru menn sem lokið hafa prófi í læknisfræði en jafnvel tekið bara stutt námskeið í nála- stungulækningum. Streitusjúkdómar lækn- aðir Gunna Stína segir að þeir sem hafi leitað hjálpar hennar - vinir og kunningjar - séu ósköp venjulegt fólk. En flestir eigi það sammerkt að hafa reypt flestar leiðir úrlausna vestrænnar læknisfræði en án ár- angurs. Hjá henni og hennar líkum fái það oft bót meina sinna en nauð- synlegt sé þó að koma oftar en einu sinni til að árangur komi í ljós. Mest er um að fólk með það sem hún kallar starfræna- eða streitu-. sjúkdóma, eins og vöðvabólgu, mígren, bakverki og einnig húð- sjúkdóma, leiti til hennar. Þö sé hægt að nota nálastungu á ýmsa aðra og alvarlegri sjúkdóma en þá aðallega sem sársaukadeyfandi en ekki til lækninga. Það sé lika stað- fest með rannsóknum að nála- stunguaðferðih geti aukið endorfín- framleiðslu líkámans en endorfín er í hópi morfínlyfja. „Það tíðkast ekki á íslandi að fólk leiti til nálastungulækna áður en það er búið að prófa hefðbundnar lækningar. I Kína er þessu á hinn veginn farið. Þar er nálastungudeild á sjúkrahúsum eins og röntgen- og lyflækningadeild og líklega er hefð- in fyrir nálastungum þar meira en 2000 ára. Mér skilst að fólki sem hafi verið að vinna á ökrum hafi orðið illt og þá hafi einhverjir tekið að nudda ákveðna punkta á líkama þess. Þetta þróaðist svo í það sem það er í dag og einhvern tíma á ferl- inu kortlagði einhver alla þessa punkta sem við þekkjum nú. Forvitið fólk Gunna Stína segir fólk ekki hrætt við nálastungulækningarþeg- ar það kemur í fyrsta skipti til hennar. Það sé frekar forvitið. Því finnist stungan kannski sársauka- full en svo verði það hissa þegar það áttar sig á að meðferðin sé búin - þetta hafi nú ekki verið neitt neitt þegar upp sé staðið. Þetta getur blaðamaður staðfest. Gunna Stina segist ekki skilja i tregðu stjórnvalda hér á landi að viðurkenna nálastungulækningar og breyta gömlum lækningalögum. Helst segist hún vilja sjá nálas- tungulækningar stundaðar hér sam- kvæmt tilvísunum frá starfandi læknum og í samráði við þá, líkt og framkvæmdin er með sjúkranudd og annað slíkt. Nauðsynlegt segir hún vera að breyta lögunum áður en fúskarar, sem hljóti að komast inn í þessa grein eins og aðrar, vinni skaða á sjúklingum og grein- inni sjálfri, vegna takmarkaðrar þekkingar og geti starfað til hliðar við lögin þar sem ekkert eftirlit er haft með greininni. PP Gunna Stína segir fólk ekki hrætt við nálastungulækningar þegar það kemur í fyrsta skipti til hennar. Það sé frekar forvitið. Því finnist stung- an kannski sársaukafull en svo verði það hissa þegar það áttar sig á að meðferðin sé búin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.