Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1996, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1996 Fréttir Sjúklingur með mjög alvarleg brunasár sem kom með sjúkraflugvél frá Akureyri til Reykjavikur: Beið á flugvelli í lífshættu í 31 mínútu eftir sjúkrabíl - mistök, segir slökkviliðsstjóri - þörf á fastari vinnureglum, segir yfirlæknir á Landspítalanum Sjúkraflugvél frá Akureyri með sjúkling, sem var með lífshættuleg brunasár og átti að flytja á gjör- gæsludeild Landspítalans, varð að bíða á Reykjavíkurflugvelli í 31 minútu eftir sjúkrabfl í síðustu viku. Sjúkraflutningabíllinn, al- mennur sjúkrabíll, lagði ekki af stað frá slökkvistöðinni út á flugvöll fyrr en 3-4 mínútum eftir að vélin lenti en var þá snúið við þegar al- varlegt útkall barst vegna bruna sem átti sér stað á Nönnugötu. Flugmaður vélarinnar hafði beðið flugturn um að panta sjúkrabíl þeg- ar hann var staddur yfir Skagafirði - um 30 mínútum fyrir lendingu í Reykjavík. Eftir lendingu, sem var klukkan 3.51 um nóttina, lét hann tvisvar sinnum hringja í slökkvilið- ið til að ítreka beiðnina um sjúkra- bíl. Þá voru báðir hinna tveggja mönnuðu sjúkrabíla í Reykjavík að flytja fjögurra manna fjölskyldu úr brunanum af Nönnugötu á Borgar- spítalann. Þegar Akureyringurinn var sóttur var klukkan orðin 4.22. Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri sagði við DV að það lægi fyrir að mistök hefðu átt sér stað með því að senda ekki sjúkrabílinn fyrr af stað til að ná í sjúklinginn frá Akureyri. Hrólfur segir hins vegar að í þessu tflviki sem öðrum hafi slökkvilið ekki fengið upplýsingar um hversu alvarlegt tilfelli væri að ræða. Bílnum snúið við ... ekki snúið við „Ef það hefði legið fyrir hversu alvarlega sjúklingurinn var slasað- ur get ég nánast fullyrt að bílnum hefði ekki verið snúið við og aðrar ráðstafanir gerðar - þá hefði sjúkra- bíll beðið vélarinnar,“ sagði Hrólf- ur. Aðspurður um þetta atriði sagði Bjarki Hjaltason flugmaður: „Það er litið svo á að sjúkraflug séu áríðandi. Við erum ekki að fljúga frá Akureyri í 50 minútur til að bíða síðan á flugellinum í Reykjavík í hátt í aðrar 50 minút- ur.“ Læknir fylgdi sjúklingnum í flugvélinni frá Akureyri til Reykja- víkur. Þorsteinn Svörfuður Stefánsson, yfirlæknir á gjörgæsludeild Land- spítalans, sagði viö DV að æskilegt væri að fastari vinnureglu yrði komið á um samskipti af þessu tagi. „Ég átta mig ekki á hvemig þetta gat gerst né þeirri töf sem varð á því að undirbúa komu sjúkraflugvélar- innar. Ég taldi það hafa verið gert eins vel og hægt var,“ sagði Þor- steinn sem hafði undirbúið komu sjúklingsins m.a. með því að hringja í Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og bæði í flugturninn nyrðra og á Reykjavíkurflugvelli. Áttu að láta vita Þorsteinn sagðist telja að vinnu- reglan ætti almennt að vera með þeim hætti að sá sem lætur panta sjúkraflugvél - yfirleitt sá fagmaður sem meðhöndlar sjúkling og veitir fyrstu aðhlynningu - komi upplýs- ingum til sjúkraflutningsaðila um ástand viðkomandi sjúklings. Þorsteinn sagði ljóst að þegar út- kallið kom frá Nönnugötunni hefði verið eðlilegt að slökkviliðið léti flugturn vita um að ekki væri hægt að senda sjúkrabílinn strax. Þá hefði læknirinn um borð í flugvél- inni haft tækifæri til að gera at- hugasemdir. Nóttina sem brunasjúklingurinn var fluttur frá Akureyri og bruninn varð á Nönnugötunni voru tveir sjúkrabílar í Reykjavík „mannaðir" eins og vaninn er að kvöld- og næt- urlagi. Annar er almennur sjúkra- bíll sem slökkviliðsmenn aka og síð- an er neyðarbíll með lækni og tveimur sérhæfðum sjúkraflutn- ingamönnum. Fyrir utan þetta eru 4-5 bilar fyrir hendi sem hægt er að manna almennum slökkviliðsmönn- um í neyðartilfellum. Neyðarbíllinn þjónar öllu höfuðborgarsvæðinu. -Ótt Minnsta atvinnu- leysið 42 Vest- fjörðum Minnsta atvinnuleysið er nú á Vestfjörðum og var atvinnuleysi í apríl minna á flestum stöðum en í apríl í fyrra. Undantekningar á þessu eru höfuðborgarsvæðið, þar sem atvinnuleysi er nú hlutfallslega mest, og Vesturland. Atvinnuleysi kvenna jókst um tæp 5% milli mars og apríl en at- vinnuleysi karla um 1%. Búist er við að atvinnuleysi minnki víðast hvar í maí og geti orðið á bilinu 4,2% til 4,7%. -SF Forseti írlands í opinbera heim- sókn til íslands Mary Robinson, forseti írlands, er væntanleg i opinbera heimsókn til íslands þriðjudaginn 28. maí og dvelur hér með foruneyti til 30. maí. Forsetinn mun skoða ýmsar stofnanir í Reykjavík á þriðjudag- inn og sitja hádegis- og kvöldverðar- boð forseta íslands. Á miðvikudag er ráðgerð skoðunarferð til Gullfoss, Geysis og Þingvalla. Biskupinn blessar ráðherrann Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, vígði nýja kirkju á Djúpavogi á sunnudag að viðstöddu fjölmenni. Meðal þeirra var Halldór Ásgrímsson utanríksráðherra ásamt móður sinni, Guðrúnu Ingólfsdóttur, og blessaði biskupinn þau. Til hægri er Sjöfn Jóhannesdóttir, sóknarprestur á Djúpavogi. DV-mynd Hafdís Fjórir frambjóðendur: Meðmæli komin úr öllum fjórðungum Fjórir væntanlegir forsetafram- bjóðendur höfðu í gær skilað inn til- skildum fjölda meðmælenda til kjör- stjórna í kjördæmunum átta en lokafrestur er nk. fóstudagskvöld. Þetta eru að sjálfsögðu Guðrún Agn- arsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Pétur Kr. Hafstein. Allar líkur eru á að Guðmundur Rafn Geirdal heltist úr lestinni en hann hefur ekki náð nema um 300 meðmælendum. Lág- marksfjöldi er 1.500 manns, þar af um 1.200 úr Sunnlendingafjórðungi. Ástþór Magnússon hefur að und- anfornu staðið í söfnun meðmæl- enda. Síðdegis í gær var ekki ljóst hvað mörg nöfn voru komin en Ást- þór hefur lýst því yfir að hann stefni að framboði. -bjb r ö d d FÓLKSINS 904-1600 Á að sameina ASÍ og BSRB? Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já _lj Ne! 2] Davíð Oddsson forsætisráðherra og Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, taka á móti lögmanni Færeyja, á Reykjavíkurflugvelli í gær. DV-mynd GVA Lögmaður Færeyja í opinberri heimsókn: Síldarsamningurinn mikilvægur Edmund Joensen, lögmaður Fær- eyja, kom í opinbera heimsókn til íslands í gær. Á fundi með blaða- mönnum sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra Joensen afar kær- kominn gest og minntist um leið stórfenglegs framlags Færeyinga vegna náttúruhamfaranna fyrir vestan. Joensen kvaðst kominn til að styrkja vináttubönd og efla sam- skiptin milli íslands og Færeyja. Einna mikilvægast í samvinnu landanna kvað Joensen samkomu- lagið um veiðar á Atlantshafssíld- inni og samvinnu um flökkustofna og fiskistofna yfirleitt. „Samvinnan hefur verið mjög einhliða þar sem Færeyingar hafa fengið kvóta frá Is- lendingum en núna er að verða breyting á,“ sagði Joensen . Stuttar fréttir Raforka á Nesjavöllum Reykjavíkurborg vill hefja raf- orkuframleiðslu á Nesjavöllum. Samkvæmt RÚV yrði hún lík- lega helmingi ódýrari en sú orka sem borgin kaupir af Lands- virkjun. Hornið keypt Vinafélag Þjóðminjasafns, Minjar og saga, keypti íslenska drykkjarhomið frá 16. öld sem var á uppboðinu á Sjálandi á mánudaginn. Kaupverð hefur ekki verið gefið upp. 12 togarar út Útgerðir 12 togara hafa stað- fest að þeir fari til sfldveiða, eigi síðar en 20. júní. Aukinn iyfjakostnaður Lyfjakostnaður sjúklinga og Tryggingastofnunar ríkisins jókst um 13% fyrstu fjóra mán- uði ársins, miöað við sama tíma í fýrra. Samkvæmt Mbl. er ástæðan tilkoma nýrra lyfja og aukin heimahjúkrun. Víkingaskip styrkt íslendingur, víkingaskip Gunnars Marels Eggertssonar, hefur fengið styrk Reykjavíkur- borgar og ríkis til að hefja sigl- ingar. Ásókn í Jarðboranir Hundraö milljónir af hluta- bréfum Reykjavíkurborgar og ríkisins í Jarðborunum seldust upp á fyrsta degi útboðs í gær. Bensín að lækka? Horfur eru á að bensínverð á heimsmarkaði og þar með hér á landi lækki á næstunni vegna samkomulags Sameinuðu þjóð- anna og íraka um að þeir síðar- nefndu fái að flytja út olíu, í fyrsta sinn í 6 ár Tryggingargjöld hækkuð Páll Pétursson félagsmálaráð- herra segir að hækka verði tryggingargjöld fyrirtækja ef at- vinnurekendur ráði fólk í hluta- störf og vísi því svo á atvinnu- leysisbætur hinn hluta dagsins. Rikissjónvarpið greindi frá þessu. -bjb -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.