Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1996
Fréttir i>v
Mál íslendingsins sem kynnti sumarhús á Spáni:
Sýknaður fyrir fjár-
svik við fasteignasölu
í gær var kveðinn upp héraðs-
dómur í máli manns sem geflð var
að sök að hafa á árunum 1989 og
1990 framið fjársvik upp á 15!4
milljón með orlofshúsasvikum.
Hann var sýknaður af ákærunni og
málskostnaður greiddur úr ríkis-
sjóði.
Maðurinn átti að hafa fengið 13
aðila hérlendis til að kaupa fast-
eignir á Spáni sem aldrei voru af-
hentar vegna gjaldþrots þarlendra
byggingaraðila. Þá var hann sakað-
ur um að hafa greint ranglega frá
því að erlent tryggingafélag ábyrgð-
ist hugsanlegar vanefndir seljanda.
í niðurstöðu dómsins segir að
ákærði hafi aðeins tekið að sér
kynningarstarfsemi fyrir bygging-
arfélagið spænska en ekki stundað
fasteignasölu. Þá hafi hann kynnt
sér rekstur félagsins áður en hann
fór út í samstarf með því og hafi
það virst standa traustum fótum.
Meirihluti fóiksins, sem festi kaup
á húsum, gekk frá kaupsamningum
á Spáni og var öllu fólkinu ljóst að
húsin voru á byggingarstigi en al-
kunna er að byggingarframkvæmd-
ir tefjast iðulega. Einnig kom það
til athugunar að öllu fólkinu var
boðið í ókeypis kynningarferð til
Spánar til þess að skoða fram-
kvæmdir, þó að ekki hefðu allir
nýtt sér það, og var því í lófa lagið
að grafast fyrir um áreiðanleika
fyrirtækisins þar.
Ósannað þótti að maðurinn hefði
fengið fólkið til þess að kaupa fas-
teignimar með því að nýta sér
ranghugmyndir þess um bygging-
araðilann og tryggingarfélagið með
refsiverðum hætti og var hann því
sýknaður. -SF
Bílvelta
í Öxnadal
DV, Akureyri:
Kona og tveir farþegar hennar
voru flutt á sjúkrahús á Akur-
eyri á laugardag eftir að bifreið
þeirra hafði oltið út af veginum
á móts við Hóla í Öxnadal.
Bifreiðin fór 2-3 veltur og
hafnaði á hjólunum, en meiðsli
þremenninganna reyndust ekki
alvarleg og fengu þeir að fara
heim að lokinni skoðun á slysa-
deild.
Lögreglan á Norðurlandi var
með umferðarátak sL föstudag
og kannaði m.a. notkun öryggis-
belta. Akureyrarlögreglan stöðv-
aði 328 bifreiðar utan bæjarins
og reyndist þurfa að kæra í 18
tilfellum þar sem öryggisbelti
höfðu ekki verið notuð. -gk
Krókaleyfisbátarnir:
Meirihluti smábáta-
eigenda valdi
þorskaflahámarkið
- fæstir velja kerfið handfæri-línuveiðar saman
Smábátaeigendum buðust þrír
kostir varðandi hvernig veiðistjórn-
un þeir vildu velja sér innan hins
nýja kerfis sem þeir vinna nú eftir.
Langflestir, eða 556 menn, völdu
svokallað þorskaflahámark, sem er
bara kvótakerfi. Þeirra hlutur úr
heildarkvóta smábátanna er 17.237
lestir.
Handfæraveiðar eingöngu, sem er
sóknardagakerfi, voru næstvinsæl-
astar en það völdu eigendur 291
báts. Aflahlutdeild þeirra í kerfinu i
ár er 2.107 lestir.
Loks völdu 193 smábátaeigendur
þann flokk sem kallast handfæri og
línuveiðar, sem líka er sóknardaga-
kerfi, og eru þeir með 1.510 lestir á
bak við sig.
Sóknardagabátamir mega veiða
84 daga á ári. Pottur þeirra í ár
nemur rúmum 3.600 lestum, sem
fyrr segir. Á næsta ári eykst hann
um 20 prósent eins og í kvótakerf-
inu. Ef þeir veiða samanlagt meira
en nemur þeim 4.300 lestum sem
þeim eru ætlaðar á næsta ári fækk-
ar sóknardögum þeirra eftir
ákveðnu kerfi fiskveiðiárið
1997/1998.
Að sögn Þorsteins Þorsteinssonar
verður heildarafli krókabáta á næsta
fiskveiðiári rúmar 25 þúsund lestir.
Og nú hafa smábátaeigendur endan-
lega valið innan hvaða veiðikerfis
þeir vilja vera í framtíðinni. -S.dór
ifel tmáfeftiil
r |íu( »■ | t
■ - á veiðistjórnun innan nýja kerfisins -
Fjöldi þeirra sem völdu
I
I
handfæri og línuveiðar
29i handfæraveiðar eingöngu
Aflahiutdeild
1510 :
2107
556
þorskaflahámark
17.237
1000
20.000
10.000
Fjöldi manna
Lestir
Bætt afkoma hjá
vernduðum vinnustað
á Vesturlandi
DV, Akranesi:
Afkoman batnaði heldur hjá
vemduðum vinnustað á Vestur-
landi á síðasta ári miðað við árið
áður, að sögn Þorvarðar Magnús-
sonar ffamkvæmdastjóra. Hallinn á
síðasta ári var 1,5 mÚljónir en árið
áður 2,9 milljónir sem skýrist aðal-
lega af hagræðingu í rekstri, svo
sem með tímabundinni fækkun
starfsmanna og auknum ffamlög-
um stjórnvalda.
„Ég er ekki bjartsýnn á þetta ár
nema til komi aukin framlög óg
býst við að hallinn verði sambæri-
legur nema menn auki tekjurnar
eða framlögin sem er áhyggjuefhi.
Stjórnvöld bættu um betur á síð-
asta ári en það þarf að fylgja því
betur eftir og taka ákvörðun um
launa- og kjaramál starfsmanna á
vernduðum vinnustöðum sem eru í
algjörum ólestri hjá stjórnvöldum
þó þau séu í góðu lagi hér.“
Þann 1. apríl sl. var nafni Vemd-
aðs vinnustaðar á Vesturlandi
breytt í Fjöliðjuna. Þar störfuðu um
áramótin 23 fatlaöir starfsmenn ffá
Borgamesi og Akranesi. -DÓ
Sherman Bearnson, áður Björnsson, ásamt fósturbróður sínum Paul Valgardson og Thoru Leifsson sem ættuð er
úr Vestmannaeyjum.
Vestur-íslendingar frá Spanish Fork:
Fundu ættingja
víða um land
- boröuöu kvöldverð meö 28
Johnson og systur sinni Vina John-
son Foster.
Gat talað íslensku í æsku
„Foreldrar mínir vom islenskir í
báðar ættir, þannig að ég skildi og
gat talað íslensku þegar ég var lítill
en í dag skil ég ekki orð, því miður.
Þetta hefur verið yndislegt og það er
frábært að sjá landið sem afi og
amma fæddust og bjuggu í og að
hitta ættingja sem maður hafði ekki
hugmynd um að væru til,“ sagði
Sherman Beamson sem áður var
Bjömsson en nafninu var breytt því
hið ytra áttu menn í vandræðum
með að bera það fram.
Hópurinn hefur ferðast víða og
m.a. til Vestmannaeyja, þar sem
stofnað var til vinabæjasambands
en margt af þessu fólki virðist ættað
þaðan. Og eitt er víst, að margir úr
hópnum ætla sér að koma aftur til
íslands og styrkja böndin.
„Ég talaði við ffænku mína í
Vestmannaeyjum í morgun sem er
skyld mér í móðurætt," sagði Lil
Johnson Sheperd, einn 38 Vestur- ís-
lendinga sem komu hingað til lands
frá Spanish Fork í Utah í þeirri von
að finna einhverja ættingja.
„Við erum öll í sjöunda himni því
að flest höfum við fundið einhver
skyldmenni og ég fer heim með fulla
tösku af pappírum með upplýsing-
um um mitt fólk. Við borðuðum í
fyrrakvöld með 28 ættingjum okkar
og í gær heimsóttum við sex aðra,
þannig að þetta er eins og í
draumi," sagði Lil sem kom ásamt
foður sínum
Arthur
Sig-
urði
Mildred Leifsson ætlar að baka pönnukökur að íslenskum sið þegar hún
kemur heim og á tveimur pönnum, að sjálfsögðu.
þeirra
Myndin er af loftpressu af mjög
svipaðri gerð og sú sem hvarf.
Loftpressu
stolið frá
Suðutækni
Loftpressa af gerðinni Inger-
soll-Rand P130G hvarf á tímabil-
inmu klukkan níu á miðviku-
dagskvöld til tvö um nóttina af
vinnusvæði á homi Reykjahlíð-
ar og Eskihlíðar í Reykjavík.
Loftpressan er í eigu Suðu-
tækni sem er verktaki á vegum
Hitaveitu Reykjavíkur á um-
ræddum stað. Loftpressan er
engin léttavara, um 800 kíló að
þyngd, og eins og sést á mynd-
inni er ekki hægt að tengja hana
við venjulegan krók á bíl.
Hvarf pressunnar er mjög al-
varlegt mál fyrir fyrirtækið eins
og gefur að skilja.
Þeir sem kynnu að hafa orðið
varir við umrætt tæki em beðn-
ir að hafa samband við lögregl-
una í Reykjavík. -ÞK