Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1996, Qupperneq 19
MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1996
31
Menning
Ur sýningu Leikfélags ísiands á Stone Free.
Hippar á
rokkhátíð
Verk Jims Cartwright hafa notið mikilla vinsælda
hér á landi að undanförnu, þannig að það er vel við
hæfi að tryggir aðdáendur fá nú fyrstir að njóta upp-
færslu á nýju verki hans eins og rækilega hefur ver-
ið kynnt að undanfornu.
Stone Free er reyndar ekki leikrit í eiginlegum
skilningi því að verkið lýsir rokkhátíð i lok sjöunda
áratugarins og byggist að jöfnu upp
á flutningi vinsælla laga frá þeim
tíma og smámyndum sem lýsa tíð-
aranda og víðfrægum viðhorfúm
hippanna á þessu tímabili.
Höfundareinkennum
Cartwrights bregður fyrir 1 lýsingu
á fólki og stemningu, en tónlistin er
svo veigamikill þáttur í sýningunni að ekki er um
eiginlega samfellu að ræða I persónulýsingum.
Hippamenningin er í algleymingi, ungmenni
streyma hvaðanæva að og njóta frelsis í grænu grasi
umvafln hassreyk og drynjandi músík. Sumir eru
orðnir töluvert verseraðir í þessum nýja lífsstíl en
aðrir koma þarna sakleysið uppmálað.
Friður og ást eru útgangsorð samkomunnar en inn-
an um leynast harðsviraðir vítisenglar og sjálfsagt
dópkaupmenn líka þó að þeir séu ekki beinlinis leidd-
ir fram á svið í sýningunni. Það er freistandi að
ímynda sér hvernig hægt hefði verið að gegnumlýsa
þetta tímabil og eftirleikinn aðeins nánar því að all-
ur efniviðurinn er þama fyrir hendi.
En Stone Free er fyrst og fremst lýsing á stemn-
ingu og andrúmslofti. Cartwright sleppir algjörlega
öllum öðrum útlistunum og predikun er víðs fjarri.
Áhorfendur eru einfaldlega staddir á þessari útihá-
tíð og fá þar að njóta hörkugóðrar og kraftmikillar
tónlistar í flutningi músíkanta sem kunna sitt fag.
Lögin eru gamalkunn frá þessum tíma en útsetning-
arnar taka mið af nútímanum. Jón Ólafsson er tón-
listarstjóri og af söngvurum taka þau mest á sig Em-
ilíana Torrini og Daníel Ágúst Haraldsson, sem
glansa þarna í nokkrum lögum.
Magnús Geir Þórðarson leikstjóri vinnur hér
fmmraun sína á stóru sviði og fer vel frá henni þó að
i mörg horn sé að líta.
Sviðsnýtingin er frumleg, hluti áhorfenda situr í
„brekkunni" uppi á sviðinu og myndcu: þannig lifandi
hluta leikmyndar, sem að öðru leyti er fábrotin og
raunsæ. Ein ábending: Ungu stúkurnar sem sitja
næst hljómsveitarpallinum mættu hreyfa sig meira
og vera mun virkari til að skapa líflegra yfirbragð.
Leikaramir halda vel utan um þær persónulýsing-
ar, sem brugðið er upp í hálfgerðum augnabliks-
myndum og sumir fara á kostum. Ég verð þó að við-
urkenna að ég hefði alveg eins viljað sjá meira til
þeirra, bitastæðara handrit og
meiri úrvinnslu á persónum hefði
verið spennandi.
Ingvar E. Sigurðsson er ófyrir-
leytinn vítisengill og mátti varla
kraftmeiri vera þegar mest gekk á
fyrir honum. í hlutverki hippa-
ferðalangsins var hann aftur á
móti rólegur og syndandi í hassvímunni. Eggert Þor-
leifsson kreisti safann úr hlutverki kynnis, Jóhann
G. Jóhannsson fór svolítið offari i byrjun, en náði svo
góðu sambandi við „saklausa" strákinn, og litla ást-
arævintýrið var fallega unnið. Emilíana Torrini var
indæl og ofurfalleg í hlutverki stúlkunnar.
Margrét Vilhjálmsdóttir og Guðlaug Elísabet Ólafs-
dóttir lífguðu upp á sýninguna með glæsilegum tökt-
um í hlutverkum hippameyja en Daníel Ágúst átti
svolítið bágt með að finna út úr sinni persónu, þang-
að til hann fór með ljóðið Stríðsfréttir. Þar sló hann
góðan tón.
Kjartan Guðjónsson og Gísli Rúnar Jónsson léku
þrælfúla og hneykslaða fulltrúa hins almenna borg-
ara og léku á kómísku nótunum, áhorfendum til
óblandinnar ánægju.
Búningar Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur eru
skemmtilega samansett flóra og eiga stóran þátt í að
skapa sýningunni rétt yfirbragð.
Uppsetningin er fyrst og fremst kraftmikil tónlist-
arupplifun og gefur innsýn í hippatímann, sem marg-
ir góðborgarar líta til með eftirsjá í dag.
Leikfélag íslands sýnir á Stóra sviði Borgarleikhúss:
Stone Free
eftir Jim Cartwright
Þýðing og leikstjórn: Magnús Geir Þórðarson
Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson
Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson
Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
Lýsing: Lárus Björnsson
Hljóðhönnun: Gunnar Árnason
Leiklist
Auður Eydal
KENWOOD
kraftur, gœði, ending
Ármúla 17, Reykjavík, simi 568-8840
Sumarleyfi - lokun
Viöskiptavinir vinsamlega athugiö.
Vegna sumarleyfa starfsmanna veröur fyrirtækiö
lokaö frá og meö 20. júlí til 6. ágúst.
Ðón- og þvottastöðin ehf.
Sigtúni 3 (Sóltúni)
Blaðberar óskast
á Lindarflöt, Smáraflöt, Stekkjarflöt
og Hagaflöt í Garðabæ.
Uppl. í síma 550 5777
DV
Fáskrúðsfjörður
k\V\\\\\\\\\\\\\
Nýr umboösmaöur DV
Kjartan Reynisson
Álfabrekku 6 - Sími 475 1248
Askrifendur fá
aukaafslátt af
a\\t mll/l hlmi,
Smáauglýsingar
smáauglýsingum DV
DV
SS0 5000
fsetning og innsiglun
Bjóðum nýja ökurita fra VR ásamt ísetningu og innsiglun á öllum gerðum rafdrifinna ökurita.
HEKLA
véladeild
Laugavegi \7(y\7Á,
sími 569 5500