Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 Fréttir Tveggja manna enn saknað eftir að Æsa ÍS sökk í Arnarfirði í gær: Erum að jafna okkur eftir þetta áfall - segir einn Qögurra skipbrotsmanna sem björguðust úr sjóslysinu „Við erum rétt að jafna okkur eft- ir þetta mikla áfali. Við viljum ekk- ert segja mn þetta að svo stöddu," sagði Önundur Pálsson, einn skip- brotsmannanna fjögurra sem kom- ust lífs af þegar skelfisksskipið Æsa ÍS frá Flateyri sökk um eina mílu undan Kirkjubólstanga í Amarfírði um eittleytið í gær. Tveggja manna úr áhöfn skipsins, skipstjóra og stýrimanns, er enn saknaö. ítarleg leit stóð yfir í gærdag og í gærkvöld. Tveir skuttogarar og um 40 smærri bátar vora við leitarstörf auk þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarmanna frá Patreks- firði, Bíldudal, Tálknafirði og Þing- eyri. Æsa mun hafa sokkið um eittleyt- iö í gær en ekki er vitað nákvæm- lega hvað gerðist. Allar aðstæður voru mjög góðar, veður milt og sjó- lítið. Samkvæmt öruggum heimild- um var nýbúið að gera skipið kiárt fyrir heimferð og engin veiðarfæri voru úti þegar slysið varð. Skipið mun hafa verið að sigla í hringi, þar sem áhöfnin var að taka inn skel- bakka, þegar það lagðist skyndilega á hliðina og síðan á kjölinn. Allt bendir til að það hafi síðan sokkið á örstuttum tíma. Þeir fjórir úr áhöfn- inni sem björguðust komust um borð i gúmbát. Að sögn lögreglu á Æsasekkur Þingeyri ' V I Skelfiskbát- ' urinn Æsa frá Rateyri sekkur klukkan Bíldudalur rúmlega eitt 25. júlí 1996. DV Patreksfirði mun einn þeirra hafa kastað sér i sjóinn og kafað niöur á þriggja metra dýpi til að ná gúmbátnum upp. Svo viröist sem sjálfvirkur sleppibúnaður hafi ekki virkað. Ekkert neyðarkall barst frá skip- inu en sjálfvirkur neyðarsendir fór af stað þegar þeir fóru i gúmbátinn. Það var handfærabáturinn Vigdís BA sem kom fyrst að slysstað nokkrum mínútum eftir slysið en báturinn var á veiðum í rúmlega milu fjarlægð. Alger tilviljun „Það var í raun alger tilviljun að við skyldum koma á vettvang. Við sáum einhverja þúst í rigningar- suddanum og ákváðum að athuga málið. Við sáum þá fljótlega fjóra unga menn í gúmbát og hjálpuðum þeim um borð. Þeir sögðu okkur frá því aö Æsa hefði skyndilega farið á hvolf og þeir hefðu verið á kili í um 10 mínútur og síöan svipaðan tíma í gúmbátnum," sagði Símon Viggós- son, skipstjóri á Vigdísi, en hann var ásamt félaga sínum að veiða á handfærabátnum þegar slysið varð. Strákamir sögðu okkur frá því að skipstjórinn og stýrimaður hefðu týnst. Skipstjórinn mun hafa verið í brúnni en stýrimaður í koju þegar bátnum hvolfdi. Einn strákanna sagðist hafa verið í koju niðri en tókst á ótrúlegan hátt að komast upp í tæka tíð. Strákamir voru blautir og kaldir, enda höfðu þeir lent í sjónum, en að öðru leyti voru )eir líkamlega vel á sig komnir. En )eir voru í miklu losti og sérstak- Símon Viggósson, skipstjóri á Vig- dísi BA, sem bjargaði fjórum skip- brotsmönnum af Æsu ÍS í Arnarfirði fgær. lega þegar mínútumar liðu og ekki varð vart við félaga þeirra. Það komu fljótt önnur skip til að leita en við sigldum með þá í land, enda hafði ég engin tök á að veita áfalla- hjálp um borð. Við sigldum með þá til Bildudals og svo fórum við aftur út til aö leita. Aldrei áöur í mannbjörg Ég hef aldrei lent í mannbjörg áður þannig að maður er hálfskrít- inn sjálfur eftir þetta. En það er vissulega mikil gæfa að fá tækifæri til að koma svona til hjálpar. Strák- amir voru auðvitað langt niðri en stóöu sig mjög vel eftir hrakning- ana. Þeir sögðust lítið vita almenni- lega hvað hefði gerst enda hefur þetta gerst mjög skyndilega," sagði Símon. Allir skipbrotsmennimir vom fluttir á land í Bíldudal en fengu síð- an að fara heim til Flateyrar í gær- kvöld. Æsa ÍS var smíðuð í Hollandi árið 1987. Skipið var 132 brúttótonn og sérútbúið fýrir skelfiskveiðar. Vestfirskur skelfiskur á Flateyri gerði skipið út. -RR Heilbrigðisráðherra: Aðeins milli- færsla á peningum „Við spömm ekkert með því að skera niður þjónustu við aldraða og geðsjúka því þeir þurfa sína þjón- ustu. Þeir sækja hana bara eitthvað annað og ríkið heldur áfram að borga. Fólk hættir ekki að vera gamalt,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra um tillögur stjómar Sjúkrahúss Reykavíkur um lækkun rekstrarkostnaðar. „Þessar tillögur hljóta að opna augu þeirra sem ekki hafa séð það fyrr hversu nauðsynlegt það er að líta á sjúkrahúsin í Reykjavík sem eina heild, eitt þjónustusvæði. Ég lít svo á að þama sé veriö að færa fjár- muni til en ekki spara,“ Ingibjörg segist vilja sjá umræðu um sameiningu í skrifstofuhaldi yfirstjórna sjúkrahúsanna og um samvinnu á rannsóknar- og há- tæknisviði. Hún segir að hægt heföi verið að líta á þessa hluti því þeir kæmu ekki niður á sjúklingum. Aðspurð hvort búast mætti við frekara fjármagni frá rikisvaldinu á þessu ári sagðist hún telja að svo yrði aö vera. Það væri þó ríkis- stjómarinnar að ákveða það. -sv Stuttar fréttir Tekjur ríkisjóðs aukast Tekjur ríkissjóðs hafa aukist um 15% á fyrstu sex mánuðum ársins. Tekjumar vom alls 8,4 milljörðum hærri en á sama tíma í fyrra. Meginskýringn á þessum bata er aukin velta í efnahagslíf- inu og meiri tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga. Aukning á loðnuafurðum Veruleg aukning varð á fram- leiðslu loðnuafurða hjá Granda hf. á síðustu vertíö, að því er fram kemur í nýjasta fréttabréfi félags- ins. Framleiðslan fór úr 2.400 tonnum árið 1995 í 3.000 tonn. Þingfararkaup Þingfararkaup er miklu hæma í Danmörku en á íslandi í hlut- falli við kaup annarra stétta. Þingfararkaup, í hlutfalli við við almenn laun annarra stétta, virð- ist þó heldur hærra á íslandi en í Danmörku. -RR l— .........................Zi .—»--- » Skelfisksskipiö Æsa IS frá Flateyri, sem sökk á Arnarfirði í gær, sést hér viö bryggju. Verulegur niðurskurður ákveðinn hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur: lllskástu neyðarúrræðin - segir Kristín Ólafsdóttir, stjórnarformaður sjúkrahússins „Stjómin hefur tekið sína ákvörð- j rödd FOLKSINS 904 1600 Eiga íslendingar erindi á Ólympíuleikana? un um verulegan niðurskurð á þjón- ustu Sjúkrahúss Reykjavíkur. Við áttum engra kosta völ, þetta voru illskástu neyðarúrræðin sem stjóm- endur sjúkrahússins sjá í þeirri stöðu sem spítalinn er í núna. Sú staða er aö ríkisvaldið eða meiri- hluti Alþingis veitir ekki það fé sem þarf til að viðhalda núverandi þjón- ustu,“ sagði Kristín Ólafsdóttir, stjórnarformaður Sjúkrahúss Reykjavíkur, við DV í gær eftir að stjóm sjúkrahússins samþykkti til- lögur framkvæmdastjórnar vegna fjárhagsvanda spítalans. Um 250 milljónir króna vantar í rekstur þessa árs og engin svör munu hafa borist frá ríkisvaldinu um hvort viðbótarfé verði veitt til sjúkrahússins. Tillaga fram- kvæmdastjómar var samþykkt með sex samhljóða atkvæðum en fulltrúi heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytis sat hjá. Allir sjö fundarmenn samþykktu samhljóða bókun fund- arins. „Þetta eru mjög alvarlegar að- gerðir fyrir heilbrigðisþjónustuna í heild. Þær bitna hart á öldruðum, á geðsjúkum og á þeim sem þurfa á endurhæfingu að halda. Þessar að- gerðir leiða líka til þess að álag á bráðadeildum Sjúkrahúss Reykja- víkur sem og Landspítalans eykst og var það nú nóg fyrir. Þessar að- gerðir gera örugglega vart við sig hjá félagsþjónustu sveitarfélaganna hér á höfuðborgarsvæðinu, sérstak- lega vegna öldmnarþjónustu. Grunnhugsanir okkar við smíði tillagnanna voru á þá leið að reyna að vernda eftir mætti slysa- og bráðaþjónustu sjúkrahússins sem er svo gífurlega mikilvæg fyrir landið í heild. Sú þjónusta verður að vera til staðar varöandi allra handa slys og bráðveikt fólk sem við getinn ekki lokað dyrunum fyr- ir þegar það leitar eftir þjónustu sjúkrahússins. Þá var reynt að fækka þeim sex húsum sem starf- semi sjúkrahússins er rekin í niður i þrjú með því að sameina skylda starfsemi. En af því að okkur vant- ar bæði þetta mikla rekstrarfé og líka húsrými, bæði í Fossvoginum og á Landcikoti, verður að fara út í þennan mikla niðurskurð á þjón- ustu spítalans," sagði Kristín. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.