Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 7 Fréttir > * >' í ) ) i I Óánægðir leigubílstjórar segja dómi Mannréttindadómstólsins ekki framfylgt: Frami er enn með alræðisvald „Á meðan við þurfum að sækja allt til Frama erum við ekki með sjálfstæðan félagsskap. Mál okkar er nú hjá umboðsmanni Alþingis og við ætlum að senda gögn út til Mannréttindadómstóls Evrópu um að dómnum rnn féiagafrelsi hafl ekki verið framfylgt." Þetta segir Bjami Pálmason leigubílstjóri, og félagi í bifreiðastjórafélaginu Átaki, um það fyrirkomulag að bifreiða- stjórafélagið Frami skuli vera með eftirlitshlutverk fyrir önnur félög leigubílstjóra á höfuðborgarsvæð- inu. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi íslenskum leigubílstjóra, Sigurði Sigurjónssyni, í vil er hann kærði íslensk stjórnvöld fyrir að skylda fólk í ákveðin stéttarfélög. í kjölfar dómsins voru sett ný lög þar sem afnumin var sú skylda að - málið aftur leigubílstjórar á höfuðborgarsvæð- inu skyldu vera í einu og sama fé- laginu. Stofnuð hafa verið tvö ný fé- lög, Átak og Andvari, en þau hafa ekki heimild til að gefa út undan- þáguleyfi þegar bílstjórar vilja ráöa annan mann á bil sinn, til dæmis vegna veikinda, frís eða álags. Það er Frami sem gefur út þessi leyfi fyrir bílstjóra hinna félaganna. „í þessum breytingum sem Al- þingi samþykkti var kveðið á um að það félag, sem meirihluti bifreiða- stjóra á viðkomandi svæði er í, eigi að annast þessar undanþáguveiting- ar. Við teljum okkur vera að fara að lögum og ekki vera heimilt að fela öðrum félögum þetta en því sem er stærst,“ segir Helgi Jóhannsson, lögfræðingur hjá samgönguráðu- neytinu. til dómstólsins „Við ætluðum aö vinna fyrir okk- ar menn sjáifir og sjá um passaút- hlutanir. Við höfum ekki fengið að gera eitt né neitt nema í samráði við Frama sem er falið alræðisvald. Þeir hafa fengið frá 1,5 upp í 2,3 milljónir króna á ári fyrir þessa þjónustu. Þar sem þetta er innheimt fyrir ríkissjóð eða á vegum ráðu- neytisins ættu þessir peningar aö ganga í gegnum ríkisféhirði og hann síðan að greiða þeim það sem þetta kostar. En þeir fá að valsa með þessa peninga óáreittir,“ segir Bjami. „Það var farið í gegnum það á sín- um tíma hvaöa kostnað Frami hefði af þessu. Þetta er framkvæmt þannig að menn greiða kostnaðinn vegna undanþáguleyfisins beint til Frama. Það var talið að gjaldið, sem er 700 krónur fyrir hverja undan- þágu, væri innan þess kostnaðar sem Frami hefði af þessu," greinir Helgi frá. Hann getur þess að geri umboðs- maður athugasemd verði málið skoð- að á ný. Helgi segir jafhframt að upp- lýsingar um lagabreytinguna hafi verið sendar til Mannréttindadóm- stóls Evrópu. „Við höfum fengið að vita að menn telji þar að við höfum uppfyllt kröfur dómsins. Við fengum ekki athugasemd um annað.“ Bjami kveðst einnig hafa haft samband við dómstólinn. „Ég talaði þar við aðila sem tók enga afstöðu en sagði að miðað við það sem ég segði væri ekki um félagafrelsi að ræða ef eitt félag væri undirgefið öðm. Hann vill að ég sendi öll gögn um málið." -IBS Vespan Olga alin í Húsasmiðjunni: Sjaldnast svo miklir kærleikar - segir starfsmaður í timburportinu „Hún Olga er svolítið sérstök. Hún er rússnesk og er í sérstöku uppáhaldi héma hjá okkur. Við fáum fullt af aUs konar skorkvik- indum með timbrinu en það takast sjaldnast sérstakir kær- leikar með okkur eins og verið hefur með þessa," segir Magnús Sigurðsson hjá Húsasmiðjunni en þar á bæ halda menn vespu sem þeir telja vera trjávespu. Hún mun vera alin á tré og af því er víst nóg í porti Húsasmiðjunnar. „Af lýsingunni að dæma er þetta sníkjuvespa og hún lifir á trjávespum, borar hala sínum inn í tré og nær þar í lirfur trjá- vespunnar. Ég er því hræddur um að þeir í Húsasmiðjunni sé með þessa í stífum megrunarkúr ef þeir gefa henna bara timbur. Hún þyrfti að komast í blóm,“ segir Erling Ólafsson náttúru- fræðingur í samtali við DV. Erling segir nokkuð algengt að vespur berist hingað til lands með timbri að utan. Þær séu meinlausar og lifi ekki hér á landi. -sv Sverrir boltastrákur, sumarmaður í Húsasmiðj- unni, fann vespuna Olgu og elur hana. Hann ætti að skipta snarlega um mataræði á henni svo hún horist ekki. Á minni myndinni má sjá halann sem hún notar til þess að bora inn í tré eftir lirfum trjá- vespunnar. DV-myndir Pjetur Umferðarhávaði: Undanþág- ur veittar í þremur tilvikum - segir bæjarverkfræðingur Heilbrigðisnefnd hefur sam- þykkt í samráði við Hollustuvemd rikisins að veita undanþágu frá viðmiðunamörkum mengunar- verndarreglugerðar varðandi um- ferðarhávaða við Melalind 2-4 og 6-3 í Kópavogi. Umsókn um undan- þáguna var lögð fram af Þórami Hjaltasyni bæjarverkfræðingi f.h. Kópavogsbæjar. „Það hafa aðeins verið gefnar út undanþágur í þremur tilvikum síð- an 1994 þegar gerðar vom breyting- ar á byggingarreglmn og þær gerð- ar strangari. Áður höfðu verið gerðar undanþágur í Lækjasmára og Lautasmára og það var gert í tengslum við lögbundið umhverfis- mat í nágrenni við Reykjanesbraut- ina. Við settum fram umsókn um þessar undanþágur en það er Heil- brigðisnefnd í samráði við Holl- ustuvemd sem samþykkir þær. Þetta er ekki samþykkt nema það séu svokallaðar mótvægisaðgerðir og þær tryggja að hljóðstig innan- dyra er í lagi og einnig á svölum. íbúamir eiga þvi ekki að verða fyr- ir neinum óþægindum," sagði Þór- arinn Hjaltason, bæjarverkfræðing- ur i Kópavogi, við DV. -RR Brutu upp stööumæla Tveir ungir piltar, 16 og 17 ára, voru handteknir við að brjóta upp stöðumæla við Skólavörðustíg í fyrrinótt. Þeir höfðu brotið upp þrjá staura þegar lögreglan kom á vettvang en lítið haft upp úr krafs- inu. Þeir voru færðir á lögreglu- stöðina og eftir að hafa gengist við verknaðinum voru þeir sóttir af foreldrum sínurn. -sv Þarftu að gera við leka? «Ertu þreyttur á að endurtaka aðgerðina annað hvert ár eða svo, notaðu þá Roof Kote og Tuff Kote, amerísk efni sem þróuð voru 1954 og hafa staðist reynslu tímans. Heiidsala: G K Vilhjálmsson Smyrlahraun 60 220 Hafnarfjörður Sími 565 1297 SwjwrutarlaMkr Skífunnar í (uSlum gangi é 3ju hæð í KringEunni Mikið úrval af geislaplötum frá 199 kr. • kassettum frá 99 kr. myndböndum frá 299 kr. • tölvuleikjum frá S99 kr. S-K-l-F-A-N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.